Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 7
Frá miðstjómarfundi kínverska kommúnistaflokksins: Viljum ekk- ert með Israela hafa. Kínverjar neita ísraelstengslum Pekíng-Reuter Stjórnvöld í Kína neituðu í gær ísraelskri blaðafrétt um að þau væru reiðubúin til að taka upp formlegt stjórnmálasamband við ísrael í skiptum fyrir að fá að leika hlutverk í alþjóðlegri ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum. Talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins sagði fréttina, sem birtist í blaðinu Davar Daily, „vera hreinn tilbúning". í fréttinni voru kínverskir embættismenn sagðir hafa átt Ieyni- legan fund með Avraham Tamir skrifstofustjóra ísraelska utanríkis- ráðuneytisins í síðustu viku. Þar áttu þeir, samkvæmt fréttinni, að hafa lagt fram tilboð um formlegt stjórn- málasamband með því skilyrði að Kínverjar fengju að taka þátt í friðarráðstefnunni og hafa þannig áhrif á gang mála í Mið-Austurlönd- um. Stjómir Jórdaníu og Egyptalands hafa hvatt til ráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum og vilja að öll aðildarríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eigi fulltrúa á slíkri ráð- stefnu. ísraelstjórn hefur hinsvegar þvertekið fyrir að Sovétríkin og Kína eigi fulltrúa á ráðstefnu sem þessari nema þau samþykki að taka upp formlegt stjórnmálasamband við ísrael. Tíminn 7 llllllllllllllllllllllllllll ÚTLÖND ÍIÍÍÍÍ Finnland: Tannlæknar annast eftirlit med eyðni Helsínkl-Reuter Starfsmaður finnska tannlækna- félagsins sagði í gær að tannlæknar landsins myndu senn fá í hendurnar leiðbeiningar sem gætu hjálpað þeim að greina kvilla í munni sem tengjast eyðnisjúkdómnum. Rannsókn sem tveir finnskir vís- indamenn hafa unnið að hefur nefni- lega sýnt að vissar breytingar verða í slímhúð munnsins í þeim sem bera í sér eyðniveiruna illræmdu. Stína Syrjanen tannsérfræðingur og Sirkka-Lísa Valle læknir hafa undanfarin tvö ár unnið að þessari rannsókn og telja þær að breyting- arnar f slímhúð munnsins séu fyrstu merkin um að viðkomandi sé með eyðni. Standist þessi rannsókn geta tann- læknar þar með verið þeir fyrstu sem sjá hvort einstaklingur sé haldinn eyðni. Alls hafa ellefu manns látist af eyðni í Finnlandi. riMINN Síðumúla 15 @ 68 6300 Lindarbraut Miöbraut Vallarbraut Nesbali Sævargarðar Sefgarðar Bollagarðar Eskihlíð Mjóahlíð Skerjafjörður Kvisthagi Fornhagi Hjarðarh. 45-út Ægisíða 78-100 Tómasarhagi Ægisíða 60-76 Þrastargata Smyrilsvegur Fálkagata Lynghagi . Starhagi Grímshagi Ægisíða 50-58 Fagrabrekka 25 og út Álfhólsv. 54-135 Tíxninn DJÓÐVILJINN S. 686300 S. 681866 S.681333 Blaðburður er Auglýsing frá Menntamálaráði íslands um styrkveitingar árið 1987 Samkvæmt fjárveitingu á fjárlögum 1987 verða á árinu veittir eftirfarandi styrkir úr Menningar- sjóði íslands: Útgáfa tónverka Til útgáfu íslenskra tónverka verða veittir einn eða fleiri styrkir en heildarupphæð er kr. 100.000.00 Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um tónverk þau sem áformað er að gefa út. Dvalarstyrkir listamanna Veittir verða 8 styrkir að upphæð kr. 70.000.00 hver. Styrkir þessir eru ætlaðir listamönnum sem hyggjast dveljast erlendis um a.m.k. tveggja mánaða skeið og vinna þar að listgrein sinni. Umsóknum skulu fylgja sem nákvæmastar upplýs- ingar um fyrirhugaða dvöl. Þeir sem ekki hafa fengið sams konar styrk frá Menntamálaráði síðastliðin 5 ár ganga að öðru jöfnu fyrir við úthlutun. Styrkir til fræðimanna Styrkir þessir eru til stuðnings þeim sem stunda fræðistörf og náttúrufræðirannsóknir. Heildarstyrk- upphæð er kr. 220.000.00. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um þau fræðiverkefni sem, unnið er að. Umsóknir um framangreinda styrki skulu hafa borist Menntamálaráði íslands, Skálholtsstíg 7, 101 Reykjavík fyrir 10. mars 1987. Nauðsynlegt er að nafnnúmer umsækjanda fylgi umsókninni. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Menningarsjóðs að Skálholtsstíg 7, Reykjavík. Ert þú að missa af lestinni? AFS býður ungu fólki 6-8 vikna sumardvöl og málanám 1987 í: * Danmörku, Finnlandi, Spáni, Sviss, Frakklandi, Þýskalandi, Portúgal: 15-18 ára. * Bretlandi, írlandi, sjálfboðaliðavinna: 16-21 árs. * Noregi, sveitastörf: 15-19 ára. * Hollandi, menningar og listadagskrá: 16-22 ára. * Bandaríkjunum, enskunám: 15-30 ára. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. Skrifstofan er opin kl. 14-17 virka daga. áíslanöi - alþjóðieg fræðsla og samskipti - Hverfisgötu 39, P.O.Box 753 - 121 Reykjavik. Simi 25450. iffflj LAUSAR SXÖÐUR HiÁ [W\ REYKJAVIKURBORG Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða starfsmann (lokunarmann) til innheimtustarfa. Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur í síma 686222. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að ráða eftirtalið starfsfólk: Deildarmeinatækni í 100% starf. Bókasafnsfræðing í 50% starf. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva og hjá hjúkrunarforstjóra Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, í síma 22400. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.