Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.01.1987, Blaðsíða 20
Skólatannlæknar hjá Reykjavíkurborg: Hafa rúmlega 250.000 krónur í mánaðarlaun og bera engan kostnaö, sagði Sigrún Magnúsdóttir í borgarstjórn „Skólatannlæknar hafa rúmlega 250 þúsund krónur í mánaðarlaun þann tíma sem þeir starfa og bera engan kostnað við tannviðgerðirn- ar" sagði Sigrún Magnúsdóttir borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins í borgarstjórn í fyrrinótt, þegar hún gerði óhóflegan kostnað við tann- lækningar skólabarna að umtalsefni. Sigrún vitnaði í ræðu Kristjáns Benediktssonar frá því í umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 1986, en þá benti Kristján á óhóflegan kostnað við þennan lið. Sigrún sagði það Útvegsmenn undirbúa útboð: Flotbúninga í öll fiskiskip Um er að ræða 5000 búninga LÍÚ vinnur nú að gerð útboðslýs- ingar fyrir aðildarfélög sín, þar sem auglýst verður eftir flotbúningum í öll fiskiskip í íslenska flotanum. Búist er við því að um fimm þúsund búninga verði að ræða. Fyrir viku sendi Landssambandið frá sér bréf til allra aðildarfélaga og sagði að fyrirhugað væri sameigin- legt útboð fyrir alla. Þegar hefur um helmingur svarað jákvætt. Hlutirnir eiga að gerast hratt og er búist við að tilboð verði opnuð fyrsta mars og að búningarnir verði komnir í skipin í september í ár. Sveinn H. Hjartarson hjá LÍÚ sagði í samtali við Tímann í gær að einungis búningar viðurkenndir af Siglingamálastofnun ríkisins kæmu til greina. Ekki treysti Sveinn sér til þess að nefna verð í þessu sambandi en benti á að nýlegarblaðaauglýsing- ar hefðu sagt verð í kringum tólf þúsund krónur fyrir búninginn. Sérstök nefnd frá LÍÚ og Siglinga- málastofnun mun kanna þau tilboð sem berast. -ES Þrotabú Hermanns Björgvinssonar: LÝSTAR KRÖFUR NEMA309M.KR. Yfirvofandi forstjóra- skipti 01 ís: Tryggvi svarareftir helgina Tryggvi E. Geirsson endur- skoðandi er nú að velta fyrir sér tilbpði Óla Kr. Sigurðsson for- stjóra Olfs um að taka við for- -stjórasætinu í fyrirtækinu. Tryggvi sagði í^amtali við Tfm- ann í gær að þetta væri erfið ákvörðun að breyta svona til en sagði jafnframt að hann myndi gera upp^hug sinn í_næstu viku. Óli Kr. Sigurðsson sagði í Tímanum {gær að forstjórastóll- inn væri lilbúinn fyrir Tryggva ef hann hefði áhuga. Málið kemst ekki á hreint fyrr en í næstu yiku 'þegar Tryggvi ákyeður sig. - E§ - bústjóri viður- kennir aðeins hluta þeirra krafna Lýstar kröfur í þrotabú Hermanns Björgvinssonar nema alls 309 mill- jónum króna, samkvæmt upplýsing- um Magnúsar Nordal, bústjóra. Sagði Magnús að hann viðurkenndi hins vegar ekki ncma hluta þeirra krafna, sumum kröfum væri alfarið hafnað og aðrar lækkaðar. Þeir sem lýst hafa kröfum í búið, hafa lýst þeim í topp með áreiknuðum vöxt- um eins og þeir voru ákveðnir á þeim tíma sem þessi viðskipti fóru fram. Áður hefur Magnús sagt við Tím- ann að eignir búsins séu ávísanir og víxlar, þar á meðal ávísun Sigurðar Kárasonar að upphæð 182 milljónir króna. Óvíst erþóhversu verðmiklir þessir pappírar eru og að sögn Magnúsar er enn óljóst nákvæmlega hversu miklar eignir búsins eru. - phh löngu tímabært að sérstök úttekt yrði gerð á þessum lið og að án efa mætti spara þar miklar upphæðir ef aðhalds væri gætt. f fjárhagsáætlun" er gert ráð fyrir að til skólatannlækninga renni um 126 milljónir króna á þessu ári. Þar af mun 35,1 milljón króna fara til beinna launagreiðslna til 27 tann- lækna sem starfa í hálfu starfi sem skólatannlæknar. Hver tannlæknir mun þá fá 1,3 milljónir króna fyrir skólatannlækningar á árinu, sem gera 144 þúsund krónur fyrir hálft starf þá níu mánuði sem skólar eru opnir. Það myndi gera 288 þúsund króna mánaðarlaun, ef unninn væri fullur vinnudagur. Eins og áður segir bera þessir tannlæknar engan kostnað við tannviðgerðirnar. -HM L0ÐNUKVÓTINN AUKINN UM100 ÞÚSUND T0NN - síðustu forvöð að auka kvótann, segir sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðuneytið ákvað síðdegis í gær að auka loðnukvót- ann á þessari vertíð um 100 þúsund tonn, sem þýðir að fslensk loðnu- skip fá samtals 85 þúsund tonna viðbótarkvóta. Þetta mun hins veg- ar ekki verða tíl þess að Norðmenn geti veitt meira en þau 60 þúsund tonn sem þeir hafa þegar fengið heimild til að veiða innan íslenskr- ar lögsögu. „Við gerðum ráð fyrir því þegar við afgreiddum heimildir til Norðmanna að til aukningar kvóta gæti komið. Það var á sínum tíma bætt við 300 þúsund tonnum og þar af áttu Norðmenn 45 þúsurtd tonn, en við úthlutuðum þeim 60 þúsund tonnum," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðhefra. Samkvæmt samningum landanna um lonuveiði fá íslendihgar 85% heildarkvótans en Norðmenn 15%. Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er nú í loðnuleiðangri og kemur þessi ákvörðup ráðu- neytisins í kjolfar upplýsinga frá Hafrannsóknarstofnun. „Við gengum frá málinu f dag til þess að unnt verði að koma þessum skilaboðum beint til skipanna því þessi viðbót hefði ekki mátt koma mikið seinna þar sem nokkur skip hafa þegar lokið sínum veiðum og önnur eru um það bil að ljúka þeim," sagði sjávarútvegsráð- herra. f gær var Norðmönnum jafnframt tilkynnt um þessa ák- vörðun. Hestamenn við Bessastaði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands fékk í gær óvenjulega heimsókn þegar hestamenn riðu í hlað. Að sjálfsögðu bauð Vigdís þeim inn og bauð upp á kaffi eins og gestrisni býður góðum húsbóndum að gera. Erindi hestamannanna var að afhenda forsetanum platta sem til sölu verður bráðum og mun verða til fjáröflunar fyrir ¦'slenska landsliðið í hestaíþróttum en það keppir á Evrópumeistaramóti íslenska hestsins í sumar. Tímamynd Pjciur Þjófnaðir úr bílum: Sjö tilvik kærð í gær - dekkjum, myndavélum og rúðum stolið Þjófnaðir úr og af bílum hafa verið mjög tíðir á Stór-Reykjavíkur- svæðinu síðustu mánuði. f gær fékk rannsóknarlögreglan sjö skýrslur inn á borð til sín, þar sem þjófnaðir af þessu tagi voru kærðir. Skýrslurnar voru frá því á sunnudag. í þessu kærum gat að líta svo að segja allar tegundir af þjófnuðum úr ogaf bílum. Lítumádæmi. Tilkynnt var um þjófnað á myndavél, linsu og flassi af Canon gerð úr bíl. Einn bíll fannst sitjandi á afturhásingunni eft- ir að tveimur dekkjum var stolið. Framrúðu og afturrúðu var stolið úr bíl. Brotin var afturrúða í bíl og dýrum hátölurunum stolið úr honum. Hjólkoppar hverfa og svo mætti lengi telja. Helgi Daníelsson yfirlögreglu- þjónn hjá RLR sagði í samtali við Tímann í gær að erfitt væri að verjast slíkum þjófnuðum en stund- um mætti kenna um hirðuleysi eig- enda, sem gleymdu að læsa bílum sínum. Fyrsta vörnin gegn þjófnaði af þessu tagi er að læsa bílnum og einnig að leggja honum á áberandi stað, þannig að hann sjáist en því miður hefur það sannast að slíkt dugar ekki alltaf. - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.