Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Enn ein útgáfa af lífi kvennabósans CASANOVA þessu farartæki er ekki hægt að ferðast nema að samvinnan sé i lagi, ef svo er ekki, - hvar ienda þessir þrír heiðursmenn þá? Þeir smíðuðu sjáifir þetta stóra og skrýtna hjól fyrir þrjá og svo verða þeir að koma sér saman um hver eigi að stýra og hversu hratt skuli fara og æfa sig í að bremsa samtaka. • Þeir eru góðir kunningjar og þess vegna ætla þeir að hætta á að halda í sumarfri saman á hjólinu sínu, og vonandi verða þeir sammála um leiðina, svo þeir rembist ekki við að hjóla sinn i hvora áttina. Þarna verður samvinnan að vera í fyrirrúmi. NÝLEG A var unnið að upp- töku kvikmyndar um hinn fræga ítalska ævintýra- mann Giovanni Jacopo Casanova (1725-1798), sem víð- frægur er af rituðum endur- minningum sínum. Myndin var tekin á Spáni og þangað kom leikarinn Richard Chamberlain, því hann varfenginn til að leika kvennagullið. „Það er verið að segja við mig að ég sé dæmigerður Casanova, og hafi þess vegna verið fenginn í hlutverkið", sagði Chamberlain á blaðamannafundi við komuna til Spánar. Hann bætti því við, að reyndar hefði hann átt í mörgum ástarævintýrum og þeim mörgum dásamlegum, en hann hefði aldrei bundist einni konu og því ckki gifst, „en ég er ekki líkur honum eins og hann kemur fyrir í sög- unni",ítrekaði hann. Hann sagði, að þá mætti alveg eins segjaað hann væri dæmigerður Bricassart kardináli, sem sjónvarpsáhorfend- ur muna eftir úr „Þyrnifuglunum." Það passar auðvitað ekki heldur", sagði leikarinn. Richard Chamberlain er um fimmtugt en lítur út fyrir að vera a.m.k. 10 árum yngri. Hann bregð- ur sér í gervi kvennabósans Casa- nova og virðist kunna vel við sig í hlutverkinu. Upp úr árunum 1960 var Chamberlain þekktastur sem Kildare læknir, en hann lék í mörgum myndum, sem snerust um þá vinsælu persónu. Leikarinn sagði í viðtalinu, að hann væri orðinn svolítið þreyttur á þessum stöðugu ferðalögum sem fylgdu kvikmyndaleik víða um heim,- og kannski er það þessu flakki að kenna að ég hef ekki getað haldið „föstu sambandi" við eina konu, sagði hann. Annars sagðist hann ánægður með lífið. Hann ætti marga vini og félli yfir- leitt vel sín vinna. Richard sagði, að sér líkaði vel að vera í London, en þar stundaði hann mikið leikhúsin og þar hafi hann kynnst Shakespearesýningum. I aðalkvenhlutverki í myndinni um Casanova er ítalska leikkonan Ornella Muti. Þegar hún kom til Spánar var mikið skrifað um hana. Hún kom með ógnarlega míkinn farangur og tvær dætur sínar með sér, Naike sem er 10 ára og Carol- ina 2ja. Ornella ætlaði þó aðeins að dveljast í 10 daga á Spáni meðan væri lokið við að taka upp atriðin sem hún á að koma fram í. Hún sagðist mjög hrifin af því að leika á móti Richard Chamberlain og þetta yrði áreiðanlega spenn- andi mynd. Blaðamenn og ljósmyndarar lögðu áherslu á að hin 29 ára gamla leikkona hefði aldrei verið jafn fögur og nú, en hún sjálf hló að þessu og sagði: "Ég er nú engin stelpa lengur!" Ornella hefur unnið á ítalíu, Sviss og Los Angeles, en hún segir: „Ég kýs helst að eiga heima sem næst fjólskyldu minni, hitta hana oft og borða spaghetti." Síðustu 8 árin hefur Ornella og sambýlis- maður hennar og umboðsmaður, lögfræðingurinn Frederico Fachin- etti og dætur þeirra búið í Los Angeles, en nú ætla þau að flytja til Sviss. „Gott upp á skattana, og sttitt til ítalíu!". Laugardagur 24. janúar 1987 SVEITARSTJÓRNARMÁL Enn um fjórð- ungsþing Norðlendinga Áður en litið er á hinar ýmsu fundargerðir sveitarstjórna sem safnast hafa fyrir um og upp úr áramótunum, þá munu birtast þær samþykktir sem fjórðungsmála- og allsherjarnefnd lagði fyrir fjórð- ungsþing Norðlendinga. Eftir það verður sagt skilið við þetta merka þing. Átakí samgöngumálum Fjórðungsþing Norðlendinga hvetur til þess að hagstætt verðlag á olíuvörum á heimsmarkaði verði nýtt til að auka framlög til vegagerð- ar í landinu, einkum til lagningar bundins slitlags, þannig að þessara áhrifa gæti til frambúðar, með bættu vegakerfi. Stórauka verður framlag ríkisins til hafnarframkvæmda. Niðurskurð- ur fjármagns til þeirra undanfarin ár hefur orsakað mikinn samdrátt f ram- kvæmda og nauðsynlegs viðhalds og stefnir afkomu margra byggðar- laga sem byggja tilveru sína á sjávarfangi, í verulega hættu. Hér er ekki um sparnað að ræða, heldur frestun vanda sem eykst með hverju ári og verður ekki unað lengur. Gera verður átak í uppbyggingu flugvalla og öryggisbúnaðar þeirra og væntir þingið þess að séð verði fyrir sérstöku fjármagni til þessa verkefnis, sem miðist við fullbúna áætlunarflugvelli, svo að þeir stand- ist öryggiskröfur og að þeir verði lagðir bundnu slitlagi. Stjórnsýslustöðvar Fjórðungsþingið felur fjórðungs- stjórn að knýja á um að gerðar verði sérstakar ráðstafanir af hálfu hins opinberatiluppbyggingarstjórnsýsl- umiðstöðva á landsbyggðinni. Millistjómstig Fjórðungsþingið telur brýnt að sett verði löggjöf um millistjórn- sýslustig sem sæki vald sitt til kjós- enda í beinum kosningum. Þetta stjómsýslustig fái sjálfstæða tekju- stofna og hafi umsjón með þorra þeirra verkefna sem nú eru í hönd- um ríkisvaldsins og eðlilegt er að fela lýðræðiskjörinni heimastjórn. Fræðsla sveitar- stjórnarmanna Fjórðungsþingið styður hugmynd Sambands íslenskra sveitarfélaga um að komið verði á námskeiðum fyrir framkvæmdastjóra sveitarfé- laga og sveitarstjórnarmenn í sam- vinnu við landshlutasamtökin. Endurskoðun skipulagslaga Fjórðungsþingið leggur til að frumvarp til skipulagslaga sem sent hefur verið fjórðungsstjórn til um- sagnar, verði breytt I veigamiklum atriðum. (því sambandi bendir þing- ið á fyrri samþykktir um að Skipulag ríkisins stofni til útibúa, eða kostaðir séu sérstakir skipulagsráðgjafar i tengslum við landshlutasamtökin, sem starfi jöfnum höndum fyrir Skipulag ríkisins og einstök sveitar- félög. Fjórðungsþing Norðlendinga telur nauðsynlegt að álagningarstigar tekjustofna sveitarfélaga séu lög- bundnir. Þingið styður hugmyndir um að að hækka hlutdeild aukafram- lags í tekjum Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Bendir þingið á nauðsyn þess að ( lögunum séu viðmiðunarákvæði um nýtingu allra tekjustofna sveitar- félaga þegar aukaframlag er ákveð- ið. Fjórðungsþingið telur eðlilegast að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafi sjálfstæðan tekjustofn, sem inn- heimtur sé í tengslum við tekju- stofna ríkisins, en verði ekki háður skattastefnu ríkisins á hverjum tíma, sem hluti skatttekna ríkisins. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.