Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Fimmtudagur 22. janúar 1987 BÆKUR 111111 lllllil lllllillllllli Notadrjúg handbók um þorrablót Árni Björnsson: I'orrablót á Islandi, Bókaklúbbur Arnar og Örlygs, 1986. Það er þjóðlegur og góður siður að halda jDorrablót á þeim tíma þegar vetur stendur sem hæst bak jólum og enn virðist svo óralangt þar til aftur fer að hlýna og vora. Slíkt styttir skammdegið óneitanlega mjög þægilega, og er þar trúlega að finna eina helstu skýringuna á vin- sældum þeim sem slíkar samkomur hafa nú lengi notið um allt land. I þessari bók hefur Árni Björns- son þjóðháttafræðingur safnað sam- an töluvert miklum fróðleik úr öllum áttum sem varðar þorrann og veislu- höld honum tengd. Þessi fróðleikur er bæði gamall og nýr og af ýmsu tagi. Þarna kemur meðal annars fram að mánaðarheitið þorri kemur fyrst fyrir í gömlu skinnhandriti frá lokum 12. aldar. Einnig er þar skýrt frá mismunandi skoðunum málfræðinga á uppruna og merkingu orðsins; meðal annars vilja sumir tengja það nafni guðsins Þórs, en aðrir telja það skylt sagnorðinu að þverra. Á þorr- anum byrjuðu menn nefnilega að vera með lífið í lúkunum út af því að fæðan, jafnt fyrir fólk sem fénað, fór þá þverrandi. Þá eru leidd að því rök þarna að í heiðnum sið hafi menn víðs vegar á Norðurlöndum framið blót um miðj- an vetur. Þaðan sé nafnið þorrablót runnið, en elsta heimild um það orð er annars úr Orkneyinga sögu. Með tilkomu kristninnar lagðist slíkur heiðinn siður skiljanlega af, en á 17. og 18. öld fer að bera á þorra aftur, og í þetta sinn í kveðskap. Verða þá til allmiklir kvæðabálkar um Þorra karl, sem kemur í sveitir um miðjan vetur, fer jafnvel á milli Ámi Bjömsson þjóðháttafræðingur. bæja og heilsar upp á fólk. Og upp úr slíkum kveðskap er það sem Bjarni Thorarensen er talinn hafa ort sitt stórbrotna kvæði, Veturinn. Á þessum öldum er það líka meira eða minna útbreiddur siður að bóndi eða húsfreyja bjóði þorra velkominn með einum eða öðrum hætti. Og nokkuð gamall virðist einnig vera sá siður að nefna fyrsta þorradag bóndadag, en þá eiga giftar konur sem kunnugt er að gera sérstaklega vel til karla sinna. Eiginleg þorrablót að fornum sið hafa líklega verið endurvakin í Reykjavík árið 1867 af leynifélagi sem þar starfaði og nefndist Kvöld- félagið. Það hélt slíkar hátíðasam- komur í nokkur ár, og síðan breidd- ist siðurinn út. íslendingar í Kaup- mannahöfn tóku hann upp og síðar Akureyringar. Upp úr því færðist hann út í sveitir landsins og er elsta dæmið úr Valla- hreppi í Suður-Múlasýslu. Upp úr 1950 fara átthagafélög í Reykjavík að efna til þorrablóta fyrir félags- menn sína, sem fljótt ná miklum vinsældum. Síðan er það Halldór S. Gröndal, þá veitingamaður, sem innleiðir þorramatinn árið 1958 í veitingahúsinu Naust í Reykjavík, sem hann rak. Þetta er aðeins örlítið af miklu meiri fróðleik um þorra og þorrablót sem er að finna innan spjaldá þessar- ar bókar. Og það er líka góður og þjóðlegur siður að syngja á þorra- blótum. Töluvert efni er að finna í bókinni til slíkra nota, því að þar eru prentaðar allmargar þorrablótsvísur eftir ýmsa höfunda frá því fyrir og um síðustu aldamót. Þær eru þarna með nótum svo að söngglaðir þorra- blótsgestir fá þar töluvert til að reyna raddböndin á. Líka eru þarna nokkur þorra- kvæði, flest frá átjándu öld og þar í kring. Meðal annars er þar prentað vel þekkt kvæði, Þorrabálkur eftir séra Snorra Björnsson á Húsafelli. Loks eru þarna nokkrir formálar og minni sem mæla má fram í þorrablót- um, vilji menn hafa þau með fornu svipmóti. Það vantar því ekki að þarna er úr miklu að moða fyrir áhugamenn um þorra og þorrablót. Fyrir þá, sem standa fyrir slíkum skemmtunum og vilja reyna að gera þær sem ánægju- legastar fyrir þá sem sækja, er þetta nánast ómissandi handbók. Og fyrir alla hina, sem einfaldlcga hafa áhuga á þjóðlegum fróðleik, er þetta hin eigulegasta bók. _ . t Mishermi leiðrétt í bókinni Blátt og rautt eftir Lenu og Árna Bergmann segir Árni á bls. 136: „Á Laugarvatni var héraðsskóli rétt eins og í Reykholti. En tveim árum fyrr hafði Bjami Bjamason farið af stað með menntaskólanám þar á staðnum í samvinnu við Menntaskólann í Reykjavík. Þegar við komum á staðinn voru þar fyrir sex nemendur sem áttu tvö ár eftir í stúdentspróf. Milli þeirra og okkar hóps vantaði einn bekk - sá flokkur hafði gengið úr vistinni þegar Bjarni rak úr skóla Kjartan Ólafsson, síðar ritstjóra Þjóðviljans, alþingismann og fræðimann. Bjarni hafði fyrr og síðar átt í útistöðum við komma meðal nemenda og nú mátti hann bíta í það súra epli, að sá hópur sem byrjaði í „menntadeild“ haustið 1950 var jafnvel enn rauðari en sá sem hvarf úr skóla með Kjartani." Við undirritaðir sem voru um árabil kennarar við Héraðsskólann á Laugarvatni í skólastjóratíð Bjarna Bjarnasonar, m.a. þegar fyrrnefnd- ur „brottrekstur" Kjartans Ólafsson- ar átti að hafa gerst, viljum gera eftirfarandi athugasemdir: Okkur er fullkunnugt að Bjarni Bjarnason hafði aldrei á starfsárum okkar þar hom í síðu nokkurs nem- anda vegna stjórnmálaskoðana né lét hann gjalda þeirra. A undan árgangi Árna Bergmanns höfðu þrír árgangar hafið menntaskólanám á Laugarvatni. Fyrsti hópurinn hvarf úr skólanum eftir tveggja ára mennta- skólanám m.a. vegna þess að hluti af stærðfræðideild þess bekkjar lauk prófi næsta bekkjar fyrir ofan um haustið og fékk þar með rétt til setu í efsta bekk í menntaskóla. Þessar tvær deildir (sem áður var ein) urðu því svo fámennar að ekki var unnt . ■ / Bjami Bjamason. Reykvíkingur hringdi: Ég get ekki orða bundist lengur. Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra kallaði kennara eða fræðslufulltrúa fyrir norðan, „lautin- anta“. Þetta orð gat ég ekki fundið í mínum orðabókum. Hef ég aðeins heyrt þetta nafn notað um dáta af að halda uppi kennslu í þeim á Laugarvatni. Annar árgangurinn sem lauk námi á Laugarvatni var allur í máladeild. Um orsök brottfar- ar þriðja árgangsins eftir eins árs nám á Laugarvatni er okkur ókunn- ugt. Um stjórnmálaskoðanir þeirra vissum við heldur ekkert en óhugs- andi er að þeir hafi horfið úr skóla vegna stjórnmálaskoðana þar sem Bjarni Bjarnason lét stjórnmála- skoðanir nemenda sinna afskipta- lausar. Ekki getur brottför þeirra frá Laugarvatni stafað af því að Kjartan Ólafsson hafi verið rekinn úr skóla því hann var aldrei rekinn heldur sat í skólanum til vors og lauk þaðan prófi. í framangreindum ummælum Árna Bergmanns er missögn sem varpar skugga á minningu látins samstarfsmanns okkar, Bjarna Bjarnasonar skólastjóra. Okkur ber því skylda til að leiðrétta hana og hafa það heldur er sannara reynist. Ólafur Briem Eiríkur Jónsson. Vellinum. Þegar menntamálaráð- herra er farinn að sletta ensku í fjölmiðlum vaknar sú spuring hvern- ig er hægt að ætlast til þess að æska landsins og skólafólk geti borið virð- ingu fyrir manninum. Það sló mig verulega að heyra menntamálaráð- herra láta þetta út úr sér í samtali við fréttamann. BÆKUR llllllllllllllllllllllll Menntmálaráðherra slettir enskunni - og þaö í útvarpi |f| Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í eftirfarandi efni fyrir Hitaveitu Reykjavík- ur. a) Steinull til einangrunar geyma á Öskjuhlíð. Magntölur: 1. 1200x580x75 mm - 13400m2 2. 1200x530x75 mm - 1600m2 Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 18. febrúar nk. kl. 11. b) Efni fyrir Nesjavallavirkjun. Magntölur: 1. Stálpípur, heildarmagn 2520m. 2. Beygjur heildarmagn 38 stk. 3. Minnkanir, heildarmagn 13 stk. 4. Té, heildarmagn 11 stk. 5. Flangsar, heildarmagn 22 stk. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 14. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, og verða opnuð þar á ofan- greindum tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska._____________________________ 1 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríliirkju««gi 3 — Simi 25800 n Laus staða skógarvarðar Hjá Skógrækt ríkisins er laus til umsóknar staða skógarvarðar á Norðurlandi með aðsetri að Vögl- um í Fnjóskadal. Staðan veitist frá 1. mars 1987 og er menntun í skógtækni áskilin. Skógarverðinum er ætlað að hafa umsjón með eignum Skógræktar ríkisins á Norðurlandi og stýra starfsemi hennar þar. Þar er m.a. um að ræða gróðrarstöðvarnar á Vöglum í Fnjóskadal og að Laugabrekku í Skagafirði, svo og 15 skóglendi víðsvegar á Norðurlandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 20. febrúar nk. til landbúnaðar- ráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1986, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið 19. janúar 1987 Listskreytingasjóður ríkisins Listskreytingasjóöur ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 34/1982 og er ætlaö aö stuðla að fegrun opinberra bygginga meö listaverkum. Verksvið sjóðsins tekur til bygginga, sem ríkissjóður fjármagnar að nokkru eða öllu leyti. Með listskreytingu er átt við hvers konar fasta og lausa listmuni, svo sem veggskreytingar innanhúss og utan, höggmyndir, málverk, veggábreiður og hvers konar listræna fegrun. Skal leitast við að dreifa verkefnum milli listgreina, þannig að í hverri byggingu séu fleiri en ein tegund listskreytinga. Þegar ákveðið hefur verið að reisa mannvirki sem lögin um Listskreytingasjóð ríkisins taka til, ber arkitekt mannvirkisins og bygginganefnd sem hlut á að máli að hafa samband við stjórn Listskreytingasjóðs, þannig að byggingin verði frá öndverðu hönnuð með þær listskreytingar í huga sem ráðlegar teljast. Heimilt er einnig að verja fé úr sjóðnum til listskreytingar bygginga sem þegar eru fullbyggðar. Umsóknum um framlög úr Listskreytingasjóði skal beint til stjórnar Listskreytingasjóðs ríkisins, menntamálaráðuneytis, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, á tilskildum eyðublöðum sem þar fást. Æskilegt er, að umsóknir vegna framlaga 1987 berist sem fyrst og ekki síðar en 1. ágúst nk. Reykjavík 19. janúar 1987 Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.