Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 24. janúar 1987 Engin bylting í Sambandinu Hagræðing í rekstrinum situr nú í fvrirrúmi Eins og menn rekur minni til urðu forstjóraskipti hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga hinn 1. september í haust. Erlendur Einarsson lét bá af átarfinu og við tók Guðjón B. Ólafs- son. Það hefur þegar komið fram í fréttum fjölmiðla að á síðasta ári kom rekstur Sambandsins út með afkomu ofan við strikið. Og við hugðum auk þess að marga myndi fýsa að fá fréttir af því hvaða málum væri þar helst unnið að nú um stundir. ( samtali, sem við áttum við Guðjón B. Ólafsson nú fyrir fáum dögum var fyrsta spurningin því hvað það væri helst sem breyst hefði í Sambandinu á þeim tæpu fimm mánuðum sem hann hefur nú verið þar við stjórnvölinn. - Ég hugsa nú að fyrir utanað- komandi mann sé ekki auðvelt að sjá neinar umtalsverðar breytingar, var svar Guðjóns við þessu. - Það sem ég hef fyrst og fremst eytt tíma mínum í hingað til er að setja mig inn í mál og kynna mér stöðuna. Ég hafði heldur aldrei hugsað rriér að auglýsa neina byltingu um leið og ég settist í stólinn, hcldur miklu fremur að reyna smátt ogsmátt að hafa áhrif á starfsemi Santbandsins og væntan- lega síðan einnig út í kaupfélögin og önnur fyrirtæki. Þó má nefna af því, sem að mínum bæjardyrum snýr, að það hafa átt sér stað tilfærslur manna í störfum innan Sambandsins, sem eru meðal annars til konmar vegna eignarhaldsfélags í sjávarútvegi, sem við erum núna þessa dagana að ganga lrá því að stofna. Fram- kvæmdastjóri þess félags hefur verið ráðinn Ólafur Jónsson sem áður var aðstoðarframkvæmdastjóri Sjávar- afurðadeildar. Þar er hugsuð breyt- ing í sambandi við rekstur og vænt- anlega aukna hagræðingu í rekstri fiskvinnslustöðva sem Sambandið er að hluta til eigandi að. í framhaldi af þeirri tilfærslu hafa einnig orðið hér tilfærslur á öðrum mönnum, og þar á meðal var lögð niður ein af aðaldeildum Sambands- ins og rekstri hennar breytt. Þetta er að vísu ákvörðun sem var tekin áður en ég kom hingað, en þó í fullu samráði við mig á sínum tíma. Fræðslu- og kaupfélaga- deild lögð niður Sú deild sem þar var lögð niður formlega var Fræðslu- og kaupfé- lagadeild, cn þeirri starfsemi, sem hún annaðist, hefur verið komið fyrir annars staðar. Þannig mun til dæmis skólastjóri Samvinnuskólans fá umsjón með flestum þeim verk- efnum sem áður heyrðu undir þessa sérstöku deild. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri þeirrar deildar er nú framkvæmdastjóri Fjárhagsdeildar Sambandsins. Ég lít þannig á að kannski brýn- asta verkefnið fyrir Sambandið og önnur fyrirtæki samvinnumanna sé endurskoðun á öllum rekstri með tilliti til aukinnar hagræðingar. Ég nefndi hvað við höfum gert í sam- bandi við frystihúsin, og það er líka í bígerð aukið átak til þess að aðstoða kaupfélög og hjálpa þeim við hagræðingarverkefni. Ég myndi þar að auki nefna að það er verulegt átak í gangi í þá átt að auka viðskipti á milli kaupfélaga og Sambandsins. Það er málefni sem var ýtarlega tekið fyrir á kaupfélags- stjórafundinum í nóvember, og núna í þessum mánuði er verið að setja af stað nýtt hvatakerfi, sem miðast að því að auka vörukaup kaupfélag- anna hjá Verslunardeild Sambands- ins. Viötal við Guöjón B. Ólafsson forstjóra Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins, (Tímamynd: Pjetur.) Það er líka í bígerð hjá okkur í Sambandinu að aðstoða kaupfélög úti um landið í því að samræma enn starfsemi sína í afurðasölumálum, til dæmis að því er varðar sláturhús. Á vegum hins opinbera er nú í gangi úttekt á afurðastöðvum um allt landið, og við hyggjumst koma eins mikið inn í þá hluti og við mögulega getum, í þá átt að aðstoða kaupfé- lögin og afurðasölufélögin við að ná aukinni hagræðingu. Þar að auki má nefna að rekstur ýmissa undirdeilda hjá Sambandinu er í stöðugri athugun og endurskoð- un, og eins og þegar hefur verið skýrt frá þá verða lagðar niður vissar einingar sem ekki hafa staðið undir sér. Til dæmis hefur verið ákveðið að loka versluninni Torginu og ein- nig Flerraríki í Glæsibæ, en það tvennt hefur þegar verið ákveðið og tilkynnt. Forganga um úttekt á rekstrarliðum í stórum dráttum get ég aðeins sagt það að meðal þeirra verkefna, sem ég hef verið mest upptekinn við, auk þess að setja mig inn í hlutina, er að setja af stað alls konar vinnu sem miðar í þá átt að auka hagræð- ingu í rekstri. Starfsemi Sambands- ins og samvinnufélaganna er þannig vaxin að þar koma til margir aðilar og þar verður ekkert gert á einni nóttu. Ég tel að hlutverk mitt verði fyrst og fremst fólgið í því að hafa forgöngu um úttekt á þessum rek- strarliðum og að reyna að leiða eins mikið og hægt er vinnubrögð í hagræðingarátt. En það hefur engin umtalsverð stefnubreyting orðið hér í þá átt að leggja niður starfsgreinar eða stofna til nýrra, heldur fyrst og fremst til þess að reyna að auka hagræðingu og hagkvæmni í þeim greinum sem við erum í fyrir. - Hvernig metur þú stöðu Sam- bandsins núna þegar þú ert kominn heim og inn í málin? - Starfsemi Sambandsins er að mínu viti að mörgu leyti erfið vegna hins gífurlega fjármagnskostnaðar sem er til staðar í þessu landi, og er hærri heldur en þekkist meðal ann- arra vestrænna þjóða. Og þvf er ekki að leyna að bæði Sambandið, og ekki síður kaupfélögin úti um landið, hafa mjög þunga bagga á bakinu af þessum sökum, og sum- part vegna verðbólguástandsins sem hefur verið hér á landi á undanförn- um árum. Afkoma hinna ýmsu greina í dag gerir það mjög erfitt að standa undir þessum böggum og þeim mikla fjár- magnskostnaði sem hvílir á mörgum þessara fyrirtækja. Það má nefna til dæmis að þó nokkuð mörg af fisk- vinnslufyrirtækjum okkar eru í mjög miklum vanda af þessum sökum. Það er spurning í dag hvort hægt verður að halda starfsemi allra þess- ara fyrirtækja áfram. Þá eru kaupfélögin víða úti um landið að sligast undan fjármagns- kostnaði, og eins og ég sagði, af- koma þessara starfsgreina gerir það tæplega mögulegt í mörgum tilfell- um að standa undir þessu. - Þá dettur mér í hug að nú nýskeð hafa þrjú kaupfélög lent í greiðslu- stöðvun eða gjaldþroti, áttu von á að fleiri félög geti lent í slíku? - Ég get nú ekki sagt um það, en ég get þó sagt að nokkur kaupfélög eru komin með tiltölulega veika eiginfjárstöðu. Þau verða því að endurskoða og í mörgum tilvikum að endurskipuleggja starfsemi sína til þess að geta staðið undir skuld- bindingum sínum. Og í mörgum tilfellum stafar þetta af verðbólg- uástandi og gífurlega háum fjár- magnskostnaði, en á öðrum stöðum er þetta komið til út af því að tiltölulega lítill rekstur fær ekki stað- „Ég lít þannig á aö kannski brýnastaverk- efnið fyrir Sambandið og önnurfyrirtæki sam- vinnumanna sé endur- skoðun á öllum rekstri með tilliti til aukinnar hagræðingar. Ég nefndi hvað við höfum gert í sambandi við frystihúsin, og það er líka í bígerð aukið átak til þess að aðstoða kaupfélög og hjálpa þeim við hagræðingar- verkefni." ið undir þeim fjárfestingum sem að baki hans eru. Mikill f jöldi starfsmanna - Hverjar eru annars nýjustu tölur um starfsmannafjölda samvinnu- hreyfingarinnar? - Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir því að starfsmenn samvinnufyrirtækja á íslandi eru samtals um 9.000, og að það svarar til um 9,5% ársverka á vegum fyrir- tækja á íslandi, það er að segja ef, starfsemi hins opinbera er frá talin. Nánar til tekið voru ársverk í landinu öllu talin um 116,5 þúsund á árinu 1984. Af þeim fjölda unnu 23 þúsund á vegum hins opinbera og 93,5 þúsund störfuðu fyrir alls konar fyrirtæki. Þar af unnu un níu þúsund hjá samvinnufyrirtækjum, sem skiptist þannig að um 1700 unnu hjá Sam- bandinu, um 3.700 hjá kaupfélögun- um, um 2.500 hjá fyrirtækjum sam- vinnumanna í sjávarútvegi og um 900 hjá dótturfyrirtækjum. Auk þess tengist ýmis önnur atvinnustarfsemi samvinnuhreyfingunni beint, og á ég þar til dæmis við fiskimenn sem landa afla sínum hjá frystihúsum samvinnumanna, bændur sem selja afurðir sínar til vinnslustöðva sam- vinnufélaga og svo framvegis. Þar með má ætla að bæta megi þremur til fimm þúsund störfum þeirra, sem byggja afkomu sína beint á starfsemi samvinnufyrirtækjanna, við þá níu þúsund starfsmenn sem ég nefndi. Þá sjáum við að tólf til fjórtán þúsund starfsmenn, eða upp undir 15% af hinum svo kallaða frjálsa vinnumarkaði á íslandi, hafa kosið að starfa fyrir eða á vegum fyrirtækja samvinnumanna. Óskir til stjórnvalda - Með hliðsjón af því, Guðjón, að nú er að styttast til kosninga, eiga Sambandið og samvinnuhreyfingin þá einhverjar sérstakar óskir til stjórnvalda eða ríkisstjórnar um atr- iði sem þau vildu að þessir aðilar létu til sín taka? - Eins og málin snúa fyrir mér þá sýnist mér að í mörguni tilvikum séu rekstrarvandamál kaupfélaga, og að vissu leyti Sambandsins, til komin vegna ákvarðana sem voru teknar, raunverulega af þjóðfélaginu sem heild, á tímum sem voru öðru vísi heldur en þeir sem við búum á í dag. Þá á ég sérstaklega við tímana á meðan samgöngur voru ekki eins greiðar og þær eru núna, meðan byggðarlögin úti um allt landið voru einangraðri en nú og litið var á hvert byggðarlag, eða í sumum tilfellum hvern fjörð, sem sérstaka einingu út af fyrir sig. Ég held að þjóðfélagið allt beri þannig sameiginlega ábyrgð á þeirri umframfjárfestingu sem til staðar er í sláturhúsum, mjólkurstöðvum og verslunum úti um landið allt. Þetta varð til í samræmi við ríkjandi stefnu þess tíma. Það má líka vafalaust segja að þetta gildi víðar og það séu allt of margar verslanir í Reykjavík, og að það séu of mörg og of smá frystihús í landinu, þannig að ég held að þetta sé þjóðfélagsvandamál. Þar af leið- andi tel ég að stjórnvöld og þjóðfé- lagið allt hafi skyldur í sambandi við það að hjálpa þessum fyrirtækjum að leysa þessi vandamál. En á hinn bóginn finnst mér að við samvinnumenn eigum að vera já- kvæðir og leiðandi í því að finna sem hagkvæmastar lausnir, en að við eigum á sama tíma að geta leitað til þjóðfélagsins til þess að leiðrétta þær skekkjur sem það sjálft hefur vissulega staðið í að búa til. - En hefurðu einhverjar sérstakar óskir um það hvað þú vildir sjá á stefnuskrám stjórnmálaflokka núna fyrir kosningar? - Ég hef nú ekki beinlínis hugsað það út frá þeim bæjardyrum. En þó fyndist mér til dæmis mjög eðlilegt að það væri á stefnuskrá stjórnvalda að hjálpa þeim fyrirtækjum sem vilja auka hagkvæmni með því að leggja niður óhagkvæmar rekstrar- einingar, og þá til þess að hafa möguleika á að afskrifa þær eða koma sér upp öðrum hagkvæmari. Þetta er hluti af stefnunni varðandi það hvernig við viljum búa í landinu, og það er vissulega ofviða einstökum fyrirtækjum að ráða við framkvæmd slíkrar stefnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.