Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. janúar 1987 Tíminn 7 VETTVANGUR lllllllilllllllli Jóhannes Kristjánsson: Úldna kjötið á Kennedyflugvelli 20. des. 1986 birtist í Tímanum undarleg grein um útflutningsmál dilkakjöts eftir Magnús Friðgeirs- son framkvæmdastjóra Búvöru- deildar SÍS og önnur eftir Jóhann Steinsson staðgengil hans. Eftir lestur þeirra kemur manni vissu- lega í hug hið gamla spakmæli: „Sannleikanum verður hver sár- reiðastur". Greinarnar voru svör við „Opnu bréfi" mínu um þessi mál, til Magnúsar í Tímanum 16. 1 des. 1. Skal nú leitast við að svara ýmsu því sem fram kemur í þessum greinum. Strax í upphafi greinar Magnúsar, segir hann að mér hafi þótt illt, að hafðar væru í frammi leiðréttingar á málflutningi mínum í fjölmiðlum. Þetta kemur ekki fram í mínu máli nema síður sé. 2. Síðan segir: - „Samdi hann grein í Tímann þann 16. desember sem hafði í öndvegi þá stórfrétt að kjötsýni hefði úldnað á Kennedy- flugvelli í New York. Var greini- legt að þetta atvik var að hans mati eitthvað það markverðasta sem gerst hefur að undanförnu á mark- aðssviðinu og fékk það áherslu eftir því.“ Fyrirsögn „stórfréttar- innar“ var algjörlega á ábyrgð Tímans. Frá stjórn L.S. var hún svohljóðandi: „Svar Landssamtaka sauðfjárbænda til Magnúsar Frið- geirssonar framkvæmdastjóra Bú- vörudeildar SÍS“. Eftir stendur þó, að sá aðili sem treyst hefur verið fyrir útflutningi á lambakjöti hafi takmarkaða þekkingu á því máli og eigi í erfiðleikum með að koma frá sér 5 skrokkum skammlaust. Slík vinnu- br-ögð vekja varla traust hjá vænt- anlegum kaupendum né heldur bændum, sem hljóta að spyrja sig við hvers konar fyrirtæki sé að eiga. Þau eru fyrst og síðast álits- hnekkir fyrir Búvörudeildina og er sá skaði mestur. Varðandi fimm skrokka tap Búvörudeildar kemur í hugann gamla máltækið: „Það munar ekki um einn blóðmörskepp í sláturtíðinni“. 3. Síðan segir: „Ef viðskiptavin- urinn hefði verið í beinunt tengsl- um við okkur hefðum við hafnað þessu“. Að mínu viti átti samband- ið að vera í beinu sambandi við viðskiptavininn, enda um það rætt á fundi Búvörudeildar og stjórnar L.S. 21. mars sl. Allt annað er rangt og ekki stórmannlegt að felast bak við slík ósannindi. Þessi tilvitnun leiðir einnig hug- ann að því, hvort vænlegt sé til árangurs, ef ná á sambandi við nýjan viðskiptaaðila, að hafna ósk- um hans um sýnishorn, en fara að eigin geðþótta í því efni. Mín skoðun er að góð og persónuleg samskipti séu nauðsynleg á þessu sviði, ef vænta á árangurs og byggi ég þar á áliti og reynslu sérfróðra manna. 4. „Hvernig standa mál nú“, spyr Magnús, og í svörum hans við þeirri spurningu er reynt að gera væntanlegan kaupanda tortryggi- legan og um leið okkur sem fyrst höfðum samband við hann. Ef væntanlegur viðskiptaaðili hefur ekki svarað er það fyrst og fremst vegna sinnuleysis Búvörudeildar, þar sem þú ert í forsvari Magnús og berð ábyrgð á. Mér hafa borist ítrekaðar fyrir- spurnir frá þessum væntanlega við- skiptaaðila J. Kelly, hvað tefji þessa sendingu og hvort ég áliti að Búvörudeild sé einhver alvara með að ætla að senda út kjöt. Kelly finnst það óskiljanlegt að það skuli Það er íhugunarefni fyrir bændur, þegar þeir eru nánast mark- aðir sem lömb að vori til ákveðinna fyrir- tækja, hvort ekki sé tímabært að velta því fyrir sér hvort nú sé komin upp sú staða sem var fyrir rúmum 100 árum. Þá brutust bændur undan ánauð kaupmannavaldsins og stofnuðu samvinnu- félög til að selja fram- leiðslu sína á viðun- andi verði og tryggja sér um leið aðföng á sannvirði. segir: „Sú spurning vaknar hversu lengi á að bíða eftir því að sá viðskiptaaðili sem Landssamtök sauðfjárbænda eru að takmarka okkur við.svari. Um leið og sam- tökin gefa um það orð að þau séu hætt markaðsstarfi í Bandaríkjun- um mun Búvörudeildin leita eftir viðskiptamöguleikum í Bandaríkj- unum eftir sínunt leiðum". Síðan í greininni stendur: „Þó svo að hér sé nokkuð fast kveðið að, viljum við hjá Búvörudeildinni eindregið koma því á framfæri við alla þá, sem hagsmuna hafa að gæta, að við erum tilbúnir að starfa í nánu samstarfi við þá sem hafa í huga að starfa með nokkur af heilindum og drenglyndi". Svo mörg voru þau orð. Ég vísa til bréfs L.S. frá 1. apríl sl., en af því sem síðan hefir gerst má nokk- uð marka kraft og heilindi Búvöru- deildar. Ég hefi hingað til talið Búvörudeildina vera að vinna að sölumálum í Bandaríkjunum og ekki gert mér grein fyrir að þar væri í forsvari maður í fýluverk- falli. 1. Það er rétt, að á meðan að kannaðir voru möguleikar á út- flutningi í samstarfi við John taka átta mánuði að koma út 5 skrokkum af kjöti og lái honum hver sem vill. Tilraunir Landssamtakanna Hinn 1. apríl 1986 var eftirfar- andi bréf sent: „Búvörudeild SlS, Hr. Magnús Friðgeirsson forstöðumaður". í framhaldi af fundi hjá Búvöru- deild þann 21. marssl. óskar stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda eftir samvinnu við Búvörudeild um til- raunaútflutning til USA. Vonumst við til þess að tilraun þessi veiti svör um hvort mögulegt er að fá viðunandi verð í USA. Dr. Sigurgeir Þorgeirsson hefur fallist á að vinna að þessu máli af okkar hálfu. Með von um gott samstarf. Virðingarfyllst, f.h. Landssamtaka sauðfjárbænda Jóhannes Kristjánsson Sign.“ í grein Magnúsar frá 20. des. sl. McGoorty, sem þú Magnús hafn- aðir að vera þátttakandi í, varð samkomulag um að Búvörudeild aðhefðist ekki á þessum markaði meðan sú könnun stæði yfir. 2. Þegar samstarfi við McGoorty var slitið í janúar sl. sendi landbún- aðarráðherra óskir um að Búvöru- deild hæfi frekari kannanir þar vestra. 3. Eins og ofanritað bréf frá 1. apríl sl. ber með sér, ersú staðhæf- ing röng, að L.S. hafi bundið hendur Búvörudeildar við einn á- kveðinn aðila. Til fróðleiks má líka geta þess að Bandaríkin eru stærri en Færeyjar. 4. Um verð þarf ekki að hafa mörg orð á þessu stigi þar sem það liggur ekki fyrir. Hins vegar sendi væntanlegur viðskiptaaðili sl. sum- ar ákveðnar verðhugmyndir, sem hann þó vildi ekki staðfesta sem hæsta eða lægsta verð. Þessi aðili hefir margítrekað að hann muni ekki ábyrgjast neitt fast verð, held- ur leitast við að selja ávallt á hæsta fáanlegu verði eins og gerist á þessum markaði. 5. Hvaðvarðaropinnkostnaðar- reikning, sem Magnús nefnir í grein sinni þá er þar um óvissuþátt að ræða, sem reyna verður á, áður en skilaverð er reiknað með auka- staf. Ég hélt að enginn, sem sat fundinn 21. mars og til er vitnað, hefði velkst í vafa um það, að ekki var meining L.S. að standa í út- flutningi, en samtökin vildu nýta þá undirbúningsvinnu sem þau höfðu lagt í. Niðurstaða Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins Um þá undirbúningsvinnu segir Steinar Berg Björnsson þáverandi form. stjórnar Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, en hann vann að útflutningsverkefnum f.h. Landbúnaðarráðuneytisins: „Þær athuganir, sem gerðar hafa verið í sambandi við þetta verkefni benda allar til að í Bandaríkjunum sé markaður fyrir íslenskt lamba- kjöt á betra verði en fæst á öðrum útflutningsmörkuðum. Þrátt fyrir áratugaútflutning íslendinga á lambakjöti er þctta í fyrsta skipti, sem lagt hefur verið í þann undir- búning, sem er forsenda fyrir því að hægt sé að flytja út neytenda- vöru. Öll þróun bendir í þá átt að verðmætaaukning á matvælaút- flutningi verði fyrst og fremst við fullvinnslu vörunnar. Sú vinna, sem lögð hefir verið í undirbúning þessa útflutnings er jafnmikils virði þótt Pride of lceland falli úr mynd- inni ef strax verður leitað að öðrum aðila til að taka við áframhaldinu." Niðurstöður viðskipta- fulltrúans í New York Hinn 19. sept. 1985 skilaði Úlfur Sigurmundsson viðskiptafulltrúi í New York greinargerð til landbún- aðarráðherra, sem hefir að yfir- skrift, „Sala á íslensku lambakjöti í USA“. Hafi honum verið falið að leggja mat á þær hugmyndir sem fulltrúar L.S. settu fram eftir ferð til USA í júlí 1985, um að koma kjöti á „luxusmarkað" þar í landi. Úlfursegirm.a.: „Tilað leggjamat á hvort hér sé um raunhæfan möguleika að ræða hefi ég fyrst og fremst spurt sjálfan mig tveggja spurninga þ.e.: 1. Er raunhæfur möguleiki að selja íslenskt lambakjöt í USA? 2. Ef svo er, á hvaða verði og með hvaða markaðsstefnu ætti að selja það? Niðurstöður mínar og svör við þessum spurningum cru sem hér segir: 1. Það fer ekki milli mála að það er markaður fyrir fslenskt dilkakjöt í USA. Eftir því sem skoðuð eru fleiri gögn um þetta mál þá virðist sem um það sé ekki deilt. 2. Verðið sem hægt er að fá er tvennskonar. Þ.e. það verð sem fæst ef varan er seld fyrirhafnarlítið og án stefnumarkandi aðgerða, sem við getum kallað nýsjálenskt verð. Sé hins vegar lagt í eðlilegan og markvissan kynningarkostnað og varan seld eftir mótaðri mark- aðsstefnu ætti að vera hægt að fá fyrir kjötið sama verð og Banda- ríkjamenn fá fyrir sitt þegar frá er dregið óhagræði af því að kjötið er frosið (en þeirra selst nýtt). 3. Að ætla sér að fá hærra verð en bandaríska verðið krefðist hins vegar meiri fjárfestingar í kynn- ingu og markaðssetningu en við höfum reynslu af að fara út í og er varla raunhæft að fara út í slíkar aðgerðir fyrr en fótfestu hefur verið náð og vitað er hvaða magn menn vildu selja. 4. Til þess að ná hærra verðinu sem talað er um í 2. veltur allt á því að það náist gott samspil milli verðs (magns), gæða (þegar með talin skurður og pökkun) og kynn- ingar vörunnar. Samspil milli þess- ara þriggja þátta í markaðssetning- unni er afgerandi fyrir árangur og skilningur verður að vera á því að breyting á einum þætti hefur áhrif á hina tvo.“ Undir lok greinarinnar segir Úlfur: „Að lokum tek ég svo undir orð Þráins Þorvaldssonar um að fá kaupendur sem allra fyrst til ís- lands til að tryggja persónuleg tengsl og skilningsríkt samband." Spurningar vakna Við lestur greinargerða Steinars Bergs og Úlfs vakna ýmsar spurn- ingar. Hefir Búvörudeild valið bestu leiðina hvað markaðssetningu varðar? Varðandi skrif Jóhanns Steins- sonar í Tímann 20. des. 1986 skal það leiðrétt og beðist velvirðingar á, að á þeim fundi sem nefndur er var Sigurgeir Þorgeirsson sauðfjár- ræktarráðunautur ekki viðstaddur. Það breytir ekki því, að Jóhann lagði til að útflutningi yrði frestað fram á haustið, þar til nýtt kjöt kæmi á markað. Benti hann á að óheppilegt væri að byrja nteð gamalt kjöt, auk þess væri búið að ráðstafa útflutningsverkuöu kjöti. Um það að ég noti hvert tækifæri til agnúast út í Búvörudeild og fari þá með ósannindi er ekki rétt. Hins vegar hefi ég ásamt öðrum í stjórn L.S. fundið að við Búvöru- deild og bent á ýmislegt sem við teljum að betur mætti fara. En þú Magnús hefir ekkert með slíkt viljað hafa, þrátt fyrir hástemdar yfirlýsingar um gott samstarf við alla hagsmunaaðila. Þar get ég nel'nt dæmi ef eftir er leitað. Um það að ég snúi mér til þeirra sölusamtaka, sem ég tilheyri veit ég ekki hvað við er átt. Enginn sölusamtök eiga mig. Hins vegar eru það sameiginlegir hagsmunir allra fjárbænda að sölumál gangi sem best burt séð frá hvar þeir leggja inni. Það er íhugunarefni fyrir bændur, þegar þeir eru nánast markaðir sem lömb að vori til ákveðinna fyrirtækja, hvort ekki sé tímabært að velta því fyrir sér hvort nú sé komin upp sú staða sem var fyrir rúmum 100 árum. Þá brutust bændur undan ánauð kaup- mannavaldsins og stofnuðu sam- vinnufélög til að selja framleiðslu sína á viðunandi verði og tryggja sér um leið aðföng á sannvirði. Þurfa bændur e.t.v að byrja uppá nýtt? Sú landbúnaðarstefna sem nú er rekin er grundvölluð á þeirri staðreynd að eingöngu skuli stefnt að framleiðslu fyrir innan- landsmarkað. Hún er ennfremur byggð á því að söluaðilar hafa ekki staðið sig sem skyldi. Það er orðinn trúnaðarbrestur milli bænda og þeirra eigin sölu- samtaka. Þegar svo er komið er spurning, hvort ekki sé rétt að leita að annarri vinnu. Jóhannes Kristjánsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.