Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 2
2 Tírííinn Fimmtudagur 22. janúár 1987 Um 1% hækkun byggingarvísitölu: fbúð á 3 milljónir hækkaði um 30.000 Þorvaldur Jóhannsso* Þatjarsljóri ávarpar gesti við vígslu skóla og hei? ;3ustöðvar á Seyðisfirði. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 1% milli desember og janúar. Af hækkuninni stafa 0,7% af verðhækkunum á ýmsu byggingar- efni, 0,2% af hækkun á útseldri vinnu rafvirkja um 5,9% og 0,1% hækkunarinnar vegna gjaldskrár- hækkana Rafmagns- og Hitaveitu Rcykjavíkur. A síðustu 12 mánuðum hefur vísitalan hækkað um 17,2%. Hækk- unin undanfarna 3 mánuði hefur verið 4,6%, sem jafngildir um 20% verðbólgu á heilu ári. Það er mesta 3ja mánaða hækkun sem komið hefur fram síðan í apríl 1986. -HEI Þórdís Bergsdóttir formaður skólanefndar, Albert Geirsson skólastjóri og Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra við vígslu skóla og sjúkrahúss á Seyðisfirði. Seyöisfjöröur: Heilsugæslustöð og skóli formlega tekin í notkun Heilsugæslustöð og fyrsti áfangi nýs skólahúss voru formlega tekin í notkun á Seyðisfirði með viðhöfn fyrir skömmu. Skólahúsið tekur við hlutverki gamla skólahússins, sem gegnt hefur hlutverki st'nu með sóma í 80 ár og enn er í fullri notkun. Heilsugæslustöðin er áfangi í sjúkrahúsbyggingunni á Seyðisfirði. Sú bygging er á þremur hæðum og er kjallari og efsta hæðin ófrágengin. Unnið verður í kjallara hússins, en þar verða eldhús, þvottahús, starfs- mannaaðstaða, æfingasalir o.fl. Á efstu hæð er gert ráð fyrir legurými. Sjúkrahúsið mun leysa af hólmi gamla sjúkrahúsið sem var tekið í notkun þann 31. desember alda- mótaárið og hefur verið í fullri notkun síðan, þó það svari ekki lengur kröfum tímans. Við athafnirnar voru staddir ráð- herrar menntamála og heilbrigðis- mála, þingmenn Austurlands, emb- ættismenn og fleiri gestir. Þórdís Bergsdóttir formaður skólanefndar flutti ávarp við vígslu skólans og Albert Geirsson rakti kafla úr skóla- sögu Seyðisfjarðar, en menntamála- ráðherra afhenti húsið. Jónas Hall- grímsson lýsti byggingasögu sjúkra- hússins, og heilbrigðisráðherra flutti ávarp. -HM VERÐBREYTINGAR Á FÖLKSBIFREIÐUM Á ÁRINU 1986. Smásöluverð án ryðvamar (þús. kr.j Tegund Ver6 tyrir Sala 1986, tollalækkun, fjöldi bifrei&a febrúar VERÐ EFTIR TOLLALÆKKUN mars-apríl nóvember-desember Ver6breytlngar í % BMW 316 746 518 587 13% CHEVROLET MONZA 265 548 414 451 9% DAIHATSU CHARADE 615 389 280 314 12% RAT UNO 332 229 265 16% . FORD SIERRA 132 499 350 453’1 29% HONDA CIV1C 151 490 348 376 8% LADA LUX 410 260 182 203 11% MAZDA 323 591 442 317 338 7% SAAB 900 161 798 576 625 8% SKODA 590 218 152 164 8% SUBARU 1800 um 700 700 521 581 12% TOYOTA COROLLA 614 419 309 359 16% VOLKSWAGEN GOLF 285 568 391 464 19% VOLVO 244 214 758 550 619 13% 11 Verð frá 1. október 1966. Erlendar verðhækkanir og hækkanir á gengi erlendra gjaldmiðla voru samtals sem hér segir á þeim bflategundum sem hækkuðu mest hér á landi: Ford Sierra 35%, Volkswagen Golf 20%, Fiat Uno tæp 17%, Toyota Corolla rúm 15%, Volvo 244 rúmlega 13% og BMW 316 um 12%. Verðlagsstofnun: Eðlilegar skýringar á verðhækkun nýrra bíla -jafnvel dæmi um lækkun álagningar Verðhækkanir á nýjum bílum - sem algengar eru um 12-16% og jafnvel allt upp í 29% frá mars/apr- íl s.l. vor til nóvember/desember s.l. eiga sér eðlilegar skýringar, sem fyrst og fremst eru gengis- breytingar og verðhækkanir er- lendis, að mati Verðlagsstofnunar, sem gert hefur ítarlega könnun á verðbreytingum á bílum árið 1986 og ástæðum þeirra. Almannaróm- ur, um óeðlilega miklar hækkanir á verði nýju bílanna, virðast því hafa logið að þessu sinni. „Ekkert kom fram sem gefur vísbendingu um að álagning hafi almennt hækkað á árinu. Dæmi eru um að álagning hafi hækkað þar sem hún var lág áður og svo eru dæmi um lækkun álagningar," segir í niðurstöðum Verðlagsstofnunar. Stofnunin segir mikla samkeppni ríkja á bílamarkaðnum. Þess séu jafnvel dæmi, að umboð hafi ekki getað hækkað söluverð á bifreiðum vegna mikillar samkeppni, þrátt fyrir erlenda verðhækkun. Komið hafi í Ijós að ekkert samráð sé á milli bifreiðaumboða um verðiagn- ingu, heldur mótist hún af rekstri hvers einstaks umboðs og mar- kaðsástæðum. Mismikil hækkun bílaverðs á árinu skýrist af misjafn- ri þróun í gengi einstakra gjald- miðla og erlendra verðhækkana. Af þeim 14 bíltegundum sem Verðlagsstofnun kannaði verð á hækkaði Ford Sierra mest, eða um 29% á tímabilinu 18. mars til 1. október s.l. (úr 350 í 453 þús. kr.) Skýringin er sú að í vor voru bílarnir keyptir á eins konar til- boðsverði frá Danmörku, en síðar á árinu var verðið ytra orðið 27% hærra. Því til viðbótar kom um 6,5% hækkun á gengi dönsku krón- unnar, þannig að samtals var um tæplega 35% hækkun að ræða. Fyrrnefnd 29% verðhækkun hér heima var því minni en gera mátti ráð fyrir. Bent skal á að í lok ársins voru það bílar af árgerð 1987 sem bíla- umboðin seldu, sem hafði í för með sér hækkun á innkaupsverði. Jafnframt hækkaði gengi á ýmsum Evrópumyntum og japönsku jeni verulega á þessu tímabili. Verð- lagsstofnun bendir á að frá því könnunin var gerð hefur mikil röskun orðið á gengi einstakra gjaldmiðla, þannig að verð á bílum hefur breyst frá því í nóvember/ desember. -HEI Skýrsla OECD um menntamál: Menntað þjóðfélag í góðu jafnvægi Efnahags- og framfarastofnunin í Parfs (OECD) hefur skilað áliti sínu á menntamálum á íslandi. Athugun þeirra fór fram á miðju síðastliðnu ári, en árið 1984 varð það að sam- komulagi Ragnhildar Helgadóttur, þáverandi menntamálaráðherra, og stofnunarinnar, að úttekt skyldi gerð hér líkt og í öðrum aðildarlöndum. Skýrsla OECD er til ábendingar um hvað megi betur fara og eru mörg atriði hennar þegar til athug- unar og úrbóta. Má t.d. nefna að framhaldsskólastigið þykir of laust í reipunum, og bent er á að ólík fjármögnun hinna ýmsu skólagerða valdi erfiðleikum. Einnig er gagn- rýnt hve margt í skólakerfinu er tekið upp eftir öðrum þjóðum án þess að laga það að íslenskum að- stæðum. Dr. Joaquin Arango, talsmanni stofnunarinnar, fórust þannig orð um könnunina, að í heildina litið hafi íslendingar náð mjög góðum árangri í menntamálum. „Að okkar áliti og miðað við okkar reynslu er íslenska þjóðfélagið menntað þjóð- félag og í meira jafnvægi og heild- stæðara en flest önnur og þjóðin líklega meðal þeirra hamingjusöm- ustu.“ þj Trésmiöafélag Reykjavíkur: Aflar sér verk- fallsheimildar Á félagsfundi Trésmiðafélags Reykjavíkur 15. janúar síðastlið-’ inn var samþykkt tillaga þess efnis að félagsfundur Trésmiða- félags Reykjavíkur mæli með, verði að mati stjórnar, trúnað- armannaráðs og samninganefnd- ar félagsins nauðsynlegt að boða til vinnustöðvunar til að knýja á um gerð kjarasamninga, að stjórn og trúnaðarmannaráð boði til verkfalls. Sjávarafurðadeild Sambandsins: Benedikt Sveinsson gerður sölustjóri Benedikt Sveinsson, fyrrum fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Ldt. í Hull, hefur tekið við starfi sem staðgengill framkvæmdastjóra Sjá- varafurðardeildar Sambandsins og sölustjóri deildarinnar. Benedikt útskrifaðist frá Fisk- vinnsluskólanum, sem fisktæknir árið 1976, en vann með námi hjá Sambandsfrystihúsunum sem verk- stjóri. Hann var ráðinn til Sjávaraf- urðardeildarinnar árið 1977 og vann þá við framleiðslu- og gæðamál en síðar við vöruþróun. Hann hóf störf í Bretlandi árið 1980 við undirbúning að stofnun Iceland Seafood Ltd., sölufyrirtækis Sambandsins þar og var framkvæmdastjóri þar frá 1. september 1981. Benedikt er fæddur 13.7.1953, kvæntur Sif Haraldsdóttur og eiga þau eina dóttur. Benedikt Sveinsson sölustjóri og staðgengill framkvæmdastjóra Sjáv- arafurðardeildar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.