Tíminn - 24.01.1987, Síða 11

Tíminn - 24.01.1987, Síða 11
10 Tíminn Laugardagur 24. janúar 1987 Laugardagur 24. janúar 1987 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR Stórkostlegur leikur í höllinni í Wismar í gær: Golden Cup í Frakklandi: Höllin táraöist þegar eins marks sigur yfir Klempel og félögum var skráður gylltum stöfum á spjöld handknattleikssögunnar, 29:28 Það var kátt í íþróttahöllinni í Wismark í Austur - Þýskalandi í gærkvöldi þegar íslenska landsliðið í handknattleik lagði Pólverja að vclli. Allt frá því að Sigurður Gunnarsson jafnaði, 14-14 strax eftir leikhlé var leikurinn í járnum og jafnt nánast á öllum tölum. Spennan var mikil og hávaðinn óskaplcgur því áhorfendur voru vel með á nótunum og flest allir á bandi ■slenska liðsins. Strákarnir okkar stóðu sig heldur betur vel í gær. Svo vel að blaðamcnn, liðsstjóri, þjálfari og áhorfcndur sem voru nær allir á bandi íslenska liðsins táruðust þegar Islcndingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Það voru Pólverjar sem skoruðu fyrsta markið, en íslendingar jöfn- uðu strax og svipað gekk leikurinn fyrir sig allan tímann, alltaf mjög jafnt en iiðin skiptust á um að hafa forystuna. Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Pólverja, en eftir jafnan og æsispennandi síðari hálfieik tókst íslendingum að tryggja sér sigur með stórkostlegri baráttu og endan- legar tölur urðu 29-28. Leikurinn var stórvel lcikinn af beggja hálfu, en sóknarleikurinn þó betri en varnarleikurinn. íslenska vörnin opnaðist nokkrum sinnum en á móti kom gífurleg barátta og leikgleði íslensku strákanna sem léku eins og allt annað lið heldur en í fyrradag. Liðið virðist vera að ná saman, bæði í vörn og sókn, auk þess sem stórskytturnar létu skotin dynja á Goliat í markinu. Sá er byggður í samræmi við nafnið en hann snerist hreinlega inn með bolt- anum í nokkrum þeim tilfella þegar honum tókst að slæma hendi fyrir boltann - slíkur var krafturinn í skotunum. Alfreð Gíslason, Sigurð- ur Gunnarsson, Sigurður Sveinsson, og Kristján Arason áttu hvert þrumuskotið á fætur öðru og léku stórvel. Páll Ólafsson lék einnig vel og nýtti færi sín 100%. Þá hjálpuðust þeir félagar að við að senda á Þorgils Óttar Mathiesen á línunni, sem fór í gang í fyrsta sinn á þessu móti og átti stórleik eins og flestir félagar hans. Hornamennirnir Guðmundur Guðmundsson og Bjarni Guð- mundsson komu venju fremur lítið við sögu í sókninni. Varnarleikurinn var eins og fyrr sagði ekki alveg nógu góður á köflum, en baráttan ver hreint út sagt stórkostleg, allir töluðu og reyndu virkilega að ná saman. Þar voru þeir sterkastir Geir Sveinsson, Kristján, Alfreð og Þorgils Óttar auk Guðmundar. Einar Þorvarðar- son stóð að baki vörninni allan lcikinn og varði af snilld. Sem sagt stórkostlegur leikur, að vísu örlítið of mörg mistök, en úrslitin sérlega ánægjuleg. Mörkin fyrir ísland skoruðu Sigurður Gunnarsson og Þorgil Ótt- ar Mathiesen. 6 hvor, Alfreð Gísla- son 5 mörk, Kristján Arason 5 niörk og þar af 2 úr vítaköstum, Sigurður Sveinsson 3 og Páll Ólafsson og Bjarni Guðmundsson 2 mörk hver. Markahæstur Pólverja var Bogdan Wenta 8 mörk, Jersey Klempel kom næstur með 4 mörk. Kostaði slæmt start Eðvarð verðlaunin? Rann til í startinu og var hálfri líkamslengd á eftir öðrum eftir startið Tveir íslendingar komust í úrslit í sínum grein- um í gær á Golden Cup mótinu í Frakklandi. Þau Eðvarð Þ. Eðvarðsson og Ragnheiður Runólfs- dóttir. Eðvarð varð fjórði í undanúrslitunum í hundrað metra baksundi á 59,80. Frank Hofmeist- er frá A-Þýskalandi var fyrstur í undanúrslitunum á 58,74. í úrslitum varð Eðvarð Þ. Eðvarðsson mjög óheppinn, honum mistókst mjög illa í ræsingu og var það vegna misskilnings Eðvarðs. Ræsirinn færði sig eithvað til og slappaði Eðvarð þá af en skömmu síðar heyrðist skotið og Eðvarð mistókst að spyrna sér frá. Rann hann á bakkanum og var þegar orðinn hálfri líkamslengd á eftir keppinautum st'num. Líklega hefur þetta kostað Eðvarð verðlaun. Sigurvegari varð Frank Hof- meister. Hann synti á 57,56. Eðvarð synti á 59,47. Ragnheiður Runólfsdóttir varð í öðru sæti í sínum riðli í 200 metra bringusundi á 2,45,82. Hún varð áttunda af þrjátíu keppendum og komst í úrslit. í úrslitum varð Ragnheiður í sjöunda sæti, synti á tímanum 2,45,56. Þar sigrað Ingrid Lanib- hagen frá Belgíu á tímanum 2,34,82. Nánar verður greint frá úrslituni mótsins á þriðjudag. - ES BOGDAN ÁNÆGDUR „Sóknarleikur- inn varmjög góður en vörnin brást að nokkrú leyti. Við korrrum til þessa móts með óundir- búið lið svo það væri óeðlilegt ef þeir léku mjög vel. Ég er þegar orðinn ánægður með ár- angurinn og þá sér- staklega úrslitin. Það að vinna tvo leiki á þessu móti er mjög góður árang- ur en að sigra í þremur væri stór- kostlegt. Við eigum við ákvcðin vandamál að stríða. Það gengur illa að ná tveimur góðum leikjum í röð. Alfreð, Páll og Geir cru að spila saman í fyrsta skipti og náðu ágætlega saman. Þá er mikill styrkur f Sigga. Eg held ég geti sagt að eftir þjálfun alls liðsins á íslandi spili það 30 til 40 prósent betur en nú,“ sagði Bogdan þjálfari eftir Ieikinn í gær. Pólski þjálfarinn, Zenon Lakomy: „Bæði lið gátu sigrað í þessum leik en pólska vörnin brást. Við reyndum ýmsa nýja hluti sem ekki gengu upp. Leikirnir sem við eigum eftir á mótinu verða okkur mjög erfiðir,“ sagði Lakomy. Körfukallar Keflavíkur sigruðu botnlið Framara Frá IMargréti Sanders á Sudurnesjum: Körfukallar Keflavíkurbæjar fóru með sigur af hólmi í viðureign sinni við Framara í úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöldið. Keflvíkingar sigruðu 80-60 en ekki var þó leikur heimamanna mikið til að hrópa húrra fyrir. Þokkaleg frammistaða dugði þó gegn botnliðinu frá Reykja- vík. Um miðjan fyrri hálfleík var stað- an 26-26 en þá var Símon Ólafsson Framari tekinn út af, kominn með þrjár villur. Eftir það fór að skilja að Hðin, Símon, hinn gamalreyndi landsliðskappi, kom að vísu aftur inn á en fauk fljótt út af aftur með fimm villur. Staðan í hálfleik 43-32 fyrir Kefla- vík og í síðari hálfleik jókst munur- inn frekar en hitt eins og áðurnefnd- ar lokatölur gefa til kynna. Leikinn dæmdu þeir Óntar Schving og Jón Otti Ólafsson. Stigin: Keflavík: Jón Kr. Gíslason 21, Hreinn Þorkelsson 18, Sigurður Ingimundarson 9, Gylfi Þorkelsson 8, Guðjón Skúlason 8, Matti O. Stefánsson 6, Falur Harðarson 4, Ingólfur Harðarson 4 og Ólafur Gottskálksson 2. Fram: Þorvaldur Geirsson 22, Jón Júlíusson 12, Símon Ólafsson 8, Ómar Þráinsson 8, Jóhann Björnsson 4, Örn Þórisson 2, Þorsteinn Guðmundsson 2 og Guðbrandur Lárusson 2. Staðan á Eystrasalstmótinu Þrír leikir fóru fram í gær. Úrslitin urðu þessi: Ísland-Pólland......... 29:28 Sovétríkin-V-Þýskal .... 24:18 A-Þjóðverjar-Svíþjóð .. 24:24 Sovétríkin .... 3 2 0 1 72:68 4 A-Þýskaland ..3 1 2 0 68:65 4 V-Þýskaland .3111 64:61 3 ísland....... 3 1 1 1 62:60 3 Svíþjóð ...... 3 0 2 1 68:69 2 Pólland.......3 1 0 2 73:80 2 Eystrasaltsmótið: Leikir of seint fyrir heimamenn? Leikir í Eystrasaltsmótinu hefjast klukk- an 17:30 að a-þýskum tíma. Frekar dræm mæting áhorfenda er á fyrri leikina, en á síðari leikina mæta mun fleiri. Þettagerðist t.d. þegar íslendingar léku við heimamenn á miðvikudag. Þá voru ekki nema um 1500 manns í höllinni en hún tekur um 4000 manns. Mun fleiri áhorfendur komu á seinni leikinn. Helsta skýringin er sú að almenningur sé ekki búinn að vinna fyrr og komist því ekki á nema seinni leikinn. Denver Broncos mæta New York Giants í Super Bowl leiknum um helgi na Á morgun rennur upp sá dagur sem er mörgum Bandaríkjamannin- um hvað heilagastur. Þá fer nefni- lega fram úrslitaleikurinn í banda- ríska fótboltanum, svonefndur Sup- er Bowl leikur og er víst að tugir milljóna manna verða nær límdir við sjónvarpsskermi sína þar vestra þá klukkutíma sem viðureignin stendur yfir. Þau lið sem leiða saman hesta sína á Rose Bowl leikvellinum fræga í Kaliforníu eru lið Denver Broncos og New York Giants og þykja þeir síðarnefndu sigurstranglegri. FRUMSYNING að Höfðabakka 9 laugardag 24.jan. og sunnudag 25.jan.kl. 13.00 til 17.00 í annað sinn á þrem árum er nýr bíll frá OPEL valinn BÍLL ÁRSINS af 57 bílablaðamönnum frá 17 Evrópu- löndum. OPEL OMEGA varð fyrir valinu, fremstur 12 annara bíla, m.a. vegna tæknilegrar fullkomnunar, minnstu loftmótstöðu, mikils öryggis og sparneytni. Komið og kynnist því nýjasta frá OPEL, sem hefur verið sameinað í OPEL OMEGA,og þið verðið sammálaum að “NÝBÍLATÆKNIN“ er hjá OPEL. GENERAL MOTORS GERIR GÆFUMUNÍNN OPELOMEGA BlLLARSINS 1987 BíLVANGURsf? HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.