Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 14
*rs^" Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 27. janúar 1987 kl. 13.00-16.00 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartuni 7 og víðar. 1 stk. Ford Bronco 4x4 árg. 1982 1 stk. Isuzu Trooper 4x4 árg. 1982 3 stk. Volvo Lapplander 4x4 árg. 1980-81 LandRover4x4 árg. 1976 1 Pontiac Pariseanne fólksb. sk. e/umferðaróh. árg. 1983 1 stk. Peugout 505 station árg. 1983 1 Mazda 929 fólksb. árg. 1981 1 stk. Volkswagen Golf fólkb. árg. 1981 1 stk. Ford Econoline e-150 fólksfl. 8 farþega árg. 1981 1 stk. Man vörubifreið 3 stk. Vélsleðar Kawasaki Drifter 440 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri 1 stk. Mitsubishi L-300 Mini Bus Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Reyðarfirði 1 stk. Ford Econoline E-250 fólksfl. 8 farþega Til sýnis hja Síldarverksmiðju ríkisins Reyðarfirði 1 stk. UAZ 452 4x4 árg. 1979 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. árg. 1975 árg. 1980 árg. 1981 árg. 1979 14 Tíminn Laugardagur 24. janúar 1987 ARNAÐHEILLA m.....¦ Auglýsing um starfslaun bæjarlistamanns Kópavogs Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsókn- um um starfslaun til listamanna samkvæmt reglum sem samþykktar voru 16.12.1986 í bæjarstjórn Kópavogs. Heimilt er að veita starfslaun fyrir 6-12 mánaða tímabil. Launin miðast við 8. þrep, 139. launaflokki samkvæmt kjarasamningi Bandalags Háskólamanna. Að jafnaði koma þeir einir listamenn til greina við úthlutun starfs- launa, sem búsettir eru í Kópavogi. Listamenn skulu skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuðu starfi á meðan þeir njóta starfslauna. Listamaður sem starfs- launa nýtur skal að loknu starfstímabili gera grein fyrir starfi sínu. Starfslaun verða veitt frá 1. júní n.k. Umsóknarfestur er til 1. mars n.k. Umsóknir um starfslaun listamanns samkvæmt framanskráðu sendist Lista- og menningarráði Kópavogs, Hamraborg 12, 200 Kópavogi. IAUSARSÍÖÐURHJÁ REYKJAVIKURBORG Félagsstarf aldraðra hjá Reykjavíkurborg Félags- og tómstundastarf aldraðra hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir eftir for- stöðumanni í Furugerði 1. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu í félagsmálum. Laun skv. kjarasamningum starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Staðan er 50% og vinnutími frá 13:00-17:00. Umsóknarfrestur er til 2. febrúar. Upplýsingar gefur Anna Þrúður Þorkelsdóttir í síma 36040 eða 39225. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Sextugur Jóhann Þórðarson hdl. frá Laugalandi, N.-ís. Pegar mér barst til eyrna í haust, að góðvinur minn Jóhann Þórðarson frá Laugalandi í Djúpi, yrði sextugur á þessu ári, nánar tiltekið 25. þ.m. varð það mér enn ein sönnun þess hve tíminn rennur skjótt í sínum hljóðleik. Jóhann er af grónum ætt- um hér við Djúp, bæði af Snæfjalla- strönd í móðurætt og Langadals- strönd og var Halldór á Rauðamýri afi hans í föðurlegg. Leiðir okkar lágu fyrst saman síðla vetrar 1947 og lukum við saman gagnfræðaprófi er voraði það ár frá M.A. Engin kynni tókust þó með okkur að sinni og eigi heldur í háskóla og vorum við þó samtíða þar nokkur ár. En er ég tók brauð við Djúp 1956, með aðsetri f Vatns- firði og kom að Melgraseyri minna erinda var hann þar mættur og flest sumurþaðanupp. Þeirgömlusógðu, að römm væri taug sú, er rekka drægi föðurtúna til og fannst mér þetta sannmæli áþreifanlega sannast á Jóhanni. Alla tíð mun hann hafa fylgst með málum hér og framgangi þeirra hluta, er nauðsyn eru hverju byggðarlagi og kemur hér fram vænt- umþykja hans um það hérað og þá sveit, sem hann er úr runninn, taugin sem þeir gömlu vissu, að ekki er neinn bláþráður í innra lífi margs mannsins, heldur snar þáttur, römm, lifandi, aflvaki góðra hluta. Vil ég í því sambandi minna á mikinn og góðan stuðning hans við kirkju á Melgraseyri, er byggð var og mun aðstoð hans vera nokkru þyngri á metum en almennt er vitað. Minnist ég þess með gleði, er hið nýja hús var vígt fámennum söfnuði til notk- unar við hið bjarta Djúp, að þar var mættur Jóhann Þórðarson við altari að lesa úr helgum ritningum svo sem kirkjulegt ritúal útheimtir á slíkum stundum. Man ég eigi hver orð okkar hafa í millum farið við það tækifæri á Melgraseyri, sennilega fá: við höfum báðir skilið án orða það sem þarna var að gerast. Skal honum nú þakkað allt hans framlag til kirkjunnar og alla aðstoð við söfnuð- inn fyrr og síðar. Vil ég færa þér hinar bestu þakkir vorar, prests og safnaðar svo og allra velunnara Mel- graseyrarkirkju nær og fjær fyrir þitt óeigingjarna starf, sem þú engin laun hefur hlotið fyrir utan þá gleði að sjá rísa af grunni gamla bænahúss- ins, er varð vindum að bráð, nýtt og veglegt guðshús, prýði sveitar þinnar. Fleira mætti til tína er speglar áhuga Jóhanns á velferð héraðsins og íbúa þess, m.a. mátti stundum sjá í blöðum ábendingar í greinum hans um vegi og brýr, en fáum byggðar- lögum er nú meiri nauðsyn á góðum samgöngum, er voru, og kunnum vér þakkir öllum þeim er þar að huga eða að vinna og gildir slíkt eigi síður nú á tímum nokkurra erfið- leika í búskap og uggs nokkurra um búsetu. - Það gladdi mig, að vera staddur á æskuheimili þínu - Lauga- landi í Skjaldfannardal, - þann 3ja jan. síðstliðinn, degi Enoks, að vígja í hjónaband ungt par, brúðurin af þinni ætt, og söfnuðurnir báðir á „Ströndinni" þar saman komnir að verulegu leyti auk gesta aðkominna, finna að hér hafði ekkert breyst er máli skiptir. Fólk að vísu færra, en við vígslu er við báðir voru viðstadd- ir vetrardag einn fyrir 3 áratugum eða svo, er faðir þinn sat í öndvegi, nú bróðir þinn. Húsið traust sem fyrr með sínar gömlu bækur á loft- inu, dalurinn fagur, tunglið samt við sig og jökullinn í nánd. Hvað vill maðurinn á þessari jörð? - En sleppum frekari hugleiðingum um guð og eilífð að sinni. Jóhann lauk prófi í lögum frá Háskóla íslands á vordögum 1958 og hefur síðan stundað lögfræðistörf. ¦ Hafa margir héðan úr héraði til hans leitað með sín mál, og þótt ég sé ókunnugur störfum hans á lógfræði- legu sviði er mér eigi erfitt um þá ályktun af kynnum mínum við ætt- menn hans, að hann mun snjall vera í sinni fræðigrein og halda fast á því máli er hann að sér tekur. Jóhann gekk að eiga myndarkonu, Guðrúnu Halldórsdóttur frá ísafirði 1959 og eiga þau hin mannvænleg- ustu börn. Kveðjur til ykkar allra á afmælinu! Lifið heil! Vatnsfirði á Antóníusarmessu 1986, síra Baldur Vilhelmsson. MINNING Björn J. Blöndal í Laugarholti Fæddur 10. september 1902 Dáinn 14. janúar 1987 Að minnastþín vinurá vegamótum er vandi, sem kallar á mig. } sjötíu ár er samleiðin orðin við sólskin um gengin stig. Hugurinn mœtir þar heiðrikjumyndum sem hvarvetna minna á þig. Þarersvomargháttuðminningsemgleður svo margt þar sem gleymist ei. Hugurþinn átti svo víðfleyga vængi og víðreist þitt siglandi fley. Heimili bemskunnar bræðurnir allir allt bundið við Stafholtsey. Til leigu Til leigu er einstaklingsíbúð í kjallara í Smáíbúða- hverfi. Leigutími eftir samkomulagi. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í símum 688608 og 53809. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem glöddu okkur á afmælum okkar 30. desember og 2. janúar sl. Guð blessi ykkur öll Jóhanna St. Guðjónsdóttir og Halldór D. Gunnarsson, Króksfjarðarnesi Þú áttir svo mikið afáhugamálum um eilífðar spurnir og svör. Blómjurtir allar og fuglarnir fleygu um farkost sem lætur úr vör. Um fræið sem dafnar, um ferðir og æfi um forlög og torskilin kjör. Og tímarnir líða og vandamál verða og veróldin slík sem hún er. Efgáta er ráðin hefst önnur upp aftur um undrin sem blasa víð þér. Það bendir svo margt ú langferðaleiðum um löndin sem maðurinn fer. Svo namstu þér land og byggðirþér býli og bjóst þar til akurlönd. Þar blessastþitt starfog búið þróast og brúðurin gékk þér á hönd. Þú skráðir myndir afminningum þínum sem minna oss á rósavönd. En alltafvar spurnin í augum þínum um aðskilin vandamál. Þú gættir að lífi við götu þína og greindirþar leitandi sál. En frægastur varstu með fiskilínu viðfljótsins blikandi ál. Nú ertu farinn tilfjarlægra stranda þar sem fegurðin bíður vor. Þar trúðum við báðir að biði okkar hið blikandi eiiífa vor. Nú ber þig leiðið að landinu helga. Við leysum óll festar við Skor. Nú skiljum við vinur á vegaótum, vinirnir horfnu fagna þér, sem fóru á undan þér yfir hafið sem okkar á milli ber. Við þökkum þér árin og árnum þér heilla um undrið sem kemur ogfér. Með hluttekningu til vandamanna. Þorsteinn Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.