Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 24. janúar 1987 ÍÞRÓTTIR Stórkostlegur leikur í höllinni í Wismar í gær: Pólverjar lagðir HöllintáraðistþegareinsmarkssiguryfirKlempelogfélögumvar skráður gylltum stöfum á spjöld handknattleikssögunnar, 29:28 Það var kátt í íþróttahöllinni ¦ Wismark í Austur - Þýskalandi í gærkvöldi þegar íslenska landsliðið í handknattleik lagði Pólverja að velli. Allt frá því að Sigurður Gunnarsson jafnaði, 14-14 strax eftir leikhlé var leikurinn í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Spennan var mikil og hávaðinn óskaplegur því áhorfendur voru vel með á nótunum og flest allir á bandi íslenska liðsins. Körfukallar Keflavíkur sigruðu botnlið Framara Frá Margréti Sanders á Suðurnesjum: Körfukallar Keflavíkurbæjar fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni við Framara í úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöldið. Keflvíkingar sigruðu 80-60 en ekki var þó leikur heimamanna mikið til að hrópa húrra fyrir. Þokkaleg frammistaða dugði þó gegn botnliðinu frá Reykja- vík. Um miðjan fyrri hálfleík var stað- an 26-26 en þá var Símon Ólafsson Framari tekinn út af, kominn með þrjár villur. Eftir það fór að skilja að liðin, Símon, hinn gamalreyndi landsliðskappi, kom að vísu aftur inn á en fauk fljótt út af aftur með fimm villur. Staðan í hálfleik 43-32 fyrir Kefla- vík og í síðari hálfleik jókst munur- inn frekar en hitt eins og áðurnefnd- ar lokatölur gefa til kynna. Leikinn dæmdu þeir Ómar Schving og Jón Otti Ólafsson. Stigin: Keflavík: Jón Kr. Gíslason 21, Hreinn Þorkelsson 18, Sigurður Ingimundarson 9, Gylfi Þorkelsson 8, Guðjón Skúlason 8, Matti O. Stefánsson 6, Falur Harðarson 4, Ingólfur Harðarson 4 og Ólafuf Gottskálksson 2. Fram: Þorvaldur Geirsson 22, Jón Júlíusson 12, Símon Ólafsson 8, Ómar Þráinsson 8, Jóhann Björnsson 4, Örn Þórisson 2, Þorsteinn Guðmundsson 2 og Guðbrandur Lárusson 2. Staðart á Eystrasalstmótinu: Þrír leikir fóru fram í gær. Úrslitin urðu þessi: Ísland-Pólland....... 29:28 Sovétríkin-V-pýskal ____24:18 A-Þjóðverjar-Svíþjóð .. 24:24 Sovétríkin .... 3 2 0 1 72:68 4 A-Þýskaland ..31 20 68:65 4 V-Þýskaland .3111 64:61 3 fsland....... 3 1 1 1 62:60 3 Svíþjóð ..... 3 0 2 1 68:69 2 Pólland.......3 10 2 73:80 2 Það voru Pólverjar sem skoruðu fyrsta markið, en Islendingar jöfn- uðu strax og svipað gekk leikurinn fyrir sig allan tímann, alltaf mjög jafnt en iiðin skiptust á um að hafa forystuna. Staðan íhálfleik var 14-13 fyrir Pólverja, en eftir jafnan og æsispennandi síðari hálfieik tókst íslendingum að tryggja sér sigur með stórkostlcgri baráttu og cndan- legar tölur urðu 29-28. Leikurinn var stórvel lcikinn af beggja hálfu, en sóknarleikurinn þó betri en varnarleikurinn. íslenska vörnin opnaðist nokkrum sinnum en á móti kom gífurleg barátta og leikgleði íslensku strákanna sem léku eins og allt annað lið heldur en í fyrradag. Liðið virðist vera að ná saman, bæði í vörn og sókn, auk þess sem stórskytturnar létu skotin dynja á Goliat í markinu. Sá er byggður í samræmi við nafnið en hann snerist hreinlega inn með bolt- anum í nokkrum þeim tilfella þegar honum tókst að slæma hendi fyrir boltann - slíkur var krafturinn í skotunum. Alfreð Gíslason, Sigurð- ur Gunnarsson, Sigurður Sveinsson, og Kristján Arason áttu hvert þrumuskotið á fætur öðru og léku stórvel. Páll Ólafsson lék einnig vel og nýtti færi sín 100%. Þá hjálpuðust þeir félagar að við að senda á Þorgils Óttar Mathiesen á línunni, sem fór í gang í fyrsta sinn á þessu móti og átti stórleik eins og flestir félagar hans. Homamennirnir Guðmundur Guðmundsson og Bjarni Guð- mundsson komu venju fremur lítið við sögu í sókninni. Varnarleikurinn var eins og fyrr sagði ekki alveg nógu góður á köflum, en baráttan ver hreint út sagt stórkostleg, allir töluðu og reyndu virkilcga að ná saman. Þar voru þeir sterkastir Geir Sveinsson, Kristján, Alfreð og Þorgils Óttar auk Guðmundar. Einar Þorvarðar- son stóð að baki vörninni allan leikinn og varði af snilld. Sem sagt stórkostlegur leikur, að vísu örlítið of mörg mistök, en úrslitin sérlega ánægjuleg. Mörkin fyrir ísland skoruðu Sigurður Gunnarsson og Þorgil Ótt- ar Mathiesen, 6 hvor, Alfreð Gísla- son 5 mörk, Kristján Arason 5 mörk og þar af 2 úr vítaköstum, Sigurður Sveinsson 3 og Páll Ólafsson og Bjarni Guðmundsson 2 mörk'hver. Markahæstur Pólverja var Bogdan Wenta 8 mörk, Jersey Klempel kom næstur með 4 mörk. Eystrasal Leikir c fyrir heinr Leikir í Eystrasaltsmótinu hefjast klukk- an 17:30 að a-þýskum tíma. Frekar dræm mæting áhorfenda er á fyrri leikina, en á síðari leikinamætamunfleiri. Þettagerðist t.d. þegar íslendingar léku við heimamenn á miðvikudag. Þá voru ekki nema um 1500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.