Tíminn - 24.01.1987, Qupperneq 6

Tíminn - 24.01.1987, Qupperneq 6
6 Tíminn FRETTAYFIRLIT BEIRUT — Byssumenn tóku tvo Vestur-Þjóöverja í gíslingu I gær að því er haft var eftir heimildum í Líbanon. Alls hef- ur því fjórum vestur-þýskum ríkisborgurum veriö rænt síð- an lögreglan í Frankfurt hand- tók Líbana, sem arunaður er um að hafa átt aðild að flug- vélaráni, í síðustu viku. PARIS — Vestrænar þjóðir sem hafa lánaö Filippseyja- stjórn fé samþykktu að skipu- leggja endurgreiðslur af 870 milljón dollara lánum til Filipps- eyjastjórnar á nýjan leik og virtist sem ráðamenn þessara þjóða væru með þessu að sýna stuðning sinn við ríkis- stjórn Corazonar Aquino á Fil- iþpseyjum. BAHREIN — íranstjórn neit- aði að verða við friðartilboði írakstjórnar og her hennar skaut flugskeytum á borgirnar Baghdad og Basra. Yfirvöld í Irak hótuðu miklum hefndarað- gerðum fyrir flugskeytaárásirn- ar. Báðir aðilar tilkynntu um átök á vígstöðvunum. WASHINGTON - Ný skoðanakönnun sem gerð var í Bandaríkjunum sýnir að meirihluti landsmanna er á þvi að Reagan Bandaríkjaforseti segi ekki sannleikann í sam- bandi við vopnasölumálið. Nú eru aðeins tæp tvö ár í næstu forsetakosningar í landinu. KUWAIT — Stjórnin í Kuwait reytiir nú að miöla málum í deilu Chadstjórnar og Líbýu- stjórnar og vonast til að geta bundið enda á bardaga í norðurhluta Chad. PEKING — Samkvæmt kín- verskum heimildum mun Hú Yaobang, sem sagði af sér stöðu sem flokksformaður í síðustu viku, verða gerður að yfirmanni ráðgjafaráðs og á þetta að vera andlitslyfting fyrir NÝJA DELHI — Sendiherra Afganistans í Indlandi sagði kommúnistaflokk lands síns munu afsala sér völdum færi svo að hann tapaði í kosning- um. Sendiherrann vildi hins- vegar ekki segja til um hvenær búast mætti við kosningum í landinu. GENF — Undirbúningur undir lokahrinu GATT viðræðnanna um frjálsari viðskipti og þjón- ustu þjóða í milli hófust í Genf í gær. Illlllllllllllllllliilllllll ÚTLÖND Laugardagur 24. ianúar 1987 Grikkland: Papandreou vill vera áfram Aþena - Reuler Andreas Papandreou forsætisráð- herra sósíalistastjórnarinnar á Grikklandi sagði í gær að hann vildi halda landi sínu innan Atlantshafs- bandalagsins (NATO) til að koma í vegfyrir að stríð brytist út við Tyrki. Papandreou hafði þetta á orði er umræður um utanríkismál fóru fram í gríska þinginu í gær. Hann tók þó fram að nýtt samkomulag yrði að gera við Bandaríkjastjórn um fram- tíð bandarískra herstöðva í landinu. „Við erum ekki á leiðinni úr NATO eins og er vegna öryggis- ástæðna og vegna þess að hversu fáránlegt sem það hljóðar að tvær NATO þjóðir geti lent í átökum, geta slík átök verið áhjákvæmileg ef við segjum okkur úr bandalaginu“, INATO sagði forsætisráðherrann. Ríkisstjórn Papandreou er nokk- uð sér á báti miðað við aðrar NATO þjóðir þar sem hún álítur að mesta hernaðarógnunin komi frá Tyrk- landi en ekki frá ríkjum Varsjár- bandalagsins. Stjórnvöld í Grikklandi og Tyrk- landi hafa lengi eldað grátt silfur saman og má nefna deiluna um Kýpur. Tyrkir réðust á eyna árið 1974 til hjálpar tyrkneska minni- hlutanum þar og hafa enn hermenn á eynni. Yfirlýsing Papandreou í gær þykir vera enn ein sönnunin fyrir því að andstaða hans gegn verunni í NATO og gegn bandarískum herstöðvum fari minnkandi. Andreas Panandreou forsætisráðherra Grikklands: Farinn að blíðkast í afstöðunni til NATO Kosningar í Vestur-Þýskalandi um helgina: KOHL SIGURVISS Bonn - Keutcr Helmut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands var fullur sjálfstrausts í gær þegar hinni formlegu kosninga- baráttu lauk og virtist bjartsýni hans óhagganleg þrátt fyrir fréttir frá Beirút í Líbanon um að fleiri Vestur- Þjóðverj ar hefðu verið teknir gíslar. Samkvæmt skoðanakönnunum mun samsteypustjórn Kohls vinna öruggan sigur í kosningunum á morgun og lét Kohl hafa eftir sér í gær að stjórnarandstaðan hefði ekki getað komið fram með stefnu er gæti ógnað sigri sínum og ríkisstjórnar sinnar. Flokkur Kohls, kristilegir dem- ókratar (CDU), er langöflugasti að- ilinn í þriggja flokka stjórnarsam- starfi hægri- og miðflokka. Kosningabaráttan í Vestur- Þýskalandi hefur annars þótt vera daufleg með afbrigðum þótt fréttir af gíslatöku vestur-þýskra borgara í Beirút, í hefndarskyni við handtöku á Líbana í Frankfurt, hafi aðeins sett svip sinn á hana undanfarna daga. Ekki er þó álitið að gíslatökurnar muni hafa áhrif á útkomu kosning- anna. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem birtar voru í gær munu flokkarnir í samsteypustjórn i Kohls, kristilegir demókratar, syst-' urflokkur hans í Bæjaralandi undir j stjórn Frans Jósef Strauss og frjálsir j demókratarfá53,5% atkvæða. Jafn- aðarmenn undir forystu Jóhannesar j Rau munu hinsvegar ekki hljóta nema 37% atkvæða (fengu 38,2% í síðustu kosningum) en græningjar fá 8,3% fylgi sem er nokkur aukning frá kosningunum í mars árið 1983. Helmut Kohl: Fátt virðist geta varnað honum sigri í kosningunum um helgina Ástralía: Barn fyrir megrun Sydney - Reuler Áströisk hjónakorn, sem yfir- völd ncituðu um leyfi til að ætt- leiða bam vegna þess að þau voru of fcit, hafa nú fengið 'lcyfið langþráða eftir að hafa farið í strangan megrunarkúr. Michael Murnane og kona hans Sue ætluðu sér að ættieiða barn frá Sri Lanka en var neitað um slíkt þann 3. desember á síðasta ári. Ástæðan var sú að stjórnvöld á Sri Lanka telja að fólk um nítíu kíló og þar yfir scu ekki heppilegir fósturforeldrar. Sue var 92 kíló og rnaður hennkr 90 kíló. Þau fóru í megrunarkúr eftir að neitunin barst og í vikunni héldu þau síðan í nýja læknisskoðun. Þar kom í ljós að hjönakornin höfðu lést um rúmlega fjögur kíló sam- an og það nægði til að stjórnvöld gáfu þeim leyfi til að eignast barnið sem þau svo heitt þrá. Sovétríkin: KVIKMYND Á KROSSGÖTUM Tilkynnt um gagngerar breytingar er auka eiga frjálsræöi Moskva-Reuler Hin nýja forysta sovéska kvik- myndasambandsins tilkynnti í gær um gagngerar breytingar á kvik- myndaiðnaðinunt ílandinu. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að kvikmyndaver sem áður voru rekin algjörlega af ríkinu fái aukið frjáls- ræði, bæði fjárhagslegt oglistrænt. Breytingar þessar voru sam- þykktar á allsherjarfundi kvik- myndasambandsins og eru nýjustu þreifingarnar í átt að auknu frjáls- ræði í listum og bókmenntum, frjálsræði sem Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur hvatt til síðan hann tók við valdamcsta embætti landsins í mars árið 1985. Leikstjórinn og hinn nýi yfir- maður kvikmyndasambandsins Elem Klimov tilkynnti um breytin- garnar á blaðamannafundi og sagði að hér væru á ferðinni mótmæli gegn sovéskri kvikmyndagerð fyrri tíma. „Við viljum gera kvikmyndaiðn- aðinn lýðræðislegri," sagði Klimov og bætti við að leikstjórar fengju nú í hendurnar aukið frjálsræði sem fylgdi aukin ábyrgð. Hlutverk Goskino, hins opin- bera kvikmyndaeftirlits landsins, verður í framtíðinni einungis bund- ið við samhæfingu og almenna skipulagningu kvikmyndaiðnaðar- ins. „Það verður yfirvald án eftirlits- starfsemi," sagði Klimov sem sjálf- ur á mynd sem Goskino bannaði á sínum tíma. Gert er ráð fyrir að öll stærri kvikmyndaver landsins, þar á með- al Mosfilm, verði brotin niður í smærri einingar og geti kvikmynd- aleikstjórar farið á milli og boðið fram handrit sín. Slíkt hefur fram að þessu verið bannað og Goskino hefur haft það algjörlega í hendi sér hvaða myndir eru framleiddar og sýndar. Rolan Bykov, einn helsti leik- stjóri Sovétríkjanna, sagði breyt- ingar þessar ekki eiga sér neina hliðstæðu í sósíalísku landi. Tekið var þó skýrt fram á blaða- mannafundinum í gær að breyt- ingarnar þýddu ekki að kvik- myndaver myndu komast í hendur einkaaðila og raunar sagði Klimov að mörg þeirra yrðu undir stjórn félaga í kommúnistaflokknum. Má gera ráð fyrir að myndir frá slíkum verum verði ekki í andstöðu við ríkjandi hugmyndafræði nema síð- ur sé. Hinn sovéski kvikmyndaáhuga- maður má þó eiga von að ýmsum sjáanlegum breytingum innan tíðar. Má nefna að miðaverð mun óhjákvæmlega hækka en það er nú sem samsvarar um 15 krónur ís- lenskar á sýningu og einnig verða teknar upp sýningar á mörgum þeirra sovésku mynda sem áður hafa verið bannaðar. Þá má geta þess að vestrænar myndir sem bannaðar hafa verið af ýmsum orsökum verða nú teknar til sýninga. Þar má nefna banda- rísku myndirnar “Amadeus" og „Gaukshreiðrið" (One flew over the Cuckoo's nest) eftir leikstjór- ann Milos Forman sem fæddur er í Tékkóslóvakíu og röð mynda eftir ítalska leikstjórann Federico Fell- ini.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.