Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 1
í STUTTU MÁLI... LANDBÚNAÐARráöherra hefur samþykkt beiöni Áburöarverk- ; smiöju ríkisins um 7% meöalhækkun áburðar. Hækkun þessi er í samræmi við I áætlanirríkisstjórnarinnarumhæfileg- ' ar verðbreytingar áburöar. Venjan er að ráöherra sendi hækk- | unarbeiönir til umsagnar sérfræði- i stofnana, en þar sem hækkunarbeiðn- in er innan þess ramma sem ríkis- stjórnin hefur ásett sér um verðlags- breytingar, gerist þess ekki þörf. EINUNGIS óformlegarþreifingar fóru fram í farmannadeilunni í gær. • Ekkert útlit var fyrir fundahöld yfir , helgina í gærkvöldi. Undanþága var veitt í gær vegna flutnings á salti til Vestfjarða. Mun Hvalvíkin fara með farminn. Rætt var í gærkvöldi að veita undanþágu vegna flutninga á saltsíld til Sovétríkjanna. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hefur sagt að laga- setning komi ekki til greina í deilunni. ÚTVARPÍÐ flytur í nýja hús- næðið við Efstaleiti í mars nk. enda hefur það staðið við skuldbindingar I sínar við framkvæmdasjóð Ríkisút- varpsins. Vanaoldnar greiðslur sjón- | varpsins í sjóðinn hafa ekki áhrif á 1 þann flutning. Hinsvegar er Ijóst að sjónvarpið flytur ekki á sumri 1988 eins og til var ætlast, heldur seinkar flutningi af fjárhagsástæðum. NEMENDAFÉLAG Flens- | borgarskólans á 15 ára afmæli, var. stofnað 1972. Þar sem það er á reiki hvaða dag félagið'J var stofnað halda nemendur þar eina mikla afmælishátíð í heila viku, líkt og kjötkveðjuhátíðin í | Ríó. Margt verður til dýrðar og verður y menntamálaráðherra, bæjarstjóri o.fl. > viðstaddir setninguna klukkan 8.00 á | mánudagsmorguninn. Þáermatarboð í skólanum um kvöldið. Á þriðjudaginn j; munu ýmsir landsfrægir skemmtikraft- . ar, stjórnmálamenn og prestar sýna á sér betri hliðina í ræðustól og á miðvikudaginn verður 15 metra löng > terta hesthúsuð. Á fimmtudagskvöldio > verða tónleikar með Bubba, Grafík, ;; Greifum og Sverri Stormsker, svo í? nokkrir séu nefndir, og á föstudag er | almenn gleði. Þá verða allir greiddir og ^ klipptir sem vilja af iðnskólanemum í | Hafnarfirði. ÍÞRÓTTASAMBAND is- lands (ÍSÍ) og Flugleiðir hafa endurnýj- § að samstarfssamning sinn frá síðasta | ári. Samningurinn gildir til ársloka ' 1987. Samningurinn felur m.a. í sér að íþróttafólk sem ferðast á vegum iSÍ njóti sérstakra kjara varðandi fargjöld 1 Flugleiða, bæði. í millilandaflugi og innanlandsflugi. ÍSÍogFlugleiðirmunu 1 síðan sameiginlega standa að auglýs- ;> ingum og kynningum vegna íþróttavið- % il burða. Samningurinn var undirritaður af í. Sveini Björnssyni forseta ÍSÍ og Sig- 1 urði Helgasyni forstjóra Flugleiða 4. janúar sl. Eftir undirritun samningsins sagðist Sigurður Helgason fagna þessu samstarfi, og sagoi það einlæg- an hug Flugleiöamanna að styðja við íþróttahreyfinguna í landinu. Sveinn Björnsson þakkaði Flugleiðum sam- starfið og talaði um hversu mikils virði þessi stuðningur Flugleiðamanna væri íþróttahreyfingunni. Við þetta tækifæri afhenti hann Sigurði Helgasyni og öðrum viðstöddum afmælispening, sem steyptur var sérstaklega í tilefni \ 75 ára afmælis ÍSÍ. KRUMMI „Þeir selja víst kartöflur í staðinn fyrir magnyltöflur í apótekum fyrir norðan. “ Viö stórslysi lá af völdum varhugaverðs rafmagnstækis: Klemmulampi kveikti í rúmi 6 ára barns .Hefði sannarleaa aetið farið verr,“ seqir Herborg Sigtryggsdóttir móðir Rafmagnseftirlit ríkisins hefur Þorgeir Ómarsson, 6 ára gamall nú til athugunar lampategund eina drengur í Kópavogi hefur heldur sem nýlega er komin á markaðinn. betur leiðinlega reynslu af lampa- Um er að ræða lítinn lampa með tegund þessari. kastperu og plastskermi. Lampinn Þorgeiri hafði verið gefinn svona er með klemmu og ætlaður til að lampi og vildi hafa hann uppi í rúmi festa upp á t.d. hillur. Á snúrunni hjá sér við að lesa. A rúminu er um er rofi til að kveikja og slökkva. 10 cm brík sem upplagt var að festa lampann á, en skermurinn náði , enumtveimurtímumeftiraðhann næstum að dýnunni. er sofnaður verð ég vör við að hann Áður en hann fer að sofa, slekk- fer fram og ég fer af einhverri rælni ur hann á lampanum en hefur að gá að honum. Þegar ég lít inn í síðan rekið sig í rofann á snúrunni herbergið er það fullt af reyk. Þá . í svefninum, þannig að það kviknar sé ég að lampinn liggur alveg niður ljós á lampanum. í dýnunni og peran nær niður fyrir „Við hjónin vorum inni í stofu \ skerminn. Stærðar gat var komið á I áklæði dýnunnar og dýnan sviðin á stórum parti og töluvert djúpt. Ég jveit ekki hvort það kviknaði bein- ■línis eldur í dýnunni, því það vildi þannig til að bókin sem hann hafði verið að lesa hafði runnið yfir gatið og gat hafa kæft eld ef um hann hefur verið að ræða. Það hefði svo sannarlega getað farið verr, ég veit ekki hvaða mildi réð því að hann vaknar og eins að ég fór að gá að honum sem ég er nú að mestu hætt,“ sagði Herborg Sigtryggs- dóttir, móðir drengsins. Þessir lampar hafa verið leyfðir á Norðurlöndunum, vegna mcrk- ingar sem er á skerminum, um að lampinn verði að vera í um 80 cm fjarlægð frá þeim stað sem hann lýsir á. Herborg sagðist ekki hafa veitt þessum merkingum athygli enda væru þær á einhverjum táknum sem hún hefði aldrei séð. „Þegar maður fer að hugsa um það hvar maður setur klemmulampa upp, þá er það nú í fæstum tilfellum í 80 cm fjarlægð frá öðrum hlutum. Það má kannski segja að við þessar aðstæður hefði kviknað í út frá hvaða lampa sem er, en það er hins vegar varla hægt að hengja aðra lampa þarna upp þannig að í því er hættan fólgin," sagði Herborg. „Þetta er eitt af því sem þarf að taka mjög föstum tökum og við ;munum gera það á næstunni,“ sagði Guðbjartur Gunnarsson hiá Rafmagnseftirliti rikisins. ^BS Herborg Sigtryggsdóttir, ásamt syni sínum Þorgeiri Ómarssyni. Tímamynd: PJetmr. Innfellda myndin sýnir hvemig skaðvaidurinn iítur út (til vinstri) og annar heill af sömu gerð. Tímamynd: Sverrir. Bændur á Norðurlandi: Kartöfiusölustríð Eiríkur Sigfússon: Gátum ekki selt í gegnum Ágæti. Guðmundur Þórisson: „Óhagstætt bændum. Svo virðist sem samkeppni kartöflubænda sé komin á nokk- uð hátt stig. f Eyjafirði eru núna þrjú kartöflusölufélög starfandi, þar af eitt sem eingöngu stefnir á Reykjavíkurmarkað. Kjörland og Öngull selja kar- töflur á Norðurlandi, mest í Eyja- fírði, en Eyfirska kartöflusalan, sem er að taka til starfa um þessar mundir ætlar að selja kartöflur í Reykjavík og nágrenni. Éyfirska kartöflusalan mun selja flysjaðar kartöflur til veit- ingahúsa á höfuðborgarsvæðinu og einnig býður hún upp á opna sölu með heímsendingarþjónustu á flysjuðum eða óflysjuðum kar- töflum í 25 kg sekkjum sem kosta kr. 800,-. Eiríkur Sigfússon, einn af þremur eigendum Eyfirsku kart- öflusölunnar sagði stofnun félags- ins til komna vegna þess að sér og öðrum eyfirskum kartöflubænd- um hefði verið meinað að selja „eyfirskar kartöflur" í gegnum Ágæti. „Ég var í stjórn Ágætis, en Ágæti neitaði að taka mig inn sem viðskiptaaðila því þeir vilja ekki fá okkur inn á sölusvæði Reykiavíkur. Ég veit ekki betur en Ágæti eða sölusamtök ís- lenskra matjurtaframleiðenda séu opin öllum, en þegar ég og fleiri sóttum um inngöngu í félag- ið var okkur hafnað. Ég lýsti því yfir að úr því við fengjum ekki að selja okkar hlut- fall af framleiðslu eins og aðrir þá stofnuðum við bara eigið félag og það gerðum við. Við munum aðallega þjóna veitingahúsum og mötuneytum á höfuðborgarsvæð- inu“, sagði Eiríkur. Sölufélagið Öngull var til áður en Kjörland var stofnað í fyrra, en meðlimir önguls tóku einnig þátt í stofnun Kjörlands. Kjör- land var stofnað í kjölfar þess upplausnarástands sem skapaðist í kartöflusölumálum þegar Kaup- félag Svalbarðseyrar hætti starf- semi. Það voru því flestir kart- öflubændur í Eyjafirði sem stóðu að Kjörlandi. KEA var ekki reiðubúið til þess að taka að sér kartöflusöluna, KSÞ hafði haft um 80% af kartöflusölu svæðis- ins. í dag pakkar Öngull kartöflum í neytendaumbúðir og Kjörland einnig ásamt því að halda kar- töfluverksmiðjunni á Svalbarðs- eyri gangandi. „Ég tel að þessi þróun sé ekki hagstæð bændum, síður en svo,“ sagði Guðmundur Þórisson for- maður Félags kartöflubænda á Norðurlandi, en hann er einnig hluthafi í Kjörlandi. Ein ástæða þessarar ósamstöðu taldi Guðmundur vera hversu erfitt væri fyrir íslenskar verk- smiðjur að standast samkeppni innfluttra kartaflna. Aðspurður um áframhald þessa sölustríðs sagði Guðmund- ur að menn yrðu að gera sér fljótlega grein fyrir því hvort þeir ætluðu að standa saman eða ekki. Það yrði því að fara að ræða þessi mál. -ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.