Tíminn - 30.12.1986, Síða 9
Þriðjudagur 30. desember 1986
iPIHllllllHllllllHllllll vettvangur |lliill!llllll!lillli!!s::i;i:i?!iiniil!IIIIIH:" iiiiiiiriv' ■ - . "■:-1 -' ''n;il^!l!il^:!;;:i:Hli!llllllll!i!llllilllllllllli^
Skúli Magnússon:
Ný vitneskja um hinn
söngvinna hval
HAWAIIAN SONC tíliss. (THEME 5) 0 F THE HL'MÍ >BA :k whal E, N f*\ EGAPTER A NOV AEANGLIAE, I 9" 9 1
h- > v ■ ■ > > ->-p ±d y X - -:
1* — a a — M y a 1 < ---- 1
465
5
mf
/
náttúrulögmálum eða „eðlisávís-
un“. Eitt dýraf tegundinni mjaldur
(„beluga" eða hvítungur) sem er
íshafstegund, tók einusinni uppá
því að halda til Þýskalandsstranda
og langt uppeftir ánni Rín. Petta
leit út einsog „vísindaleiðangur"
hjá mjaldrinum.
Auðvitað þyrfti að kanna lang-
reyðina sérstaklega í þessu tilliti.
það er dæmi um rannsóknarverk-
efni sem þyrfti að sinna. Og tilað
svo yrði þyrfti einmitt að stöðva
svokallaðar „vísindaveiðar".
En líkur benda þcgar til einnar
ákveðinnar niðurstöðu:
Eins og einn okkar ágætasti líf-
fræöingur hefir bent á, hefir lang-
reyðurin við Island þegar staðist
Allt bendir til þess að
ástæðan sé samgang-
ur milli hinna ýmsu
langreyðar„stofna“ í
Norður-Atlantshafinu.
Hvalur hf. veiðir ekki
einungis úr hinum
staðbundna
íslands„stofni“, heldur
úr öllum eða flestum
langreyðar„stofnum“
N-Atlantshafsins.
■Ætlk&íjF J-' 'l’t
langtímaveiðar lenguren dæmi eru
til um annarsstaðaraf jarðarkringl-
unm. En ástæðan er ekki „vís-
indamennska" Kristjáns Loftsson-
ar. Því fer víðs fjarri. Allt bendir
til þcss að ástæðan sé samgangur
milli hinna ýmsu langreyðar-
„stofna" í Noröur-Atlantshafinu.
Hvalur hf. veiðir ekki einungis úr
hinum staðbundna íslands-
„stofni", heldur úr öllum eða flest-
um langreyöar-„stofnum" N-Atl-
antshafsins.
Það var lóðið.
Forsenda hvalveiða - einnig
„visindaveiða" - við ísland er
hrunin.
Og þessar veiðar eru ekkert
einkamál „okkar" íslendinga.
Aðrar þjóðir og ókomnar kyn-
slóðir hafa fullan rétt tilað njóta
þess að hafa höfin kvik af hvölum.
UMSOGN
Saga Grænlands
og íbúa þess
National Geographic nefnist eitt
vandaðasta og virtasta tímarit
heims, sinnar tegundar. í apríl-
hefti þess 1982 birtist grein undir
titlinum: New Light on the Singing
Whales. Svo vill til að grein þessi
snertir ekki lítið fslendinga og
hvalveiðar þeirra.
Hnúfubakurinn er ein þeirra teg-
unda hvala sem hafa verið illilega
ofveiddar gegnum tíðina, en sem
nú á að vera alfriðaður í heiminum.
Það sem þykir einna markverðast
við þessa hvalategund eru söngvar
hans. Það eru einkum eða einungis
karldýrin sem „syngja". Eins og
aðrir hvalir heldur hnúfubakurinn
til norðlægari hafsvæða í ætisleit
yfir sumartímann. Allt sumarið er
hann þögull. En yfir vetrartímann,
meðan hann hefst við í hlýrri
höfum, er hann því iðnari við
„tónlistariðkanir" sínar.
Það sem athyglisverðast þykir
við söng hnúfubaksins er eftirfar-
andi:
„Konsertar" hnúfubaksins
standa oft mjög lengi yfir - stund-
um svo skiptir klukkutímum. Stef-
in geta verið afarlöng og marg-
slungin - varað alltað 20 mín.
Söngurinn er sameiginlegt atferli
allra karldýranna. Hefji eitt söng
taka önnur undir. Aliir syngja
sama stefið miðað við sama stað og
tíma. En stefin eru samt stöðugt að
breytast frá einum tfma til annars
og einnig mismunandi frá einum
stað til annars. En það sem allra
merkast þykir er að hvalirnir eru
stöðugt að breyta og þróa „tónlist"
sína smátt og smátt en jafnt og
þétt. Gagnstætt öllum öðrum dýra-
tegundum (að því best er vitað)
er hnúfubakurinn ekki aðeins
söngkær, hann er einnig tónskap-
andi - ef svo má að orði komast.
Hann er eini tónsmiður dýraríkis-
ins.
Söngur hnúfubaksins hefir verið
gefinn út á hljómplötum, sem hafa
orðið metsöluplötur í Bandarfkj-
unum. Þær hafa - miklu fremur en
víðfrægt Greenpeace - átt megin-
þátt í því að afla hvölum samúðar
í Bandaríkjunum.
Svo mjög er „tónlist" þessi í
miklunr metum að tóndæmi var
sent útí geiminn ásamt Óði gleð-
innar úr 9du sinfóníu Beethovens
og „Góðan daginn" á hinum ýmsu
þjóðtungum veraldar, ef vera
skyldi að hugsanlegar vitsmunaver-
ur geimsins myndu ef til vill ein-
hverntímann koma hendi yfir þessi
skilaboð jarðarbúa.
Snúum okkur nú að greininni úr
National Geographic:
„Þetta var rétta hljómbandið, en
það var hvalurinn sem var rangur."
Vísindamaður (Katy) var að
hlusta á hljóðupptöku af söng
hnúfubaka frá„Baja Kalifornía",
sem er við vesturströnd Mexícó.
Svo vildi til að Katy er einmitt
sérfróð um söng hnúfubaka frá Ha-
vaí. Hún varð þess þegar vör að
upptökurnar hljómuðu nákvæm-
lega eins og hnúfubakasöngur frá
Havaí. Hún gat sér því þess til að
merking hljómbandsins hlyti að
hafa ruglast við upptöku frá Havaí.
En við könnun kom nú einmitt á
daginn að svo var ekki: „Þetta var
rétta hljómbandið, en það var
hvalurinn sem var rangur."
Hvalastofninn við Havaí hafði
verið álitinn „staðbundinn" stofn
(einsog langreyðarstofninn við
Island). Hið sama skyldi gilda um
Mexícó-stofninn. Á sumrin hélt
Havaí-stofninn til Aljúta-eyjaklas-
ans. Mexícó-stofninn hafðist hins-
vegar við nálægt ströndum Alaska.
Því var fastlega trúað að þessir
tveir stofnar blönduðust aldrei.
Vísindamenn fram
að þessu hafa ekki gert
sér nægilega Ijóst að
hvalir eru ekki fiskar.
Þeir á Hafrannsóknar-
stofnuninni hafa ekki
verið einir um þann
misskilning.
En nú var farið að kanna málið
frekar.
Veturinn 1978 var rannsóknar-
flokkur vísindamanna að kanna
söng hnúfubaka við Maui-eyju í
Havaí-eyjaklasanum. Einn leið-
togi þessa flokks var kanadiskur
dýrafræðingur að nafni Jim
Darling. Jim þessi fann uppá því
nýmæli að ljósmynda neðra borð
sporða hvalanna við Maui-eyju.
Hvítir blettir mynda mismunandi
mynstur eftir einstaklingum. Jim
tókst að þekkja sundur 264 ein-
staklinga og raða ljósmyndum
þeirra í skjalasafn sitt. Var því
auðveldur eftirleikurinn að fylgja
dýrum þessum eftir árið um kring.
Og hvað kom í Ijós?
Jú - „stofnanir" voru ekki nema
að hluta til „staðbundnir". Einstök
dýr flökkuðu milli Aljúta-eyja og
Alaska. Þannig var nú komin skýr-
ing á þvf að „hljómbandiö var rétt,
en það var hvalurinn sem var
rangur".
Hvað kemur þetta nú íslending-
um við?
Jú - athugum það nánar.
Tvennt kemur til. Hið fyrra er
þetta:
Að vísu er ekki öruggt „apríorí"
að það sem gildir um hnúfubakinn
eigi jafnt við um langreyði. En
spyrja mætti: Hvort er sennilegra
að þau lögmál sem gilda að jafnaði
um fiskitegundir eigi einnig við um
hvalategundir, eða hvort það sem
reynist eiga sér stað um eina tegund
hvala gildi sömuleiðis um aðrar
hvalategundir? Svarið hlýtur að
vera augljóst. Vísindamenn
frammað þessu hafa ekki gert sér
nægilega ljóst að hvalir eru ekki
fiskar. Þeir á Hafrannsóknarstofn-
uninni hafa ekki verið einir um
þann misskilning. Því er verr að
fiskifræðingar hafa jafnan fjallað
um hvali jafnframt í hjáverkum og
óhjákvæmilega hafa fiskivísindi
mengað hugsunarhátt þeirra þegar
um hvali hefir verið að ræða.
Það reyndist þannig fordómur
að hvalir skiptist í skýrt afmarkaða
stofna - eins og fiskar. Hvalir eru
félagsdýr og jafnframt víðförul
flökkudýr. Þeir eru ekki - fremur
en menn - háðir fastbundnum
Louis Rey.
Grænland
Kristalsheimur
Sigrún Laxdal þýddi ur frönsku
Almenna bókafélagiö
Fáir munu vera svo fróðir um
Grænland og sögu þeirra sem þar
hafa búið að þeir sjái ekki ýmislegt
nýtt við lestur þessarar bókar.
Þarna er rakið það sem kallað
hefur verið sókn menningarinnar
norður á bóginn og hvernig takmörk
hins „þekkta heims“ færðust norður.
Það eitt varðveittist sem skráð var á
bækur, auk þeirra minja sem jörðin
geymir, en þær verða betur lesnar og
skildar með fulltingi skráðra sagna.
Um byggð norrænna manna á
Grænlandi eru íslenskar bækur eink-
um til frásagnar og síðan kirkjulegar
heimildir svo sem páfabréf. Sögu
byggðar á Grænlandi rekur höfund-
ur um ísland og stofnun allsherjar-
ríkis hér. Þar er lítt hróflað við
gömlum og grónum söguskilningi og
er gaman að sjá gamalkunnar sögur
í meðferð og endursögn þessa
franska vísindamanns.
Hér er að sjálfsögðu sagt frá Hans
Egede, nýlendu Dana á Grænlandi
og verslun þar.
Tíminn 9
Þá er á hitt að líta. í grein
National Geographic segir:
„Þessi uppgötvun var sérlega
upplýsandi fyrir mig (Jim Darling)
af tveinrur ástæðum. f fyrra lagi
hafði þessari nýju vitneskju hvað
varðar hnúfubakinn verið aflað án
þess að meiða einn einasta hnúfu-
bak. Áður fyrr hafði aðferðin verið
sú að skjóta fleini í hold hvalsins ef
vera nrætti að einmitt þetta dýr
yrði veitt seinnameir og brætt í
lýsi. Sú aðferð gat einungis upplýst
um tvær staðrcyndir: hvar dýrið
var þegar fleininum var skotið og
hvar það veiddist. Oftar en ekki
reyndist mjög stutt milli þessara
tveggja punkta (og aðferðin því
gagnslítil).
Ljósmyndunaraðferðin reyndist
ekki aðeins afkastamikil, heldur
gaf hún einnig miklu fjölskrúðugri
upplýsingar (versatile) - en henni
hefir nú sömulciðis verið beitt á
Atlantshafinu. í stað þess að stað-
setja einungis tvo punkta, getur
Jim nú fundið sama dýrið á ótal-
mörgum stöðum ferils þess (og
aflar þannig nriklu nreiri vit-
neskju)...
Annað sem var svo nytsamlegt
við þessa nýju aðferð er það að nú
vitum við að hugtakið „stofn" gildir
ekki nema þá í lakmörkuðum mæli
hvað hnúfubakinn varðar."
Það skal tckiö fram aö mcð
Ijósmyndunaraðferðinni má ekki
einungis þekkja sundur einstök
dýr, það má sömuleiðis greina
kynferði viðkomandi einstaklinga.
Það cr því ckki útí hött þegar
sumir færustu hvalfræðingar heims
fullyrða að „vísindaveiðar" íslcnd-
inga séu óþarfar og jafnvel til
óþurftar. Rannsóknir tengdar
veiðum hafa þegar verið stundaðar
í einhverju magni allt síðan veiðar
hófust 1948, og nær að vinna betur
úr þeim gögnum og leggja jafn-
framt meiri áherslu á þær rann-
sóknir sem ekki hafa veiðar að
forsendu. Meira að scgja þarf ekki
aö veiða hval til þess að geta
stundað vefjarannsóknir. Taka má
sýni úr lifandi hvölurn - og er gert.
Islendingur einn í Svíþjóð stundar
einmitt rannsóknir sem byggjast á
slíkri sýnatöku.
Vitaö er að sumar þær rannsókn-
ir sem Hafrannsóknarstofnunin
leggur stund á hvað hvali varðar
eru óþarfar, úreltarog „unproduct-
ive" (eins og stendur í grcin NG) -
og heyra gærdeginum til.
Og síðast en ekki síst: Vciðarnar
þjóna ekki vísindunum. Það eru
vísindin sem þjóna veiðunum (eins
og Helgarpósturinn hefir nú gert
sér grein fyrir) Var ekki fundið
uppá þessum svokölluðu „vísinda-
vciðum" þá fyrst þegar Kristján
Loftsson & Co. sá sína sæng upp-
reidda? Hverju er næst hægt að
finna uppá til að halda Hval hf. á
floti?
Menc Tckel cr þegar ritað á
veggi Hvalstöðvarinnar.
Skúli Magnússon.
Sagt er frá helstu afreksmönnum
við könnun Grænlands og náttúru
þess og hafa bækur um ýmsa þeirra
komið á íslenskri tungu og vita
margir nokkuð um Friðþjóf Hansen,
Mylius Erichsen, Knud Rasmussen,
Peter Freuchen og Alfred Wegener
svo að nokkrir séu nefndir. Færri
munu kannast við sögur um þátt
heimsstyrjaldarinnar síðari á jökul-
auðnum Grænlands. Hernaðarleg
þýðing þessa heimskautalands
byggðist á veðurathugunum og frétt-
um af þeim.
Þetta er fróðleg bók, skemmtileg
aflestrar og á köflum spennandi.
Það er ekki ofmælt sem þýðandi
segir í formála að fróðlegt sé „að
skoða sögu Grænlands frá sjónarhóli
landkönnuðar og vísindamanns, sem
bæði þekkir landið af eigin raun og
hefur kynnt sér gagnmerkar heimild-
ir úr söfnum hvaðanæva."
Enda þótt valdir menn hafi „lesið
íslensku þýðinguna og fært ýmislegt
til betri vegar“ mætti ef til vill finna
hnökra á henni. Óviðkunnanlegt er
að sjá að menn hafi farið til eyju.
H.Kr.