Tíminn - 24.01.1987, Page 7

Tíminn - 24.01.1987, Page 7
 Laugardagur 24. janúar 1987 ÚTLÖND Eystrasaltskeppnin í handknattleik: Tíminn 7 Rostock stærsta hafnar- borg Austur-Þýskalands Blaðamaður Tímans lítur á mannlífið og aðstæður í Rostock Hjördís Árnadóttir bladamadur Tímans í Rostock skrífar: Eystrasaltskeppnin í handknatt- leik sem nú fer fram í 15. sinn í Rostock og Wismar í A-Pýskalandi hefur verið haldin í fimm öðrum löndum. í Sovétríkjunum, Dan- mörku, Póllandi, Danmörku og Svíþjóð. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin fer fram í A-Þýskalandi. Rostock er hafnarborg og kannast íslendingar sennilega best við hana í tengslum við skipasmíðastöð þar sem íslensk skip hafa verið smíðuð. Mikið af útlendingum fer hér í gegn á ári hverju. íbúarnir eru um 255 þúsund. Borgin er frá grunni til mjög gömul, allt frá tímum Hansakaup- manna en borgin fór mjög illa út úr sprengjuregninu í seinni heims- styrjöldinni. Mörg þeirra hafa verið endurnýjuð á seinni árum og að sjálfsögðu hafa mörg bæst við. í Wismar búa um 60 þúsund manns. Þar er næststærsta höfn A- Þýskalands en Rostock hefur vinn- inginn. íslenska liðið lék í gær í Wismark og aftur á morgun gegn Sovétmönn- um. Blaðamaður Tímans upplifði það nú í fyrsta sinn að fara í verslunar- leiðangur í A-Þýskalandi og er það nokkuð merkileg reynsla. Föt eru mjög ódýr hér en einn böggull fylgir skammrifi. Þau eru nefnilega hræði- lega ljót. Borgarverslanir eru flestar eins og kaupfélögin heima voru fyrir þrjátíu árum. Allt afgreitt yfir búð- arborðið og ekki hægt að skoða neitt nema láta afgreiðslukonuna, já af- greiðsluKONUNA, sýna sér það. Afgreiðslan gengur þar af leiðandi mjög hægt fyrir sig og oft verður þröng á þingi þar sem pláss er af skornum skammti. Tvær sportvöruverslanir urðu á vegi undirritaðrar en var fljót að forða sér út þaðan þar sem lítið var að gera annað en undrast yfir því sem boðstólum var. Aftur á móti reyndust vera innan um verslanir sem hefðu sómt sér vel á Laugaveg- inum. Föt í hæstu tísku og skór á góðu verði. Klæðnaður íbúanna er mjög á einn veg. Litirnir helst ekki aðrir en grár, svartur og brúnn. Tískan er heldur ekki alveg eins og við eigum að venjast nema ef við berum hana saman við 1974. Allir eru mjög hlýlega klæddir og svokallaðar rúss- ahúfur eru mjög áberandi. Svo skrít- ið sem það kann að virðast er illmögulegt að kaupa þær nokkurs- staðar. Umhverfið er ekki mjög aðlað- andi. Öll hús í sama steinlitnum og mikil mengun í loftinu. Það slapp reyndar upp úr ónefndum blaða- manni að íslenskir málarar gætu komist í uppgrip hér. Innandyra er allt annað uppi á teningnum, matur- inn mjög góður og umhverfið mjög aðlaðandi. Bifreiðamenning A-Þjóðverjanna er önnur en hjá okkur. Þar eru allsráðandi austantjaldsbílarn- ir.Skoda, Lada, Trabant, Wartburg og lúxuskerrurnar Volga. Það er athyglisvert að mjög fáir bílar eru á götunum og fólk þjappar sér í spor- vagna og strætisvagna. Einnig er mikið um gangandi fólk. Olof Palme heitinn ásamt konu sinni Lisbet: Ekkjan tekur á móti friðarverðlaunum í næstu viku Svíþjóö: Ekkja Palme tekur á móti friðarverðlaunum Stokkhólmur - Reuter Ekkja sænska forsætisráðherrans Olofs Palme, sem myrtur var á stræti Stokkhólmsborgar í febrúar á síð- asta ári, mun taka við alþjóðlegum friðarverðlaunum fyrir hans hönd þegar hún heimsækir Indland og Tanzaníu í næstu viku. Það var talsmaður sænsku ríkisstjórnarinnar sem frá þessu skýrði í gær. Lisbet Palme mun taka við Jawaharlal Nehru verðlaununum fyrir alþjóðlegan skilning í Nýju Delhí á þriðjudaginn og mun Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands afhenda ekkjunni verðlaun þessi. Lisbet mun einnig taka við verð- launum úr hendi Júlíusar Nyerere Tanzaníuforseta sem var náinn vinur sænska stjórnmálaskörungsins. Viðurkenning þessi kallast Kyndill Kilimanjaro. Skondin pólitík: MEULLA STYDUR MARGRÉTI Mclilla - Rcutcr Þjóðernisflokkurinn á Melillu, landsvæði í Norður-Afríku er til- heyrir Spánverjum, hafa skipulagt útifund þann 29. janúar til stuðnings við Margréti Thatcher forsætisráð- herra Bretlands. Meðlimir flokksins vilja mjög að Thatcher og ríkisstjórn hennar láti ekki undan kröfum Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltarskaganum. Hvers vegna? Jú. Marokkóstjórn hefur krafist þess að Spánverjar láti landsvæðin Melillu og Ceutu henni í hendur þegar Bretar hafa gefið þeim eftir Gíbraltar. Það vilja þjóðernis- sinnarnir ekki. ÚTLÖND Sviss: Útflutningur á dráps- tækjum fer minnkandi Bem - Rcutcr Svisslendingar fluttu út vopn og önnur hergögn fyrir sem samsvarar tæpum 13 milljörðum ísl. króna í fyrra og voru Tyrkland, Nígería og Vestur-Þýskaland helstu við- skiptaaðilarnir. Þetta kom fram í tilkynningu hermálaráðuneytis þeirra Svisslendinga í gær. Útflutningur á hergögnum í fyrra var þó minni en árið 1985 og munaði þar um 10%. Samkvæmt lögum frá árinu 1972 mega svissnesk fyrirtæki ekki selja vopn til landa eða svæða þar sem ófriður ríkir eða þar sem ástand er ótryggt. Af öðrum löndum sem lögðu sig fram við að ná í svissnesk drápstæki má nefna Saudi Arabíu, Pakistan, Ítalíu, Austurríki og Singapúr. Félagsstofnun stúdenta auglýsir ÚTBOÐ II - Uppsteypa og frágangur Félagsstofnun stúdenta óskar eftir tilboðum í uppsteypu og annan frágang að „tilbúnu undir tréverk" vegna 1. áfanga nýrra stúdentagarða við Suðurgötu í Reykjavík. Jarðvegsskiptum í lóð er lokið. Stærð þessa 1. áfanga er u.þ.b. 5300 m2 eða um 16.500 m3. Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistof- unni FERLI H/F Suðurlandsbraut 4, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 27. janúar 1987 (eftir hádegi) gegn 25.000,- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut, Reykjavík, þriðjudaginn 24. febrúar 1987 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Félagsstofnun stúdenta Auglysing um próf fyrír skjal- þýðendur og dómtúlka Þeir, sem öðlast vilja réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar, eiga þess kost að gangast undir próf, er haldin verða í mars-apríl ef þátttaka verður nægjanleg. Umsóknir skal senda dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu fyrir 13. febrúar 1987 á sérstökum eyðu- blöðum, sem þar fást Við innritun í próf greiði próftaki gjald, kr. 1.775, sem er helmingur gjalds fyrir löggildingu til að verða dómtúlkur og skjalþýðandi. Gjaldið er óaft- urkræft þó próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 23. janúar 1987. Ritarastarf Óskum að ráða ritaratil skrifstofustarfasem fyrst. Hálfsdagsvinna kæmi til greina. Æskilegt er að viðkomandi hafi enskukunnáttu, þekkingu á ritvinnslu, svo og þekkingu á frágángi tollskjala. Umskóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAM VINN UFÉLAG A STARFSMANNAHALD SÖLVHÓLSGATA 4 Styrkur til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingi til háskólanáms eöa rannsóknastarfa í Finnlandi námsáriö 1987-88. Styrkurinn er veittur til níu mánaöa dvalar og styrkfjárhæðin er 1.400-2.200 finnsk mörk á mánuði. Umsóknum um styrkinn skal komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 22. febrúar nk., á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina, meömæli og vottorð um kunnáttu í finnsku, sænsku, ensku eðaþýsku. Menntamálaráðuneytið 21. janúar 1987 Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.