Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 16
Þessi hestur tapaðist fyrir skömmu úr girðingu við Eiríksbakka í Biskupstungum. Hann er steingrár, faxprúður með mestallt faxið vinstra megin. Hann er frostmerktur á hálsi vinstra megin og var með gul-grænt einangrunarband í faxinu. Hesturinn er 7 vetra, gæfur með allan gang. Ef einhver hefur orðið hestsins var, eða tekið hann í misgripum, vinsamlegast látið vita í síma 91- 34724. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvember mánuð 1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 29. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar. Fjármálaráðuneytið 17. desember 1986 !ii LAUSAR STÖÐUR HJÁ Mr REYKJAVIKURBORG Nýtt heimili - Þroskaþjálfar og almennt starfsfólk Við opnun á nýju skammtímavistheimili fyrir fötluð börn við Álfaland, vantar okkur til starfa þroska- þjálfa, almennt starfsfólk, starfsmann í eldhús og á næturvaktir, vaktarvinna - hlutastarf. Umsóknarfrestur er til 07.01 1987. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 18797. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. .16 Tíminn I MINNING Þriðjudagur 23. desember 1986 Þurídur Guðmundsdóttir Fædd 9. mars 1901 Dáin 2. desember 1986. Þuríður Guðmundsdóttir fæddist og ólst upp á Fagranesi í Aðaldal. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhannsson er lést ungur að árum og Kristín Sigurðardóttir sem dó fyrir fáum árum í hárri elli. Þuríður var yngst þriggja systkina. Hin voru Sigurður bóndi í Fagranesi og Laufey húsfreyja í Fagraneskoti. Eru þau bæði dáin. Það var alltaf kært með systkinunum. Þuríður gekk á Breiðamýraskólann og hefur áreiðanlega notið þess. Enda átti hún góðar minningar frá þeim tíma. Einnig var hún hjá Guðfinnu Jóns- dóttur frá Hömrum og söng þar í kór og lærði að leika á orgel. Það var yndi Þuríðar fram á efri ár að grípa í orgelið sitt. Fagranesbæirnir standa á einu fegursta bæjarstæði í Aðaldal, á norðurbakka Vestmannsvatns með útsýni yfir vatnið og suður Reykja- dal, en skógivaxna hlíðina í austri. Eflaust hefur Þuríður átt margar unaðsstundir á vatninu og mörg búbjörgin hefur þaðan komið. A þessum stað ólst Þuríður upp og átti þar heima alla tíð. Því að þótt hún flytti til dætra sinna síðustu árin átti hún alltaf lögheimili í Fagranesi. Þann 15. ágúst 1926 giftist Þuríður Jónasi Guðmundssyni frá Grímshús- um í Aðaldal og eignuðust þau þrjár dætur. Hulda er búsett í Lindahlíð, Ásgerður búsett við Laxárvirkjun og Jónína Þórey búsett í Reykjavík. Þuríður og Jónas bjuggu á hálfri jörðinni. Búið var aldrei stórt en vel um það hugsað, enda hjónin sam- hent í því sem öðru. Bæði natin við skepnur og því farsæll búskapur. Við hjónin kynntumst Þuríði og Jónasi fljótt eftir að við komum í Grenjaðarstað. Bæði sungu þau í kirkjunni og Jónas kom oft á sím- stöðina til okkar og alltaf voru þau auðfúsu gestir. Árið eftir að við komum í Grenjaðarstað var stofnaður kirkjukór og var Jónas fyrsti söng- stjórinn og Þuríður söng með og kenndi raddir en hún hafði áður verið organisti kirkjunnar. Þá fóru bjartir dagar og ár í hönd. Það var æft og sungið. Gleði ríkti. Söngæfingar voru á ýmsum bæjum, mjög oft í Fagranesi. Þá taldi enginn eftir sér að hlaupa á söngæfingar, þó að oft væri nokkuð langt að fara. Bílar voru þá fáir og vegir slæmir og oft ófærir. Kirkjukórinn okkar tók þátt í söng- mótum Kirkjukórasambands Suður- Þingeyinga og Jónas stjórnaði. Allt gekk þetta vel. En þá kom reiðar- slagið, Jónas dó 14. des. 1952 eftir þunga sjúkdómslegu. Þuríður og dæturnar misstu mikið og við fél- agarnir í kórnum hans fannst við missa fótfestu. En haldið var áfram í lífi og starfi. En minning um góðan dreng lifir í huga okkar. Eftir fráfall Jónasar bjó Þuríður í nokkur ár með dætrum sínum Hún dró sig fljótt í hlé í söng. En alltaf var hún hin góði andi kórsins og gerði honum ýmsan greiða. Og dæt- ur þeirra hjóna tóku upp merkið og halda því enn vel á lofti. Oft minnt- umst við Þuríðar á góðu dagana og rifjuðum upp ýmis atvik sem vöktu hjá okkur góðar minningar. Þuríður átti létt með að taka gamni og léttu tali, en umtalsgóð var hún ogorðvör. Ég á Þuríði og Jónasi mikið að þakka. Eitt atvik vil ég rifja upp hér. Það sýnir vel hvað Þuríður var skilnings- rík og næm fyrir kjörum annarra. Eftir tveggja ára dvöl á Grenjaðar- stað fór maðurinn minn í sex mánaða námsferð til Danmerkur. Ég var LESENDUR SKRIFA M. '"'Á::,, ,: heima með dæturnar tvær, á fyrsta og öðru ári. Þá komu þau Fagranes- hjón oft til mín. Þau hafa fundið hvað ég kveið skammdeginu. Og einn sunnudag í septemberlok sóttu þau mig og börnin. Þá bjuggu þau í lágreistum torfbæ, en verið var að byggja nýtt hús, sem við nutum seinna að koma í og hafa þar söngæf- ingar. í litla bæinn var gott að koma, þar var spilað og sungið. Þar fann ég þá hjartahlýju sem rak burtu skammdegiskvíðann. Þarna fann ég þá vináttu sem aldrei bliknaði, þó að árin liðu. Og þótt köld élin féllu á okkur á heimleiðinni var ylur í sál og þökk. Sigurður bróðir Þuríðar fór með okkur á hestum heim í hríðarkófi um kvöldið. Þetta atvik sýnir kannski betur en margt annað hvaða mann Þuríður hafði að geyma. Mörgum árum seinna þegar Þur- íður var hætt búskap og flutt til dóttur sinnar við Laxárvirkjun var hún hjá okkur ráðskona við heima- vist, sem var til húsa hjá okkur vegna barnaskólans í sveitinni og unglinga- skóla sem Sigurður hélt lengi á heimilinu. Enn reyndist hún ósköp vel og skapaði góðan og glaðan anda meðal unglinganna. Og mörg voru þau kvöldin sem við áttum í ró og næði er striti dagsins var lokið. Þuríður var vel hagmælt og eru til margar fagrar vísur og kvæði eftir hana. Hún tók mikinn þátt í starfi kvenfélagsins og var þar mjög til- lögugóð. En fyrst og fremst var hún kærleiksrík og einlæg. Steinunn dóttir mín var hjá Þuríði er hún var tíu ára að læra að spila á orgel. Hún talar oft um það hvað Þuríður hafði verið sér góð þá og alltaf. Þuríður naut góðrar umönnunar hjá dætrum sínum síðustu árin er heilsu hennar fór að hraka og var því lítið á sjúkrahúsum. Við hjónin sáum hana síðast við kveðjumessu okkar á Grenjaðarstað í haust. Og þar kvaddi ég hana í hinsta sinn. Ég þakka allt sem hún var mér og mínum. Þakka vináttuna og gleðina sem hún veitti okkur. Ég sendi dætrum hennar og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minninguna um Þuríði. Aðalbjörg Halldórsdóttir frá Grenjaðarstað. ■111111 1111 Senn líður að áramótum! Þeir bátar sem legið hafa í reiðileysi á hafnarsvæð- inu, og fluttir hafa verið á sorphaugana við Gufunes, verð brenndir á borgarbrennunni, gefi eigendur sig ekki fram við skipaþjónustustjóra Reykjavíkurhafnar fyrir 29. desember 1986. I. stýrimaður I. stýrimann vatnar á 170 lesta línubátfrá Patreks- firði. Upplýsingar í síma 94-1477. Vélavörður Vélavörð vantar á 200 lesta I ínubát frá Patreksfirði. Upplýsingar í síma 94-1477 Gleðileg jól Hátíð hátíðanna er í nánd. Ljós í myrkri dimmasta skammdegis. Við mætumst, óskum hver öðrum gleði- legra jóla og farsæls komandi árs. Réttum höndina og staðfestum ósk- irnar. Gleðileg jól. Hversu mikið er innifalið í þessum tveim orðum. En gerum við okkur svo grein fyrir því hvað við sjálf gerum til þess að eiga virkilega gleðileg jól og farsælt kom- andi ár. Gerum við okkur grein fyrir því hvað við getum gert til þess að aðrir eigi einnig gleðileg jól. Það er enginn svo aumur og lítilfjörlegur að hann hafi ekki sín áhrif. Eitt bros getur jafnvel dimmu í dagsljós breytt. Og svo er annað geturðu ímyndað þér hversu það er lítill vandi að eyðileggja farsæld jólanna bæði fyrir sjálfum sér og öðrum. Hefirðu séð hvernig áfengið og maður tali nú ekki um öll þessi vímuefni geta gert jólin að hörmulegri hátíð, gert bros- in að beiskju, öryggið að engu og framtíðina að vonleysi. Þetta mætir okkur oft um hver jól. Ég er alveg undrandi yfir því hvernig stofnanir jafnvel skólarnir og þeir sem eiga að bera ábyrgð á stefnu ungdómsins inn í annríki daganna, hafa keppst við að koma ofan í fólkið þessu jóla- glöggi, sem er ekkert annað íkveikja í öðru meira, freisting ístöðulítilla. Óvinurinn er alltaf á hælum fólks- ins og nú hefir hann fundið upp þetta nafn: Jólaglögg, en hvað felur þetta í sér. Og hvað skyldu margir byrja þarna og enda svo ævina sem rekald á mannfélagsins haug. Er ekki kom- inn tími til athugunar. Jafnvel á sjúkrahúsunum er þetta jólaglögg í tísku. Hjá þeim sem eiga að vaka yfir heilbrigði þeirra sem þar eru að berjast við sjúkdóma. Svona getur mannlífið verið ömurlegt. En nú er að koma önnur vakning. Óáfengt jólaglögg, óáfengt vín og því fagna þeir sem eru í ánauð óhollra siða. Er ekki kominn tími til að athuga þetta nánar. Það eitt er víst að menn verða síður en svo glöggir af jólaglöggi, enda réttara að nefna það högg á heilbrigt líf. Eftir því sem meira kemur af allskonar vímuefnum, því versnar þjóðlífið. Við getum ekki beðið um gott þjóð- líf nema við viljum vinna fyrir því sjálf. Við förum með faðirvorið. Éigi leið þú oss í freistni en um leið freistum við náunga vors. Hvílík hræsni. Við getum gert góða hluti ef viljinn er fyrir hendi en jólaglöggið kemur þar að engum notum síður en svo. Við getum því undirstrikað orð ungs hagyrðings sem segir Jólaglögg er linefahögg í heilbrigði íslenskrar œsku Leggjum það niður, stuðlum að vímulausum jólum og vímuleysi allra daga. Biðjum guð að gefa landi og þjóð heilbrigða og hrausta kynslóð. í von um blessunarríka framtíð og aukinn manndóm óska ég landi mínu og þjóð Gleðilegra jóla og farsælla kom- andi stunda. Árni Helgason Stykkishólmi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.