Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 22. janúar 1987 Fulltrúar minnihlutans voru kampakátir á blaðamannafundinum í gær. FRÉTTAYFIRLIT TEL AVIV — Arabískurkvik- myndahúsaeigandi í bænum Tulkarem, sem er á herteknu svæði á Vesturbakkanum, hef- ur lofað bót og betrun, en honum varð þao á að sýna djarfar ástarlífsmyndir í húsi sínu. Bæjarstjórnin sem öll er múhameðstrúar lokaði fyrir raf- magn og vatn til kvikmynda- hússins til að stöðva ósiðlegar sýningar þar. Myndirnar fékk arabinn frá rétthafa í Tel Aviv. Hann aug- lýsti ekki sýningarnar en fiski- sagan flaug og örtröð var við miðasöluna öll kvöld. Trúarleiðtogarnir í bænum töldu að verið væri að spilla vhreintrúuðum, sem kysu frem- ur að fara í bíó en mosku. Þegar rafmagnið var tekið af húsinu var sýningum sjálfhætt og hefur bíóeigandinn lofað að sýna ekki ósiðlegar myndir aft- ur og gegn því loforði fær hann að halda rekstrarleyfinu. QUITO — Bandaríski sendi- herrann í Equador lýsti þung- um áhyggjum sjórnar sinnar af því ástandi sem skapast hefur í Equador, en þingiö hóf þar í gær umræðu um vantrauststil- lögu á forseta landsins, Leon Febres Cordero. TEL AVIV - Utanríkisráð- herra ísrael, Simon Peres, sem er í þann mund að hefja vikulanga heimsókn til Evrópu- landa, sagðist í gær ætla að leita eftir hugmyndum evr- ópskra þjóðarleiðtoga um leiðir til að leioa til lykta deilur þær sem staðið hafa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs. WASHINGTON — Sovéski vísindamaðurinn sem stjórn- aði björgunaraðgerðunum eftir Chernobyl slysið í Úkraínu segir að með vorrigningunum muni aukast hætta á geisla- virkri mengun á svæðinu. DUBLIN — Forsætisráð- herra írlands, Garret Fitzger- ald hefur rofið þing og þar með markað upphaf 4 vikna kosn- ingabaráttu í landinu. Fitzger- ald og flokkur hans koma nokk- uð illa út úr skoðanakönnunum og efnahagsástandið í landinu er slæmt. STOKKHÓLMUR Sænska lögreglan verður nú að brydda upp á nýjum leiðum og beina rannsókn sinni á morðinu á Olof Palme í aðrar áttir eftir að handtaka nokkurra Kúrda í fyrradag leiddi ekki til nokkurs árangurs í lausn þess- arar morðgátu. Síöari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1987: Minnihlutinn sameinast um umfangsmiklar tillögur - aðaláhersla á „mjúku“ málin í dag fer fram síðarí umræða um Qárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrír áríð 1987. Fulltrúar minni- hlutaflokkanna hafa lagt fram um- fangsmiklar breytingartillögur við frumvarp meiríhlutans og kom fram á blaðamannafundi sem minnihluta- flokkarnir héldu í gær, til að kynna tillögur sínar, að mjög gott samstarf hefði tekist með þeim og væri merki þess sem koma skyldi. Það eru einkum fjórir málaflokkar sem minnihlutinn leggur áherslu á; málefni aldraðra, húsnæðismál, dag- vistarmál og málefni unglinga. Allt eru þetta málaflokkar sem snúa að manneskjunni og fjölskyldunni í borginni og vildu fulltrúarnir meina að nýta ætti góðærið fólkinu til lianda. í tillögum meirihlutans eru þessir málaflokkar hins vegar aftar á óskalistanum og þurfa þar að víkja fyrir ráðhúsi og bílastæðum. Málefni aldraðra í tillögum minnihlutans er gert ráð fyrir átaki í fjárfestingum í stofnunum aldraðra og er lagt til 100 millj. aukaframlag, þannig að 218 millj. verði varið til þessa mála- flokks. Lagt er til að þessu auka- framlagi verði þannig varið að 60 millj. renni í sérstakan öldrunarsjóð sem nýttur verði í þágu aldraðra á komandi árum og fyrirsjáanleg tekjuaukning borgarsjóðs á þessu ári þannig nýtt til að fjármagna félagslega þjónustu á næstu árum. Þess má geta að þessi sjóður er samkvæmt tillögum íhaldsins ætlað- ur til framkvæmda við ráðhús. Þá leggja minnihlutaflokkarnir til að 10 millj. verði varið til hönnunar nýs mannvirkis fyrir aldraða á lóð BÚR við Meistaravelli en þar rísi þjónustuíbúðir með svipuðu sniði og við Dalbraut. Þá er gert ráð fyrir 15 millj. til kaupa á húsnæði sem hentað gæti sem sambýli fyrir aldr- aða. Ljóst er að það mun líða talsverður tími þar til nýjar leigu- íbúðir eða vistheimili fyrir aldraða verða tekin ínotkun. Hinsvegareru nú á biðlista ellimáladeildar 1100- 1200 manns og þar af búa um 250 í leiguhúsnæði á almennum markaði. Að lokum er svo gert ráð fyrir að keypt verði hús í einhverju af eldri hverfum borgarinnarsem breytt væri þannig að þar mætti reka dagþjón- ustu fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir að verja um 15 millj. til þessa verkefnis. Þegar hefur verið samþy kkt í borgar- stjórn að setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp til að gera tillögur um heildarskipulag öldrunarmála og áhersluverkefni næstu ár. Hins vegar gerir meirihlutinn í borgarstjórn ekki ráð fyrir að veita fé til þessa verkefnis en minnihlutinn leggur til að 2 millj. renni til framkvæmda verkefna á þessu sviði. Eins og sést á þessu er gert ráð fyrir að hægt sé að fara mismunandi leiðir til að mæta húsnæðisþörf aldraðra, en það hefur m.a. komið fram í könnun sem Félagsmálastofn- un gerði á högum og húsnæðisþörf aldraðra að um helmingur þeirra sem eru á biðlista ellimáladeildar vilji komast í þjónustuíbúðir, en einungis fimmtungur í vistheimilis- pláss. þrátt fyrir mikilvægi stofnanaupp- byggingar í þágu aldraðra er einnig mikilvægt að fólki sé gert kleift að búa á'heimilum sínum ef það svo kýs. Minnihlutinn gerir því tillögu um að 2,5 millj. verði veitt til sérstakrar helgarþjónustu við aldr- aða, en mjög erfitt hefur verið að fá fólk til starfa í heimilishjálp, vegna þess hve krefjandi og illa launuð þau störf eru. Er það hugmynd minni- hlutans að betur gangi að fá fólk til starfa hluta úr viku og þá um helgar þar sem kaupið væri þá hærra vegna vaktaálags. Húsnæðismál Varðandi húsnæðismálin sérstak- lega þá gerir minnihlutinn tvær meg- in tillögur. Annars vegar að borgin veiti 9 millj. til sérstaks tilraunaverk- efnis um 30 íbúðir með búseturétti. Gert er ráð fyrir að íbúar myndi með sér félag sem sjái um reksturinn þannig að frekara tillegg frá borginni þurfi ekki að koma til. Þessi tillaga er m.a. fram komin í Ijósi þess að Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Þroskahjálp, Félagsstofnun stúd- enta, Bandalag íslenskra sérskóla- nema, Samtök aldraðra, Búseti og Leigjendasamtökin hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að búseturéttaríbúðir væru kjörin lausn. Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður verði um 90 millj. og verði 85% fjármögnuð með láni frá Byggingarsjóði verkamanna, 10% verði framlag borgarinnar og íbúar kaupi svo búseturéttinn fyrir þau 5% sem á vantar. Þá leggur minnihlutinn til að fram- lag borgarinnar til kaupa leiguhús- næðis verði 35 millj. í stað þeirra 20 millj. sem gert er ráð fyrir í tillögum meirihlutans. Er þessi tillaga flutt í ljósi þess ástands sem er á leigumark- aðnum, en tillaga meirihlutans gerir ráð fyrir sömu krónutölu og í fyrra. Dagvistarmál Dagvistarmálin eru einn merkileg- ur málaflokkur í tillögugerð íhalds- ins. Þar er nú gert ráð fyrir að taka í gagnið 89 dagvistarpláss á þessu ári. Á árinu 1986, sem vel að merkja var kosningaár, voru hins vegar tekin í notkun 236 pláss, þó sum þeirra séu nú reyndar tóm núna vegna manneklu sem rekja má til lágra launa. Minnihlutaflokkarnir gera tillögu um að 4% af útsvarstekjum, eða kr. 106.880.000 verði varið til fram- kvæmda við dagvistarheimili en það hækkar framlagið um rúmar 46 millj. kr. Þá gerir minnihlutinn tillögu um að 5 millj. kr. verði varið til að koma leiksvæðum í eldri borgarhlutum í viðunandi horf og gera ráð fyrir að fjármagna það að mestu með því að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við Arnarhól. Er talið nauðsynlegra að koma leiksvæðum í viðunandi horf áður en ráðist sé í fjárfrekar nýframkvæmdir. Málefni gangandi vegfaranda eru ekki síst málefni barna og gerir minnihlutinn tillögu um að 10 millj. verði varið sérstaklega til að auka öryggi gangandi vegfarenda. Máiefni unglinga Fulltrúar minnihlutans gera þá tillögu að Völundarhúsið verði gert að unglingahúsi og ætla 5 millj. til þeirra framkvæmda. í greinargerð með þessari tillögu segir svo: „Fái reykvískir unglingar Völ- undarhúsið til afnota sem unglinga- hús getur draumur þeirra um æsku- lýðshöll ræst á skömmum tíma. Víða á hinum Norðurlöndunum hafa ung- lingar fengið til afnota göniul hús, miðsvæðis í borgum og eru þá sjálfir hæstráðendur, og þá um leið þeir sem bera ábyrgð á rekstrinum. Það er fyrir löngu tímabært að gera tilraun með sams konar starfsemi hér á landi og húsið á lóðinni nr. 1 við Klapparstíg er ágætlega fallið til þess, og að auki ■ eigu borgarinnar.“ Önnur mál Auk þeirra málaflokka sem að framan hefur verið getið gerir minnihlutinn auðvitað tillögur um hin ýmsu mál, hvort sem er til hækk- unar eða lækkunar útgjalda. Þar má m.a. nefna sérstakt fram- lag upp á rúmar 30 millj. til að mæta launahækkunum í kjölfar endurmats á störfum kvenna, en það vekur athygli að meirihlutinn gerir ekki ráð fyrir neinu fjármagni í þessu skyni. Þá gera minnihlutamenn tillögur um að veita 1 millj. króna til rann- sókna á lífi og starfi kvenna í höfuðborginni en 80 ár eru nú liðin síðan Alþingi veitti konum kosn- ingarétt og kjörgengi til bæjarstjórn- ar Reykjavíkur. Gerð er tillaga um að lækka bifreiðakostnað borgarinnar um því sem næst 10 millj., en um þessa tillögu segir í greinargerð: „Kostnaður borgarinnar vegna leigubifreiða og bifreiðastyrkja hef- ur aukist verulega á undanförnum árum og hækkað umfram almennar verðhækkanir. í fjárhagsáætlun árs- ins 1983 var þessi kostnaður áætlað- ur 12.500.000 kr. og í fjárhagsáætlun ársins 1985 30.900.000. Ef kostnaður ársins 1985 væri framreiknaður til meðaltals þessa árs næmi hann ca. 45.000.000 kr. Það er því ríflegt að áætla 44.300.000 kr. til aksturs á þessu ári, sérstaklega ef tekið er mið af lækkandi bensínverði frá árinu 1985.“ Varðandi forsendur fjárhagsáætl- unarinnar er rétt að það komi fram að minnihlutinn gefur sér ekki sömu forsendur og meirihlutinn varðandi aukningu tekna, fjölgun útsvars- greiðenda og hækkun álagningar- stofns aðstöðugjalda. Upplýsingar minnihlutans eru frá Hagstofu og Þjóðhagsstofnun og gera ráð fyrir 2,5% fjölgun útsvarsgreiðenda og 35% hækkun tekna á milli áranna 1985 og 1986. Hækkun álagningar- stofns aðstöðugjalda er áætluð 33%. Heildarrekstrartekjur eru því 3.786.554.000, þar af útsvarstekjur 2.672.000. Það kom fram í máli fulltrúa minnihlutans að áætlun þeirra gerði ráð fyrir meiri tekjuaf- gangi borgarsjóðs, en tillögur meiri- hlutans, þrátt fyrir heldur meiri heildarútgjöld. Skýringin er sú að áætlun þeirra gerir ráð fyrir rneiri tekjpm, en meirihlutinn virðist vera eitthvað varkár í því sambandi og var það hald manna að hann vildi eiga eitthvað til góða til að mæta sérstökum hugðarefnum sem upp kynnu að koma. RR (Tímamynd: Sverrir)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.