Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. janúar 1987 Tíminn 13 Fræðslumál Sambandsins - En í sambandi við fræðslumál Sambandsins, hvað er framundan í þeim, bæði að því er varðar Sam- vinnuskólann og aðra þætti? - Eins og menn vita er Samvinnu- skólinn núna að taka vissum breyt- ingum. Það er verið að hækka hann upp í fræðslukerfinu þannig að hann kemst að hiuta á háskólastig. Starf- semi hans er býsna mótuð, og meðal annars stendur námskeiðahald á vegum skólans með miklum blóma, og þar er alls ekki ætlunin að draga úr heldur þvert á móti að auka þá starfsemi og væntanlega að gera námskeiðin enn þá markvissari en þau hafa verið. Ég verð að segja það að ég varð ánægður þegar ég heyrði um allan þann fjölda fólks sem hefur sótt þessi námskeið, en sá fjöldi er nánast með ólíkindum. Síðan er útgáfustarfsemi á vegum Sambandsins í endurskoðun sem stendur, og það er ekki ólíklegt að veruleg breyting verði gerð á bæði Samvinnunni og öðrum ritum sem samvinnumenn hafa gefið út hingað til. Ég vonast til að hafa meira um það mál að segja eftir kannski einn eða tvo mánuði. Nýjar starfsgreinar? - Sérðu það fyrir þér að Samband- ið fari út í einhverjar nýjar starfs- greinar á næstunni? - Það er ekkert sem ég get sagt frá í bili sem hefur verið ákveðið að fara út í, og mér þykir ólíklegt að það verði alveg á næstunni. Þegar við höfum náð þeim árangri, sem ég vonast til að við eigum eftir að ná í aukinni hagkvæmni í rekstri, þá liggja fyrir miklar þarfir og beiðnir um fjárfestingar og útvíkkun á starf- semi þeirra deilda sem þegar eru í Sambandinu. Ég geri ráð fyrir að við reynum að halda sem mest að okkur höndum á næstunni og innan þess ramma sem markaður hefur verið, „Ég held að þjóðfé- lagið allt beri þannig sameiginlega ábyrgð á þeirri umframfjárífest- ingusemtilstaðarerí sláturhúsum, mjólkur- stöðvum og verslunum úti um landiðallt. Þetta varð til í samræmi við ríkjandi stefnu þess tíma.“ eða þangað til við höfum meira bolmagn og kannski sérstakar ástæð- ur eða tækifæri til að fara út í nýjar greinar. Mín stefna í þeim málum er alfarið sú að ég vil að þar sem við erum, þar reynum við að standa okkur vel, og ég vil heldur að við séum í færri greinum og vinnum þar vel heldur en að við séum að fást við þær fleiri, og það er í sjálfu sér ekkert markmið að fara út í nýjar greinar fyrr en menn eru sannfærðir um að þar sé hægt að láta eitthvað gott af sér leiða. Framtíðarverkefni - Svo að framtíðarverkefni Sam- bandsins verða þá væntanlega á sömu sviðum og hingað til? - Framtíðarverkefni Sambandsins eru vitaskuld óþrjótandi, og það þó að við höldum okkur aðeins innan þeirra marka þar sem við erum að starfa í dag. Ef við lítum á einstaka liði þá tel ég til dæmis að í vöruþróun og í markaðsþróun í sjávarafurðum, þar sem við erum með stöðug og ærin verkefni í gangi, séu miklir möguleikar til áframhaldandi þróun- ar. Ef við lítum á Skipadeild Sam- bandsins þá er hún með á sínum snærum alls konar ráðagerðir um bæði breytingu á skipum, aukna hagræðingu, gámakaup og fjöldam- argt annað. Líka eru hagkvæmustu flutningaleiðir hér innanlands stöðu- gt til athugunar. Á vegum Verslunardeildar er ver- ið að vinna að því að reyna, eins og ég minntist á áðan, að auka viðskipt- in við kaupfélögin og reyna að hafa verulega meira magn en nú til að setja í gegnum þær byggingar og þá aðstöðu sem sú deild er með á sínum vegum. Þá er einnig í byggingu nýtt húsnæði fyrir Byggingavörusölu Sambandsins hér í Reykjavík og fleira mætti telja. Það er ýmislegt í bígerð hjá Iðnað- ardeild Sambandsins, en þó fyrst og fremst í hagræðingarátt. Líka er þar í athugun enn markvissara markaðs- átak og vöruþróun en hingað til. Þá er Búnaðardeild með í gangi ráðstaf- anir til þess að auka framleiðslu á fóðurvörum og þannig mætti lengi telja. En af þessu sést að það eru alls konar verkefni hér í gangi, þó að þau séu innan þeirra greina þar sem Sambandið hefur þegar haslað sér völl. Hins vegar er að því að gæta að fjárfestingar hafa að sjálfsögðu verið hér í lágmarki út af fjárhagsstöð- unni, og það mun ekki fara á milii mála að það verður að skammta fjárfestingar hér í Sambandinu í ár. Það er Ijóst að við getum ekki framkvæmt nálægt því öll þau verk- efni sem menn kannski gjarnan vildu, og það heldur í okkur á þessu ári að minnsta kosti. En með hverju nýju ári koma ný tækifæri, þó að brýnasta málið í dag sé að styrkja fjárhagsstöðuna. TÍMINN þakkar Guðjóni B. Ól- afssyni forstjóra fyrir samtalið. -esig Hvað ertu, tónlist? Þegar píanóleikarinn Arthur Ru- binstein lést fyrir fáum árum í hárri elli var sagt eitthvað á þá leið, að þar hyrfi „síðasti Evrópumaðurinn“, hinn síðasti alhliða menningarmaður þeirrar veraldar sem var fyrir fyrra stríð. Því hann var víðlesinn í bók- menntum og heimspeki Vestur- landa, kunni mörg tungumál, þekkti alla sem máli skiptu - heimsborgari alinn upp í heimi án landamæra. En þótt Arthur Rubinstein sé genginn, eimir ennþá eftir af Evrópumenning- unni, og mér hefur jafnan þóft Árni Kristjánsson píanóleikari vera einn helsti fulltrúi hennar hér á landi. Að sönnu þekki ég hann ekki mikið, og alltof sjaldan í mínu minni hefur hann látið til sín heyra, bæði sem meistari slaghörpunnar eða orðsins. En jafnframt var hvort tveggja, píanóleikur hans og erindi um tónlist í útvarpinu, með því minnisstæðasta sem ég hefi reynt síðasta aldarfjórð- ung á hvoru sviði: tónleikar hans og Pinu Carmirelli í Austurbæjarbíói, og útvarpserindi hans um Franz Schubert. Það erindi tók ég upp á segulband og hlustaði á aftur oftar en einu sinni. Og n ú er þetta erindi um Schubert komið út á bók ásamt með fleiri greinum Árna, „samtíningur“ frá ýmsum tímum um tónlist og tónlist- armenn. Bókina gaf Almenna bóka- félagið út nú fyrir jólin undir yfir- skriftinni Hvað ertu, tónlist? Nafnið er úr kvæði Matthíasar Jochumsson- ar, Söngtöfrum, „sem mun vera eitt af háfleygustu ljóðum hans og hið einasta, sem helgað er tónlistinni. Mér þótti fara vel á því að nota þetta kvæði sem aðalstef þessa ritgerðar- korns, vegna þess hve hreimfagurt það er og tónlistinni samradda", segir Árni í fyrstu ritgerð bókarinn- ar. Þar veltir hann ýmsu fyrir sér um tónlist, hvað hún er og hvernig hún verður til. Og þarna er afar merkileg og furðuleg tilvitnun í eitt af bréfum Mozarts, þar sem hann lýsir því aðspurður hvernig tónlist hans verði Árni Kristjánsson. til. Mozart lýsir því hvernig tónverk- ið vex í huga hans frá lagstúf „uns ég að lokum hefi allt nærri fullgert í höfðinu, jafnvel meiri háttar tónverk, og get virt það fyrir mér í anda líkt og fagra mynd. Ég heyri það allt í senn fyrir mínu innra eyra, en ekki í runu eins og í veruleikan- um. Það er hreinasta unun!“ Og síðan er það honum léttur leikur að skrifa verkið niður. f „Lítilli samantekt um íslenska tónlist" drepur Árni m.a. á þau menningarlegu og þjóðfélagslegu straumhvörf sem hér urðu eftir seinna stríðið: „Eldri kynslóðin, sem fékk menningaráhrif sín úr sögu þjóðarinnar og sunnan úr löndum skyldra menningarþjóða, á nú í vök að verjast fyrir yngstu kynslóðinni. í stað þess að vilja byggja á því gamla, tekur hún óhikað við öllu því nýjasta á hvaða stigi sem er, án tillits til hvort það sé samrýmanlegt eða ekki því, sem fyrir er og þjóðin hefir skapað á þúsund ára ferli sínum. Eldri tónskáldin okkar virðast hafa dagað uppi. Það er sem kyrkingur hafi komið í þá þróun, sem um eitt skeið virtist ætla að bera góðan ávöxt.“ Þetta er dagsatt, og mikið umhugsunarefni, og leiðir hugann að því hvort menningararfleifð vor sé eftir allt svo veik að ekkert verði á henni byggt í nútíma þjóðfélagi. Reynist svo mun allt tapast á fáum áratugum, þjóðernið og tungan. í bókinni eru greinar af ýmsu tagi, þótt allar fjalli þær um tónlist og tónlistarmenn. Flestar hafa orðið til af ákveðnu tilefni, vegna afmælis eða ártíðar tónskálds, sem ræða við afhendingu tónlistarverðlauna eða önnur tækifæri, og þrjár eru smá- greinar úr söngskrám. Þá eru þarna ferðasögubrot af slóðum tónlistar- manna, Chopins í Varsjá, Wagners í Beyreuth, Dvoráks í Prag. Eins og vænta má eru greinarnar mislangar, mispersónulegar og mismunandi eft- ir efninu. En allar eiga þær erindi við unnendur tónlistar, og í flestum þeirra eru merkileg umhugsunarefni um eilífðarmálin t.d. það, að Víti kunni að vera eitt voða-diskótek. Oft skín höfundurinn sjálfur í gegn, skoðanir hans og smekkur, hvar- vetna blasir það við hve fjöl- menntaður, vitur og víðlesinn Árni er. Þessi bók er svo laus við yfir- borðsmennsku sem frekast má vera, enda geta listamenn á borð við Árna Kristjánsson ekki verið yfirborðs- menn. Slíkur árangur er ávöxtur mikillar vinnu og trúnaðar við köllun sína: stærðfræðingurinn Godfrey Hardy (Málsvörn stærðfræðingsins) gekk meira að segja svo langt að halda því fram, að „til alls, sem er ómaksins vert, er greind óveruleg náðargáfa“. Og eitthvað svipað á sjálfur Jóhann Sebastian Bach að hafa sagt. í „Hvað ertu, tónlist?" má sjá anga af heimsmenningunni á ís- lensku; fáir íslendingar gætu skrifað slíka bók, og fáir hafa skrifað slíka bók. Að henni er mikill og sjaldgæf- ur fengur. s.St. FÉLAG JAHNIÐNAÐAWIWANNA Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs skal skila til kjörstjórnar félagsins á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.rh.k. 82 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trúnaðar- mannaráði og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um,skipan stjórna og trúnaðarmannaráða rennur út kl. 18.00 þriðjudag- inn 3. febrúar n.k. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. LAUSAR SXÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 óska eftir starfsfólki í eftirtalin störf: 1. Þvottahús 75% starf 2. Vaktir 75% starf 3. Heimilishjálp 75-100% starf Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 milli kl. 10:00 og 14:00 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Útboð gatnagerð Hafnarfjarðarbærleitartilboða í lagnaog jarðvinnu við Suðurvang í Hafnarfirði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings Strandgötu 6 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sarna stað þriðjudaginn 3. febrúar n.k. kl. 11.00. Bæjarverkfræðingur. Verkstjóri Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar óskar eftir að ráða verkstjóra í sal. Ráðningartími erfrá 1. mars nk. Húsnæði fyrir hendi. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf ásamt fjölskyldustærð, sendist fram- kvæmdastjóra Gísla Jónatanssyni eða starfs- mannastjóra Sambandsins, er veitir nánari upplýs- ingar. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar Fáskrúðsfirði Afgreiðslustarf Kaupfélag á Vesturlandi óskar eftir að ráða fólk til afgreiðslustarfa í matvöruverslun sem fyrst. Húsnæði er fyrir hendi. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra er veitir nánari upplýs- ingar. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.