Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 8
Sérleyfi til fólksflutninga með langferðabifreiðum Samkvæmt lögum nr. 29/1983 um skipulag á fólksflutningum falla úr gildi hinn 1. mars 1987 öll sérleyfi til fólksflutninga með langferðabifreiðum. Ný sérleyfi til fólksflutninga með langferðabifreið- um verða veitt frá 1. mars 1987 og skulu umsóknir um sérleyfi sendar til Umferðarmáladeildar Vatns- mýrarvegi 10, 101 Reykjavík eigi síðar en 15. febrúar 1987. í sérleyfisumsókn skal tilgreina: 1. Leið eða leiðir sem sótt er um sérleyfi á. 2. Skrásetningarnúmer, árgerð og sætatölu þeirra bifreiða sem nota á til sérleyfisferða. Reykjavík 20. janúar 1987 Umferðarmáladeild 8 Tíminn Fimmtudagur 22. janúar 1987 Fimmtudagur 22. janúar 1987 Tíminn 9 Verkstjóri Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar óskar eftir að ráða verkstjóra í sal. Ráðningartími er frá 1. mars nk. Húsnæði fyrir hendi. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt fjölskyldustærð, sendist fram- kvæmdastjóra Gísla Jónatanssyni eða starfs- mannastjóra Sambandsins, erveitirnánari upplýs- ingar. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar Fáskrúðsfirði --—^ ' Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Ife* SK/PADE/LD f&kSAMBANDS/NS LINDARGATA 9A PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVÍK SlMI 28200 TELEX 2101 TAKN TRAUSTRA FLUTNINGA BILALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:. 91-31815/686915 AKUREYRI:... 96-21715/23515 BORGARNES:......... 93-7618 BLÖNDUÓS:..... 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:..... 96-71489 HÚSAVÍK:.....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ...... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: .. 97-8303 EE3 m Ltsí, ii OLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN édddct hf., SMiÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 ÍÞRÓTTIR Eystrasaltskeppnin: Jafntefli gegn heimamönnum! íslendingar náðu að vinna upp fjögurra marka forskot og litlu mátti muna að við sigruðum Það gekk svo sannarlega á ýmsu í Handball und Kongresshallen í Rostock í gær þegar Islendingar og A-Þjóðverjar áttust þar við á hand- boltavellinum. Eftir stórgóða byrjun íslenska liðsins hrundi sóknarleikur- inn gjörsamlega þegar Þjóðverjamir breyttu um vamaraðferð. Staðan Þrátt fyrir slæma kafla tókst íslenska handknattleiksliðinu að ná jafntefli við Austur-Þjóðverja í Rostock í gærkveldi. í dag keppa strákamir okkar við Vestur-Þjóðverja og verður það væntanlega tvísýnn og spennandi leikur. Hér sést Guðmundur Guðmundsson smeygja sér í gegnum vöm austur-þýska landsliðsins í leik í Laugardalshöll. Pau' TA°4o™vcnaÞíal!ari Hjördís Arnadóttir blaðamaður Tímans í Rostock í Austur-Þýskalandi, skrifar' Gífurlega mikiðum gf, mistök „Við byrjuðum illa í þessum leik en Schmit markvörður hélt okkur á floti í þessum leik. Við vorum komn- ir vel yfir en gerðum mikið af mistökum í seinni hálfleik. Ég held að það sé varla hægt að gera fleiri mistök í einum leik,“ sagði þjálfar- inn eftirleikinn í gær. „Stórskytturn- ar okkar Pysall, og Hauck, brugðust alveg og Frank Wahl var í strangri gæslu hjá Þorgils. Ég er ekki fjarri því að ströng gæsla hans hafi ráðið úrslitum í leiknum. Við vissum fyrir- fram að íslenska liðið væri mjög sterkt og máttum eiga von á þessum úrslitum." Komið hefur til tals að Tieder- mann taki við íslenska landsliðinu eftir olympíuleikana í Seoul. Samn- ingar Tiedermanns og Bogdans renna báðir út um það leyti. Ti- edermann hefur sýnt áhuga á að taka við liðinu. Málið er þó ekki komið Iengra. breyttist úr 5:5 í 10:5 fyrir heima- menn. Lítið vannst á fram að hálfleik og lauk honum með fjögurra marka mun 11:7 fyrir Þjóðverja. fslendingar bættu hinsvegar við eftir leikhlé, jafnframt því að heima- menn gerðu ótrúlegustu mistök og tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Kristján Arason 14:14. Jafnt var 16:16, þegar Bjarni Guðmundsson stal knettinum af A-Þjóðverjunum og kom fslandi yfir 17:16, en þá voru 17 sekúndur til leiksloka. Adam var ekki lengi í Paradís. Pizal svaraði um hæl með sínu eina marki í leiknum sex sekúndum fyrir leiks- lok. Úrslit urðu því jafntefli, nokkuð sem menn áttu ekki von á fyrir fram. Sannarlega góður árangur hjá strák- unum. Hitt er annað mál að liðið lék ekki vel í þessum leik og mistökin urðu alltof mörg. Sérstaklega var síðari hluti fyrri hálfleiks svartur. Örlítið rofaði til í seinni hálfleik og hjálpuðu mótherjarnir til með því að gera mikið af mistökum. Ekki er gott að gera upp við sig frammistöðu einstakra leikmanna í leiknum, til þess var of mikið klúður í sókninni. Leikkerfi gengu vel upp í byrjun með þátttöku allra leikm- anna sem geta rúllað upp hvaða þjóð sem er með þannig leik. Það er ekki fjarri lagi að segja að strákarnir hafi staðið í þessu allir sem einn. Þeir gerðu allir sín mistök þegar illa gekk og léku allir prýðilega í upphafi. Vörnin var í ágætislagi og Einar Þorvarðarson sem stóð í mark- inu allan tímann varði vel. MÖRKIN: Kristján Arason 5/2v, Þorgils Óttar 4, Bjarni Guðmunds- son 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Geir Sveinsson, Alfreð Gíslason og Sigurður Gunnarsson 1 mark hver. Fyrir Þjóðverja voru atkvæða- mestir: Frank Wahl með 5 mörk. Þeir Dirk og Schnell skoruðu 4 og Ingolf Wiegert 4. Bogdan þjálfari: Góð úrslit en ekki leikur „Ég er mjög ánægður með úrslitin í leiknum. Jafntefli er alltaf jafntefli og það verður það sem stendur eftir,“ sagði Bogdan landsliðsþjálf- ari í samtali við Tímann í gær. „Hinsvegar er ég alls ekki ánægð- ur með leikinn sjálfan. Það voru gerð alltof mörg mistök. Við misnot- uðum t.d. tólf dauðafæri," sagði hann. Bogdan var spurður hvað hann héldi um heildarútkomuna eftir þetta. „Ég veit ekki hvað segja skal. Úrslitin skipta kannski ekki höfuð- máli. Það sem skiptir máli er að liðið nái vel saman. Ólympíuleikamir í Seoul á næsta ári er það sem allt miðast við. Auðvitað vil ég góð úrslit." Þrír leikir voru á Eystrasalts- mótinu í gær. Okkur er kunnugt um úrslit í leik fslands og A-Þjóð- vcrja, 17:17. Vestur-Þjóðverjar og Svíar skildu jafnir 21:21. Óvæntustu úrslitin í gær voru hinsvegar sigur Pólvérja á Sovét- mönnum 27:24 eftir að staðan var (hálfleik 13:11. í dag verða þrír leikir. fsland: Vestur-Þýskaland, Svíþjóð: So- vétríkin og Pólland: A-Þýska- land. Þorgils Óttar: ANÆGÐUR MED JAFNTEFU „Ég get ekki annað en verið ánægður með úrslitin,“ sagði Þorgils Óttar eftir jafnteflið í gær. „Þetta er í fyrsta sinn síðan á HM í Sviss sem við náum okkar sterkasta liði saman og jafntefli hér í Rostock, þar sem A-Þjóðverjar hafa verið ósigrandi er auðvitað ánægjulegt. það var svekkj- andi að missa af sigrinum á síðustu stundu. Þetta er betri árangur en búist var við fyrirfram." Var ekki erfitt hlutskipti að hafa gætur á Frank Wahl? „Nei, ekki svo. Ég hef gætt hans áður svo þetta var ekkert nýtt fyrir mér,“ sagði landsliðsfyrirliðinn að lokum. ÍÞRÓTTIR Heimsmeistaramótin í skíðaíþróttum: Daníel og Einar verða fulltrúar Islendinga Daníel Hilmarsson Einar Ólafsson Bautamótið Tekst Þórsurum að verja titilinn? Hið árlega Bautamót, meistaraflokks karla í innanhússknattspyrnu, sem Knattspyrnufélag Akur- eyrar - KA - gengst fyrir, verður haldið um mánaðamótin. Mótið hefst laugardaginn 31. janúar og stendur þá helgi. Búist er við að um tuttugu lið tilkynni þátttöku sína í mótinu. Ef að líkum lætur munu KA-menn áfjáðir í að ná í sigurlaunin og heimta þau úr herbúðum höfuðandstæðinga sinna Þórsara, en þeir sigruðu í fyrra. Seltjarnarnesliðið Grótta varð þá í öðru sæti eftir úrslitaleik við Þór. Þátttökugjald fyrir eitt lið er fimm þúsund krónur en átta .þúsund sendi sama félag fleiri en eitt lið. Leiktíini er heldur styttri en menn eiga að venjast eða átta mínútur hvor hálfleikur í stað tíu eins og á íslandsmeistaramótinu. Engir battar verða við völl- inn en að öðru leyti verður farið að reglum KSÍ. Leikið verður í fjögurra eða fimm liða riðlum og tvö efstu lið í riðli komast upp. - ES Báöir erlendis við lokaundirbúning Daníel Hilmarsson frá Dalvík og Einar Ólafsson frá ísafirði verða fulltrúar fslendinga á heimsmeist- aramótunum á skíðum sem fram fara nú á næstunni. Daníel mun keppa í alpagreinum í Crans Mont- ana í Sviss. Daníel tekur þátt í tveimur greinum, stórsvigi sem verður 4. febrúar og í svigi sem fram fer 8. febrúar. Þjálfari Dan- íels er Hafsteinn Sigurðsson. Einar Ólafsson verður fulltrúi fslands í norrænum greinum. Keppni í þeim fer fram í Gberst- dorf í V-Þýskalandi. Einar keppir í þremur greinum, 30 kílómetra skíðagöngu 12. febrúar, 15 kíló- metra göngu 15. febrúar og í 50 kílómetra göngu þann 24. febrúar. Þjálfari Einars er Sigurður Aðal- steinsson. Ekki tókst að ná í þá félaga Daníel og Einar í gær, en þeir eru báðir að leggja síðustu hönd á miklar æfingar fyrir heimsmeist- aramótin. Hreggviður Jónsson formaður Skíðasambands fslands sagði í samtali við Tímann í gær að það væri stór biti fjárhagslega séð að senda tvo menn út. Sagði hann að Lottó peningarnir væru ekki enn farnir að skila sér og þar sem sambandið væri fjárhagslega iila statt væri þetta allt að því ofviða sambandinu að ráða við að senda tvo fulltrúa. Síðasta heimsmeistaramót sóttu þrír fulltrúar fslands. Tveir í nor- rænum greinum og einn í alpa- greinum. - ES NÝJAR REGUIR UMIÐGJALDAGRÐDSLUR Áfangahækkun iðgjalda til iífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSI frá 26. febrúar 1986 skulu iðgjöld til lífeyrissjóða aukast í áföngum á næstu 3 árum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenn greiða 4% af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjalda- skyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sérstakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987 - 1989: a) Starfsmenn: Atvinnurekendur: 4% iðgjald skal greiða af öllum tekjum starfsmanna á mánuði hverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 1731/3 klst. miðað við tímakaup hlutaðeigandi starfs- manns í dagvinnu, að viðbættu orlofi. 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 1731/3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Árið 1987 Starfsmenn: 1 % iðgjald af þeim hluta tekna, sem ekki var tekið iðgjald af, samkvæmt a-lið. Atvinnurekendur: 1.5% iðgjald af sömu fjárhæð. c) Hinn 1. janúar 1988 aukast framangreindar greiðslur, samkvæmt b-lið þannig, að starfsmenn greiða 2% og atvinnurekendur 3% og frá 1. janúar 1989 greiða starfs- menn 3% og atvinnurekendur 4.5%. Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% iðgjald af öllum launum og atvinnurek- endur með sama hætti 6%. Nauðsynlegt er að starfsmenn og atvinnurekendur geri sér grein fyrir þessum nýju reglum um iðgjaldagreiðsluraf öllum launum til lífeyrissjóða í áföngum. Munið að nýju reglurnar tóku gildi 1. janúar s.l.! SAMBAND ALMENNRA LlFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. Lsj. ASB og BSFf • byggingamanna • Dagsbrúnar og Framsóknar • Félags garðyrkjumanna • framreiðslumanna • málm- og skipasmiða • matreiðslumanna • rafiðnaðarmanna • Sóknar Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Hvammstanga • Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði • Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri Lsj. Björg, Húsavík Lsj. Austurlands Lsj. Vestmanneyinga Lsj. Rangæinga Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum Lsj. verkafólks í Grindavík Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar AUGLÝSINGASTOFA ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.