Tíminn - 24.01.1987, Qupperneq 8

Tíminn - 24.01.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur 24. janúar 1987 BB eða sérframboð? Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi-eystra, hefur neitað stuðning- smönnum Stefáns Valgeirssonar að merkja lista sinn bókstöfunum BB og bjóða þannig fram undir nafni Framsóknarflokksins. Stjórn kjördæmissambandsins hefur jafnframt lýst því yfir að ekki væri litið svo á að menn hefðu gengið úr Framsóknarflokknum þótt þeir hefðu stutt lista Stefáns opinberlega. Stefán Valgeirsson hefur áfrýjað þessari niðurstöðu til framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins sem endanlega úrskurðar í málinu. Vissulega má færa rök fyrir því að Stefán Valgeirsson fái að bjóða fram í nafni Framsóknarflokksins, en óneitanlega hljóta þau rök að vega þyngra sem mæla gegn því. Ber þar hæst að með framboði sínu er Stefán að vega gegn löglegu framboði framsóknarmanna sem m.a. hann og hluti hans stuðningsmanna stóðu að og framkvæmdu. í haust fór fram í kjördæminu skoðanakönnun, sem Stefán og þeir stuðningsmenn hans sem eru framsóknar- menn tóku fullan þátt í. Eftir úrslitum hennar var síðan viðhaft prófkjör á sérstöku kjördæmisþingi um 6 efstu sæti listans. Þetta var í samræmi við reglur sem framsóknarmenn í kjördæminu höfðu samþykkt, þar á meðal Stefán Valgeirsson. Þær reglur voru öllum vel ljósar, enda nánast þær sömu og farið var eftir í kosningunum 1983. Þannig áttu leikreglurnar engum að koma á óvart. Stefán Valgeirsson og hans stuðningsmenn úr röðum Framsóknarflokksins gerðu sér því fyllilega grein fyrir að hverju gengið var. Það var einnig vitað að hörð barátta yrði milli þingmannanna Stefáns Valgeirssonar og Guðmundar Bjarnasonar um 1. sætið, enda höfðu þeir lýst því yfir að á það sæti myndu þeir báðir stefna. Stefán Valgeirs- son sem og allir aðrir gerðu sér fulla grein fyrir því að annað hvort hann eða Guðmundur yrði að lúta í lægra haldi. Þá reiknuðu allir framsóknarmenn með því að sá sem undir yrði tæki úrslitunum með jafnaðargeði og sætti sig við þau, - enda aldrei annað látið koma fram fyrir prófkjörið. Prófkjör gera þá kröfu til frambjóðenda að þeir sætti sig við þær leikreglur sem þar gilda. Ef ekki þá'eiga þeir að tilkynna það áður en farið er af stað. Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn mun skaðast verulega á átökunum fyrir norðan, nema framsóknar- menn standi saman. Stefán Valgeirsson hefur reynst kjördæminu vel sem og aðrir þingmenn Framsóknarflokksins og nú finnst mörgum erfitt að hafna stuðningi við hann. Öðrum finnst að Stefán, og hans stuðningsmenn, hefðu átt að una úrslitum prófkjörsins og styðja það unga fólk sem nú er í framboði fyrir Framsóknarflokkinn. Vert er að minnast þess að það fólk hefur í undanförnum kosning- um stutt Stefán og aðstoðað hann eftir bestu getu. Það átti ekki skilið annað en fyllsta stuðning hans. Timinti MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuömundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: Steingr í mur G íslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- MENN OG MÁLEFNI Stjórnmálaflokkar - afl framfara eöa afturfara? Nýtt siðbótarskeið virðist vera að hefja innreið sína í íslenska stjórnmálaumræðu þessa dagana. Fólk sér fjandann í hverju horni og þreytist seint á að útmála spillingu annarra í þjóðfélaginu. Fetta er síðan endurtekið af stjórnmála- flokkunum og leiðtogum þeirra, enda eru þeir málpípur umbjóð- enda sinna. Nema hvað! Ekki bætir úr skák að þeir sem taldir eru spilltastir af öllum spillt- um eru stjórnmálaflokkarnir sjálfir, enda ekki að furða þar sem þeir eru að miklu lcyti handhafar hins opinbera valds í þjóðfélaginu. Hneykslismál verða miklu safarík- ari en ella cf mögulegt er að tengja það stjórnmálaflokkum eða stjórn- málamönnum. Það má einnig til sanns vegar færa að pólitísk siðgæðisvitund cr ekki alltaf á háu stigi hjá stjórn- málamönnum og þeir virðast ekki alltaf vera fullmeðvitaðir um stöðu sína og ábyrgð í þjóðfélaginu, þó lang flestir geri það scm betur fer. Þetta er svo sem ofur eðlilegt, því stjórnmálaflokkar eru einu sinni opnar fjöldahreyfingar, sem byggja á þátttöku frjálsra einstakl- inga. Auðvitað slæðist með einn og einn svartur sauður, scm er alls- endis óvandur að meðulum til að sinna sérhagsmunum sínum. En hafa vcrður í huga að flokkarnir endurspegla oftast þá siðgæðisvit- und sem ríkir í samfélaginu, enda koma meðlimir þeirra þaðan. Hver er þá ábyrgur? Minnkandi vald flokka Á tímum sífellt örari félagslegra- og efnahagslegra breytinga eru stjórnmálaflokkar og það starf sem þeir inna af hendi ein sú megin- stofnun í þjóðfélaginu, sem hefur getu til að tryggja að breytingarnar séu ekki tilviljanakenndar né komi misjafnt niður á þegnum sarnfé- lagsins. Vissulega eru stjórnmálaflokkar dagsins í dag, jafnvel „gömlu flokkarnir" svonefndu, ekki jafn ráðandi í íslensku samfélagi og þcir voru áður. Og, þrátt fyrir tilkomu ótal hagsmunasamtaka og félaga þá hafa flokkarnir ekki liðið undir lok. Þeir gegna enn sínu nauðsynlega hlutverki sem miðlar fyrir hagsmuni fólksins. í þessu sambandi skiptir cngu hvaða form þessir flokkar velja sér eða hvaða nafngiftir þeir nota, Alþýðuflokkur, Samtök um kvennalista, regnhlífarsamtök eða grasrótarhreyfing. í reynd skiptir það engu máli því allir þessir aðilar stilla upp kandidötum til kjörs á þjóðþing eða til sveitarstjórnar með það að leiðarljósi að hafa í gegnum sína fulltrúa áhrif á ákvarðanatöku, sem sagt ná valdi. Hlutverk stjórnmálaflokka Flokkur skapar fólki umræðu- og starfsvettvang, þar sem hug- myndir fæðast og þróast og vcrða jafnvel að raunveruleika fyrir til- stuðlan flokksins. Það hlýtur því að felast í eðli málsins að skoðanir innan flokks geta verið skiptar og jafnvel andstæðar, og þá þjónar stjórnmálaflokkur því hlutverki að grisja óraunhæfar hugmyndir frá þeim framkvæmanlegu. Þannig fer til dæmis dýrmætur tími fram- kvæmdavalds og löggjafans ekki í gagnslausa umræðu um léleg stefnumál. Það verður ekki á móti mælt, þrátt fyrir allt tal um spillingu, að stjórnmálaflokkar eru besta leiðin til að viðhalda því lýðræðisþjóðfé- lagi, sem lslendingar væntanlega vilja búa við. Flokkar eru miðlandi samtök sem tryggja tiltekinn var- anleika, stöðugleika og reglufestu í stjórnmálalífinu. Þeir eru þau tæki til aðlögunar að síbreytilegum aðstæðum , sem gera okkur fært að ná samkomulagi um stefnur sem hafa það hlutverk að stuðla að viðgangi núverandi stjórnarfyrir- komulags. Samfélag hagsmunahópa Það skal að sjálfsögðu viður- kennt að mikilvægi stjórnmála- flokka hefur minnkað eða a.m.k. orðið ójafnara á síðari árum, ekki bara á íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Þar munar mest unt tilkomu óteljandi fjölda hvers kyns hagsmunahópa, sem oft reka ósættanlega kröfupólitík þar sem keyrt er beint af augum og alla samfélagslega ábyrgð virðist skorta. Slíkir hagsmunahópar hafa jafn- vel farið út í að bjóða fram til kosninga, þ.e. að gerast stjórnmá- laflokkar. Reynslan í þeint tilvik- um sýnir að þróun mála verður yfirleitt allt önnur en ætlað er þegar lagt hefur verið af stað með það í farteskinu að nú eigi að ná stjórr.málalegu valdi til að tryggja að þessir og hinir „hagsmunirnir" verði nú viðurkenndir. Tökunt Samtök um kvennalista sem dæmi, sem á einhverjum fors- endum þykist ekki vera stjórnmá- laflokkur, heldur stjórnmálasam- tök, hver svo sem munurinn þar á er. Þessi flokkur leggur af stað í vegferð sína í stjórnmálabarátt- unni með það vegarnesti að vera kynhyggjuhópur. En með vaxandi gengi og áhrifum í stjórnmálalífinu verður ekki annað sagt en að flokkurinn sé í orði og á borði farinn að skilja að kyn er margþætt vitundarlegt, efnahagslegt og fé- lagslegt fyrirbæri, en birtist ekki bara í mynd meðvitaðra eða ómeð- vitaðra karlrcmbusvína. Það er þess vegna ekkert sér- kenni á Kvennalistanum að vera mótmælaframboð eins og Páll Skúlason heimspekiprófessor hélt fram í athyglisverðu viðtali Þjóð- viljanum fyrir nokkru, því Kvenna- listinn er ekki bara framboð lengur, heldur flokkur með fulltrúa á Alþingi. Allir stjórnmálaflokkar, hvort heldur nýir eða gamlir, eru í eðli sínu og stefnu sinnar vegna mót- mæli við aðrar stefnur eða tiltekið tímabundið ástand. Til dæmis eru flokkar, sem eru í stjórnarand- stöðu, samkvæmt skilgreiningu mótmælaframboð. Flokkar og fjölmiðlar Þá hafa fjölmiðlar ekki síður en hagsmunahópar dregið úr því valdi sem stjórnmálatlokkar höfðu og er það á margan hátt vel. Hins vegar verður ekki annað sagt en að það sé orðin vaxandi tilhneiging fjöl- miðla, þá gjarnan sem andsvar harðvítugrar samkeppni, að leggja ofuráherslur á átakamál og jafnvel sérstaklega litríkar persónur á kostnað innihalds og mikilvægis efnisins. Sérstaklega gildir þetta um sjónvarp, sem nær bæði augum og eyrum fólks. í þessum tilvikum virðist megintilgangur fjölmiðla að vera að höfða til tilfinninga fólks en ekki greindar þess og fróðleiks- fýsnar. Jafnframt má velta upp því hvort „fjölmiðlafárið" sé e.t.v. til þess að stjórnmálamenn hafi minni tíma til þeirra framkvæmda, sem þeir eru kosnir til. Það má kasta fram þeirri staðhæfingu að stjórnmálamaður, sérstaklega ráðherra, getur hugs- anlega eytt tveimur klukkustund- um af sínum vinnudegi í að sinna fréttamönnum dagblaða og ljós- vakafjölmiðlanna, þó slíkt sé að vísu ekki daglegur viðburður. Flokkar og kosningar Stjórnmálaflokkar og reglulegar kosningar þjóna því hlutverki að gefa fólki von, von um að þrátt fyrir að hugðarefnum þess hafi ekki verið komið í framkvæmd í dag, þá sé ávallt möguleiki til þess á morgun. Það er þessi staðreynd sem tryggir það að hinn sigraði trúir á þetta pólitíska kcrfi sem við búum við og það er einmitt þessi trú sem er grundvöllur lögmætis og framkvæmdavilja ríkisvaldsins. Allt hjal um að allir flokkarnir séu eins og engu máli skipti liver sitji í ríkisstjórn er marklaust. Það þarf ekki nema eina röksemd til að styðja það og hún er sú að um og yfir 90% þjóðarinnar mætir á kjörstað þegar kallið kcmur og enginn vill halda því fram að fólk mæti þar eins og vélmenni. Þó hlýðni fólks við flokka sé cf til vill ekki cins sterk og hún var fyrrum. þá mætir fólk til þess að kjósa þessa flokka engu að síður. Það er einfaldlega staðreynd að í þessu þjóðfélagi sem öðrum lýð- ræðisþjóðfélögum er ekki að finna þær víðtæku þjóðfélagsstofnanir, sem færar eru um að miðla málum og stuðla að lausn ágreiningsmála eins og stjórnmálaflokkar gera. Flokkar og áróður Hér er alls ekki verið að halda því fram að stjórnmálaflokkar séu algóð fyrirbæri, því það er langt í frá að svo sé. Auðvitað gerir hver meðaljón og meðaljóna á íslandi sér grein fyrir að Alþýðuflokkurinn brýtur ekki niður neina múra eftir kosningar, allavega ekki í stjórnar- andstöðu, og að Svavar Gestsson fer ekki að standa fyrir því að brjóta niður „það kerfi sem borgar- aflokkarnir hafa byggt upp". Þetta eru bara innantóm slagorð, sem hafa fyrst og fremst það hlutverk að ná athygli fólks og allir stjórn- málaflokkar og ekki síður hags- munasamtök nota sér það. Það skiptir heldur ekki megin- máli fyrir atkvæðaveiðarnar að Jón Baldvin notar vestfirskan framburð, að Þorsteinn Pálsson mætir í fallegri peysu í sjónvarpið eða hvort Steingrímur er að taka upp kartöflur í viðtali. Ekkert af þessu ræður úrslitum um hver hlýt- ur hið gullvæga atkvæði kjósand- ans. Þar kemur margt fleira og greindarlegra til, þó stjórnmála- menn haldi oft annað. Það sem eftir stendur er sú staðreynd að stjórnmálaflokkar eru virkasta leiðin til að tryggja viðgang þess fulltrúalýðræðis sem við búum við. Og einkum þcss vegna ber þeim að vera sérstaklega á varðbergi varð- andi siðferðilega stöðu sína og bætt siðferði á að vera stöðugt baráttumál flokka. Þetta þurfa stjórnmálamenn ávallt að hafa í huga, ekki bara á tyllidögum og í framboðsræðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.