Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 23. desember 1986 ■ Skortur á hjúkrunarrýmum og heimilishjálp hjá Reykjavíkurborg: Kostar ríkið milljóna daggjöld á spítölunum - Árslega í Hafnarbúðum 2,5 millj. ódýrari en á Borgarspítala Frá kynningu á skýrslu Félagsmálastofnunar. Aftari röð frá vinstrí: Þórir Guðbergsson, Sveinn Ragnarsson, Sigrún Jónsdóttir. Fremri röð: Elín Óiafsdóttir, Björn Björnsson, Árni Sigfússon. Þótt stöðugt sé rætt um nauðsyn sparnaðar í hinu dýra heilbrigðis- kerfi verður ekki annað séð en að milljónir króna séu borgaðar fyrir þjónustu á sjúkrahúsunum sem hægt væri að veita á annan hátt fyrir aðeins brot af þeim kostnaði - þ.e. ef eitt „kerfið" rækist ekki stöðugt á önnur „kerfi“. „Kona sem er langlegusjúkling- ur - dvelur á sjúkrahúsi á langlegu á annað ár, en þarfnast eingöngu hjúkrunarpláss." „Kona sem dvelst á sjúkrahúsi vegna slyss, en gæti verið komin heim fyrir tæpum tveim mánuðum ef heimilishjálp hefði fengist." Framangreint er meðal dæma sem nefnd eru í könnun á högum aldraðra Reykvíkinga sem gerð var af Félagsmálastofnun - „dæmi um fólk sem þarf greinilega aðra úrlausn sinna mála en það hefur fengið, sjálfra sín vegna í öllum tilvikum, ættingja sinna vegna í sumum tilvikum og stofnana vegna í öðrum tilvikum" eins og segir í könnuninni um dæmin, sem þar voru nefnd fleiri. Ef miðað er við kostnað á legu- , dag á Borgarspítalanum í Fossvogi 1985 og áætluð 35% hækkun síðan gæti kostnaðurinn í ár verið um 10.400 kr. á legudag á spítala í Fossvogi en um 3.300 á legudag á hjúkrunardeildinni í Hafnarbúð- um. Samkvæmt því væri kostnaður við árslegu á Borgarspítalanum tæpar 3,8 milljónir króna, en í Hafnarbúðum um 1,2 millj. kr., sem þýðir um 2,6 milljóna króna mun á ári fyrir einn langlegusjúkl- ing. Tveggja mánaða lega slösuðu konunnar mundi þá kosta um 625 þús. krónur, en tvær manneskjur í fullu starfi í heimilishjálp varla yfir 125 þús. krónur. Munurinn er hálf milljón króna þessa tvo mánuði. Þarna virðist um dýra hagsmuna- árekstra að ræða á milli „borgar- kerfisins" og „ríkiskerfisins“ á kostnað hins síðarnefnda - þ.e. yfir þriggja milljóna króna kostnað fyrir ríkið aðeins vegna þessara tveggja framangreindu dæma. Aukaútgjöld ríkisins vegna hverra 10 langlegusjúklinga sem svipað væri ástatt um gætu verið um 25 millj. kr. á ári umfram kostnað af hjúkrunarplássum. Af þeim um 1.270 sem voru á biðlist- um borgarinnar s.l. áramót reynd- ust um 80 langlegusjúklingar þegar könnunin fór fram. í skýringum Sigríðar Jónsdóttur starfsmanns Félagsmálastofnunar á könnuninni kom m.a. fram að hinar margtuggnu sögur um fjölda aldraðra utan af landi sem flytja til Reykjavíkur til að njóta þjónustu í ellinni eru að mestu „þjóðsögur“ einar. Þvert á móti kom í ljós að um 10% þeirra 1.273 öldruðu Reykvíkinga sem hafa verið á bið- lista hjá Reykjavíkurborg eftir leiguhúsnæði eða vistheimilisrými - eða um 130 manns - hafa þurft að leita út á land í vandræðum sínum, á stofnanir, elli- eða dvalar- heimili eða einkaheimili, án þess að hafa fengið frambúðarlausn sinna mála. í skýrslunni eru nefnd eftirfarandi dæmi um þennan hóp. „Kona sem er „flutt í annað sveitarfélag". Getur ekki búið ein lengur. Þær upplýsingar fengust um hana að hún „flæktist á milli ættingja“ úti á landi. Karl sem „dvelst á stofnun utan Reykjavík- ur“ - búinn að vera þar í nokkur ár, en heldur lögheimili sínu hér til að halda umsókn virkri þar eða stofnunin sem hann dvelst á er ekki sniðin að þörfum hans. Hjón sem eru „flutt í annað sveitarfélag" til fjölskyldu dóttur sinnar. Þau geta ekki haldið sjálfstætt heimili lengur, en geta ekki heldur dvalið til lengdar hjá börnunum. Halda því lögheimili í Reykjavík og bíða eftir úthlutun". í niðurstöðum skýrslunnar er bent á að hluti fólks á biðlistanum sé í neyð. Um 20% vilji fá vistheim- ilisrými og nær helmingur þjónustu- íbúð. Bent er á að varlega þurfi að fara í uppbyggingu sjálfseignar- íbúða fyrir aldraða á meðan þörfin fyrir þjónustuíbúðir/vistheimili sé eins mikil og raun ber vitni. Út- hlutun íbúðar megi ekki ráðast af efnahag heldur félags- og heilsufarsástæðum. Þá er bent á að auka þurfi heimaþjónustu og hjúkrunarþjónustu, ásamt dagvist- un og hvíldarþjónustu fyrir heimili sem hafa aldraða búandi heima. Lögboðnar tryggingabætur megi heldur ekki vera svo lágar að heilsuspillandi sé að lifa af þeim. - HEI Tölvuvogir: Póls hf. verður Póls- tækni hf. - Eimskip leggur til 15 milljónir í hluta- fjáraukningu Fyrirtækið Póls-tækni hefur verið stofnað á ísafirði. Póls-tækni er í raun fyrirtækið Póls hf. með auknu hlutafé og nýjum hluthöfum. Póls hf. var á sínum tíma stofnað utan um rafeindatækniframleiðslu Pólsins á ísafirði og framleiddi aðallega tölv- uvogakerfi fyrir frystihús og togara. Hjá Póls hf. störfuðu um 35 manns einkum á ísafirði en fyrirtækið hafði einnig útibú í Reykjavík, en stjórn- endur fyrirtækisins hafa á undan- förnum mánuðum verið að leita fyrir sér með hlutafjáraukningu til jjess að geta tekist á við ný verkefni á sviði rafeindatækni og markaðssett vörurnar. Þessi hlutafjáraukning hefur nú orðið og nafni fyrirtækisins hefur verið breytt í Póls-tækni hf. og er heildarhlutafé þessa nýja fyrirtæk- is um 45 milljónir og eru hluthafar tæplega 60. Eimskipafélag íslands er stærsti einstaki hluthafinn og kemur félagið inn sem nýr hluthafi í fyrir- tækið með um 15 milljónir í hlutafé. f stjórn Póls-tækni hafa verið kosnir Hörður Sigurgestsson, Björn Hermannsson, og Einar Ingvarsson. Svo virðist sem hið nýja fyrirtæki ætli að fá góða byrjun því stærsti rækjutogari í heimi „Ocean prawns" sem gerður er út frá Borgundarhólmi í Danmörku hefur keypt 10 vogir af hinu nýja fyrirtæki. Raunar er hér á ferðinni vara sem Póls hf. framleiddi og hannaði áður en hlutafjáraukn- ingin gekk um garð. - BG Yfirtaka Borgarspítalans: Gengið frá samningum strax eftir áramótin Allar líkur eru á að ríkissjóður yfirtaki þann hlut Reykjavíkurborg- ar í Borgarspítalanum, sem umfram er þau 15% sem borginni er skylt að eiga samkvæmt lögum. Á föstudag sendu forsætisráðherra, fjármála- ráðherra og heilbrigðisráðherra, borgarstjóra bréf þar sem segir m.a. að það sé fullur vilji og ásetningur ríkisstjórnarinnar að reyna til þraut- ar, þegar eftir áramót, að ganga frá samningi þess efnis. Náist samkomu- lag muni nauðsynlegra lagaheimilda, til þess að tryggja framgang yfirtök- unnar, verða aflað, þegar eftir að Alþingi kemur saman á nýju ári. Eins og kunnugt er fór borgar- stjóri fram á viðræður við ríkisvaldið um yfirtöku spítalans, eftir að gert var ráð fyrir að Borgarspítalinn færi á föst fjárlög. Samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið, en ekki vannst tími til að ganga frá samkomulagi fyrir afgreiðslu fjár- laga og þinglok. - HM Félag velunnara Borgarspítalans: Lýsir stuðningi við starfsfólk spítalans Stjórn Félags velunnara Borgar- spítalans hefur sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem hún vill að gefnu tilefni lýsa yfir fullum stuðningi við starfsfóík Borgarspítalans í viðleitni þess til að Borgarspítalinn haldi því sjálfstæði og því frumkvæði sem hann hefur haft í heilbrigðismálum höfuðborgarinnar og landsins alls. Stjórn félagsins harmar að þessi glæsilegasta stofnun borgarinnar skuli nú orðin að söluvöru, en telur að fyrst svo sé komið verði að tryggja að spítalinn lúti áfram sjálf- stæðri stjórn. Þeirri stjórn beri að tryggja að hæfileikar lækna og hjúkr- unarliðs spítalans fái notið sín í frjálsri samkeppni er stefni að því marki að veita alltaf bestu og full- komnustu þjónustu sem völ er á. Stjórn FVB telur að sjálfstæð stjórn Borgarspítalans geti áfram leitað leiða til að bæta reksturinn, eins og gert hefur verið. JÓL SMÁFUGLANNA Tíminn vill beina þeim tiimælum til fólks að það muni eftir smáfuglunum yflr hátíðina sem endranær. Fuglafóður fæst í flestum verslunum og er það tilbúið til notkunar. Gott ráð er að gefa fugiunum ailtaf á sama stað þannig að þeir verði heimavanir og geti gengið að sínum góðgjörðum vísum. Það er hart á dalnum hjá smáfuglunum þegar snjóar og ekki sést í bera jörö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.