Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn • FRÉTTAYFIRLIT TEHERAN — Aö minnsta kosti hundrað almennir borgar- ar létu lífiö og fjöldi annarra særöist í loftárásum (raka á írönsku borgina Islamabad-e Gharb. MOSKVA — Andrei Sakhar- ov, andlegur leiötogi sovéskra andófsmanna, mun snúa aftur til Moskvu eftir nærri sjö ára útlegð í Gorkí. Það var Mikhail Gorbatsjov Sovétleiötogi sem persónulega hafði afskipti af máli Sakharovs. Stjórn Hel- muts Kohl kanslara í Vestur- Þýskalandi hvatti austur-þýsku stjórnina til að fara aö fordæmi Sovétmanna og leysa úr haldi einhverja af þeim tvö þúsund stjórnarandstæðingum sem talið er að gisti austur-þýsk fangelsi. NÝJA DELHI - Þjóðvarð- liðar voru sendir til indversku hafnarborgarinnar Gou til að styrkja öryggissveitir á staðnum. Ofbeldisaðgerðir í borginni hafa þegar valdið dauöa þriggja manna. WASHINGTON — Sam- kvæmt heimildum úr Hvíta húsinu er Reagan Bandaríkja- forseti óánægður með að al- menningur virðist ekki trúa frá- sögum hans af íransmálinu og hyggst hann láta mikið að sér kveða til að fá sannleikann fram í þessu máli. TÚNIS — Líklegt var talið að fulltrúar Sýrlands og Frelsis- samtaka Palestínumanna ættu eftir að deila um tengsl Sýrlendinga við búðastríðið svokallaða í Líbanon er utan- ríkisráðherrar Arababanda- lagsins undirbjuggu sinn ann- an neyðarfund átveimurvikum í gær. TEL AVIV — (sraelsk yfir- völd leyfðu ekki birtingu greinar þar sem Mordechai Vanunu kjarnorkufræðingur skýrði frá hvernig honum var komið frá Bretlandi aftur til (sraels þar sem biðu hans réttarhöld vegna ákæru um að hafa sagt bresku dagblaði frá ríkis- leyndarmáli. COLOMBO — Stjórnvöld á Sri Lanka vilja eiga beinar viðræður við skæruliða tamila á eynni. Það var talsmaður þjóðaröiyggisráðuneytisins sem skýrði frá þessu eftir að viðræður við indverska em- bættismen höfðu ekki borið tilætlaðan árangur. Þriðjudagur 23. desember 1986 Forseti í vanda Uppstokkun Bandaríkin: Almenningsálitiö hefur snúist gegn Reagan Des Moines, Iowa - Reuter Niðurstöður skoðanakönnunar' sem birtar voru í gær sýna að 55% fólks er óánægt með frammistöðu Reagans Bandaríkjaforseta í emb- ætti sínu. Hér er um 16% aukningu að ræða á þremur mánuðum. Skoðanakönnunin, sem gerð var af Des Moines Register dagblaðinu í Iowaríki, sýndi hinsvegar einnig að aðeins 24% vildu að forsetinn segði af sér vegna hneykslismálsins í sam- bandi við vopnasöluna til írans. Könnun þessi var gerð meðal íbúa Iowaríkis frá áttunda til sextánda desember o» kom þar í ljós að 34% aðspurðra likaðí vel við störf forset- ans en 11% höfðu enga skoðun. Niðurstöðurnar sýna mikla breyt- ingu á almenningsálitinu frá því í september er blaðið framkvæmdi svipaða könnun. Þá voru 46% að- spurðra ánægð með forseta sinn og aðeins 39% líkaði ekki við störf hans. Dagblaðið fór nokkuð náið út í íransmálið í könnun sinni og kom í ljós að 65% aðspurðra voru ekki ánægð með frammistöðu forsetans í því máli og 73% töldu að hann væri að dylja vitneskju í sambandi við það. Skoðanir almennings eru oft eins og veðrið; síbreytilegar. Því fær Banda- ríkjaforsctinn að kynnast nú I---------------------------- Pakistan: án umskipta Islamabad - Reuter Mohammad Zia-Ul-Haq forseti Pakistans sór inn nýja ríkisstjórn í gær. Engin veruleg umskipti áttu sér stað með þessari uppstokkun nema ‘ í fjölda ráðherra. Stjórnin er aðeins skipuð sextán ráðherrum en 36 voru í þeirri stjórn sem sagði af sér á laugardaginn. Samkvæmt opinberum lista halda sex ráðherrar sömu embættum sínum, þar á meðal Mohammad Aslam Khattak innanríkisráðherra og Sahabzada Yaqub Khan utanrík- isráðherra. Innanríkisráðuneytið hefur verið gagnrýnt mjög af stjórnarandstæð- ingum og dagblöðum fyrir slælega frammistöðu í að kveða niður ætt- flokkaátökin í Karachi, stærstu borg landsins, sem kostuðu 185 manns lífið. Ríkisstjórnin sagði af sér á laugar- daginn eftir miklar umræður um lög og reglu í kjölfar ættflokkaátakanna í Karachi sem voru þau verstu í sögu borgarinnar. Talsmenn ríkisstjórnarinnar sögðu hinsvegar eftir að afsögnin varð ljós að hún hefði ekkert að gera með ólætin í Karachi. Stjórnarand- stæðingar hafa einnig tekið undir þessar yfirlýsingar og segja Ítalía: Sjónvarp með kornfleksi Róm - Reuter Morgunverðardagskrá í sjón- varpi var hrundið af stað á ftalíu í gærmorgun. Landsmenn gátu þá vaknað snemma og kveikt á dagskrá sem stendur í fjóran og hálfan klukkutíma og saman- stcndur af fréttum, tónlist, viðtöl- um ogsérstökumumfjöllunarefn- um. Þeirsem rannsakað hafa mögu- leika á dagskrá svo snemma dags- ins segja að um átján milljónir manna séu í þeim hópi sem mest komi til með að horfa á dagskrá þessa. Það eru húsmæður, at- vinnuleysingjar og fólk sem sest er f helgan stein sem aðallega myndar þann áhorfendahóp sem dagskránni er ætlað að ná til. Rannsóknir sýna að aðeins 1,6% ítala borðar morgunverð sem fjölskylda. Flestir hinna full- orðnu hella í sig kaffi á nálægum bar á leið til vinnu. Mohammad Khan Junejo forsæti- sráðherra lengi hafa ætlað sér að endurskipuleggja stjórn sína. Það kom nokkuð á óvart að innan- ríkisráðherrann Khattak skyldi hafa haldið embætti sínu, bæði vegna átakanna í Karachi og einnig þar sem hann er ekki þekktur fyrir dyggan stuðning við Múslimabanda- lagið, flokkinn sem Junejo forsæti- sráðherra stýrir. Hinsvegar bjuggust flestir við að utanríkisráðherrann Khan myndi halda embætti sínu þar sem ferðir hans til annarra landa höfðu þegar verið skipulagðar marg- ar vikur fram í tímann. Talsmaður ríkisstjórnarinnar benti á að ráðherralistinn væri ekki endanlega frágenginn og það gæti vel svo farið að fleiri ráðherrar yrðu skipaðir á næstunni. Mohammad Zia-Ul-Haq forseti Pakistans: Enn sterki maðurinn á bak við tjöldin og stjórnaruppstokkun breytir þar engu Hækkandi olíuverðí kjölfar samkomulags - OPEC ríkin stefna að því að selja olíutunnuna á átján dollara á næsta ári Lundúnir - Reuter Samkomulag Samtaka olíufram- leiðsluríkja (OPEC) nú um helgina þar sem kveðið var á um nýjan samdrátt í framleiðslu olli hækkun á heimsmarkaðsverði í gæren fjármál- asérfræðingar drógu þó í efa að . hækkunin myndi þýða að al- menningur þyrfti að borga meira fyrir olíu, a.m.k. lítur ekki út fyrir það í bili. Samkomulagið sem OPEC ríkin gerðu með sér í Genf gerir ráð fyrir að framleiðslukvóti þeirra verði; minnkaður í heild um eina milljónj tunna á dag á árinu 1987. Verður framleiðslan þá um sextán milljónirj olíutunna á dag. Að venju hækkaði verð á Norður- sjávarolíu á frjálsum markaði í kjölf- ar þessara frétta og var nálægt átján doílurum á tunnu. Möguleikar á enn hækkandi olíuverði olli einnig hækk- andi gullverði sem gerist ávalít þegar fjárfestingaraðilar telja að verðbólga geti aukist. OPEC samtökin sögðust ætla að selja alla sína olíu á 18 dollara á tunnu frá og með 1. febrúar á næsta ári. Slíkt fast verð kemur eflaust skuldugu þjóðunum á borð við Mexíkó, Nígeríu og Egyptaland til góða og einnig eru þetta góðar fréttir fyrir banka sem lánað hafa olíuiðnaðinum. Hinsvegar hafa aðrir litla ástæðu til að fagna þar sem aukin verðbólga gæti fylgt í kjölfar- ið. Sérfræðingar í olíumálum voru þó fullir efa að samkomulag OPEC yrði haldið í heiðri af öllum ríkjunum og raunar hefur eitt ríkjanna þrettán, írak, ekki skrifað undir það. Áhrif lækkandi olíuverðs eru enn að koma í ljós á mörgum sviðum og jafnvel þótt olíuverðið hækki upp í átján dollara á tunnu er óvíst að hinn venjulegi borgari eigi eftir að finna áhrif þeirrar hækkunar. Hráolía var seld á 30 dollara á tunnu fyrir rúmu ári síðan og 18 dollarar eru þvf enn langt frá því verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.