Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. desember 1986 Tíminn 9 Auðunn Bragi Sveinsson: Fyrri hluti Lambanesheimilið Þjóðfélagið er byggt úr ótal ein- ingum, sem heimili nefnast. Þau eru hornsteinar þess enn að minnsta kosti. Flest erum við, sem byggjum þetta land, alin upp á heimilum hjá foreldrum okkar. Það fer ekki mikið fyrir frásögnum af þessum heimilum í bók- menntunum. Þar er fremur sagt frá höfðingjum og embættismönnum en frá almúgafólki. Æskuheimili mitt var ekki í tölu stórbýla né höfðingjasetra, heldur meðaljarða í afdal. Ekki er það þó ætlan mín að greina neitt frá því heimili hér, heldur draga upp mynd af heimili einu, er ég kynntist á æskuárum og nokkuð síðar. Þar bjó hún frænka mín besta hlutann úr ævideginum. Þó að byggðin sé snjóþung á vetr- um er hún þó með eindæmum sumarfögur. Þar er mikið stöðu- vatn, og gefur það byggðinni vina- legan og sérstæðan svip. Berja- spretta er óvxða meiri hérlendis. Lyngi klæddar brekkurnar liggja vel við sól og sumaryl. Snjórinn djúpi, sem liggur þar langan vetur og hylur hverja laut, veitir mikið skjól gegn næðingum og frosti. Hver er sveitabær sá, sem farið hefur verið orðum um í undanfar- andi línum? Hann er hvorki höfuð- ból né stórbýli, en var þó um hríð nokkurs konar hótel fyrir gesti og gangandi er sóttu Fljótin heim, einkum á sumrin. Bærinn er á austurbakka Miklavatns, nokkurn veginn miðsvæðis. Fyrir sunnan bæinn er Ásinn, mestmegnis lyngi vaxinn og því hið ákjósanlegasta berjaland. Norðan við túnið renn- ur Reykjaáin út í Miklavatn, en kemur úr fjöllunum í austurátt. Norðan við ána er býlið Lambanes- Reykir. Nokkur jarðhiti er þar í túni. - Þetta er jörðin Lambanes í Austur-Fljótum. Aldamótaárið 1900 settust mið- aldra hjón að í Lantbanesi og komu þangað með mörg börn. Hétu þau Kristján Jóhann Jónsson og Sigurlaug Sæniundsdóttir. Er nú aðeins eitt barna þeirra á lífi, þegar þetta er ritað, og verður þess getið síðar í samantekt þessari. Ekki er það ætlun mín að rekja búskaparsögu Kristjáns og Sigur- laugar hér. Til þess þyrfti ég að vera henni betur kunnugur en raun er á. En það er hins vegar ætlun mín að rekja minningar mín- ar um þetta heimili, þegar aðrir réðu þar húsum. Seint á þriðja áratug þessarar aldar tóku við búsforráðum í Lambanesi Gunnlaugur, sonur Kristjáns, og Anna Guðmunds- dóttir, móðursystir mín, auk Valgarðs, bróður Gunnlaugs sem var ókvæntur. Sigurlaug Sæmunds- dóttir var þá látin fyrir stuttu og Kristján kominn á efri ár. Fljótlega eftir að bræðurnir tóku við búsfor- ráðum í Lambanesi, reistu þeir þar íbúðarhús úr steinsteypu, veglegt að þeirrar tíðar hætti. Voru í því þrjú herbergi á hæð, auk herbergis í risi og kjallara undir, er notaður var sem geymsla. Skal nú reynt að lýsa húsaskipan nánar á íbúðarhæðinni. Gengið var inn frá vestri. Var þá komið inn í gang nokkurn. Ef haldið var beint áfram var komið inn í eldhúsið. Útsýni úr því er til austurs til fjalla og dals, sem er vel grasi gróinn. Oft fannst mér dýrðlegt að horfa á sólaruppkomuna úr eldhúsglugg- anum. En kveljandi hiti var þar hins vegar oft framan af degi af völdum sólarhita. Af gangi var gengið til suðurs inn í setustofuna. Innaf henni var svefnherbergi hjóna. Norðan við ganginn var gestaherbergið. Var þar oft setinn bekkurinn af gestum víða að á sumrin, aðallega frá Siglufirði. Útsýni frá Lambanesi er tignar- legt og fagurt. Bærinn stendur nokkuð hátt. Túnið liggur niður að Miklavatni, allstórt. Hólótt er það nokkuð og jarðvegur ekki alls staðar djúpur. f vestur er Mikla- vatnið breiða og bláa. Þar fyrir vestan gefur að líta ása en lengra fjöllin vestan Flókadals. Er Mós- fjall þar tignarlegast og hömrum sett hið efra. Þar er fyrir neðan býlið Ysti-Mór. Þá er Barðshyrna, skammt frá hinu forna prestssetri Barði, skammt vestan við Mikla- vatnið og skilur að austur og vestur Fljót. I suðri blasa við fjöllin suður af Stíflu, tignarleg mjög. Til norðurs er hafið endalausa og hól- arnir hjá bænum Hraunum. Þetta er einföld lýsing á útsýni frá einu býli, en væntanlega betri en engin Ekki hafði ég fyrr verið innan um jafn margt heimilisfólk og þarna á bænum. Heima voru það aðeins foreldrarnir og eitt systkini, systirin Þóra Kristín. Og jafn mikl- um gestkomum hafði ég ekki vanist, jafnvel veturinn sem ég var þar fyrst sem barn. Þá var þarna ágætt útvarpstæki, en slíkt undra- tæki var aldrei heima hjá mér á æskuheimilinu. Matur var bæði mikill og góður. Oft var borðaður saltaður afvatnaður silungur úr Miklavatni. Bragðaðist hann mæta vel með kartöflum og bræddu smjöri. En mann vildi þyrsta af honum blessuðum, það man ég þó. En það var fleira en silungur sem veiddist þá í Miklavatni. Jafnvel oft spriklandi silungar býsna vænir í netinu. Oft var ég þá með þeim bræðrum, svo og öðrum, við þenn- an veiðiskap. Það var ekki langt í matarforðabúrið. Og góður var silungurinn með bræddu smjöri og nýjum kartöflum, svona glænýr. Mér fannst þetta eins og hátíða- matur. Gestunum hefur vafalaust fundist það einnig. Iðulega lögðu gestirnir hönd að verki við hey- skapinn, rifjuðu, tóku saman hey. Ekki var afslagur að fá þetta góða fólk til aðstoðar við samantekt heysins, ekki síst ef hætta var á að kæmi ofan í von bráðar. Áður var minnst á silungsveiðina. Það var matur ekki langt undan. En annar matur var einnig nærtækur, ef gesti bar óvænt að garði og myndarlega skyldi veitt í mat. Þá var iðulega slátrað lambi. Allt var sem sagt' gert til að gestunum liði sem best. Ekki var þessi mikli gestagangur auðgandi á veraldarvísu, eins og nærri má geta. Öðru nær. Það varð oft lítið úr verki við heyskapinn á sumrin, eftir að allt var orðið fullt af gestum. Brátt eftir komu þeirra var húsið allt undirlagt mannskap er stráði um sig tóbaksreyk af öllum tegundum og vínþefur fylgdi sumum, sem vel voru í för búnir. Lambanes 9. ág. 1955. Aldarafmæli Kristjáns Jóhanns Jónssonar haldið hátíðlegt. Lambanes-Reykir sjást í baksýn. þeim er á kunna að hlýða þetta spjall. Ég kom fyrst að Lambanesi sem tíu ára gamalt barn í fylgd með móður minni vestan úr Húnavatns- sýslu, gangandi um fjöll og firnindi og riðandi á sætrjám. Hefi ég lýst því ferðalagi í útvarpinu í þætti Friðr- iks Páls Jónssonar: Út og suður, á síðast liðnu hausti. Auk þeirra, sem ég hef getið sem heimilis- manna í Lambanesi, var þar bróðir húsfreyju, Jónas að nafni, 24 ára að aldri. Hann var nokkurs konar vinnumaður þarna og hafði her- bergi á kvistinum í risinu. Kristján var rúmfastur orðinn vegna elli. Hann var orðinn mjög illa krepptur á höndum og fótum og gat sig lítt hreyft af þeim sökum. Hann var þá tæplega áttræður orðinn. En þrátt fyrir þetta var gamli maðurinn hress í anda mjög og ræðinn við heimamenn og gesti. Oft sagði hann frá því sem löngu liðið var og fór með orðskviði og kveðskap. Oft þegar rætt var um aldur hans, fór hann með þetta erindi: „Hundr- að ára hreppti klára gleði,/ og ellefu skorðuð árin tvenn/ enn fyrir norðan kerlingin." Kristján átti eftir að lifa í aldarfjórðung þegar þetta var. Og það sem merkilegast var: Hann reis úr rekkju og réttist býsna mikið. Hann sem flestir héldu að væri senn að kveðja þetta jarðlíf, reis upp úr körinni og gerðist hinn brattasti. Hann varð að vísu ekki til erfiðisvinnu eftir þetta, sem varla var von. þorskur og ýsa veiddist, einnig grálúða. En ekki gat ég verið í Lambanesi allan veturinn. Ég var kominn á skólaaldur. Var mér þá komið í skóla, sem haldinn var í Haga- nesvík. Kennt var í Brautarholti, Hugleiöingar í fjarlægð úr tíma og rúmi en þar réðu þá húsum hjónin Sveinn Stefánsson og Lilja Kristj- ánsdóttir. Kennari var Sæmundur Dúason frá Krakavöllum í Flóka- dal, nýútskrifaður úr Kennara- skólanum, þá 45 ára að aldri. Þar hafði hann aflað sér kennararétt- inda á einu skólaári, þar eð hann hafði áður kennt dálítið og stundað talsvertskólanám. Kennt varþarna við frumstæð skilyrði, en eitthvað lærðum við samt, krakkarnir. Kennarinn var góður maður og barnavinur. Lék hann sér oft með okkur út í frímínútunum. En það var ekki ætlunin að dvelja við mikið annað en Lambanesheimilið í pistli þessum þess vegna skal aftur að því býli vikið. Þegar ég var orðinn 18 ára lá leið mín enn norður í Fljót. Réði ég mig þangað í vegavinnu og vann þar þrjú sumur innan tvítugsaldurs, . undir verkstjórn Lúdvigs Rúdolfs Kemps. Þá hélt ég að miklu leyti til í Lambanesi. Þá var hafin varanleg vegagerð frá Ketilási út Fljót til Siglufjarðar. Lá sá vegur um skarðið, þar sem það er hvað hæst. Síðar var lagður vegur norður með sjó og göng grafin gegn um Stráka til Siglufjarðar. Þarf eigi að rekja þá sögu hér nánar. Gestagangur var mjög mikill á sumrin á þessum bæ, náttúrlega mest þó um helgar. Fólk kom til að viðra sig og losa sig við borgar- streituna, og ekki síst alla þá fýlu er síldarbræðslan á Siglufirði hafði í för með sér. Flestir voru gestirnir frá síldarbænum að vonum. Til Siglufjarðar höfðu flust synir Kristjáns og fleiri afkomendur hans. Voru þau að vonum tíðir gestir í Lambanesi. Ég man best eftir sonunum frá Lambanesi, þeim Árna og Jóni. Árni var lengi afgreiðslumaður hjá olíuhlutafélaginu Shell, en Jón var rafstöðvarstjóri bæjarins. Báðir vel metnir borgarar á Siglufirði. Börn þeirra og makar voru einnig tíðir gestir í Lambanesi. Man ég vel eftir Sigurjóni, syni Sæmundar frá Lambanesi Kristjánssonar. Hann dó ungur, drukknaði. Sigurjón hef- ur lengi verið þekktur borgari á Siglufirði og landskunnur söngvari. Oft var veiddur silungur í Mikla- vatni til heimilisnota, ekki síst er gesti bar að garði. Þá var dregið fyrir, oft með gestunum, og lágu þá En Lambanesfólkið var ekki að hugsa um að safna veraldarauði. Það vildi gera góðum vinum allt til yndis, bæði í mat og drykk. Gleð- skapur fylgdi að sjálfsögðu öllu þessu fólki, sem var ungt og lífs- glatt eða ungt í anda, þó að árin væru oiðin býsna mörg að baki. Vitanlega er enginn vegur að greina frá öllum þeim sem vöndu komur sínar í Lambanes, aðallega að sumarlagi. En mig langar til að nefna nokkur nöfn í því sambandi. í Lambaneslandi reistu sér sumar- bústað hjónin Ólafur Ragnars og Ágústa Ágústsdóttir Ragnars. Þau voru að vonum tíðir gestir í Lamba- nesi, svo og synir þeirra, sem þá voru kornungir. Man ég vel eftir þeim báðum. Annar er Gunnar, nú forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri. Þeir jafnaldrarnir og félagarnir Jón Kjartansson og Þor- steinn Hannesson voru tíðir gestir í Lambanesi. Tók þá Þorsteinn stundum lagið í Norðurstofu, ásamt fleiri söng- glöðum gestum. Yfirleitt fylgdi þessum miklu gestkomum mikill gleðskapur. Heimilisfólkið sló ekki hendinni á móti þessu, en gætti þó fyllsta hófs. Var raunar merkilegt og athyglisvert, hversu vel það mundangshóf var þrætt eða haldið. Framhald á morgun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.