Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminni ÁRNAÐ HEILLA Laugardagur 7. febrúar 1987 ■■illllll KAUPFELÖGIN lll||llllllll||ll Sjötugur Björn Guðbrandsson mánudaginn 9. febrúar Þegar ég var ung og pabbi varð fimmtugur fannst mér þetta voðaleg- ur aldur. Hann hlyti að hafa lifað voðalega lengi. En nú þegar mig vantar ekki mjög mikið upp á það, þá, nei, við skulum ekki tala um það. í>ó hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Friðfinnur Ólafsson, Erlendur Sigmundsson og fleiri kjarnakarakterar fóru á kostum í skemmtilegasta afmæli sem ég man eftir. Sumir hafa kvatt þessa veröld saddir lífdaga, en aðrir eru á meðai vor án þess að láta deigan síga. Það er eins og mörgum þeirra hafi tekist að leika á ungfrú klukku. Þannig virðist því vera háttað með afmælisbarn dagsins. Hann virðist oft hugsa og hreyfa sig á hraða Ijóssins, því stundum er erfitt fyrir venjulegt fólk að fylgja honum eftir er hann færir sig úr einni víddinni í aðra, rétt á meðan aðrir basla við næstu hugsun á eftir hinni er síðast var talað um. Þannig sver hann sig í ætt við vini sína fugla himins sem berast langar leiðir um himinhvolfin rétt á meðan við hin snúum höfðinu. Það má koma ýmsu í verk á tuttugu og fimm þúsund fimm hundruð sextíu og sjö dögum. Enda hefur hann nýtt tímann vel eins og sjá má í nýlegu viðtali í Helgarpóst- inum. Sá ferill lýsir margslunginni reynslu, þó miklu af lífshlaupinu sé sleppt. Sú grein undirstrikar samciginlega eiginleika hans og fuglanna, sem hann á sínum tíma átti frumkvæði að stofnun að félagi um, Fuglaverndun- arfélag íslands. Eðlið að þurfa stöðugt að víkka sjóndeildarhringinn. Honum er jafn eðlilegt að setjast upp í farartæki og láta berast á nýjar slóðir og farfugl- unum sem fljúga milli heimsálfa eftir árstíðum. Þeini fækkar óðum löndunum sem hann hefur ekki komið til til að drekka í sig nýja strauma. Mér segir svo hugur að enn eigi þeim eftir að fækka og hann eigi eftir að kanna fleiri lönd og fjarlægar slóðir. Þannig er hann og hans eðli. Þannig man ég eftir mestu samveru- stundunum, þegar hann um hvíta- sunnu pakkaði föggum sínum og okkar systra í bílinn og hélt á vit æskustöðva, í Skagafjörðinn. Söng „Skartar mörgu Skagafjörður" og splæsti á okkur dömurnar. Sem hann sagðist alltaf gera fyrir dömur. Það var ekkert verið að slóra á leiðinni. En stundum átti hann til að stöðva bílinn jafnvel í miðri Holtavörðu- heiði og segja „fugl“. Við systurnar blindar á fugla litum í kring um okkur og sáum engan. Hann tók upp sjónaukann og brá fyrir auga. Jú mikið rétt þarna langt uppi á heiði í mörg hundruð metra fjarlægð var „fugl“ himbrimi, lómur eða einhver önnur tegund. Það er eins og hann sé stilltur inn á bylgjusvið fugla. Aldrei gat ég skilið hvernig hann vissi um þessa fugla. í Hóladómkirkju sátum við síðan langa hátíðlega fermingu. Litið var inn til ættingja, en þess gætt að sóa ekki tíma bænda. Veitingar voru aðeins þáðar í kofanum við Héraðs- vötnin þarsem Þorsteinn föðurbróð- ir hans gætti hliðs sauðfjárveiki- varna. Margrét kona hans galdraði veislu upp úr kistu og kræsinga notið við glampa frá olíulampa. Þannig er honum farið eins og fuglinum sem alltaf leitar heim þang- að sem hreiðrið hans var þó hann fljúgi vítt um heini. Og líkt þessum verurn sem sjá veröldina úr annarri vídd, upphefja þyngdarlögmálið og snúa á aðdráttarafl jarðar í sínu sérhannaða gervi, þá er eins og hann búi yfir eiginleikum til að sjá úr annarri vídd hvað hrærist með náunganum og hvernig honum líði. í blíðu og stríðu bernskuára fann ég að hann stóð mcð mér þó fátt væri sagt. Sagt er að sannur heimsborgari sé sá sem falli inn í hvaða umhverfi sem er, hvort sem er í afdölum fjalla eða hringiðu stórborga. Þannig birtist hann ntér. Og eins og hinir vængjuðu vinir hans sem aldrei dvelja lengi á sama punkti nema eitthvað mjög áhugavert sé á boðstólum, þá hefur maður aldrei athygli hans nema stutta stund í einu nema ef um hans hjartans eða and- ans málefni sé að ræða. Ef ekkert kallar þá er hann óðum floginn á vit tónlistargyðjunnar. Það hljóta að vera þessir andans flughæfileikar sem hafi gert honum fært að snúa á ungfrú klukku. Matthildur Björnsdóttir Verslunarhús Kf. Héraðsbúa á Eg ilsstöðum í jólabúningi. VERSLUNARÞATTUR ADLAGAST Frá Kf. Héraðsbúa á Egilsstöðum Verslunarþátturinn hjá Kf. Hér- aðsbúa á Egilsstöðum hefur lagast, að því er Þorsteinn Sveinsson kaup- félagsstjóri segir í nýútkomnu frétta- bréfi félagsins. Þar segir að hjá félaginu séu menn nú aðeins byrjaðir að sjá helstu þættina í afkomu þess á síðasta ári. Vaxtaþunginn hafi minnkað og söluaukning í verslun- um félagsins sé í kringum 26%. Þótt verslunarþátturinn hafi lagast af þessum sökum séu þó áfram erfið- leikar í litlu búðunum. Þá er fiskvinnslan mun betri en í fyrra og framleiðslan töluvert meiri. í frystihúsi félagsins á Borgarfirði eystri var hún 15.000 kassar og 33.000 kassar í frystihúsinu á Reyð- arfirði. Útkoma hússins á Reyðar- firði er góð, og líkur eru á minni halla en áður á Borgarfirði. Það sem mest ber á milli húsanna er mismun- urinn á hráefninu. Á Reyðarfirði er uppistaðan togarafiskur en smáfisk- ur á Borgarfirði, og krefst hann mun meiri vinnu, bæði vegna smæðar og orma. Þá virðast þjónustugreinar félags- ins skila sér nokkuð sléttar, en þar er um að ræða bílaafgreiðslu og skipaafgreiðslur. í heild eru menn því nokkuð bjartsýnir á að endar nái saman hjá kaupfélaginu. Einnig er ljóst að staða við- skiptamanna Kaupfélags Héraðsbúa skiptist mjög í tvö horn líkt og áður. Þótt mikið sé talað um verðskerð- ingu og minnkaðan fullvirðisrétt hjá bændum þá er útkoman sú að sumir viðskiptamenn standa betur í reikn- ingi en áður. Á móti eru svo aðrir sem hafa versnað, og bilið á milli hópanna, sem klára sig nokkurn veginn, og hinna, sem eiga í erfið- leikum, hcfur aukist. Afurðasalan Um afurðasölu Kf. Héraðsbúa er nokkuð fjallað í fréttabréfinu. Þar er m.a. minnst á það að framleiðsla á nautgripakjöti hefur aukist mikið vegna minnkunar á framleiðslurétti mjólkur, og þótt neyslan hafi ekki minnkað hafa birgðir samt hlaðist upp. I fréttabréfinu segir að mikið verðstríð hafi verið í gangi á milli sláturleyfishafa. Niðurboð hafi átt sér stað, og eins hafi eldra kjöt ekki verið látið taka hækkanir, sem þá hafi komið út sem verðlækkun mið- að við nýju framleiðsluna. Kf. Héraðsbúa á nú í birgðum um 100 tonn af nautakjöti, og framund- an er nýtt ár sem fyrirsjáanlega skapar vanda. Nautakjötið er ekki undir verðábyrgð ríkissjóðs eins og mjólk ogdilkakjöt, heldur í umboðs- sölu og á ábyrgð bænda þar til það hefur verið selt. Kaupfélagið hefui greitt 75% af grundvallarverði til bænda mestan hluta ársins, og verð- ur svo framvegis. Þá hafa umfangsmiklar söluum- leitanir verið í gangi erlendis, bæði fyrir nauta- og dilkakjöt. Til dæmis hafa Búvörudeild Sambandsins og markaðsnefnd reynt mikið til að selja ærkjöt, sem Framleiðnisjóður á, til Egyptalands, en það hefur ekki tekist. Þá hefur verið leitað eftir sölu í fríhöfnum í Hamborg og Rotter- dam á nautakjöti og því dilkakjöti sem eftir er af framleiðslunni frá 1985. Það hefur ekki borið árangur, og ástæðan, sem gefin er upp aí þessum aðilum, er sú að jafnvel þótt verðið væri fært niður úr öllu valdi þá vanti hreinlega munna og maga til að innbyrða þetta kjöt, því að heimurinn sé yfirfullur af mat. Heildsala Kf. Héraðsbúa Þá er það í fréttum frá félaginu að heildsala á þess vegum tók formlega til starfa í byrjun nóvember s.l. Tildrög þessa voru þau að félagið hefur um nokkurt skeið flutt inn matvörur beint erlendis frá til Aust- fjarðahafna og jafnframt selt þær öðrum kaupfélögum á svæðinu. í framhaldi af þessu ákvað félagið svo að stíga skrefið til fulls, að því er segir í fréttabréfinu, og hefja sölu á almennum markaði. Vöruvalið var einnig aukið, og auk innfluttrar matvöru selur þessi nýja heildsala hreinlætisvörur frá Sjöfn á Akureyri og kaffi frá Kaffibrennslu Akureyr- ar. Þá er einnig selt þar í heildsölu sælgæti frá Lindu og smjörlíki og aðrar vörur frá Flóru. Viðtökur verslana á Austurlandi eru sagðar hafa verið góðar við þessu, og sé það von forráðamanna félagsins að þetta megi stuðla að lækkun vöruverðs eystra. Þá fengu félagsmenn Kf. Héraðs- búa send sérstök félagsskírteini í desember, sem giltu einnig sem afsláttarkort í sama mánuði. Á Borgarfirði eystra voru saltaðar2900 tunnur af síld í söltunarstöð félags- ins. Þá hefur aftur tekið til starfa reykhús hjá félaginu, og seldist mik- ið af hangikjöti þaðan fyrir jólin og líkaði vel. - esig LESENDUR SKRIFA Ut úr þokunni, undan eyðninni Verður eyðnin verri en svarti- dauði, bólusótt og holdsveiki? var spurt í fyrirsögn í víðlesnu blaði, eða eitthvað í þessa átt. Og þó að kvittir komi upp, að mótcfni sé fundið eða lyf, sem læknar, þagna þær raddir jafnóðum og þær vakna, og er nú svo að sjá sem hundruð milljóna eigi dauðann vísan. Ekki er nú fagurt um að litast á slíkum hnetti, og þó að einhverjir hafi ver- ið að tala um „reiði Guðs“ í þessu sambandi, er auðsætt, að þeirri svipu sveiflar enginn af neinu afli lengur. Fremur mætti beita vísinda- legum rökum, því að þau sannfæra betur. Staðreynd er það, að veiki hefur komið upp og breiðst út - og að það gerist einmitt þar, sem sið- ferði var á lægsta stigi og fór hríð- versnandi. Hversvegna það gerðist einmitt þarna, er ekki spurt, og lík- lega alls annars heldur en þessa, sem beinast liggur þó við. - Ætla verður, að samband sé á milli lífern- is manna og hugarfars annarsvegar og heilbrigði þeirra hinsvegar, og verður þá um leið að gæta þess, að enginn er sjálfum sér nógur og allir verða fyrir áhrifum af öðrum. Menn verða ekki þegar í stað sjúkir og aumir, þó að þeir fremji óhæfuverk, meðan þeir njóta sér betri manna að. En þegar lífinu í heild er mis- boðið með hinum herfilegasta hætti, hlýtur eitthvað undan að láta, enda fór svo þarna í San Francisco, einmitt þegar sumir héldu, að sér væru allir vegir færir. Þá var það, að eyðnin kom upp, og ætla þó sumir að í Afríku hafi áður orðið. En hvort sem var, má ætla, að veiran hafi verið sérhönnuð frá öðrum hnetti til að koma lagi á kynferðis- mál jarðarbúa. Ekkert annað en hin hroðalegasta ógnun gat skelft þá svo að dygði, enda er nú farið að sljákka töluvert (en þó ekki nægi- lega) í stjórnendum kynvillubæla, kvennamarkaða, kynblöndunar- húsa, eiturlyfjahola og vopnasmygl- setra. En slíkir staðir hafa verið ein- skonar brennideplar heimsverðand- innar að undanförnu. Þessi hel- stefnuframvinda er nú að verða mát, og jafnvel reykvíski ferða- mannaiðnaðurinn með helminginn af fimmtán ára stúlkum borgarinnar úti um nætur (ný rannsókn), er far- inn að titra - og þeir, sem skipu- leggja á „háu plani“ (peningaplaninu), kunna að vera farnir að hugsa sig um. Framundan er skák og því næst mát, því eyðnin lætur ekki að sér hæða. Vel tel ég mig geta skýrt, hvers eðlis kynvillan sjálf er, þó að ég orðlengi ekki um það að sinni, - en fullnægjandi skýring á þessu jafnt sem framkomu veirunnar, hygg ég leiða mundi í ljós, að bilið milli trúarbragðahugmynda og vísinda- þekkingar þurfi ekki að vera óbrú- anlegt. Menn þyrftu að skilja, að líf eins og hér á jörð er aðeins tilraun frá hinu fullkomnara lífi á góðum stjörnum til að koma upp eftirmynd sinni hér, (og á fjöldamörgum öðr- um álíka hnöttum) og að sú tilraun getur stundum mistekist með öllu; farast þá heilir hnettir. Spurningin hér á jörð er því sú, hvort við eigum að lifa eða lifa ekki. Og þó að íbúum annarra hnatta sé mikið í mun, að hér verði björgun, hlýtur þetta fyrst og fremst að vera ákvörðun okkar sjálfra, okkar, sem erum ekki eyðnismitaðir og viljum horfa til framtíðarinnar. Þann dag, sem við segjum: látum okkur ganga fyrir, sem ætlum að lifa, okkur, sem erum fslendingar, tölum málið og viljum tala það, - og ennfremur: okkur, sem erum Vestur- og Norðurevrópufólk og viljum vera það - þá geta hinir fullkomnari fyrst farið að liðsinna okkur. Og undir- eins og við tökum þá stefnu að vilja vera til, og gefast ekki upp á því, geta aðrir kynstofnar gert hið sama. Enginn bannar þeim, enda er ekk- ert líklegra en að þeir marki sér stefnu undireins og við höfum gert það. Þorsteinn Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.