Tíminn - 24.01.1987, Side 5

Tíminn - 24.01.1987, Side 5
Laugardagur 24. janúar 1987 Tíminn 5 Sjómannslaun hjá 60 útgerðarfélögum yfir milljón 1985: Hæstu tekjur sjómanna þreföld flugmannslaun Ætla má að sumir þeirra sjó- manna, sem háð hafa harða verk- fallsbaráttu fyrir bættum kjörum að undanförnu komi til með að hafa eitthvað á 4. milljón króna í tekjur á þessu ári og fjölmargir 1,5 til 2ja milljóna króna tekjur, sé miðað þau laun sem útgerðarfyrirtæki hafa greitt sjómönnum sínum árið 1985, samkvæmt upplýsingum í Frjálsri verslun. í lista yfir þau 100 fyrirtæki sem liæst meðallaun grciddu á ársverk 1985 eru þau 60 fyrirtæki sem greiddu einstökum starfshópum yfir 1 millj. króna að meðaltali nær eingöngu útgerðarfyrirtæki. Efst á listanum er Rækjustöðin á Isafirði, sem greiddi 2.468 þús. krón- ur að meðaltali á 13 ársverk sjó- manna. Þess má geta að þarna er um nær þrisvar sinnum hærri upphæð að ræða en Flugleiðir hf. greiddi að meðaltali fyrir 380 ársverk flug- manna, sem var 854 þús. krónur - um fjórfalt hærri upphæð en algeng- ast var að útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækin greiddu að meðaltali á ársverk fyrir vinnu í landinu og um sex sinnum hærri upphæð en kaup- félögin greiddu sínu starfsfólki að meðaltali. Alls sex fyrirtæki voru með yfir 2ja milljóna króna tekjur fyrir unnið ársverk og um 14 til viðbótar mcð 1,5 til 2 milljónir. Yfirgnæfandi meirihluti útgerðarfyrirtækja greiddi yfir eina milljón króna á unnið ársverk sjómanna þetta ár. Tekið skal fram, að í framangreindum tölum er allsstaðar miðað við heils árs störf samkvæmt slysatryggðum vinnuvikum, þannig að meðalfjölda starfsmanna er deilt í heildarlauna- greiðslur. Tveir sjómenn sem aðeins ynnu hálft árið hvor skiluðu því t.d. aðeins einu ársvcrki, en það á líka við um þær tölur sem nefndar voru til viðmiðunar. Þau fyrirtæki sem skipa efstu sæti listans eru: Rækjustöðin, Hrönn hf. ísafirði, Ingimundur Ingimundar- son, Samherji hf. Akurcyri. Gunn- vör hf. ísafirði, Magnús Gamalíels- son hf., Hilmir sf. Fáskrúðsfirði, Torfnes hf. ísafirði, Hóhpadrangur hf., Fáfnir hf. Þingeyri, Skagstrend- ingur hf., Álftfirðingur hf. (Bessi) Súðavík, Norðurtangi hf. ísafirði, Baldur hf. (Dagrún) Bolungarvík, Eldborghf. Hafnarfirði, Hólmaborg hf., Siglfirðingur hf., Þróttur hf. Grindavík, Súlur hf. Akureyri og Faxi hf. Keflavík. Öll þessi fyrirtæki greiddu yfir 1,5 milljónir króna á unnið ársverk 1985, og í lang flestum tilfelíum tekið fram að um sjómenn sé að ræða. -HEl Laxdalshús opnar á ný Nýverið undirritaði bæjarstjóri Akureyrar fyrir hönd bæjarsjóðs samning við Örn Inga Gíslason -um 4caup á innréttingum og tækj- um í Laxdalshúsi. Örn lngi mun eins og undanfarin ár verða með veitingarekstur í Laxdalshúsi, en nú sem leigutaki hjá bænum. I samtali við Örn Inga kont fram að Laxdalshús er eitt af elstu húsum á Akureyri, byggt árið 1795 og friðað samkvæmt B- tlokki húsfriðunarlaga. Húsið mun í vetur aðallcga verða opið um helgar en þó geta einstakling- ar og hóþar fcngið húsið til um- ráða undir fundi eða veislur. Einnig mun Laxdalshúsið vcrða opið alntenningi til skoðunarx>g í tengslum við það boðið upp á einhvers konar menningu. „í því santbandi mætti hugsa sér rnynd- listasýningar, tónlistarflutning, Ijóða- og húslestra, því ég mun einbeita mér að því að hafa á boðstólum efni scm hæfir eðli hússins, en ekki eingöngu greiða- sölu,“ sagði Örn Ingi Gislason. -HÍA Tímanum er ekki kunnugt um hvort þessar ungu konur eru einstæðar mæður eða ekki, en hlutfail einstæðra foreldra fer sifellt hækkandi á íslandi. Vinstrisósíalistar: Framboð vinstra megin við Alþýðubandalagið Laxdalshús á Akureyri Skýrslur Tryggingastofnunar: Einstæðum foreldrum fjölgaði um 14% væntanlega boöiö fram í Reykjavík og Reykjanesi, segir Ragnar Stefánsson - á aðeins tveimur Stöðugt stærra hlutfall íslenskra barna býr með einstæðu foreldri sínu. samkvæmt skýrslum Trygg- ingastofnunar ríkisins. Á aðeins tveim árum, 1983-85, fjölgaði ein- stæðum foreldrum í kringum 730 og börnum þeirra um tæplega 1 þúsund, á sama tfma og fjöldi annarra barna- fjölskyldna stóð í stað og börnum í þeim fjölskyldum fækkaði í kringum 1 þúsund. Einstæðum foreldrum sem fengu mæðra/feðralaun og börnum þeirra fjölgaði í kringum 14% þessi tvö ár þótt heildarfjöldi barna í landinu stæði í stað. í skýrslum T. R. kemur fram að meðlag eða barnalífeyrir var greiddur með um 13.770 börnum í árslok 1985, eða um 18,4% af þeim rúmlega 75 þús. börnum og ungling- um í landinu sem þá voru 17 ára eða yngri. Þar af voru börn foreldra sem einnig fengu greidd mæðra/feðra- laun um 8.150, sem var 960 fleiri en tveim árum áður. Börnum foreldra sem fengu greitt meðlag en ckki mæðra/feðralaun hafi á hinn bóginn fækkað nokkuð, sem gæti bent til þess að þeim einstæðu foreldrum árum, 1983-1985 sem tækju upp sambúð með öðrum en hinu foreldrinu færi hlutfallslega fækkandi. Einstæðir foreldrar sem fengu mæðra/feðralaun voru orðnir um 5.900 í árslok 1985. Þess má geta að Þjóðskráin taldi þá rúmlega 800 fleiri á sama tíma og sömuleiðis börn þeirra. Samkvæmt Þjóðskránni voru aðrar barnafjölskyldur í landinu þá um 30.550 og hafði fækkað um 200 á tveim næstliðnum árum. Hjónum með börn hafði þó fækkað þrefalt meira en sambúðarfólki hins vegar fjölgað. „Ógift hjón“ eða einstæðir foreldrar eru fyrirvinnur nær þriðj- ungs allra barnafjölskyldna í land- inu. Það hlutfall er þó mun hærra í Reykjavík þarsem einstæðir foreldr- ar eru forsvarsmcnn nærri því fjórðu hverrar barnafjölskyldu en gift fólk aðeins 65% barnafjölskyldna. Scm dæmi um þróunina má nefna að fjölskyldur með börn voru um 1.730 fleiri 1985 heldur en 6 árum áður. Þar af hafði fjölskyldum hjóna eða sambúöarfólks fjölgað um 400 en fjölskyldum einstæðra foreldra um 1.330. -HEI Vinstrisósíalistar boða til opins l'undar nk. laugardag kl. 13.00 á Hótel Borg, undir yfirskriftinni: Er þörf á framboði vinstra megin við Alþýðubandalagið ? Veröur þar rætt um málcfnalegan og starfslegan grundvöll fyrir framboði til Alþingis og teknar ákvarðanir um hvert fram- haldið verður. NYJUNG I B0RGARFIRÐI - sjálfsviðgerðarþjónusta Frá Magnúsi Magnússyni, fréttaritara Tímans, Borgarfirði Um sl. áramót jók Hjólbarða- þjónusta Kristjáns starfsemi sína. Fyrirtæki þetta hefur nú starfað í tæp 2 ár. Nú hefur Hjólbarðaþjón- ustan tekið á leigu 280 m2 iðnaðar- húsnæði í iðngörðum Reykholts- dalshrepps, við Reykholt. Fyrirtækið sérhæfir sig í réttingum og sprautun á bifreiðum, en athygl- isverðasta nýjungin, á borgfirska vísu, er svokölluð sjálfsviðgerða- þjónusta, þar sem eigendur geta komið inn með bifreiðar sínar og gert við sjálfir. Á þetta við um styttri inniveru svo sem bón, þvott, olíu- skipti, svo og stærri viðgerðir, t.d. ef menn hyggjast láta sprauta bíla sína, en undirvinna þá sjálfir. Upp- setning nýs sprautuklefa er nú lokið hjá fyrirtækinu. Viðskiptavinimir geta einnig fengið leigð verkfæri, svo og keypt vinnu, ef þeir óska. Umboð fyrir Suzuki mótor- og fjór- hjól er einnig hjá hjólbarðaþjónustu Kristjáns, en notkun fjórhjóla fer nú ört vaxandi meðal bænda og einstaklinga, hér í héraði. „Þingmaður samtakanna á að styðja baráttu verkalýðsstéttarinnar fyrir stórhækkun launa og fyrir bar- áttu hennar fyrir lífvænlegum laun- um fyrir dagvinnu," sagði Ragnar Stefánsson, jarðskálftafræðingur scm er félagi í Vinstrisósíalistum í samtali við Tt'mann. Aðspurður hvort þeir tækju þá ekki undir aðvaranir annarra verka- lýðsleiðtoga um að há laun verka- lýðsins leiöi til aukinnar verðbólgu ,sagði Ragnar að samtökin lcgðu meira upp úr afkomu alþýðuheimil- anna en tölum um verðbólgu. „í öðru lagi er endurnýjun á Alþingi og baráttan gegn bandaríska hernum og í þriðja lagi mætti nefna áherslu á aukið vægi félagslegra þátta. Þá á ég við örorkubætur, heilsugæslu o.s.frv. Þetta eru þau megin verkefni sem þingmaður sam- takanna mundi hafa. Og auðvitað samstarf við þá hópa og samtök úti í þjóðfélaginu, seni berjast fyrir sömu markmiðum. Enn cr ekki farið að ræða um væntanlega fulltrúa samtakanna í þingkosningum, en þar er af nógu að taka. Persónulega teldi ég Birnu Þórðardóttur t.d. mjög frambærileg- an þingmann hér í Reykjavík, en auk Reykjavíkur verður sennilega boðið fram á Reykjanesi. En á- kvörðun um hvort og livar verður boðið fram, veröur sem sagt tekin á fundinum á laugardaginn," sagði Ragnar Stefánsson. -phh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.