Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.01.1987, Blaðsíða 12
Rangæingar Jón Helgason ráöherra, Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður og Guöni Ágústsson verða til viðtals og ræða þjóðmálin að Laugalandi Holtum fimmtudaginn 22. janúar kl. 21.00. Allir velkomnir. Fundur B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra Framsóknarflokkurinn heldur almenna stjórnmálafundi: Fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30 að Hótel KEA Föstudaginn 23. janúar kl. 20.30 í Stórutjarnarskóla. Laugardaginn 24. janúar kl. 14.00 í félagsheimili Húsavíkur. Sunnudaginn 25. janúar kl. 20.30 í veitingahúsinu Brekku Hrísey. Frambjóðendur flokksins mæta á fundina, halda framsöguræður og svara fyrirspurnum. Fundirnir eru öllum opnir. Framsóknarflokkurinn - Framtíðarafl Framsóknarmenn Akureyri og nágrenni Framsóknarflokkurinn heldur almennan stjórn- málafund að Hótel KEA fimmtudaginn 22. janúar kl. 20.30. Fummælendur: Halldór Ásgrímsson, Guðmundur Bjarnason, Valgerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. B-listinn lagður fram og kynntur. Framsóknarmenn fjölmennið. Framsóknarfélag Akureyrar. Keflavík Suðurnes Jáðx Hádegisveröarfundur verður á Glóöinni í Keflavík ife ^ r laugardaginn 24 janúar og hefst kl. 12.00. \ * Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra JkM flytur ávarp. Svæðisráð Framsóknarmanna á Suðurnesjum Þorrablót Framsóknarfélögin í Kópavogi halda sitt árlega þorrablót laugardaginn 31. jan. í félagsheimilinu Kópavogi Fannborg 2. Húsið opnað kl. 19.00. Miðapantanir hjá Ingu sími 641714 Jóhönnu 41228 og Vilhjálmi 43466. Stjórnin. Þorrablót Akranesi Þorrablót verður haldið í Stillholti laugardaginn 24. jan. n.k. Húsið opnað kl. 19.00. Veislustjóri: ísólfur Gylfi Pálmason. Heiðursgestir: Vilhjálmur Hjálm- arsson fyrrverandi menntamálaráðherra og frú. Skemmtiatriði: Ásdís Kistmundsdóttir, söngkona. Miðasala í Framsóknarhúsinu kl. 17-19 fimmtu- daginn 22. jan. nk. Framsóknarfélögin Akranesi Athugið Þeir aðilar sem ætla sér að setja inn tilkynningar undir liðnum Flokksstarf, verða framvegis að skila þeim inn til blaðsins í sjðasta lagi á hádegi, daginn fyrir birtingu þeirra. llilllllllllllllllllllllll DAGBÓK Fimmtudagur 22. janúar 1987 Fundur um málefni aldraðra í Reykjavík Almennur félagsfundur Öldrunar- fræöafélags íslands veröur haldinn í kvöld, fimmtudag 22. jan kl. 20.30 í Hátúni 10B, 9. hæö. Á fundinn kemur Sigríður Jónsdóttir, félagsfræðingur hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og greinir frá rannsókn sem gerö hefur veriö á högum eldri borgara í Reykjavík. ' Um er að ræða grundvallarathugun til þess geröa, aö fá upplýsingar, sem nota megi síðan viö ákvaröanatöku um upp- byggingu þjónustu fyrir aldraöa í Reykja- vík. Þetta er kjöriö tækifæri fyrir þá sem vilja sem best fylgjast meö ástandi þessara mála. Gert er ráö fyrir rúmum tíma til fyrirspurna. íslenska málfræðifélagið heldurfund Fundur verður haldinn í dag á vegum lslenska málfræðifélagsins kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði. Rætt verður um samningu og útgáfu bókar um hugtök og heiti í málfræði, sem m.a. er ætluð framhaldsskólum og stúdentum í mál- fræðinámi. Svavar Sigmundsson dósent flytur inn- gangsorð, en Ágústa Þorbergsdóttir, rit- stjóri verksins, kynnir undirbúning að útgáfu. Fundurinn er öllum opinn, og mikil- vægt er að sem flestir komi og taki þátt í umræðum. Stjórnin Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík stend- ur fyrir félagsvist laugardaginn 24. janúar kl. 14.00 í Félagsheimilinu Skeifunni 17, III hæð. Allir velkomnir. Spilakvöld hjá SÍBS-deild í Reykjavík og Samtökum gegn asma og ofnæmi SÍBS-deildin í Reykjavík og Samtök gegn asma og ofnæmi standa fyrir spila- kvöldi í kvöld, fimmtud. 22. jan. kl. 20.30 að Hallveigarstöðum við Túngötu. Góð verðlaun. Kaffiveitingar. Allir velkomn- ir. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Náttúrufar á Costa Rica Mánudagskvöldið 26. janúar greinir Agnar Ingólfsson vistfræðingur í máli og myndum frá náttúrufari á Costa Rica og fjölbreyttu lífríki í regnskógum og þurr- um skógum, hátt til fjalla, sem og í leiruskógum sem vaxa við strendur landsins. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi háskólans og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Þorraferð og þorrablót Útivistar Ferðafélagið Útivist fer þorraferð og heldur þorrablót helgina 23.-25. jan. Gist verður í félagsheimilinu Brúarási. Örfá sæti laus. Ársrit 1986 er komið út. Sjáumst! Utivist. Gunnar Larsen ljósmyndari og tísku- kóngur Gunnar Larsen og frönsk tíska á Broadway: „Astríðueldur" heitir sýningin í ár (Fire of Desire) Veitingahúsið Broadway kynnir dag- ana 27. og 28. jan. (þriðjud. og mið- vikud.) Gunnar Larsen og Avantgarde tískusýningu hans. Tólf sýningarstúlkur - frá tíu þjóðlönd- um - kynna franska tísku á sérstæðan og skemmtilegan hátt og dansinn, tónlistin, ljósin og fatnaðurinn mynda eina heild. Sýningin er í 30 atriðum og tekur um klukkutíma. Tónlistin tekur yfir popp, rokk, lög frá 1930 til 1960 og einnig sígilda tónlist. Gunnar Larsen setur nýja sýningu á svið árlega, og í hvert sinn undir nýjum titli. Sýningin í ár heitir „Fire of Desire". Gunnar Larsen er ljósmyndari, ritstjóri og útgefandi stærsta og dýrasta tískutíma- rits heims, „Gunnar lnternational“. Hann og starfsfólk hans sækja árlega rúmlega 300 tískusýningar í París. Af þeim sýning- um velur hann á sýningu sína þann fatnað er hann telur bestan og mest spennandi. En sýning hans er meira en tískusýning - hún er leiksýning. Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari Anna Áslaug einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands 1 kvöld, fimmtud. 22. jan. verða átt- undu og síðustu áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands á fyrra misseri starfsársins. Á efnisskrá eru: Veisla köngulóarinnar eftir Albert Roussel, Pí- anókonsert í a-moll eftir Robert Schuman og Sjöunda sinfónía Ludwigs van Beet- hoven. Anna Áslaug Ragnarsdóttir pí- anóleikari er einleikari í Píanókonsert Schumanns. Gerald Deckert frá Austur- ríki er stjórnandi, en hann stjórnaði Vínartónleikunum á dögunum og er stjómandi í óperunni Aida eftir Verdi hjá íslensku óperunni. rru .VKrujuiiis i .-vjJemi. Grikklandsvinafélagið: Væringjar á dagskrá á fundi Grikklandsvinafélagið Hellas efnir til fundar fimmtud. 22. janúar kl. 20.30 á Hótel Esju (annarri hæð). Aðalefni fund- arins verður fyrirlestur dr. Jónasar Krist- jánssonar, forstjóra Stofnunar Árna Magnússonar um Væringja, sögu þeirra og hlutverk á glæsiskeiði gríska keisara- dæmisins í Miklagarði, sem oft er nefnt Austurrómverska ríkið. 1 sambandi við fyrirlesturinn verða lesin upp nokkur af víðkunnum Ijóðum Kavafis í þýðingu Þorsteins Þorsteinsson- ar. Loks verður sýnd stutt kynningar- mynd um Grikkland af myndbandi og rætt um fyrirhugaða menningarferð til helstu sögustaða Grikklands á sumri kom- anda í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Faranda. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um Grikkland og gríska menningu. Elfa Gísladóttir í hlutverki sínu. Svipmyndir frá sýningunni í fyrra, sem bar nafnið „Angcls Never Cry“ Sýningin „Fire of Desire" hefur fengið frábærar móttökur í borgum frá Berlín til Bangkok. Þetta er alþjóðleg sýning í hæsta gæðaflokki, sem endurspeglar hinn persónulega stíl hins viðurkennda Gunn- ars Larsen. Alþýðuleikhúsið: „Hin sterkari og Sú veikari11 - sýnt vegna áskorana Vegna fjölda áskorana verða tvær sýn- ingar á einþáttungunum „Hin sterkari og Sú veikari" eftir August Strindberg og Þorgeir Þorgeirsson í kjallara Hlaðvarp- ans að Vesturgötu 3, en sýning þessi fékk mjög góðar undirtektir í haust. Sýning- arnar vcrða í kvöld, fímmtud. 22. janúar kl. 20.30 og sunnudaginn 25. janúar kl. 17.00. Leikendur í einþáttungunum eru: Mar- grét Ákadóttir, Ánna Sigríður Einars- dóttir, Elfa Gísladóttir og Harald G. Haraldsson. Leikstjóri er Inga Bjarna- son, en lcikmynd og búninga gerði Vil- hjálmur Vilhjálmsson. Fyrir sýningar leikur Kolbeinn Bjarna- son einleik á þverflautu, barokkmúsík og verkið Kalais eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Veitingar verða á boðstólum. Upplýsing- ar um miðasölu kl. I 14.00-18.00 í síma 15185. GenQiKKkráninq 21. janúar 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar ..39,700 39,820 Sterlingspund ..60,146 60,327 Kanadadollar ..29,2290 29,317 Dönsk króna .. 5,6694 5,6865 Norskkróna .. 5,5598 5,4766 Sænsk króna .. 6,0311 6,0494 Finnskt mark .. 8,6155 8,6415 Franskur franki .. 6,4391 6,4585 Belgískur franki BEC .. 1,0349 1,0381 Svissneskur franki ..25,6253 25,7028 Hollensk gyllini ..19,0664 19,1240 Vestur-þýskt mark ..21,4908 21,5558 Itölsk líra .. 0,03023 0,03032 Austurrískur sch ,. 3,0566 3,0658 Portúg. escudo 0,2792 0,2800 Spánskur peseti .. 0,3059 0,3069 Japanskt yen .. 0,25813 0,25891 írskt pund .57,267 57,440 SDR þann 20.01 50^0265 50,1777 Evrópumynt „44.3350 44,4690 Belgískur fr. fin „ 1,0225 1,0256

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.