Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminrr BÆKUR Indriði G. Þorsteinsson. Átján sögur úr álfheimum eftir Indriða G. Þorsteinsson Indriði hóf ritferil sinn með verðlaunaðri smásögu og síðan hefur hann alltaf öðru hverju fengist við smásagnagerð, og eru sumar af þessum sögum í úrvalsflokki íslenskra smásagna. Átján sögur úr álfheimum er fjórða smásagnasafn hans. Þessar sögur eru til orðnar á alllöngum tíma, sú elsta er frá 1953, þær yngstu fullgerðar fyrir tveimur til þremur mánuðum. Margra grasa og margs konar blæbrigða kennir í þessum sögum. Fjórar þeirra gerast í útlöndum, aðrar í Heykjavík og sumar út um sveitir. Sögutíminn er líka misjafn - frá 19. öld til dagsins í dag. Hér eru bæði harmsögur og gamansögur, ástarsögur og ekki ástarsögur, lausamenn, miðlungsfólk og höfðingjar í lífsins ólgusjó. En hvert sem efnið er nýtur sín ávallt jafn vel hinn skýri og stundum dálítið háðski og svali stíU höfundarins. Bókin er 198 bls. að stærð og prentuð og bundin í Odda. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Hús sem hreyfist Sjö ljóðskáld, Bókmenntaritgerðir eftir Kristján Karlsson Bókin hefur að geyma sjö bókmenntaritgerðir sem aUar flytja að einhverju leyti nýja túlkun á verkum þeirra skálda, sem um er fjallað. Skáldin eru þessi: Bjarni Thorarensen, Einar Benediktsson, Stefán frá Hvítadal, Guðfinna frá Hömrum, Tómas Guðmundsson, Magnús Ásgeirsson, Steinn Steinarr. Ritgerðirnar hafa áður birst sem formálar fyrir verkum skáldanna. „Þær eru ekki hugsaðar sem inngangur í merkingunni skýringar, — því að í skáldskap er ekkert að skýra, -heldur sem ihuganir um ljóðagerð skáldunum til heiðurs," segir höfundur í eftirmála. Um aðferðir þær sem Kristján Karlsson beitir í bókmenntagagnrýni hefur HaUdór Laxness komist svo að orði: „Svona eiga bókmenntafræðingar að hugsa og skrifa um bækur... Þá verður bókmenntagagnrýnin líka það sem hún á að vera: sérstök Ustgrein innan bókmenntanna. “ Hús sem hreyfist er 176 bls. að stærð, prentuð í Prentbergi og bundin í Félagsbókbandinu.. RANNSÓKNAR FERÐIR STEFANS STEFANSSONAR Sirindúr .SU'indór.sson fra HlMumtók sautan Steindór Steindórsson frá Hlöðum: Rannsóknar- ferðir Stefáns Stefánssonar skólameistara Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Rannsóknaferðir Stefáns Stefánssonar skólameistara, en Steindór Steindórsson frá Hlöðum býr það til prentunar, ritar inngang og tengir kafla þess með skýringum og upplýsingum. Á bókarkápu segir: „Rannsóknaferðir þær er hér segir frá tókst Stefán Stefánsson skólameistari á hendur 1888-1896 þegar hann ferðáðist víða um héruð og óbyggðir til að kanna grasafræði íslands. Dró hann saman með þeim rannsóknum föng að hinu merka riti sínu Flóru íslands sem opnaði almenningi innsýn í leyndardóma eins þáttar íslenskrar náttúru. Gerðist Stefán einna víðförlastur samtíðarmanna um ísland. Bókin grundvallast á ferðaþáttum hans og dagbókum, en Steindór Steindórsson frá Hlöðum hefur búið hana til prentunar. Ritar Steindór og inngang að bókinni og tengir kafla hennar með skýringum og upplýsingum svo að glögg heildarmynd fæst af rannsóknaferðum Stefáns úr dreifðum heimildum. Stefán Stefánsson (1863-1921) frá Heiði í Gönguskörðum var þjóðkunnur á sinni tíð sem vísindamaður, kennari, skólastjóri og alþingismaður. Hann var einnig snjall og gagnfróður rithöfundur. Flóra íslands þykir enn stórvirki og tryggir Stefáni Stefánssyni óumdeilda viðurkenningu í sögu íslenskra náttúrufræða. Auðsýnir Steindór Steindórsson frá Hlöðum minningu þessa forvera síns drengilega ræktarsemi með því að búa rit þetta til prentunar og gefa íslendingum kost á að rekja vísindastarf Stefáns Stefánssonar. Það einkennist af einlægri hrifningu og fræðilegri könnun á íslenskri náttúru, svo og brennandi trú á menningu og framtíð þjóðarinnar er birta tók af nýjum degi eftir svartnætti hörmunga og kúgunar. Flóra íslands kom út á morgni þessarar aldar sem skipti sköpum á íslandi vegna hugsjóna og dáða ágætra manna af kynslóð Stefáns Stefánssonar." Rannsóknaferðir Stefáns Stefánssonar skólameistara eru 132 bls. að stærð. Kápugerð Sigurður Örn Brynjólfsson, en bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Menningarsjóður. Lán í óláni „Lán í óláni" heitir sjálfsævisaga hins kunna enska leikara Sir Alecs Guinness, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu. Þetta er sérstæð og óvenjulega skrifuð sjálfsævisaga, sem kom fyrst út í Englandi í fyrra, en hefur síðan verið endurprentuð þar átta sinnum. Undirtitillbókarinnar, frá fátækt til frægðar, varpar ljósi á stormasama ævi þessa viðurkennda leikara. Hann fæddist inn í ringulreið og lifði og hrærðist í henni um árabil. Fram að fjórtán ára aldri bar hann þrjú ólík nöfn og dvaldi í um það bil þrjátíu ólíkum hótelum, leiguherbergum og íbúðum, sem öll báru virðingarheitið heimili, þar til Sir Alec og móðir hans flögruðu burtu, dragandi á eftir sér langan slóða af ógreiddum reikningum. Á fæðingarvottorði hans er nafn hans skráð Alec Guinness de Cuffe. Það nafn bar móðir hans á þeim tíma, en reiturinn fyrir föðurnafnið var og er forvitnileg eyða. Með kænsku og dugnaði komst Alec Guinness til metorða og átti þess kost að hitta ýmis mikilmenni samtímans bæði í röðum lista- og stjórnmálamanna. í ævisögunni greinir hann frá ýmsum þessara samskipta á einkar skemmtilegan og óvenjulegan hátt. Þær frásagnir eru jafn hugljúfar, hvort sem þær gerast á heimavelli hans í Englandi, á Ítalíu, Mexícó eða Austurlöndum en starfs- og æviferill Sir Alecs hefur ekki verið bundinn við eitt eða fá lönd. Sir Alec sér ætíð hina mannlegu hlið málanna og enginn er honum fremri í þeirri list að bregða skoplegum blæ á frásögnina. Bókin er 241 blaðsíða, unnin í Odda. Útgefandi er Tákn s.f. Frank Ponzi ÍSLAND Á 19. ÖLD Leiðangrar og listamem 19th gentury iceland Artists and Odysstys ísland á 19. öld eftir Frank Ponzi Þeir komu með farfuglunum og fóru með þeim aftur. Og hvort heldur þeir voru prinsar, vísindamenn, skáld eða listamenn hafði ísland mikil áhrif á þá, ferðuðust hingað á vit hins óþekkta til að endurnýja Ust sína við islenskt landslag og öðruvísi birtu en þeir voru vanir. Aðrar gerðu drátthagir náttúruskoðarar sem vildu festa á blað þau stórmerki sem þeir urðu hér vitni að. En hvort heldur var, þá sýnir þessi arfur frá liðnum tíma, ásamt þeim texta sem fylgir, frábæra mynd af landi og mannlífi hér á 19. öld. Að baki þessari bók liggja miklar rannsóknir, enda ber hún þvi vitni með sínu fagra yfirbragði og fjölda nýrra sagnfræðilegra og listfræðilegra upplýsinga. Með þessari bók - ekki síður en fyrirrennara hennar, ísland á 18. öld - hefur Frank Ponzi unnið frábært verk, þar sem nýtur sín í góðri einingu sagnfræði, listasaga og örugg smekkvísi. Bókin er bæði á íslensku og ensku, óskagjöf til vina erlendis. Bókin er 164 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. 'mmfm GoðsÖgain og raunverulcikinn um alkohóiisma Áhugaverð bók um alkohólisma Undir áhrifum nefníst nýútkomin bók sem hefur að undirtitli Goðsögnin og raunveruleikinn um alkohólisma. Bókin er skrifuð af tveimur bandarískum læknum, þeim James R. Milam og Katherine Ketcham. íslenska þýðingu hafa gert þau Öm Bjarnason og Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir, en Þórarinn Tyrfingsson læknir valdi bókina og var til ráðuneytis um þýðinguna. I formála segir annar þýðandinn, ÖrnBjarnason,m.a. aðþessibóksé að sínu mati einhver sú besta sem skrifuð hafi verið til skýringar á sjúkdómnum alkohólisma. Hún skýri hann á lífeðlisfræðilegan hátt, án tillits til þess hvaða tilfinningalegar hugmyndir menn kunni aðhafaum hann. íbókinnier rakið eðli sjúkdómsins, þróun hans og einkenni, og skýrt hvernig þekkja megi hann á frumstigi. Þá er rakin saga rannsókna tengdra sjúkdómnum, en meginniðurstaða þeirra er að hér sé um líkamlegan sjúkdóm að ræða, en ekki sálrænan, tilfinningalegan eða menningarlegan. Þar er einnig skýrt hvernig aðstandendur geti komið sjúkum einstaklingi til hjálpar og rakin einstök stig sjúkdómsins. Bókin Undir áhrifum er tæpar 200 blaðsíður. Útgefandi er ísafoldarprentsmiðja. þannig að sumum entist það lífið á enda. Svo má ráða af bókinni ísland á 19. öld, sem Frank Ponzi listfræðingur hefur samið um hina erlendu ferðalanga á íslandi á öldinni sem leið. ísland á 19. öld, gerir grein fyrir þessum sumargestum, ferðum þeirra um landið og athöfnum þeirra hér, birtir áður óbirtar dagbækur úr íslandsferðum tveggja prinsa, dansks og hollensks, en umfram allt fjallar hún um myndlist þessara ferðalanga og birtir hátt á annað hundrað myndir sem hér urðu til á 19. öld. Sumar þessara mynda höfum við áður séð í bókum, aðrar hefur höfundurinn grafið upp í listasöfnum víðsvegar í Evrópu eða Ameríku, jafnvel á heimilum. Ýmsar af myndum bókarinnar eru eftir fræga málara sem Sagakominút Saga, tímarit Sögufélagsins, er komin út, og er þetta 24. árgangur tímaritsins. Að þessu sinni er kastljösinu í heftinu beint að fjölskyldusögu í víðasta skilningi, og sögu kvenna og barna sérstaklega. Gísh Ágúst Gunnlaugsson ritar þar „Um fjölskyldusögurannsóknir og íslenskufjölskylduna 1801-1930", Gunnar Karlsson ritar greinina „Kenningin um fornt kvenfrelsi á íslandi", Helgi Þorláksson á þarna grein sem heitir „Óvelkomin böm?“ og er um afnám brjóstagjafar, og loks á Guðmundur Hálfdanarson greinina „Börn — höfuðstóll fátækhngsins?". Auk þess eru í Fimmtudagur 22. janúar 1987 heftinu greinar um áform Frakka um nýlendu við Dýrafjörð, írska kristni og norræna trú á íslandi á tíundu öld, og um átthagafjötra á íslandi. Einnig em að vanda fjölmargir ritdómar í heftinu. Ritstjórar Sögu eru Helgi Þorláksson og Sigurður Ragnarsson. XXIV- 1986 Laun ástarinnar eftir Caroline Courtney Bókaútgáfan Breiðabilik hefur sent frá sér bókina Laun ástarinnar, eftir Caroline Courtney í þýðingu Eddu Óskarsdóttur. CaroUne Courtney er þekkt nafn í dag sem ásta og spennusaga rithöfundar og er þýdd á fjölda mála og núna á íslandi í fyrsta sinn á vegum Breiðabliks. Um innihald bókarinnar: Lavinia er fuU örvæntingar. Róbert bróðir hennar hefur tapað öllum eignum þeirra í spilum. Nú neyddist hún til að giftast þessum andstyggUega Saltaire greifa — manni, sem hún hataði. „Ég hef ekki hugsað mér að fara með yður," sagði Lavinia og horfði reiðUega á hinn óboða gest. Hún greip andann á lofti, þegar hún sá, að byssuhlaupinu var beint að 'gagnauga lafði EUsabetar. Augu mannsins vom hörð eins og steinn. Þegar hún hittir markgreifann af Andover verður hún yfir sig ástfangin. En tU að hljóta þann mann, sem hún elskar, verður hún að leika á Saltaire. Spennandi saga um ást og ævintýri. Að elska hvort annað eftir Leo Buscaglia Komin er út hjá Iðunni bókin Að elska hvort annað eftir sálfræðinginn Leo BuscagUa í þýðingu Helgu Ágústsdóttur. Leo BuscagUa er prófessor í grein sinni við Háskóla Suður-Kaliforníu og jafnframt eftirsóttur fyrirlesari. í kynningu forlagsins segir: — Þessi bók fjaUar um ást, væntumþykju, Ufsgleði, afbrýðisemi, missættiog fyrirgefningu. Hún fjaUar með öðmm orðum um þá þætti í lifi okkar sem mestu máU skipta. Höfundurinn sem er alkunnur fyrir að fjalla um mannleg samskipti á hlýjan og næman hátt, fjaUar hér m.a. um Ustina að tala saman, og geta sagt hvort öðm skoðanir okkar og hvernig við finnum til. Hann leitar jafnframt svara við spurningunni hvers vegna mörg okkar fara hjá sér þegar kemur að því að tjá öðmm ást eða væntumþykju. í sama flokki hafa áður komið út hjá Iðunni bækurnar Elskaðu sjálfan þig og Vertu þú sjálfur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.