Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 4
irtildúfurnar Sarah „utóber.^Michael er sagður mjög iðugt verið saman siðan 1 okto heppinn, að verða kkufegur yfir því, að "JÍÍTenhanmSjálfurerhann tfanginn ^Jntímetrar á hæð, en Sarah er aðeins 155 Nancy McKeon var vinkona Michaels um tíma. Hún var töluvert hærri en hann, þó hún væri ekki tiltakanlega stórvaxin MICHAEL ^LTíminn Michael J. Fox á blaða- mannafundi eftir að hann varkosinn vinsæl- asti leikarinn í Banda- ríkjunum. í öðru og þriðja sæti voru stór- kallar eins og Don Johnson (Undirheimar Miami) og Bill Cosby (Fyrirmyndarfaðir) J.F0X hitti elskuna sína í rútubíl INS og gengur um mönnum hefur leikarinn Mic- hael J. Fox verið skotinn í stelpum. Það hefur verið talið til frétta vegna þess hve hinn 25 ára gamli leikari er vinsæll og þekktur um allan heim. Það var kvikmyndin „Aftur til framtíðar“ sem átti mestan þátt í geysiiegum vinsældum Michaels, en síðan hefur hann leikið bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum („Family Ties“) og verið efst á blaði í vinsældakosningum leikara í Bandaríkjunum. Nú nýlega komu fréttir af því að Michael væri kominn með nýja kærustu. Hann segir sjálfur: „Ég er ástfanginn af sætustu og hressustu stelpu sem ég hef nokkru sinni kynnst!" Stúlkan sem Michael lýsir þannig heitir Sarah Jessica Parker og er ung Ieikkona. Hún hefur leikið gamanþáttum í sjónvarpi. Pau hittust í rútubíl s.l. haust, en þá voru þau á ferð með umhverf- isverndarfólki í Kaliforníu. Hópur af frægu fólki, svo sem Michael J. Fox o.fl. leikarar og frammámenn í stjórnmálum bund- ust samtökum um að ferðast um landið og upplýsa fólk um hættuna af eiturefnaúrgangi, sem víða er fleygt nteð öðru rusli á sorphauga en mikil hætta stafar af. Pessi ferð vakti mikla athygli, bæði almenn- ings og stjórnvalda. Michael og Sarah Jessica urðu fljótlega kunnug í ferðinni, en ekki varð neitt áframhald á vinskapnum fyrr en þau hittust þrem vikum seinna í Paramount kvikmyndaver- inu og Michael bauð dömunni út að borða. Síðan hafa þau stöðugt sést saman og virðast mjög ham- ingjusöm. Bonnie Tyler í nýju peysunni. T.v. við hana er Óskar Hallgrímsson, framkvæmdastjóri fatadeildar, en t.h. er Peter Salmon sölustjóri Frægt fólk þakkar ÁLAFOSSI fyrir peysur u I eimsfrægt fólk hefur heim- sótt Álafoss undanfarið. T.d. poppsöngkonan Bonnie Tyler, sem við það tækifæri fékk að gjöf peysu og jakka úr 1987-línu Álafoss. f tilefni leiðtogafundarins í Reykjavík gaf Álafoss valdamestu mönnum heims og eiginkonum þeirra íslenskar ullarflíkur, og ný- lega barst fyrirtækinu þakkarbréf frá Ronald Reagan Bandaríkja- forseta, þar sem hann segir m.a. að þau Nancy og hann þakki fyrir peysurnar og þá vináttu sem gjöfin sýni. Bréfið er stílað til stjórnar Álafoss og starfsfólks í skrifstofu og verksmiðju. O e ic' 'lHoi V iryuSi ' t f Laugardagur 7. febrúar 1987 SVEITARSTJÓRNARMÁL Keflavík Málefni fiskmarkaðar Að undanförnu hefur atvinnu- málanefnd Keflavíkurfjallað nokkuð um stofnun hugsanlegs fiskmarkað- ar í Keflavík, en fiskmarkaðir hafa mikið verið til umræðu í hinum ýmsu sveitarstjórnum eftir að hugmyndin um stofnun slíkra markaða kom fram á síðasta ári. Atvinnumála- nefndin hefur sent Útvegsmannafé- lagi Suðurnesja svohljóðandi bréf: „Atvinnumálanefnd Keflavíkur óskar álits af hálfu útvegsmanna um hugsanlegan fiskmarkað í Keflavík eða á landshafnarsvæðinu. Sú mikla umfjöllun sem orðið hefur ( þjóðfélaginu um uppboðs- markað á ferskum fiski á hinum ýmsu stöðum á landinu, hefur vakið upp þá spurningu í atvinnumálum Keflavíkur, hvort ekki sé tímabært að huga að slíkum markaði hér. Greinilegt er að mikil breyting á sér stað í fisksölumálum okkar. Það virðist því ekki vera hvort heldur hvenær frjálst uppboð á fiski verði að veruleika. Það er öllum Ijóst að til þess að slíkur markaður geti orðið að veruleika verður að gera ná- kvæma úttekt á því máli og hefji markvissan undirbúning. Þar af leiðandi er vert að velta fyrir sér ýmsum spurningum, sem upp koma og fá umræður um málið og gera sér grein fyrir stöðunni eins og hún er í dag. Þar sem Ijóst er að þessu fylgir mikill kostnaður fyrir útgerðina m.a. vegna kassavæðingar skipa, breyt- inga á lestum og margra annarra liða, vildum við í framhaldi af þessu fá umræður og álit útvegsmanna á eftirfarandi: 1. Á fiskmarkaður rétt á sér í Kefla- vík eða Njarðvík? 2. Hvaða áhrif telja útvegsmenn að fiskmarkaður hafi? a) - á fiskverð, b) - á gæði landaðs afla, c) - í samkeppni við útflutning í gámum. d) - til hagsbóta fyrir útgerð? Ennfremur óskum við eftir að heyra álit útvegsmanna á því að opinbert fiskmat hefur verið felt niður. Með ósk um jákvæða umfjöllun og hugsanlega samvinnu um eflingu fiskvinnslu í Keflavík." Bréf þetta er að mörgu leyti athygl- isvert enda glíma Suðurnesjamenn nú við mikinn vanda í útgerðarmál- um. í fréttum hefur verið rætt um hugsanlega sölu Suðurnesjatogara, sem óumdeilanlega kæmi mjög illa niður á atvinnulífi á svæðinu. Því er ekki furða að atvinnumálanefndin fjalli ítarlega um málefni fiskmarkað- ar ef hann myndi bæta atvinnuhorfur í sveitarfélaginu. Málefni íþróttaráös Hjá íþróttaráði Keflavíkur eru ýmis góð mál á döfinni og er ekki úr veai að líta á nokkur þeirra. Iþróttaráð hefur lagt til að í sumar verði starfræktur íþrótta og leikja- skóli Keflavíkur. Gert er ráð fyrir að skólinn verði fyrir 6 ára börn og eldri. Kennsla færi fram á íþróttasvæðinu og í íþróttahúsinu við Sunnubraut og e.t.v. víðar. Skólinn á að standa yfir í þrjá mánuði þ.e. júní-ágústloka. Hvert námskeið standi yfir í einn mánuð og kennt verði 5 daga vikunnar frá kl. 9:00 til 16:00. Gert er ráð fyrir að á hverju námskeiði verði 100-150 börn og þeim skipt í tvo hópa, annar hópur- inn verði fyrir hádegi og hinn eftir hádegi. Fyrirhugað er að ráöa fjóra íþróttakennara til starfa við skólann og munu þeir kenna undirstöðuatriði í ýmsum íþróttagreinum og leikjum. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.