Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. janúar 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR imtiisiiBi IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍ: llííillllllllillltlilllltllllllflllllilliiillllll l!l!!!lll!!lllll!!l Björn Pálsson, fyrrverandi alþm. Löngumýri Það er ástæðulaust að fjölga eyðijörðum Hér er sætið harrni srnurt höldar kœti teftir rekkur mœtur rýmdi hurt rústin græiur eftir. Svo kvað Bólu Hjálmar, þegar hann kom að eyðibýli, þar sem kunningi hans hafði búið. Ég hygg, að ýmsir bændur hafi hugsað svip- að og Hjálmar, þegar sendimenn ríkisstjórnarinnar voru að kaupa framleiðsluréttinn af bændum síð- astliðið ár. Auk þess var það skoðun bænda, að framleiðnisjóð- ur ætti að efla framleiðslu og framleiðni, en ekki að eyða byggð- inni. Allir vita, að jarðir níðast niður, sé eigi búið á þeim. Það er dýrt og erfitt að koma þeim í byggð aftur. Þessar forsendur voru þess valdandi, að þessum sendimönnum var ekki tekið með sérstökum fögnuði. Fullvirðisréttarkaupin voru eigi gerð í slæmum tilgangi. Álitið var, að þeir, sem seldu, vildu hætta búskap, og þessi við- skipti væru til hagsbóta fyrir þá. Tilgangurinn var þó einkum sá, að þurfa sem minnst að skerða full- virðisrétt bænda almennt. Rétt er að geta þess, að Jóni Helgasyni tókst að fá ábyrgð fyrir sölu á meira kjötmagni en ýmsir höfðu vænst. Búskerðing bænda ætti því eigi að verða tilfinnanleg, ef rétt er að málum staðið. Það skiptir miklu að ötullega sé unnið að sölu afurð- anna og geta stjórnvöld haft mikil áhrif í því efni. Ég veit, að óhugur er í mörgum bændum einkum þeim yngri. Þeir kunna að vonum öllu ófrelsi illa. Þó okkur þyki ýmislegt að þeim lögum og reglugerðum, sem við búum við í dag, er líklegt að hægt verði að fá slíku breytt. Það er erfitt að semja þannig lög og reglugerðir, að eigi komi í ljós einhverjir vankantar, þegar til framkvæmdanna kemur. Ráðherra- skipti eru tíð. Mannlegt eðli er þannig á flestum sviðum, að sá, sem við tekur, hefur ánægju af að breyta verkum fyrirrennarans, meðal annars til að gera sinn hlut góðan. Ég álít því að bændur eigi að vera bjartsýnir og kjarkgóðir. Allt er glatað, ef kjarkurinn bilar. Hér er um tímabundna erfiðleika að ræða og þrátt fyrir allt er bændastarfið frjálslegast og skemmtilegst í þessu þjóðfélagi. Ástæðulaust er þó fyrir þá að fást við búskap, sem ekki hafa ánægju af bústörfum og húsdýrum. Latir menn ættu ekki að fást við búskap. Reglugerð um fullvirðisrétt mjólkur- og sauðfjárafurða er undirrituð af Jóni Helgasyni 22. júlí 1986. Allir útreikningar voru þá eftir og heim til mín kom tilkynning um fullvirðisrétt ekki fyrr en í nóvember. Þá var haust- slátrun fyrir nokkru lokið og bændur búnir að kosta til áburðar- kaupa og heyöflunar fyrir þann bústofn, sem lifandi var. Bændur geta að sjálfsögðu ekki sagt ná- kvæmlega til um, hve mörgum lömbum þeir þurfa að lóga haustið 1987. Þar koma til greina fénaðar- höld vænleiki kinda og heyskapar- tíð. Það hefur því ekki mikla þýðingu að láta tölur um fullvirðis- rétt enda á 3 og 7. Það er að koma aftan að fjáreigendum að beita fullvirðisrétti 1987, þegar þeir fengu eigi tilkynningu um, hve mikill hann var fyrr en í nóvember 1986. Ég álít því, að farsælast sé fyrir alla aðila að nota ekki þessa fullvirðisútreikninga árið 1986-'87. Óiíklegt er, að kjötmagnið verði mikið meira en ríkið hefur lofað að ábyrgjast. Þeim halla sem yrði af umframkjötmagni yrði þá jafnað niður á heildina eins og gert var, áður en byrjað var að breyta þess- um skerðingarákvæðum. Mikil vinna er við kvótaútreikningana. Það var talinn kostur við fram- leiðslulögin að nú fengju bændur afurðir strax greiddar. Það tókst með þeim ágætum að byrjað er á því að jagast við bankana, þegar því er lokið halda sláturleyfishafar eftir cirka 20% af afurðaverði vegna væntanlegrar skerðingar. Það verður því lítið úr því jákvæða hvað útborgunina snertir. Það er ótrídegt, hvuð stjórnvöld geta gert allt flókið og frumskógar- legt, sem þau koma nálægt. í reglu- gerð um fullvirðisrélt er staglast á sjálfsógðu að fá teikningu sam- þykkta. Öllum þessum kröfum þarf að fullnægja til að geta fengið lán með öllu því vafstri, sem því fylgir. Þegar menn ráðast í framkvæmdir þarf að fá leiðbeiningar hjá mönnum, sem vit hafa á því, sem gera skal, en það er ekki ástæða til að leita til margra, sem hafa lítið vit á hlutunum. Lind óviskunnar heldur áfram að renna. Nú er það kvótakerfið, sem verið er að gera eins flókið og kostnaðarsamt og unnt er. Héraðsráðunautarnir eru uppteknir við að svara í síma, því þegar farið er að skammta hlutina vilja allir fá meira. Það er vanda- verk að úthluta lömbum fátæka mannsins. Ég hef heyrt, að skag- firsku ráðunautarnir hafi falið hreppsnefndum að annast þetta því, að búnaðarsambönd skuli gera ýmsa hluti viðvíkjandi útreikning- um og álitsgerðum. Eðlilegast hefði verið til þess að samrœmi vœri í vitleysunni, að fela Búnaðarfélagi íslands að sjá umfrágang áfullvirð- isréttinum og leggja framleiðsluráð niður, enda erþegar búið að vœng- stýfa það ráð. Ég hygg að cirka 4% sé tekið af búmarki allra fjárbænda og búnað- arsamböndum falið að úthluta því að mestu eftir ýmsum mjög frjáls- legum reglum. Talið er, að 2060 bændur hafi minna en 200 ærgildi, 719 hafi 2-300 ærgildi og 3410 bændur hafi minna en 400 ærgildi. Það eru því á annað þúsund bændur, sem hafa yfir 400 ærgildi. í Morgunblaðinu 7. júní birtist grein eftir Guðbrand Jónsson. Þetta er ádeilugrein, en höfundur virðist hafa aflað sér talsverðra upplýsinga. Ýmsar ábendingar í greininni eru athyglisverðar, þó ógætilega sé með efnið farið. Þar er talið, að 3600 sauðfjárbændur hafi 725 þúsund krónur í meðal- tekjur 1984. 1900 kúabændur hafi 1732 þúsund í meðaltekjur, en bændur með blönduð bú 1228 þúsund. Allt eru þetta brúttótekj- ur. Ljóst er, að þetta eru ekki nákvæmar tólur, en þær sýna þó, að brúttótekjur kúabænda eru hærri en sauðfjárbænda. Athuga ber, að fjós og mjaltakerfi kosta mikið og flestir kúabændur munu kaupa meiri fóðurbæti en fjár- bændur. Skuldi kúabændur lítið, ætti að vera auðveldara fyrir þá að bætahagsinn. Mjólkhefurhækkað talsvert síðastliðið ár, en hækkun á kjöti var að verulegu leyti felld niður til að greiða fyrir sölu og draga úr verðbólgu. Af greindum ástæðum er ljóst, að það er að eta Fyrri hlutí lamb fátæka mannsins að taka 4% af fullvirðisrétti bænda, sem hafa minna bú en 250 ærgildi og afhenda þann fullvirðisrétt bændum sem ráðist hafa í meiri fjárfestingar en þeir ráða við. Þetta er búnaðarsam- böndum ætlað að gera að mestu. Það er furðufátt, sem bændur mega gera án þess að þurfa að hlaupa milli nefnda og ráða. Þegar þeir fengu lausaskuldalán þurftu þeir fyrst að fara til héraðsráðu- nauta, svo til búreikningaráðu- nauts og lokum til stofnlánadeild- ar, þar sem heil nefnd þarf að fjalla um málið. Svipað gerist ætli bænd- ur að byggja kofa á jörðum sínum. Þá þarf þriggja manna nefnd heimamanna að fjalla um málið. Fá sveitarfélög búa það vel af byggingafróðum mönnum, að máli skipti um leiðbeiningar þeirra. Næst þarf byggingafulltrúi að sam- þykkja hlutina og svo þarf að vandaverk. Má vera, að satt sé, því Egill er greindur, enda sonur Bjarna á Uppsölum. Hvað sem því líður virðist ætlast til, að búnaðar- samböndin annist að einhverju leyti þessi fullvirðisréttarmál. Svo tekur framleiðsluráð við og ef til vill 6 manna yfirnefnd. Yfir öllu þessu trónar svo ráðuneytið. Þá ætti þetta að vera orðið sæmilega flókið, einkum ef tölva væri mikið rrötuð. Þetta kvótakerfi er auðvelt að gera einfalt, efþess er óskað. Hátt á þriðja þúsund bœndur hafa það lítil bú, að viturlegast er að láta þá óáreitta. Má vera, að þeir sem þykjast þurfa 100 þúsund lítra af mjólk og nokkur naut til slátrunar segi, að þessir bœndur eigi að hætta búskap. Pví vil ég svara þannig: Það hefur verið búið á jörðum þessara minni bænda í þúsund ár. Þeir, sem þar hafa búið, hafa alið upp börn sín og greitt sín gjöld. Sennilega líður bónda með meðal- bú betur en bónda, sem hefur stórt bú.__________________________ Gæti hann þess að safna ekki skuldum. Það eru tæplega 3000 bændur, sem hafa minna en 300 ærgildi. Það eru þessir menn, sem hafa gert mannleg samskipti skap- leg í dreifbýlinu. Eyðilegt væri á landsbyggðinni, ef bændur þessir væru allir horfnir. Þær eru orðnar nægilega margar eyðijarðirnar og þörf á að veita öflugt viðnám. Skraf vissra stjórnmálamanna um að mæta megi fækkun búfjár með tekjum áf laxi og refum er að miklu leyti óraunhæft. Það eru tiltölulegafáar jarðir, semfámegin hlutann af laxatekjunum. Efna- menn á höfuðborgarsvæðinu reyna að eignast bestu laxveiðijarðirnar. Menn sækjast lítið eftir að vera leiguliðar á þessum jörðum án veiðitekna. Laxinn er þannig búinn að koma nokkrum jörðum í eyði. Það þarf að breyta laxveiðilögun- um þannig, að tekjurnar dreifist sem jafnast milli þeirra jarða, sem land eiga að ánum, eigi laxveiði- tekjur að treysta búsetu í sveitum. Það er léttlætanlegt því vatnið, sem safnast saman af vatnasvæði ánna skapar þau skilyrði, að laxinn gengur og hrygnir í ánum. Eigend- ur ósajarðanna hafa notað sér það, að laxinn kemur þar fyrst og hirt sem mest af honum. í tófubúskap- inn hefur verið ausið fé af lítilli fyrirhyggju. Ráðuneytið tók málið í sínar hendur því að í öllu vilja þeir vasast. Eðlilega höfðu menn á þeim bæ lítið vit á lóðdýrabúskap eða hvaða menn væru liklegastir til að búa vel með þann fénað. Ég held, að sumir menn hafi farið í tófubúskap af ævintýramennsku. Fengið lán og styrki og hlaupið svo frá öllu saman. Það veróur erfitt að innheimta lánin á þeim bæjum. Refabúin voru öðruvísi byggð upp á fjórða áratugnum. Við fengum engin lán höfðum silfur og platínu- refi og allt gekk þolanlega, þó var Ijóst, að þegar lífdýrasala hætti, að skinnasala gaf ekki verulegar tekjur. Stríðið eyðilagði svo alla möguleika. Fyrir nokkrum árum voru stofn- uð 10-12 minkabú. Öll hættu þau nema 2. Nú er útlitið þannig, að skinnaverðið nægir fyrir fóðri og fjármagnskostnaði, en bóndinn fær lítið sem ekkert fyrir vinnu sína, nema hann sieppi því að borga vexti og afborganir. Að vísu er þetta dálítið breytilegt og eitthvað gengur betur með minkana. Ég held, að rétt sé að hafa einhvern loðdýrabúskap. Loðdýrinétaýmis- legt, sem annars yrði ekki nýtt. Á ég þar meðal annars við sláturúr- gang, sem er mjög gott refafóður. Dýralæknar eru duglegir að henda, ám, sem orðnar eru gamlar, segja að þær séu sjúkar, þó að ekkert sá að þeim annað en aldur og tann- leysi. Allt slíkt má nota handa refum, þó Iítið fáist fyrir það. Loðdýrabúskapur getur því verið þjóðhagslega hagkvæmur, þó að hann verði tæpast til að treysta búsetu á sveitabýlum. Stéttarsamband bænda fór að vinna að því að draga úr kinda- kjötsfTamleiðslu á áttunda ára- tugnum. Hver bóndi fékk ákveðið búmark og þeir fengu verðskerð- ingu, sem framleiddu meira en búmarki nam. Þetta varð til þess, að kindakjötsframleiðsla minnk- aði. Hins vegar óx framleiðsla á fuglum, svínum og nautgripum. Hrossakjöt tókst að flytja út, þann- ig að sú framleiðsla skapaði enga erfiðleika. Þegar meira er framleitt af einhverri vörutegund en tekst að selja þá er verðið lækkað, varan er sett á útsölu. Þetta er að gerast hér. Mér er sagt, að fugla- og nautgripa- kjöt sé selt á undirverði. Kjöt- vinnslumaður sagði mér í vetur, að hann hefði notað kinda- og kýrkjöt, en væri farinn að nota fuglakjöt, því að hann gæti fengið það fyrir lítið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.