Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 2
Laugardagur 7. febrúar 1987 2 Tíminn, Jón Finnsson í Reykjavík Tímamynd Fjetur Fjölveiðiskipið Jón Finnsson: Rannsóknardeild ríkisskattstjóra: Þrefalt fleiri úrskurðir 1986 -en árið á undan. Sektir samtals um 13 milljónir í ár en voru um 2 milljónir árið áður Ríkisskattanefnd kvað upp 11 úr- skurði um sektir á árinu 1986, alls að upphæð tæpar 13 milljónir króna. Til samanburðar má geta þess að úrskurðað var í 4 málum árið 1985, alls að upphæð tæpar 2 milljónir króna. Auk þess var á liðnu ári kveðinn upp dómur í Sakadómi Kópavogs, sekt að upphæð tæpar 18 milljónir króna. Þá var rannsóknarlögreglu ríkisins send 4 mál til opinberrar með- ferðar í framhaldi af skoðun rann- sóknardeildar ríkisskattstjóra. Rannsóknardeildin tók alls 366 mál til athugunar á árinu 1986. Þar af gáfu 103 þeirra tilefni til hækkunar á opinberum gjöldum. Ennfremur var framkvæmd könnun í þremur skattumdæmum á ástandi tekju- skráningar 460 smásöluverlana í 12 atvinnugreinum. Athugað var hvort farið væri eftir þeim reglum sem gilda um skráningu staðgreiðslusölu og lánasölu. Tekjuskráning 247 fyrirtækja reyndist í ólagi. ABS Nýsmíðað loðnuskip komið til landsins - frá Póllandi. Var að hluta borgað með saltsíld Frumvarp til umferðarlaga: Þingmenn vilja fara í hundrað Nefnd vill breyta ákvæðum um hámarkshraða Komið er til landsins nýtt loðnu- skip sem smíðað var í Póllandi og er þetta fyrsta skipið af stærri gerðinni sem kemur hingað nýsmíðað eftir að reglur um endurnýjun skipaflotans voru hertar. Skipið á Gísli Jóhannes- son skipstjóri og útgerðarmaður, en skipið var smíðað hjá Szczecin Ship Repair Yard í Póllandi samkvæmt samningi sem gerður var í desember 1985. Skipið Jón Finnsson er fjölveiði- skip 53,60 m á lengd og 11 metra breitt. Dýptin er 5,60 metrar að aðalþilfari og 8 metrar að efra dekki. Skrúfan er stór og hæggeng til orku- sparnaðar. Skipið er búið vinnslusal á millidekki þar sem hægt er að vinna og frysta rækju. Auk þessa er skipið búið öllum fullkomnustu fiski- leitar- og fjarskipta- og siglingar- tækjum. Nýja skipið kemur í stað eldra skips með sama nafni sem var tekið Stækkun álversins í Straumsvík: Alusuisse ekki með Viðræðum starfshóps undir for- ystu Alberts Guðmundssonar iðnað- arráðherra við Alusuisse um hugsan- lega aðild fyrirtækisins að stækkun álversins í Straumsvík lauk á mið- vikudag án árangurs. Þar kom fram að Alusuisse hefur ákveðið að draga saman starfsemi sína á sviði hráálbræðslu og mun því ekki taka þátt í að stækka álverið, a.m.k. ekki á næstu árum. Telur iðnaðarráðuneytið að ís- lensk stjórnvöld verði nú að taka frumkvæðið varðandi stækkun ál- versins í Straumsvík. Á fundinum lýsti Alusuisse yfir fullum stuðningi við slík áform og er fúst til samvinnu í því efni. Þykir í því sambandi hagkvæmt að samnýta þá aðstöðu sem fyrir er í Straumsvík, bæði fyrir íslenska álblendifélagið og væntanlega sam- starfsaðila um stækkun álversins. Iðnaðarráðherra mun á næstu vik- um láta hefja könnunarviðræður við hugsanlega eignar- og samstarfs- aðila. Hyggst ráðherra láta sérstaka samninganefnd annast framkvæmd viðræðnanna, sem í sitja Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Birgir ís- leifur Gunnarsson alþingismaður, Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur og Gunnar G. Schram alþingismaður. ÞÆÓ út af skipaskrá og selt til Chile sumarið 1985. Heildarverð skipsins, þar með tal- inn heimsiglingarkostnaður, fjár- magnskostnaður og allur búnaður er um 170 milljónir króna. Það óvenju- lega við kaupin var þó að skipið var að hluta til borgað með saltsíld sem söltuð var umfram samninga árið 1984. Á skipinu verður 15 manna áhöfn og skipstjóri er Gunnlaugur Jónsson. Skipakaupin voru gerð með milli- göngu Vélasölunnar hf. og Navimor sölusamtaka pólskra skipasmíða- stöðva. Allsherjarnefnd efri deildar Al- þingis hefur skilað breytingartillög- um við frumvarp til umferðarlaga, sem Jón Helgason dómsmálaráð- herra mælti fyrir fyrr í vetur. Þetta frumvarp hefur verið til meðferðar á tveimur undanfarandi þingum, en ekki fengið afgreiðslu. Ein af breytingartillögum nefnd- arinnar er að hámarkshraði verði hækkaður á vegum með slitlagi utan þéttbýlis, verði 90 kílómetrar í stað 80 sem segir í frumvarpinu. Þó vilja þingmennirnir í allsherjarnefnd að heimilt sé að hafa allt að 100 kíló- metra hámarkshraða á tilteknum vegum að uppfylltum vissum skilyrð- um. Þá vill nefndin leyfa 90 km há- marksökuhraða fólksbifreiða yfir 3,5 tonn og 80 km fyrir aðrar bifreiðar sömu þyngdar, sem er 10 km meiri hraði en frumvarpið leggur til. Þessar breytingartillögur eru nær samhljóða frumvarpi Páls Péturs- sonar um hækkun hámarkshraða sem hann mælti fyrir í vetur í neðri deild Alþingis. ÞÆÓ Leiðrétting Meira en ein skyndilokun að jafnaði ádag! í frétt { Tímanum í gær var bent á að Hafrannsóknarstofnun hefur fyrirskipað óvenju mikið af skyndilokunum veiðisvæða vegna smáfisks í afla að undanförnu, eða alls um 19 talsins á þessu ári. (Sú 20. kom í gær.) Blaðamanni varð fótaskortur í reiknilistinni þegar hann hélt því fram að þetta merkti að skyndilokun hafi verið beitt að jafnaði annan hvern dag á þessu ári, en í þeim útreikningi gleymdist að reikna með sjó- mannaverkfallinu. Skip fóru ekki á sjó fyrr en í kringum 20. janúar og því hafa skyndilokanirnar ver- ið mun tíðari eða þetta ein til tvær á dag. Þetta leiðréttist hér með. - BG - BG Stofnfélagar og formenn nemendafélaga stilla á Útrás FM 88,6: (f.v.) Björgvin Ragnarsson, FG, Hrannar B. Arnarson, MH, Sigþór Sigurðsson, FB, Guðmundur Birgisson, MS, Ágústa Skúladóttir, Kvennó, og Ragnheiður Traustadóttir, MR. Ofan við hana glyttir í Loga Eiðsson Bergman, FÁ, en á myndina vantar Jóhannes K. Kristjánsson, Iðnskólanum. Tímamynd Pjétur Nýtt útvarp stofnað: ÚTRÁS FM 88,6 Ný útvarpsatöð mun hefja rekst- ur á mánudagprn klukkan 12. Hún ber nafnið Útós <jg verður sent út á tíðni FM 8)3,tí. Hún er rekin af Útvarpsfélagi framhaldsskóla- nema hf. en aðild að því félagi eiga Fjölbrautaskólarnir við Ármúla, í Breiðholti, í Garðabæ, Iðnskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn, MH, MR og MS. Dagskrárgerð verður í höndum hvers nemendafélags fyrir sig, en verður útsendingartíma skipt bróðurlega milli skóla. Öll aðstaða útvarpsins verður í nýju hljóðveri í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Fyrst um sinn mun dagskráin tengj- ast „opnum dögum“ í skólunum, en ekki er gert ráð fyrir samfelldri og fastri dagskrá, eins og á öðrum útvarpsstöðvum. Menntaskólinn við Sund ríður á vaðið og hefur fyrstur útsendingar, en á mánudag hefst hjá honum svokölluð Þorravaka. Þar sem um skólaútvarp er að ræða verða ekki útsendingar á sumrin, en leitast verður við að hefja útsendingar ýmist klukkan 10.00 eða 20.00 og þá alltaf til 24.00. Eftir 20. mars verða útsend- ingar reglulegri, en þangað til riðl- ast reglan, vegna „opinna daga“ skólanna. Tilgangur með stöðinni er marg- þættur, m.a. að auka fjölbreytni félagslífs skólanna, bæta og auka tengsl þeirra og samskipti, efla fjölmiðlakynningu og gefa fram- haldsskólanemum færi á að koma sínum málum á framfæri í þjóðfé- laginu. Dagskrárgerð verður í höndum hvers nemendafélags fyrir sig, en öll vinna við Útrás FM 88,6 verður unnin í sjálfboðavinnu en engar auglýsingar munu hljóma þaðan á öldum ljósvakans. „Enda útvarp þetta ekki hugsað sem gróða- firma,“ segja talsmenn þess. Þi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.