Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.02.1987, Blaðsíða 17
Tíminn 17 Laugardagur 7. febrúar 1987 Mjólkurframleiðsla krefst hreinlætis Sápugerðin Frigg framleiðir landsins mesta úrval af hreinsiefnum fyrir mjólkuriðnaðinn. Starfrækjum eigin rannsóknastofu til gæöaeftirlits og þróun nýrra vörutegunda. Veitum allar nánari upplýsingar. Sápugerðin Lyngási 1 Garðabæ Sfmi 51822 cfðföAG Frá Félagi HROSSABÆNDA BÆNDAHÖUINNI HAGATORGI 107 REVKJAVlK ISLANO Stefnt er að því að stofna deild innan Fél. hrossabænda á Stór-Reykjavíkursvæði, Kjós, og Suðurnesjum. Hesteigendur, bændur og áhugamenn á þessu svæði eru hvattir til að hafa samband við Sigurð Ragnarsson í Búvörudeild SÍS. Útsending á skráningarblöðum vegna hestasölu er hafin. Stefnt er að flutningi með hrossaskipi í byrjun apríl nk. til Norðurlanda- og Evrópuhafna. Óskað er eftir bæði líf- og sláturhrossum á skrá. hrossabænda VEGAGERÐIN Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í verkið: Vesturlandsvegur í Norðurárdal 1987. (Lengd 3,0 km, fylling 48.500 m3). Verki skal lokið 10. júlí 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. febrúar nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 23. febrúar 1987. Vegamálastjóri. Lausar stöður Tvær bókavarðarstöður í Háskólabókasafni eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðu- neytinu Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. mars nk. Menntamálaráðuneytið 4. febrúar 1987 Laus staða Dósentsstaða í klínískri bakteríufræði við læknadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Staða þessi er hlutastaða og fer um veiting hennar og tilhögun skv. ákvæðum 10. gr. laga nr. 77/1979, um Háskóla íslands, m.a. að því er varðar tengsl við sérfræðistörf utan háskólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa starfað við bakteríu- og veirurannsóknir og hafa staðgóða menntun í klíniskri greiningu og meðferð smitsjúk- dóma. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. mars nk. Menntamálaráðuneytið 5. febrúar 1987 TÍMARIT llllllllllillllillllllllllllllllllllllllllllllllllllll Viðskipta- & tölvublaðið Sércfni þessa blaðs er „íslenska gagna- nctið“. Greinar og viðtöl við sérfræðinga og notendur. Blaðið reynir að fá svör við spurningum einsog: Hvaðer það, hvernig vinnur það og hvað kostar það? Agi án refsingar. 2. grein Bjarna Ing- varssonar vinnusálfræðings, sem hann skrifar um agavandamál á vinnustöðum. Um tölvufælni, nefnist grein eftir Leó M. Jónsson. Þá eru greinar um viðskiptamál, tækni og vísindi, tölvunýjungar, hugbún- aður og fleiri tæknilegar nýjungar eru kynntar í blaðinu. Einnig eru bílagreinar: Nýr glæsivagn frá Nissan og Nýtt flaggskip hjá Volvo. Útgáfufélagið Fjölnir gefur út blaðið. Framkvæmdastjóri félagsins er Bergur Björnsson, en útgáfustjóri er Jón Ársæll Þórðarson. Úrval 1. hefti Úrvals 46. árg. er nýkomið út. Þar eru margvíslegar greinar m.a.: Neyð- arhjálp - Erum við höfð að ginningarfífl- um?Greininer skrifuð af Rony Brauman, 36 ára frönskum lækni, sem segir frá misnotkun stjórnvalda í Eþíópíu á hjálp- argögnum sem send eru þangað til hjálpar sveltandi fólki. Shakespeare - sá sem enginn þekkir heitir grein um einkalíf skáldsins. Mata Hari nútímans - í Las Vegas. í greininni segir frá „spilanjósn- ara“ sem kemur upp um hvar haft er rangt við í fjárhættuspili. Þá er grein úr heimi læknavísindanna: Hvað veist þú um hjartasjúkdóma? Maðurinn sem allur heimurinn leitar að, heitir grein um Abu Nidal hryðjuverkamann. Saltstólpi eftir Shirley Jackson segir frá einmanaleik konu í stórborg. Þá er fyrri hluti greinar- innar: Allt sem konur vilja vita um kynlíf - og nú þora þær að spyrja! Margar fleiri greinar og frásagnir eru í ritinu sem er um 100 bls. Ritstjóri er Sigurður Hreiðar. ANDARTAK! | UMFERÐAR I oAn áíslandi - alþjóðleg fræðsla og samskipti - Hverfisgötu 39, P.O.Box 753 - 121 Reykjavík. Sími 25450. Aðalfundarboð Aðalfundur AFS á íslandi fyrir árið 1987 verður haldinn laugardaginn 21. febrúar í menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti, B-sal, og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Fundarsetning 2. Kosning fundarstjóra 3. Venjuleg aðalfundarstörf 4. Kynning á starfi AFS á íslandi vegna 30 ára afmælis starfsemi AFS hér á landi. 5. Önnur mál. Kaffiveitingar verða á boðstólum í fundarhléi. Við bjóðum nýja félaga velkomna, hlökkum til að hitta þá eldri og vonumst til að aðalfundurinn verði nú fjölmennur. AFS á íslandi c§3Húsnæðisstoihun ríkisins Auglýsing um dráttarvexti Af lánum, sem verðtryggð eru með lánskjaravísitölu, eru reiknaðir dráttarvextir á 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtiyggð eru með byggingarvísitölu, verða reiknaðir dráttarvextir einum mánuði eftir g'alddaga. Reykjavík, 7. nóvember 1986. 4P HúsnæÓisstofnun ríkisins Laus staða Kvikmyndasjóður íslands óskar að ráða starfsmann. Hér er um að ræða fjölbreytt og áhugavert starf, sem felur m.a. í sér vinnu við Kvikmyndasafn íslands auk almennra skrifstofu- starfa. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi lokið a.m.k. stúdentsprófi, geti unnið á tölvu og hafi skipulags- hæfileika. Um er að ræða hálfs dags starf fyrst um sinn. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist fyrir 15.2 til Kvikmyndasjóðs íslands, Skipholti 31,105 Reykjavík VERTU í TAKT VIÐ Tímami ÁSKRIFTASÍMI 68 63 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.