Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 12
•12 Tíminn lllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR 11111 íþróttaviðburðir helgarinnar Handknattleikur Enn er hlé á 1. deild karla og verður svo til 20. febrúar. í 1. deild kvenna leika FH og ÍBV í dag kl. 14.00 í Hafnarfirði, Valur og Stjarnan kl. 14.00 í Laugar- dalshöll og Víkingur og Fram á sama stað kl. 15.15. Á morgun mætast svo Ármann og ÍBV í Höllinni kl. 14.00. Þá verður einn leikur í 2. deild karla, HK og Reynir keppa í Digranesi í dag kl. 14.00. Körfuknattleikur Tveir úrvalsdeiidarleikir verða á dagskrá um helgina, báðir á morgun. Kl. 14.00 mætast Fram og UMFN í Hagaskóla en Valur og KR eigast við í Seljaskóla kl. 20.00. Tveir leikir verða í 1. deild kvenna, einnig báðir á morgun, KR og Haukar keppa í Hagaskóla kl. 15.30 en ÍR og UMFG í Seljaskóla kl. 21.30. i 1. deild karla keppa síðan Þór og Breiða- blik í dag kl. 14.00. Þrír leikir verða í 1. deild karla, allir í dag. Víkingur og ÍS mætast í Hagaskóla kl. 14.00, Þróttur og HSK á sama stað kl. 15.15 og KA og Þróttur N. í Glerárskóla kl. 14.00. Víkingur og Þróttur keppa í 1. deild kvenna í Hagaskóla kl. 16.30 í dag og HK og ÍS í Digranesi kl. 14.00 á morgun. Frjálsar íþróttir Meistaramót íslands innanhúss verður í Laugardalshöll og Bald- urshaga þessa helgi og keppt bæði laugardag og sunnudag. Sund Unglingameistaramót Reykja- víkur fer fram um þessa helgi og verður keppt bæði laugardag og sunnudag í Sundhöll Reykjavík- ur. r Karate Unglingameistaramót íslands í karate verður haldið í dag í fyrsta sinn. Mótið fer fram í íþróttahúsi Seljaskóla og hefst kl. 14.00. Búist er við yfir 100 keppendum frá 11 félögum. Keppendur eru 17 ára og yngrí. o-ifc-o A Kraftlyftingar islandsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum verður haldið í Garðaskóla í Garðabæ í dag, laugardag og eru keppendur þar á aldrínum 14-23 ára. Meðal kcppenda er Torfi Ólafsson heimsmeistari unglinga en einnig keppa tveir enskir kraftlyftinga- menn. Mótið hefst kl. 14.00. Laugardagur 7. febrúar 1987 Enska knattspyrnan: Everton vill á toppinn Allar líkur benda til að skoski landsliðsmaðurinn Graeme Sharp komi að nýju inn í stöðu sína sem sóknarmaður í liði Everton í dag en hann hefur átt við meiðsl að stríða og ekki getað verið með í síðustu tveimur leikjum. Ekki er vafi að endurkoma hans á eftir að styrkja liðið sem keppir gegn Coventry í dag. Búist er við hörkuleik, Everton fer á toppinn takist þeim að sigra en Coventry hefur hinsvegar gengið vel að undanförnu, jafntefli við Arsenal og sigur gegn Manchester United á heimavelli þeirra um síðustu helgi. Fari svo að Sharp geti leikið með - sem reyndar verður ekki ákveðið fyrr en eftir læknisskoðun stuttu fyrir leik - verður dagurinn í dag sá fyrsti á þessu keppnistímabili þar sem Howard Kendall framkvæmda- stjóri getur valið liðið úr hópi allra sinna sterkustu manna, aldrei slíku vant enginn meiddur. Miðvallarleik- maðurinn Peter Reid og varnarmað- urinn Pat Van den Hauwe voru í ástandi til að keppa um síðustu helgi í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili og Paul Brecewell og Kevin Sheedy eru því sem næst komnir á fullt skrið en allir hafa þessir menn verið meiddir. Everton er þá loksins að komast í það meistaraform sem menn höfðu spáð. Ekki eru þeir samt öruggir með toppsætið nema um stundarsakir, þó þeir sigri Co- ventry. Leik Arsenal og Liverpool hefur verið frestað því Arsenal keppir við Tottenham í deildarbik- arnum á morgun og þar með eiga þau lið einn leik til góða á Everton. Hitt er svo annað mál að Evertonlið- ið verður til alls líklegt með þennan mannskap losni þeir við meiðsli áfram. Graeme Sharp fer í læknisskoðun fyrir leik í dag og þá ræðst hvort hann getur leikið með á móti Coventry. Endurkoma hans í lið Everton verður þeim væntanlega mikill styrkur. Nt3A KOrfUDOltínn Fyrsta skíðamót vetrarins Frá Erni Þórarínssyni, Fljótum Skagafirði: Fyrsta skíðamót vetrarins á Siglu- firði fór fram um síðustu helgi og var það hið svokallaða Lionsmót sem er árviss viðburður. Mótið var góð upphitun fyrir siglfirskt skíðafólk því nú eru skíðamót framundan um nánast hverja helgi fram að Lands- mótinu. Fyrstu punktamótin eru um helgina og keppa unglingar 15-16 ára í alpagreinum á Dalvík en aðrir flokkar í göngu og alpagreinum keppa á ísafirði að undanskildum flokki 13-14 ára. Þeir munu keppa á HM á skíðum: Daníel keppir í svigi á morgun Daníel Hilmarsson skíðamað- ur frá Dalvík keppir á morgun í svigi á Heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Crans-Montana í Sviss. Daníel keppti ■ stórsvigi á mið- vikudaginn og hafnaði þar í 48. sæti eins og fram hefur komið hér á íþróttasíðunni. Hann mun hafa hug á að ná betra sæti í sviginu. Bikarkeppni KKÍ: Dregið í dag í dag verður dregið í 8 liða úrslit í bikarkeppni Körfuknattleiks- sambands íslands, í beinni útsend- ingu í íþróttaþætti ríkissjónvarpsins. Þau lið sem komin eru í 8 liða úrslit eru úrvalsdeildarliðin 6, UMFN, ÍBK, Valur, Haukar, KR og Fram sem öll fara sjálfkrafa í 8 liða úrslitin og auk þeirra 1. deildar- liðin ÍR og Þór. Þau sátu bæði hjá í 1. umíerð, í 2. umferð vann ÍR Breiðablik 90-74 og UMFG í 3. umferð 82- 75. Þórsarar unnu Tind- astól 110-101 í 2. umferð og UMFN- b 60-59 í þeirri þriðju. í átta liða úrslitum er leikið heima og heiman en úrslitaleikurinn verður einn og verður hann á dagskrá 10. apríl. 1 undanúrslitum í kvennaflokki leika KR-ÍS og Haukar-ÍBK. Siglufirði 13. og 14. þessa mánaðar í alpagreinum. Sigurvegarar í einstökum greinum á Lionsmótinu urðu þessir: Stórsvig: Flokkur 7-8 ára: Hafdís Hall og Jóhann G. Möller Flokkur 9-10 ára: Þóra Kr. Steinarsdóttir og Gísli Már Helgason Flokkur 11-12 ára: Elín Þorsteinsdóttir og Ásmundur H. Einarsson. Flokkur 13-14 ára: Guðrún Hauksdóttir og ólafur Þórir Hall Flokkur 15-16 ára: Guðrún Hauksdóttir og Haukur ómarsson Svig: Flokkur 7-8 ára: Jóhann G. Möller Flokkur 9-10 ára: Helga Hermannsdóttir og Gísli Már Helgason Flokkur 11-12 ára: Rósa Dögg Ómarsdóttir og Ásmundur H. Einarsson Flokkur 13-14 ára: Anna Bjömsdóttir og Ásþór Sigurðsson Flokkur 15-16 ára: Haukur Ómarsson Ganga, frjáls aðferð: Flokkur 7-8 ára: Hafliði Hafliðason Flokkur 9-10 ára: Jakobína Þorgeirsdóttir og Sigþór Hreiðarsson Flokkur 11-12 ára: Hulda Magnúsdóttir og Már örlygsson Stúlkur 13-15 ára: Ester Ingólfsdóttir Drengir 13-14 ára: Steingrímur Gottlíebsson Drengir 15-16 ára: Sölvi Sölvason Karlar 17 ára og eldri: Magnús Eiríksson Ganga, hefðbundin aðferð: Flokkur 7-8 ára: Hafliði Hafliðason Flokkur 9-10 ára: Jakobína Þorgeirsdóttir og Sigþór Hreiðarsson Flokkur 11-12 ára: Hulda Magnúsdóttir Drengir 13-14 ára: Gísli Valsson Drengir 15-16 ára: Sölvi Sölvason Stúlkur 13-15 ára: Ester Ingólfsdóttir Karlar 17 ára og eldri: Magnús Eiríksson Aftur tap hjá Lakers Leikmenn Los Angeles Lakers töpuðu öðrum leik sínum á fáum dögum er þeir kepptu í Portland á fimmtudagskvöldið, skoruðu 104 stig gegn 105 stigum heimamanna. Önnur úrslit á fimmtudagskvöld urðu þessi: Washington-Cleveland NY Knicks-NJ Nets . . Indiana-Detroit...... Houston-Golden State Milwaukee-Chicago . . San Antonio-Seattle . . Phoenix-Denver .... Utah Jazz-LA Clippers . 94-85 135-118 . 98-93 120-110 120-105 117-111 113-100 126-103 MÍ í frjálsum íþróttum 15-18 ára: HSK-menn sigursælir Keppendur frá HSK urðu mjög sigursælir á meistaramóti íslands 15-18 ára í frjálsum íþróttum sem haldið var í Baldurshaga og í Hveragerði um síðustu helgi. Þeir fengu 14 gull af 27 mögulegum og auk þess rúmlega helming allra verð- launasæta eða 39 af 76. Sæþór Þorbergsson HSH vann besta afrekið í sveinaflokki 15-16 ára er hann stökk 1,90 m í hástökki. í drengjaflokki 17-18 ára vöktu mesta athygli frændurnir Jón Arnar Magnússon og Ólafur Guðmunds- son úr HSK. Þeir kepptu báðir í átta greinum og komust á verðlaunapall í þeim öllum. Þar af sigraði Ólafur í þremur en Jón Arnar í tveimur. Guðbjörg Viðarsdóttir HSK hjó nærri íslandsmeti Guðrúnar Ingólfs- dóttur í kúluvarpi meyja er hún kastaði 11,15 m, vel á fjórða metra lengra en næsti keppandi. Metið er 11,50 m sett árið 1974. Þá sigraði Fanney Sigurðardóttir Ármanni með yfirburðum í langstökki og grindahlaupi og varð önnur í 50 m hlaupi. í stúlknaflokki vakti Súsanna Helgadóttir FH mesta athygli fyrir ágætt afrek í langstökki. Hún stökk 5,57 m. íslandsmeistarar urðu: Sveinaflokkur 15-16 ára: 50 m hlaup: Haukur Snær Guðmundsson HSK 6,3 sek. 50 m grindahlaup: Haukur Snær Guðmundsson HSK 7,9 sek. Langstökk með atr.: Amar Þór Bjömsson HSK 6,17 m Hástökk án atr.: Sæþór Þorbergsson HSH 1,45 m Langstökk án atr.: Jóhannes H. Helgason HSK 2,87 m Þrístökk án atr.: Haukur Guðmundsson HSK 8,37 m Hástökk með atr.: Sæþór Þorbergsson HSH 1,90 m Kúluvarp: Jóhannes H. Helgason HSK 12,14 m Drengjaflokkur 17-18 ára: 50 m hlaup: Einar Þ. Einarsson Á 6,0 sek. 50 m grindahlaup: Jón Arnar Magnússon HSK 7,4 sek. Langstökk með atr.: Jón Amar Magnússon HSK 6,97 m Hástökk án atr.: Ólafur Guðmundsson HSK....... 1,60 m Langstökk án atr.: Ólafur Guðmundsson HSK 3,10 m Þrístökk án atr.: Ólafur Guðmundsson HSK 9,27 m Hástökk með atr.: Einar Kristjánsson FH 1,95 m Kúluvarp: Bjarki Viðarsson HSK........ 13,17 m Meyjaflokkur 15-16 ára: 50 m hlaup: Guðrún Amardóttir UBK 6,7 sek. 50 m grindahlaup: Fanney Sigurðardóttir Á 7,9 sek. Langstökk með atr.: Fanney Sigurðardóttir Á 5,35 m Hástökk með atr.: Elín Jóna Traustadóttir HSK 1,60 m Langstökk án atr.: Guðrún Amardóttir UMSK 2,61 m Kúluvarp: Guðbjörg Viðarsdóttir HSK 11,15 m Flugleiðamótið: Kristján besti sóknarmaðurinn Þjálfarar liðanna fjögurra sem kepptu á Flugleiðamótinu í hand- knattieik settust á rökstóla að mótinu 'loknu á miðvikudags- kvöld og völdu bestu menn kepp- ninnar. Kristján Arason var kosinn besti sóknarmaðurínn, Omar Azeb frá Alsír besti vamarmað- urinn, Peter Huerlimann frá Sviss besti markvörðurinn og loks var Konráð Olavsson leikmaður 21- árs landsliðs íslands markahæsti leikmaður mótsins svo bikaramir skiptust jafnt milli liðanna fjögu- rra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.