Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 20
 20 Tíminn llllllllllllllllllllllll BÆKUR Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina „Bestu brandarar Svavars Gests" 1111 skrýtlur og skopsögur. Hvað er góður brandari? Og hver er besti brandarinn? Besti brandarinn er sá sem sagður er á réttum stað á réttan hátt og á réttu augnabliki. Höf. segir að sumar skopsagnanna í þessari bók hafi fylgt sér í áratugi. Hann segir einnig að hann sé gæddur þeirri (ó)náttúru að gleyma ekki skrýtlu sem hann hefur lesið eða verið sögð. Skrýtlunum og skopsögunum er raðað niður í sérstaka kafla svo að efnið verði aðgengilegra, svo sem: starfið, hjónabandið, fjölskyldan, í umferðinni, skotasögur og ísl. skopsögur svo eitthvað sé nefnt. Snjall ræðumaður læðir inn einni og einni skrýtlu án þess að eftir sé tekið - hann hagræðir henni til eftir því sem við á, staðsetur hana eða hermir uppá einhvern áheyranda — einhvern í hópnum sem allir þekkja. Svavar Gests er landskunnur „húmoristi". Hann hefur komið fram á fleiri skemmtunum en tölu verður á komið og útvarpsþættir hans hafa ætíð fallið í góðan jarðveg - enda er honum sérstaklega lagið að slá á létta strengi. Það gefur bókinni aukið gildi að sá snjalli listamaður Brian Pilkington myndskreytti hana. Bókin er 224 blaðsíður. Pétur Zophoníasson: Víkings- lækjarætt III Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út þriðja bindið af Víkingslækjarætt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslæk. Þetta er verk Péturs Zophoníassonar ættfræðings, en það var ekki gefið út nema að hluta til á sínum tíma, fjögur hefti 1939-1943 og eitt hefti 1972. Síðari hluti niðjatalsins er til í vélriti Zophoníasar Péturssonar eftir drögum Péturs föður hans. Hluti af þessum óprentuðu drögum birtist í þessu þriðja bindi niðjatalsins, en alls verða bindin fimm í þessari útgáfu af Víkingslækjarættinni. í þessu bindi er g-liður ættarinnar, niðjar Jóns yngra Bjarnasonar. Myndir í bindunum eru eingöngu af því fólki sem þar er nefnt, og myndirnar í þessu bindi eru mun fleiri heldur en voru í fyrstu útgáfunni. Hvert bindi er sér um blaðsíðutal. Allsherjarnafnaskrá er ráðgerð í lokabindi útgáfunnar. Víkingslækjarætt III er 505 bls. að stærð, þar af er helmingurinn myndasíður. Bókin var sett og prentuð í Steindórsprenti og bundin í Bókfelli. RER RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Orðsending tii rafvirkja Nám til löggildingar á rafvirkjun samkvæmt nýjum reglum er fyrirhugað í fyrsta sinn á vorönn 1987. Umsækjendur skulu hafa sveinspróf í rafvirkjun eða rafvélavirkjun og lokapróf frá iðnfræðsluskóla og auk þess uppfylla inntökuskilyrði samkvæmt Stjórnartíðindum nr. 372, 31. júlí 1986. Nánari upplýsingar um námið fást hjá Rafmagns- eftirliti ríkisins í síma 91-84133. Rafmagnseftirlit ríkisins BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 NÚSAVÍK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRerrt HAFNARFJARÐAR-APÓTEK er opið alla virka daga frá kl. 9 til 19 og á laugardögum frá kl. 10 til 14. 1 APÓTEK NORÐURBÆJAR er opiö mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 til ; 18.30, föstudaga kl. 9 til 19 og á laugar- dögum frá kl. 10 til 14. Apótekin eru opin til skiptis annan hvern , sunnudagfrákl. 10til 14. Upplýsingarum ' opnunartíma og vaktþjónustu apóteka [ eru gefnar í símsvara Hafnarfjarðar ‘ . Apóteks sími 51600. : DAGBÓK Þriðjudagur 23. desember 1986 FRIÐ UR JÓL 1986 Friðarljós kl. 9 á aðfangadagskvöld Frá Biskupsstofu hefur borist bréf, þar scm hvatt er til þess, að menn gangi með ljós sitt út fyrir dyreða að glugga kl. 21.00 á aðfangadagskvöld og lýsi þar með til næstu nágranna með ósk um gleðileg jól og bæn um frið á jörð. Þetta er einföld athöfn, en táknræn og öllum fær. Jólaskemmtun fyrir börn Átthagafélag Strandamanna og Brcið- firöingafélagið halda sameiginlega jóla- skemmtun fyrir börn „á öllum aldri“ sunnudaginn 28. desember í Risinu, Hverfisgötu 105. Úthlutað úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar S.l sunnudag, 21. desember, fór fram úthlutun námsstyrks úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents, en sjóðinn stofnuðu foreldrar hans, Sigríður Eiríksdóttir og Finnbogi Rútur Þorvalds- son, prófessor, á afmælisdegi Þorvalds 21. des. 1952. Tilgangur sjóðsins er að veita viðurkenningu fyrir ágæti í námi og að styrkja stúdenta til náms við verkfræði- deild Háskóla íslands eða til framhalds- náms f verkfræði erlendis að loknu prófi hér heima. Að þessu sinni halut Þorkell Þór Guðmundsson. nemandi á 4. ári í raf- magnsverkfræði við verkfræðideild Há- skóla íslands, styrkinn. Mælti verkfræði- Á myndinni eru talið frá vintrí: Valdimar K. Jónsson, forseti Verkfræðideildar, Sigmundur Guðbjarnason, háskólarekt- or, forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir, styrkþeginn Þorkell Þór Guðmundsson og unnusta hans María Kjartansdóttir ásamt foreldrum styrkþegans Ásthildi Þorkelsdóttur og Guðmundi Þorsteins- syni. deild með því við sjóðsstjórnina að hon- um yrði veittur styrkurinn vegna afbragðs námsárangurs. Stjórn minningarsjóðsins skipa nú Sig- mundur Guðbjarnarson. rektor H.L. Valdimar K. Jónsson. forseti verkfræði-. deildar, og forseti fslands, Vigdís Finn-' bogadóttir, sem er systir Þorvalds Finn- bogasonar. Jólatrésskemmtun Átthagasamtaka Héraðsmanna Jólatrésskemmtun á vegum Átthaga- samtaka Héraðsmanna, verður haldin í Félagsmiðstöðinni í Frostaskjóli 2 á sunn- udsag28. desember kl. 14.00-16.00. Jólaskemmtun fyrir börn stúdenta og starfsfólks háskól- ans Sunnudaginn 28. desember næstkom- andi stendur Félag guðfræðinema við Háskóla íslands fyrir árlegri jólaskemmt- un fyrir börn stúdenta og starfsfólks Háskólans. Að þessu sinni verður skcmmt- unin haldin í matsal Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut, og hefst hún Id. 15.00. Að venju verður dansað í kring um jólatréð, jólalögin sungin, og von er á jólasveinum í heimsókn, væntanlega með sitt af hverju í pokahorninu. Stúdentar, kennarar og annað starfs- fólk Háskóla íslands er hvatt til að fjölmenna með börnin sín á skemmtun- ina, og rétt er að taka fram, að aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. SVK Akstur Strætisvagna Kópavogs um jól og áramót 1986 Þorláksmessa: Þriðjudagur 23. des. ekið samkv. áætlun virka daga til kl. 00.30. Aðfangadagur: Miðvikudagur 24. des. ekið samkv. áætlun virka daga, 15 mín. ferðir til kl. 13.00, eftir það er ekið á 30 mín. fresti. Síðustu ferðir: Frá skiptistöð til Reykjavíkur . kl. 16.30 Frá Lækjargötu.............kl. 16.41 Frá Hlemmi.................kl. 16.47 í Vesturbæ Kópavogs........kl. 16.45 í Austurbæ Kópavogs........kl. 16.45 Enginn akstur eftir það. Jóladagur: Fimmtudagur 25. des. akstur hefst kl. um 13.45 innan Kópavogs. Fyrstu ferðir: Frá skiptistöð til Reykjavíkur . kl. 14.00 Frá Lækjargötu.............kl. 14.11 Frá Hlemmi.................kl. 14.17 Ekið til kl. 00.30. Ekið á 30 mín. fresti. Annar í jólum: Föstudagur 26. des. ekið samkv. áætlun sunnudaga, frá kl. 9.45-00.30. Ekið á 30. mín. fresti. Gamlársdagur: Ekið eins og á aðfanga- dag. Nýársdagur: Ekið eins og á jóladag. SKÍFAN gefur afmælisgjöf til allra afmælisbama 24. des. 10 ára og yngri 1 tilefni af því að Skífan hf. á 10 ára afmæli um þessar mundir hafa forráðamenn fyrirtækisins ákveðið í samvinnu við Rás 2 að gefa öllum 10 ára börnum og yngri, sem eiga afmæli 24. desember, afmælisgjöf. Þessi óvænti glaðningur er hljómplatan Barnagull, sem inniheldur öll vinsælustu barnalögin í útgáfu Skífunnar hf. undanfarin 10 ár og er umslagið sérstakt að því leyti að það er svart/hvítt og fylgja litir með svo börnin geti sjálf litað það. Laugardagsganga Hana-nú milli jóla og nýárs Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laugardaginn 27. desember. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12,kl. 10.00. Nú hækkar sólin og nýja árið nálgast. Mætum öll í laugardagsgönguna. Mark- miðið er: Samvera, súrefni, hreyfing. /d mroskahjálp Almanakshappdrætti Landssamtaka Þroskahjálpar Vinningurinn í desember kom á nr. 1477. Aðrir vinningar á árinu eru: 14927, 16911, 4792, 11769. 11639, 7767, 1185, 16619, 360, 4404 og 7314. Landssamtökin Þroskahjálp. FELAGI HEYRHARLAUSRA Happdrætti heyrnarlausra 1986 Dregið var í happdrættinu þ. 19. desemb- er 1986. Vinningsnúmer eru þessi: 1.9041 6.13198 2. 3894 7. 17999 3. 17552 8. 12707 4. 12693 • 9. 12941 5. 5621 10. 5622 Vinninga má vitja a sKrirsioru reiagstns að Klapparstíg 28, kl. 9.-12. alla virka daga, sími 13560. Félagið þakkar veittan stuðning. Félag heyrnarlausra. Jóla-almanak SUF Þessar tölur hafa verið dregnar út: 10. des. no. 6978 1. des. no. 3046 2. des. no. 4129 3. des. no. 3899 4. des. no. 3301 5. des. no. 7097 6. des. no. 7385 7. des. no. 2765 8. des. no. 6018 9. des. no. 3500 11. des. no. 5317 12. des. no. 6660 13. des. no. 6793 14. des. no. 1665 15. des. no. 243 16. des. no. 5666 17. des. no. 1941 18. des. no. 159 19. des. no. 1725 „LiUe“ Palle Andersen. Harmonikkutónleikar í Norr- æna húsinu í samvinnu við Harmónikufélag Rcykj- avíkur verður haldin skemmtun í Norr- æna húsinu sunnud. 28. des. kl. 15.00. Fram koma harmonikusnillingarnir Poul Uggerly, sem var efstur á lista á harmon- ikumóti hér í sumar, Kurt Markussen, Danmerkur-meistari 1983 og „Lille" Palle Andersen, sem er harmonikuleikari og söngvari. Auk þess verður stór hljómsveit frá Harmonikufélagi Reykjavíkur. Harmon- ikufólk velkomið meðan húsrúm leyfir. Sama kvöldið er fyrirhuguð skemmtun með þessum snillingum annars staðar í borginni, og fást upplýsingar um það á hljómleikum í Norræna húsinu. 22. desember 1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar......40 6900 40.810 Sterlingspund...........58,655 58,828 Kanadadollar............29,5620 29,649 Dönskkróna............ 5,3858 5,4017 Norsk króna........... 5,3883 5,4042 Sænsk króna........... 5,8801 5,8974 Finnskt mark.......... 8,3109 8,3354 Franskur franki....... 6,2087 6,2270 Belgískur franki BEC .. 0,9789 0,9718 Svissneskur franki....24,2563 24,3279 Hollensk gyllini......18,0188 18,0719 Vestur-þýskt mark.....20,3679 20,4280 ítölsk líra........... 0,02936 0,02945 Austurrískur sch...... 2,8935 2,9020 Portúg. escudo........ 0,2731 0,2739 Spánskur peseti....... 0,3016 0,3025 Japanskt yen.......... 0,24950 0,25024 írskt pund............55,432 55,595 SDR (Sérstök dráttarr. ..49,0025 49,1468 Evrópumynt............42,4051 42,5301 Belgískur fr. FIN BEL ..0,9688 0,9717 Poul Uggerly. Kurt Markussen.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.