Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Útflutningsverðmæti sjávarafurða 35.469 milljónir: Verðmætasti sjávar af li í sögunni 1986 „Þrátt fyrir rýrnandi verðgildi Bandaríkjadollars sem er aðal gjald- miðill fyrir seldar sjávarafurðir, hef- ur aldrei í sögunni fengist meira verðmæti fyrir sjávarafurðir lands- manna en árið 1986,“ segir í frétt frá Fiskifélagi íslands. Heildarútflutn- ingur sjávarafurða nam 718.764 tonnum, sem var 3% aukning frá 1985. Verðmætið var 35.469 milljón- ir króna, sem var tæpega 79% af vöruútflutningi landsmanna. Verð- mætisaukningin milli ára var 36,7% í krónum talið, 37,6% miðað við Bandaríkjadollara og um 20,1% miðað við SDR. Verðhækkun kr./ tonn var að meðaltali 32,8% milli ára. Um 88% hækkun á loðnuhrognum Tonnin segja lítið ein og sér. Loðnumjöl og loðnulýsi voru yfir 36% útflutningsins eða nær 262 þús. tonn, en skiluðu þó ekki nema rúmlega 9% verðmætisins. Magn og verðmæti breyttist nær ekkert milli ára, þar sem verðhækkun á mjölinu kom á móti verðlækkun á lýsinu. Athyglisvert er að um 233 millj. króna fengust fyrir 3.134 tonn af frystum loðnuhrognum á síðasta ári, eða um fjórðungur af því sem fékkst fyrir loðnulýsið, þótt magn þess væri 30 sinnum meira. Meðalverð loðnu- hrognanna var 74 kr. og hafði hækk- að um rúmlega 88% milli ára. Um 115 kr. fyrir f rosin f lök Fryst fiskllök var annar stærsti útflutningsliðurinn, rúmlega 115 þús. tonn, að verðmæti 12.100 millj- ónir króna, eða 34% af heildarút- flutningsverðmætinu. Magnið var það sama og árið áður, en verðhækk- un milli ára var tæplega 19%. Fyrir flökin fengust að meðaltali tæpar 105 kr. á kílóið. .. en 109 kr. fyrir saltfiskinn Af saltfiski voru flutt út samtals 53.290 tonn, sem var 8,5% aukning frá árinu áður. Fyrir hann fengust 5.784 milljónir króna, sem var 55,7% aukning milli ára. Verðið var að meðaltali tæpar 109 kr. fyrir kílóið og hækkaði um 43,4% milli ára. Af saltsíld voru flutt út rúmlega 21 þús. tonn, sem var verulega minna en árið áður og verð á tonn hækkaði aðeins örlítið. Fyrir síldina fengust rúmlega 739 millj. króna. Fyrir 2.674 tonn af söltuðum hrogn- um (þar af 879 af grásleppuhrogn- um) fengust hins vegar um 318,6 milljónir króna eða hátt upp í helm- ing af andvirði síldarinnar. Kílóið af grásleppuhrognum gaf 174 kr. og af öðrum 91 kr. og hækkunin milli ára var 52% og 64%. Gámaútflutningur jókst um 72% Útflutningur á fiski í gámum var rúmlega 56 þús. tonn, sem var 72% aukning milli ára. Meðalverð á kíló var 40,77 kr. og hafði hækkað um 26,3% milli ára. Tæplega 10% af botnfiskafla upp úr sjó fór út í gámum á síðasta ári og skilaði nokk- urn veginn sama hlutfalli af verð- mæti botnfiskaflans. Þessutan voru tæplega 33 þús. tonn seld úr fiski- skipum, sem var um 7% minna en árið áður. Meðalverðið var örlítið hærra en fyrir gámafiskinn. Þriðjungs aukning á rækju Af rækju voru flutt út 12.385 tonn, sem var nær þriðjungi meira en árið áður og skilaði 3.636 milljóna króna verðmæti. Meðalverð var um 293 kr. á kíló og hafði hækkað um 40% milli ára. Útflutningur á hörpu- skel var 2.156 tonn, nær sama magn og árið áður. Verðmætið var um 698 millj., eða um 324 kr. á kíló og hækkaði um 41,5% frá fyrra ári. Dýrastur af öllu er þó humarinn, um 670 kr. kílóið. Aðeins 774 tonn gáfu því um 519 millj. króna verðmæti. Fjórðungur verðmætanna fyrir 9% magnsins Af útflutningnum fóru tæplega 65 þús. tonn til Bandaríkjanna, eða um 9%, en sá hluti gaf þó af sér um fjórðung alls útflutningsverðmætis- ins. Bretarnir sem keyptu fjórðung allra sjávarafurðanna í tonnum talið borguðu tæplega 22% verðmætisins. V-Þjóðverjar voru í þriðja sæti í magni með tæp 53 þús tonn en borguðu þó mun minna en Portúgal- ir sem keyptu tæplega 28 þús. tonn. Útflutningur til Asíulanda var rúm- lega 22 þús. tonn og hafði aukist um hátt í þriðjung, en 36 þús. tonn til Sovétríkjanna, sem var verulegur samdráttur frá árinu áður. -HEI Borgarstjóri í borgarstjórn: Sjávarafli var sá verðmætasti í sögu íslands á síðasta ári. Framleiönisjóður landbúnaðarins: Áannaðhundrað bænda fengið Borgarspítalamál ið fyrirgreidsiu er komið á lokastig - til nýbúgreina Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur kom fram í máli borg- arstjóra að svo gott sem er búið að ganga frá sölu Borgarspítalans til ríkisins. Hugmyndin er að borgin haldi 15% eignarhlut sínum í spítal- anum og ríkið endurgreiði borginni það fé sem hún hefur lagt í rekstur- inn umfram það sem eignarhlutan- um nemur. Ummæli borgarstjóra komu í kjölfar fyrirspurnar til hans frá full- trúum minnihlutaflokkanna um það hvað heilbrigðisráðherra hafi átt við í útvarpsviðtali með hugtakinu „borgin“ þegar hún sagði að „borgin hefði hafnað því að gera spítalann aðsjálfseignarstofnun. Minnihlutinn sagði að þetta hefði ekki verið borið upp í neinum stofnunum borgar- stjórnkerfisins þeim vitandi. f svari borgarstjóra kom fram að hann teldi að ráðherrann hafi verið að vísa til hugmyndar um að borgin gæfi eftir 15% eignarhlut sinn í spítalanum, sem síðan yrði að eignarhlut í sjálf- seignarstofnun. Sagði borgarstjóri_ að þessari hugmynd fylgdi sá ann- marki að þá hefði ríkið ekki endur- greitt borginni þær 500-700 milljónir sem borgin hefur lagt frant umfram það sem henni bar. Þá kom einnig fram hjá borgar- stjóra að viðræður hafa haldið áfram eftir að Ijóst varð að spítalinn færi á föst fjárlög og á nú aðeins eftir að ganga frá atriðum er varða lífeyris- mál starfsmanna og ákveðin atriði varðandi lóðamál spítalans, gamlar skuldbindingar og hvernig þeim mál- um verður háttað í framtíðinni. - BG Borgarstjóri segir sölu spítalans svo gott sem frágengna Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins hafði veitt 136 bændum fyrir- greiðslu vegna nýgreina þann 19. janúar sl. Langflestir höfðu fengið fyrirgreiðslu vegna loðdýrabús- uppbyggingar eða 95, en einnig höfðu 20 ferðaþjónustubændur fengið fyrirgreiðslu. Þá höfðu 9 hlunnindabændur, 3 bændur sem stunda hestamennsku af einhverju tagi og 6 bændur sem hafið höfðu annars konar starfsemi fengið fyrir- greiðslu. Framlag sjóðsins getur numið allt að 30% af stofnkotnaði við framkvæmdirnar, eða að hámarki kr. 500.000,- Önnur opinber fram- lög til téðra framkvæmda er Fram- leiðnisjóði heimilt að draga frá Félag íslenskra náttúrufræöinga: „Landslög brotin við ráðn ingu framkvæmdastjóra búnaðarsambands Suðurlands“ Stjórn félags íslenskra náttúru- fræðinga' hcfur sent frá sér frétta- tilkynningu, þar sem staðhæft er að stjórn búnaðarsambands Suður- lands hafi brotið bæði búfjárrækt- arlög og jarðræktarlög svo og geng- ið þvert á starfsréttindi búfræði-1 kandídata með því að ráða garð- yrkjufræðing í stöðu framkvæmda- stjóra búnaðarsambandsins síðast- liðið vor. Náttúrufræðingar segja að stjórn Búnaðarsambandsins hafi orðið sunnlenskum bændum sak- lausunt til skammar með framferði sínu í þessu máli og því sjái Félag ísl. náttúrufræðinga sig knúið til harðari aðgerða, þó hlífst hafi verið við hingað til, m.a. vegna starfandi héraðsráðunauta hjá búnaðarsambandinu. í fréttatilkynningunni kcntur ennfrentur fram. að vegna milli- göngu héraðsráðunauta hafi náðst samkomulag til bráðabirgða sl. sumar þess efnis að héraðsráðu- nautar færu nteð faglcga frant- kvæmdastjórn, en ólöglega ráðinn frammkvæmdastjóri búnaðar- sambandsins sæi um rekstarlegar hliðar þar til framkvæmdastjóri yrði ráðinn á löglegan hátt. Ráðningin gildir í eitt ár, til l.sept- ember 1987. ABS stofnkostnaði, áður en hlutdeild hans er ákveðin. Framleiðnisjóði landbúnaðarins eru tryggðir fjármunir sem verja á til eflingar nýrra búgreina, mark- aðsöflunar og til fjárhagslegrar endurskipulagningar búreksturs á lögbýlum. Þessir fjármunir eru tryggðir árin frá 1986 til 1990. Þeir bændur sem afsala sér full- virðisrétti eða eru með lítil bú sitja fyrir um þessi framlög Framleiðni- sjóðs. Fyrirgreiðsla sjóðsins er ekki bundin við ákveðnar nýjungar, heldur getur hvað eina komið til greina sem að mati stjórnar sjóðs- ins er til þess fallið að styrkja tekjuöflun bóndans og fjölskyldu hans og treysta framtíðarbúsetu á viðkomandi býli. Með hugmyndaskrá Stéttar- sambands bænda er ætlunin að efla umræður um nýja og fjölþættari atvinnustarfsemi í sveitum. Ábyrgðarmaður hugmyndarskrár- innar er Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsam- bandsins og segir hann að skráin sé tekin saman með það fyrir augum að naumast sé nokkur hugmynd svo fráleit að hún geti ekki við nánari athugun reynst einhverjunt nýtileg. í skránni er í mörgum tilfellum gefið upp hvar hægt er að fá nánari upplýsingar um fram- kvæmdir hugmyndanna. ABS Aldraðir þurfa lika að ferðast — sýnum þeim tillitssemi iiiar I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.