Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR1917 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. ISTUTTU MALI ¦ii KENNARAR á Austurlandi hafa sent forsætisráöherra bréf þar sem þeir fordæma „þvergirðingshátt" menntamálaráðuneytis í málefnum Sturlu Kristjánssonar og telja aö með aðgerðum sínum hafi menntamálaráð- herra hafnað því grundvallarsjónar- miði að jafnrétti skuli ríkja til náms. Þá telja kennarar að ríkisstjórnin öll sé ábyrg fyrir málinu og telja að f ramkoma .....Sverris Hermannssonar í máli þessu gefi tilefni til áleitinna efasemda um hæfni hans til að gegna ráðherra- embætti". LOÐNUVEIÐIN var dræm í gær og fyrrinótt, en sólarhringinn þar á undan tilkynntu 14 bátar um 8 þús. tonn. Að sögn Ástráðs Ingvarssonar eru miöin útaf Berufirði við svokallaðan „fót" sem er um 50-70 mílur undan landi. Kom i fram hjá Ástráði að loðnan hverfi oft þegar hún er svona djúpt og því verra við hana að eiga en ef hún ernær landi. í gær bárust svo fregnir af því að menn hefðu verið að finna torfur útaf Dalatanga og Sléttu. Heildarveioin frá upphafi vertíðar í haust er orðin 590 þús. tonn, þar af 38 þús. tonn frá áramótum. Þá var eftir að veiða um 370 þús. upp i heildarkvótann og sagði Ástráður að það færi aflt eftir tíoinni hvort tækist að fylla hann en veiðarnar standa fram í mars. FJÖLDI SLYSA yarð í Reykjavík seinnipartinn í gær. Á einum og hálfum klukkutíma voru sex mann- eskjur fluttar á slysadeild eftir þrjá mjög harða árekstra. Ekki var um lífshættuleg meiðsli að ræða í þessum slysum en til marks um hörku árekstr- anna má geta þessa að öll sex ökutæk- in sem voru í þessum árekstrum voru tekin með kranabíl af slysstað. Þá var ein kona flutt á slysadeild snemma í gærmorgun eftir að ekið var á hana á Suðurlandsbraut. STEFAN Valgeirsson hefur lýst því yfir að hann muni áfrýja úrskurði kjördæmissambands Framsóknar- flokksins í Norðurlandi eystra frá því í fyrrakvöld, sem veitti honum ekki heimild til að bjóða fram í nafni Fram- sóknarflokksins undir merkjum BB framboðs. FARMANNADEILAN emú komin í enn einn hnútinn, en upp úr viðræðum slitnaði í gærkvöld hjá sátta- semjara eftir að fundur hafði staðið frá því kl 14:00 í gærdag. Samningamenn vinnuveitenda lögðu fram nýjar tillögur á fundinum í gær en þessum tillögum var síðan hafnað af sjómönnum. Allt var á huldu með framhald þessarar langvinnu deilu og hefur nýr samninga- fundur ekki verið boðaður. SAMTÖKIN 78 hafa komið sér upp starfsmanni til þess að annast fræðslu og ráðgjöf fyrir homma og lesbíur. Starfsmaourinn, sem er ætlao að reka áróður fyrir og kynna hvernig þessir hópar geti lifað hættulausu kynlífi og forðast að smitast af eyðni, heitir Böðvar Björnsson. Einnig mun hann veita ráðgjöf smituðum og sjúk- um einstaklingum og fylgjast með andlegri líðan þeirra og hjálpa þeim að leita aðsoðar opinberra aðila. Jafn- framt hafa samtökin gefið út bækling undir nafninu „Hættulaust kynlíf" og er hann ætlaður samkynhneigðum karl- mönnum. KRUMMI „Ég vona að niður- skurðurinn verði í takt við tímann". LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1987 - 19. TBL 71. ÁRG. Niðurskurður hjá Ríkisútvarpinu. „Sumardagskrá" allt árið: Innlend dagskrárgerð verður skorin niður „UndarJeg framkvæmd á útvarpslögum," segir Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RUV Gert er ráð fyrir stórfelldum niðurskurði á fjárveitingum til Ríkisútvarpsins á þessu ári. Að- spurður sagði Hörður Vilhjálms- son fjármálastjóri RUV að það væri fyrirsjáanlegt að spara þyrfti mjög mikið í rekstri á árinu. Að jafnaði yrði um að ræða 8-10% samdrátt í rekstri, en það væri þó misjafnt á milli deilda. Ákveðið hefur verið að fréttastofur stofnun- arinnar haldi sem næst óbreyttum styrk, sem aftur kemur því Iharðar niður á rekstrarumsvifum annarra deilda. Harðast mun þessi samdráttur þó koma niður á framkvæmdum á vegum stofnunarinnar. Endurnýj- un tæknibúnaðar sjónvarps og hljóðvarps auk framkvæmda við dreifikerfi verða stórlega skertar. Þá munu byggingarframkvæmdir við nýja útvarpshúsið stöðvast inn- an skamms. Þó er gert ráð fyrir að starfsemin á Skúlagötunni flytjist þangað í febrúar eða mars en síðan verði framkvæmdum nánast hætt. Það er því allt óljóst um flutning sjónvarpsins, en miðað við þær áætlanir sem uppi voru hefði það átt að geta flutt um mitt næsta ár. Stofnuninni er ætlað að bera 103 millj. af eigin fé til að tekjur mæti gjöldum. Að sögn Harðar verður erfitt að ná þessu markmiði, en allt verði þó gert til þess að það takist. Innlend dagskrárgerð mun að öllum líkindum minnka og dagskrá sjónvarpsins verða svipuð og verið hefur á sumrin. Hvað tekjuöflun á árinu varðar þá gera menn ráð fyrir talsvert minni auglýsingatekjum og er það byggt á reynslu undanfarinna ára, að viðbættri aukinni samkeppni. Annar tekjuliður, aðflutnings- gjöld af sjónvarps og hljóðvarps- tækjum, var fyrirvaralaust tekinn af stofnuninni og gerði upphafleg tillaga meira að segja ráð fyrir því að sviptingin skyldi vera afturvirk um eitt ár. Það varð þó að sam- komulagi að hún gilti frá síðustu áramótum. Kom fram hjá Herði að þessi tekjustofn hafi gefið 12- 13% af heildartekjum. Útvarpsmenn eru ekki allskostar sáttir við þennan niðurskurð og sagði Hörður þetta heldur „undar- lega framkvæmd á útvarpslögum". „f allri umræðu um lögin tóku fulltrúar allra flokka undir það að Ríkisútvarpið ætti að halda fullum mætti sínum í samkeppninni, en síðan er það sett í vissan vanda strax í upphafi þessarar sam- keppni." RR Það sést greinilega á myndinni hvernig nef- hjól vélarinnar snýr til hægri. Þegar vélin lenti féll það í miðjustöðu aftur og allt reyndist fara vel. Á innfeildu myndunum sést hluti viðbúnaðarins. Á myndinni til vinstri sést hvar Arnþór Ingólfs- son yfirlögregluþjónn er í talstöðinni en hann stjómaði aðgerðum á jörðu niðri. Magnús Einarsson fylgist með fránum augum. '".-¦;'. Tímamvndir Sverrir Gífurlegur viðbúnaður vegna Árfara: NEFHJÓLID OLLIHRÆÐSLU EN LENDINGIN TÓKST VEL Hætt við lendingu í Reykjavík og farið til Keflavíkur Gífurlegur viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli í gær laust fyrir hádegi eftir að flugstjóri TF-FLO, Arfara, hafði tilkynnt um að eitthvað væri athugavert við nefhjól vélarinnar. Grænt Ijós í mælaborði kviknaði ekki og hjólið fór ekki að fullu upp í hjólahús vélarinnar. Flugstjóri Arfara tilkynnti þetta til flug- stjórnar og jafnframt að hann hygðist snúa af áætlun til ísafjarð- ar og lenda á Reykjavíkurflug- velli. Slökkvilið var kallað út og sérstök læknavakt af Borgarspí- tala. Lögreglan mætti og var í fararbroddi Arnþór Ingólfsson yfirlögregluþjónn. í samráði við flugvirkja ákvað flugstjórinn að halda til Keflavík- ur og freista þess að lenda þar þrátt fyrir að nefhjól vísaði aðeins til hægri. Flogið var lágflug yfir Reykjavíkurflugvöll og fylgdust flugvirkjar með nefhjólinu. Ákveðið var að fara til Keflavík- ur eftir að menn höfðu séð nef- hjólið. Þar var mikill viðbúnaður og öryggisbúnaður betri að sögn Jóns Óttars Ólafsson deildar- stjóra Flugleiða. Vélin lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli klukkan 11:27 og var þá búin að vera á lofti frá því klukkan 10:10. 49 manns voru um borð í vélinni, með áhöfn og sýndu allir mestu stillingu. Árfari fór aftur í áætlunarflug síðdegis eftir að flugvirkjar höfðu kannað nefhjól- ið og flugvélina. - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.