Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 1
ISTUTTU MALI FERÐIR Akraborgar munu liggja niöri um ófyrirsjáanlegan tíma. Skipið sigldi á flotbryggju þá sem hún leggur að með afturendann þegar hún kemur til Reykjavíkur. Bryggjan skemmdist við það og urðu þeir bílar sem með henni voru þegar óhappið varð á sunnudag, að bíoa þartil skipið lagðist að bryggju í Hafnarfirði. Kafarar unnu í gær við að kanna skemmdir og mun viðgerð hefjast fljótlega. ANDY WARHOL iést & \ sunnudaginn úr hjartaslagi, 59 ára gamall. Andy Warhol sem var einhver þekktasti popplistarmaður sem uppi hefur verið, hafði gengist undir gall- blöðruaðgerð á sjúkrahúsi á laugar- dag. Einna þekktastur varð listamaðurinn fyrir mynd sína af „Campell“ súpudós- um en hann sagðist hafa borðað slíkar i súpur í 20 ár og því málað þær. Þá eru andlitsmyndir hans af frægu fólki víð- frægar og þótti það stöðutákn hjá leikurum ef Warhol gerði af þeim mynd. Á sunnudag, daginn sem War- hol dó lauk einmitt í Norræna húsinu í Reykjavik sýningu á andlitsmyndum af Ingrid Bergman, en það eru þrjár myndir, Nunnan, Með hatt, og Hún sjálf. BLAÐAMANNAFÉLAG Islands samþykkti í gær kjarasamn- inga við blaðaútgefendur. Samningur- inn byggir á sama grunni og jólaföstu- samningarnir á hinum almenna vinnu- markaði, þ.e. að lægstu launin hækka mest og fara launahækkanir stig minnkandi upp launastigann. Lægstu laun samkvæmt samningnum verða tæpar^36 þúsund krónur. BROTIST VAR INN , íbúð við Sigtún og höfðu ránsmenn á brott með sér um 20 þúsund krónur í reiðufé. Málið er til meðferðar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. SLÖKKVILIÐINU barst tii- kynning um töluverðan eld og mikinn reyk Idukkan 8.20 sl. sunnudags- morgun í íbúð á 2. hæð á Víðimel I 57. Þeaar slökkviliðið kom á staðinn fékk þao þær upplýsingar, að tvennt, sem hafði verið í íbúðinni, væri komið út en talið var að einn væri enn þá eftir inni p í logandi húsinu. Voru tveir reykkafarar sendir inn til að aðgæta og fundu þar engan. Hann hefur líklegast haft sig á brott einhvern tímann um nóttina þótt húsráðendur hafi ekki orðið þess varir. Reykkafararnir slökktu mjög fljótlega eldinn, sem var að mestu leyti í stofu íbúðarinnar og einnig í svefnherbergi. Talsvert tjón hlaust af eldinum. Elds- upptök eru enn ekki Ijós. NÁMSMANNAhreyfing- ARNAR Iðnnemasamband (slands, Stúdentaráð Háskóla (slands, Banda- lag sérskólanema og Samband ís- lenskra námsmanna erlendis hafa á- j kveðið að halda stórfund um lánamálin í Háskólabíói miðvikudaginn 25. fe- brúar n.k. kl. 14.00. Til fundarins eru boðaðir forystumenn þeirra stjórnmálaflokka sem eiga full- 1 trúa á Alþingi. Með þessum fundi vilja námsmenn krefja forystumenn stjórnmálaflokk- anna svara um hver stefna flokkanna | sé í málefnum Lánasjóðs ísl. náms- manna, þar sem kosningar fara nú í hönd. Fulltrúar flokkanna verða: Friðrik Sophusson, Sjálfstæðisflokki Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi Jón Sigurðsson, Alþýðuflokki Finnur Ingólfsson, Framsóknarflokki Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista KRUMMI „Var ekki nóg að I spila. einn hálfleik? Þjóðhagsstofnun: Um 18% kaupmáttar- aukning á 2 árum Kaupmáttur heimilistekna er af nokkuð sé útlit fyrir að útsvarsá- f og vergs rektrarafgangs fyrirtækja andi afkomu. Tekjur heimilanna Þjóðhagsstofnun talinn hafa hækk- lagning miðað við tekjur verði sýnir að hlutfall launa var á bilinu hafi þá væntanlega aukist og þá að um 11% milli áranna 1985 og þyngri. 68-70% á árunum 1977-1982, en væntanlega eftirspurn eftir vörum 1986 og þá orðinn hærri en nokkru Milli 1985 og 1986 hækkaðifram- hrapaði niður í 60% árið 1984. og þjónustu. Lækki hlutfallið snú- sinni fyrr. í ár er talið að hann geti færslukostnaður um 21% og spáð i Launahlutfallið komst aftur upp ist dæmið við. Þjóðhagsstofnun enn aukist um nær 7% frá í fyrra, ' er 14,5% hækkun milli 1986 og fyrir 64% á síðasta ári og áætlað að . bendir á að hér þurfi þó einnig að miðað við að launa- og verðlags- 1987. Á sama tíma er ætlað að það fari upp fyrir 66% nú í ár. gæta að hlut vaxta í skiptingu hækkanir haldist í hendur það sem atvinnutekjur launþega hafi hækk- Þjóðhagsstofnun segir launahlut- þjóðartekna. Hluti rekstrarafgangs eftir er ársins. Heldur minni hækk- að um 35% að meðaltali (þar af fallið gefa mikilvæga vísbendingu fyrirtækja fari til greiðslu vaxta og un eða um 10% varð þó á kaup- 37% til opinberra starfsmanna og um tekjuskip'tinguna milli laun- þeir vextir fari til heimilanna, sem mætti ráðstöfunartekna vegna fiskimanna en 33-34% til annarra Þega °g fyrirtækja. Hækkað eigi mest af sparifénu. Hækkun þyngri skattbyrði 1986 og búist við launþega) og gert ráð fyrir að þær launahlutfall gefi að öllu jöfnu til raunvaxta geti því að nokkru hafa að svo verði einnig í ár. Þrátt fyrir hækki um 22-23% í ár. kynna að launakostnaður fyrir- vegið á móti lækkun launahlutfalls- að beinir skattar til ríkisins lækki Skipting þjóðartekna milli launa tækja hafi aukist sem þýði versn- ins á árunum 1982-1984. -HEl Hlutafélag um Utvegsbankann: Sjálfstæðismenn ekki sammála um frumvarpið Matthías Bjarnason viðskipta- ráðherra mælti í gær fyrir frum- varpi til laga um stofnun hlutafél- agsbanka um Útvegsbanka íslands. Þar bar helst til tíðinda að samstaða þingmanna Sjálfstæðis- flokksins um þá lausn, sem við- skiptaráðherra leggur til, rofnaði þegar Bjöm Dagbjartsson lýsti yfir andstöðu við fumvarpið. Björn sagði að ekki væru öll kurl1 komin til grafar varðandi Útvegs- bankann og tæki hann undir öll gagnrýnisatriði stjórnarandstöð- unnar varðandi þetta mál, þó ríkis- stjórninni mundi sjálfsagt takast að hnoða þessu máli í gegnum þingið. Matthías Bjarnason óskaði stjórnarandstöðunni til hamingju : með liðsaukann og þótti afstaða Björns einkennileg í ljósi þess að ■ þingflokkur sjálfstæðismanna hefði áður samþykkt málið. Talsverð gagnrýni kom frá . stjórnarandstöðunni bæði á efnis- atriði frumvarpsins og enn frekar á þá leið sem valin hefur verið af ríkisstjórninni. Talsmaður Al- 1 þýðubandalagsins, Ragnar Am- ; alds tók þar undir skoð.un Seðla- banka fslands um að endurreisn | Útvegsbanka í formi hlutafélags- I banka væri sú leið sem síst skyldi farin í málinu. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Kvennalista tók í sama streng og sagði þetta vera hallærislausn. Viðskiptaráðherra sagði að í 30 ár hefði verið umræða um samein- ingu bankanna en ávallt strandað á vilja starfsmanna. Ef hann hefði , ráðið þessu einn þá væri þetta ; ekkert mál, en þingmenn og starfs- mannafélag Búnaðarbankans hefðu komið í veg fyrir hagkvæm- ustu lausnina, sem væri sameining. i Jón Kristjánsson sagði að fram- 1 sóknarmenn teldu þessa leið viðun- andi í stöðunni, nauðsynlegt væri ! að eyða óvissu út af Hafskipsmál- ! inu til að takast á við endurskipu- lagningu bankakerfisins. Viðskiptaráðherra upplýsti að hann vissi ekki um neinn erlendan banka, sem áhuga hefði á þátttöku í nýja bankanum, en nauðsynlegt væri að halda þeim möguleika opnum. Þá kom fram að ráðherra sagðist vita um samtök í atvinnulíf- inu og nokkra lífeyrissjóði, sem : hefðu áhuga á þátttöku í hlutafél- i agsbanka. ÞÆÓ Land rís enn við Leirhnjúk Jarðfræðingar frá Norrænu eldfjallastöðinni fóru norður að Kröflu í gær til þess sem Guð- mundur E. Sigvaldason for- stöðumaður stofnunarinnar kall- aði „reglubundinna mælinga“. Guðmundur sagði að þessi mæl- ingaleiðangur sem er árviss at- burður, væri þó um mánuði fyrr á ferðinni en venjulega þar sem land við Leirhnjúk hefði risið talsvert þar síðustu mánuði, en lítil hreyfing hafí verið þar um tveggja ára skeið. , ( Eins og Tíminn greindi frá fyrir skömmu er landrisið nú orðið meira en það var 1984 þegar sfðast gaus við Kröflu og eru menn í viðbragðsstöðu. Sfð- ar í vikunni verða almannavarnir með fund í sveitinni þar sem farið verður yfir stöðuna. Landsleikur í Júgóslavar sigruðu fslend- inga í fyrri leik liðanna í hand- knattleik í gærkvöldi. Lokatöl- ur urðu 19 mörk gegn 20. Eftir ágætan fyrrihálfleik var sem neistann vantaði í strákana og staðan var orðin mjög slæm um miðjan hálfleik 16:12 fyrir Júg- óslava. Heldurtókst íslending- um þó að rétta úr kútnum undir lok leiksins og jöfnuðu þegar skammt var til leiksloka 19:19. Lokaorð áttu Júgóslav- ar. Við verðum að vona að við náum betri úrslitum í kvöld þegar aftur verður leikið í Laugardalshöll. Sjá bls. 10-12. -ES Alfreð Gíslason stekkur upp fyrir utan vörn Júgóslava og skömmu seinna lá knötturinn í netinu. Tímamynd Pjetur handknattleik: Naumur sigur Júgóslava - jafnt var í hálfleik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.