Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 24. janúar 1987 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: Davíð vildi ráð- hússjóð f rekar en öldrunarsjóð Telur 60 milljónum betur variö í ráðhús en byggingu leiguíbúða aldraðra Davíð Oddsson borgarstjóri og meirihlutinn í borgarstjórn vildu ráðhússjóð frekar en öldrunarsjóð við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í fyrrinótt. Minnihlutinn stóð að tillögu um að stofnaður yrði sérstakur öldrun- arsjóður og til hans varið þeirri upphæð, sem í frumvarpi meirihlut- ans var ráðgert að veita í ráðhússjóð, samtals 60 milljónum króna. Minnihlutinn geröi ráð fyrir því að sjóðurinn yrði nýttur til þess að fjármagna byggingu vistheimilis og/ eða þjónustuíbúða til útleigu á veg- um borgarinnar. Með stofnun sjóðs- ins yrði hluti af tekjuaukningu á árinu 1987 varið til að fjármagna fjárfrekar en óhjákvæmilegar félags- legar framkvæmdir á næstu árum. Davíð Oddsson fylgdi frávísunar- tillögu sjálfstæðismanna úr hlaði. I umræðum um málið sagðist hann telja þá hugmynd að stofna sérstak- an sjóð, -öldrunarsjóð-, án þess að greina frá fyrírkomulagi um stjórn eða starfsemi, nema að fjármagna eigi mcð honum byrjunarfram- kvæmdir við eina byggingu fyrir vistheimili eða þjónustuíbúðir, vera allscndis óábyrga. Ingibjörg Sólrún benti á að for- sendurnar væru nákvæmlega þær sömu og gert væri ráð fyrir í stofnun ráðhússjóðs. Mcirihlutinn samþykkti frávísun- artillögu sjálfstæðismanna gegn at- kvæðum minnihlutans. Tillaga sjálf- Borgarstjóri í ræðustól á borgar- Stjórnarfundi Tímamynd: Sverrir stæðismanna um ráðhússjóð var síð- an samþykkt af meirihlutanum. - HM Dagvistun bama í Reykjavík: 1200 börn á biðlista, 17 ný plássáárinu - sagði Kristín Ólafsdóttir í borgarstjórn „Það eru 1200 börn á biðlista eftirdagvistunarplássi í Reykjavík. Fyrir þann hóp ætlar meirihlutinn að opna 17 ný pláss á árinu 1987," sagði Kristín Olafsdóttir í umræð- um um fjárhagsáætlun í borgar- stjórn, þegar hún fylgdi tillögum minnihlutans um aukin framlög til dagvistarmála úr hlaði. „Fólki er gert erfiðara að lifa mannsæmandi lífi en nauðsyn er hér í borginni. Tillögur okkar í minnihlutanum eru ætlaðar til að breyta því. Tillögurnar eru góðar og marktækar og gera glundroða- kenningu Sjálfstæðisflokksins hlægilega. Viðþettaerborgarstjór- inn og meirihlutinn hræddur," sagði Kristín einnig í ræðu sinni. „í dag eru aðeins til dagvistun- arpláss fyrir 14% barna og skóla- dagheimilispláss aðeins fyrir 5% 6-9 ára barna. í ár á að veita 48 milljónum króna í dagvistun barna, sem er sama tala og fyrir árið 1986. Því eru orð borgarstjóra þegar hann segir að framlög til stofnkostnaðar dagvistarstofnana hækki um tæp 50%, hlægileg." - HM Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: Hljóðar upp á 5,5 m illjarða - rúmir 4 milljarðar í rekstrargjöld en.1,5 milljarðar í eignabreytingar Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar sem samþykkt var í borgarstjórn í fyrrinótt hljóðar upp á rúma 5,-5 milljarða króna. Þar af er gert ráð fyrir að rúmir 4 milljarðar fari í rekstrargjöld, en um 1,5 milljarður í eignabreytingar. 1 fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir rúmum 700 milljónum til gatnagerð- ar og um 600 milljónum í fræðslum- ál. í heilbrigðismál fara rúmlega 330 milljónir, þar af 126 milljónir í tannlækningar í skólum sem er lang- hæsti einstaki rekstrarliður heil- brigðismála. í stjórn borgarinnar fara um 250 milljónir króna. Eins og áður segir munu 1,5 milljarðar króna fara í eignabreyt- ingar, en það er svipuð upphæð og fer til allra félagsmála. Hæsti eign- abreytingaliðurinn er liðurinn ýmsar fasteignir sem hljóðar upp á tæpar 250 milljónir. Borgarleikhús fær 130 milljónir og framlag til stofnana í þágu aldraðra er 118 milljónir. í skólabyggingar eru áætlaðar 110 milljónir á næsta ári, í ráðhússjóð til seinni nota 60 miljónir. Pá má geta þess að 20 milljónir eru ætlaðar til kaupa á leiguíbúðum. -HM -fael Kanínukögglar Fóðursam- setning Maís Bygg Hafrar Fiskimjöl Grasmjöl Hveitiklíö Sykur Sojamjöl Fita 5,5 18,63 18,0 8,0 35,0 5,0 2,0 4,45 1,70 I hvert kg er bætt Vítamín A Vítamin D3 Vítamín E Vítamín K Vítamín B2 Vítamín B12 Colin Nicotin Pantoten Kalk 1,37 Salt 0,10 Vítamín 0,25 100,0 10000 AE 1000 AE 20,0 mg 1,0 mg 2,0 mg 4,0 mcg 250,0 mg 15,0 mg 8,0 mg Fóðurgildi íkg Fóðureiningar 0,88 Hráprótein 16,0 % Kalsíum 12,0 g Fosfor 6,0 g Natríum 2,0 g Lysin 7,0 g Metionin 3,0 g Auk þess snefilefnin kopar, mangan, járn, selen, joð og zink. Notkun: Heilfóður fyrir ullarkanínur. Kögglastærð: 3 mm. Framleidandi FÓÐURBIANDAN HF. KORNGARÐ112 S(9D687766 SUNDAHÖFN FORYSTA IFOÐURBLONDUN | tt VELJUM ÍSLENSKT 40 kg róðureftirlit rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hefur eftirlit með þessari fóðurblóndu Verð pr. tonn sekkjað kr. 12.900,- Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar: Samheldinn minni- hluti kaf- sigldur í fyrrinótt Áhersla á málefni aldraðra, dagvistarmál og húsnæðismál átti ekki upp á pallborð meirihlutans Samheldnir fulltrúar minnihluta- flokkanna í borgarstjórn voru kaf- sigldir af meirihluta sjálfstæðis- manna við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar Reykjavíkurborgar í fyrrinótt. Minnihlutinn hafði sameinast um ýtarlegar breytingartillögur á fjár- hagsáætlun, þar sem sérstök áhersla var lögð á málefni aldraðra, dagvist- armál og húsnæðismál. Tillögur þessar áttu ekki upp á pallborðið hjá meirihlutanum, sem samþykkti aðeins eina tillögu minnihlutans, 30.000 króna framlag vegna íþróttaiðkana aldraða. Pá var tillaga um að hús yrði keypt til að reka dagþjónustu fyrir aldraða í einhverju af eldri hverfum borgar- innar vísað til borgarráðs og tillögu um að sérstakt átak skuli gert til að ráða bót á ástandinu á Miklubraut við Rauðagerði og á gatnamótum Sogavegar og Réttarholtsvegar var vísað til umferðarnefndar. Hins vegar var ályktunartillaga Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfull- trúa Framsóknarflokksins, um að verja 20 milljónum króna í sérstakan sjóð til að auðvelda foreldrum ungra barna að vera heima hjá þeim fyrstu æviárin, vísað til stjórnar dagvistar barna. Bjarni P. Magnússon borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins fékk ein- nig tillögu sinni um að Bylgjan, Stöð 2 og Helgarpósturinn njóti undan- þágu vegna aðstöðugjalda vísað til borgarráðs. Sú varð einnig raunin með tillögu Alþýðubandalags er varðaði minnkun tckna hitaveitu. Allar aðrar tillögur minnihlutaflokk- anna, nær 80 að tölu voru felldar eða þeim vísað frá. -HM m FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Óskar að ráöa sjúkraþjálfara til starfa. Upplýsing- ar veitir Ankie Postma, sjúkraþjálfari í síma 96-22100. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Ankie Postma, fyrir 1. mars nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.