Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Tíminn 3 Samtök um jafnrétti milli landshluta: n Frjálslyndur umbótaf lokkur verður stofnaður um helgina -býðurtrúlegaframviðnæstukosningar. Frjálslyndiflokkurinn, Lýðræðisflokkurinn, og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn eru nöfn sem koma til greina. u Frjálslyndur umbótaflokkur, sem hefur það fremst á stefnuskrá sinni að breyta stjórnarskrá íslenska lýð- veldisins þannig að fylkjaskipan verði tekin upp og er í utanríkismál- um hlynntur vestrænni samvinnu, verður stofnaður í Borganesi um næstu helgi. Þetta var ákveðið á 50 manna undirbúningsfundi á Selfossi um helgina, en sá fundur varð viðaminni en efni stóðu til vegna ófærðar á Norður og Vesturlandi og áttu menn ekki heimangegnt. Þó ekki hafi verið ákveðið nafn á flokkinn ennþá er líklegt að hann muni verða kallaður Lýðræðisflokkurinn. Önnur nöfn sem talin eru koma til greina eru Frjálslyndiflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn. Að stofnun flokksins standa einstaklingar innan Samtaka um jafnrétti milli lands- hluta, og verður á stofnfundinum í Borganesi tekin endanleg ákvörðun um það hvort þessi nýi flokkur bjóði fram í komandi alþingiskosningum. Að sögn Péturs Valdimarssonar for- manns Samtaka um jafnrétti milli landshluta, og eins hvatamannsins að flokksstofnun þessari, telur hann persónulega miklar líkur á því að farið verði út í framboð í einhverjum kjördæmun að minnsta kosti og hugsamlega öllum. Á undirbúningsfundinum á Sel- fossi var kosið í nefnd til þess að ganga frá drögum að stefnuskrá fyrir hinn nýja flokk en í innanlandsmál- um mun helsta stefnumálið verða stjórnarskrárbreyting þar sem land- inu er skipt upp í fylki á grundvelli- gömlu landsfjórðunganna, en það er hugmynd sem Samtök um jafnrétti Árni Gunnarsson hugar að framboðsmálum: Ingólfur Margeirsson nýr ritstjóri Alþýðublaðsins? - ákvörðun „Ingólfur Margeirsson hefur ver- ið nefndur ásamt fleirum,“ sagði Ámi Gunnarsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins þegar Tíminn innti hann eftir væntanlegum ritstjóra- skiptum á blaðinu. Árni sagði að tími væri kominn til að hann færi að stunda það kjördæmi sem hann væri í fram- boði í, og því reiknaði hann með að ákvörðun um arftaka sinn yrði tekin sem allra fyrst, eða jafnvel í dag, þriðjudag á fundi Blaðs hf. Ekki vildi Árni tjá sig um hversu margir umsækjendur væru um starfið og sagði að ekki væri heldur tekin í dag frágengið hvort hér yrði um tíma- bundin skipti að ræða, eða um frambúðarlausn að ræða. Aðspurður sagði Árni að enginn vafi léki á að hann teldi Ingólf | Margeirsson mjög hæfan blaða- ( mann. Hann gæti hins vegar ekki i gefið svar um hver yrði ráðinn ritstjóri, „því það eru aðrir sem ráða þessu með mér. Auk þess þá er það flokksstjórn Alþýðuflokks- ins sem ræður ritstjóra, samkvæmt i lögum flokksins, þannig áð endan- | leg ákvörðun er í þeirra höndum," | sagði Árni Gunnarsson. -phh Sveitarstjómarmenn: Af samtals 248 íbúðum sem Bygg- ingarsjóður verkamanna samþykkti ný lán út á árið 1986 voru 95 keyptar á almennum fasteignamarkaði. Árið áður keyptu sveitarfélögin 14 íbúðir á almennum markaði. Athyglisvert er að svo virðist sem sveitarstjórnarmenn hugi fremur að slíkum kaupum til sparnaðar á eigin útgjöldum heldur en þeir sem sitja í stjórnum verkamannabústaða til að spara fyrir umbjóðendur sína. Allar 14 íbúðirnar frá 1985 voru keyptar sem leiguíbúðir sveitarfélaga og sömuleiðis 41 af 95 íbúðum á síðasta ári, en þá voru aðeins 6 íbúðir byggðar sem leiguíbúðir. Af þeim 207 íbúðum sem ætlaðar voru til sölu - væntanlega til láglaunafólks - voru hins vegar 60 keyptar á almennum markaði en 147 í nýbyggingum, að því er fram kemur í fréttabréfi Húsnæðisstofnunar. Frá 1980 hefur Byggingarsjóður ■samþykkt lán vegna 1.330 íbúða. Þar af er um 800 lokið og því um 530 enn í smíðum. f reglum um kaup á íbúðum á almennum fasteignamarkaði út á lánsfé frá Byggingarsjóði verka- manna kemur m.a. fram að íbúðirn- ar eiga að vera í hefðbundnum íbúðarhverfum í fjölbýli eða sérbýli og mega að jafnaði ekki vera eldri en 15ára. Einnigskuluþærfullnægja kröfum um verkamannabústaði að því leyti að þær mega ekki vera í risi, kjöllurum eða í sömu byggingum og atvinnuhúsnæði. Þá skulu stjórnir verkamannabústaða koma íbúðun- um í sem best ástand áður en þær eru afhentar nýjum eigendum. Lánveitingar Byggingarsjóðs verkamanna námu samstals 1.094 milljónum króna á síðasta ári, sem var um 28% af heildarútlánum Húsnæðisstofnunar, og áætlað er að þær verði um 1.175 milljónir króna á þessu ári. -HEI milli landshluta hafa haldið á lofti. Að sögn Péturs Valdimarssonar er hugmyndin með slíkri breytingu sú að færa aukin völd og ábyrgð út til fjórðunganna sjálfra. Sagði hann hinn nýja flokk alfarið á móti mið- stýringu, en hafnaði hins vegar nokkrum skyldleika milli fylkjahug- mynda Bandalags j afnaðarmanna og þeirra. Stefnuskrárnefndin mun vinna upp alhliða stefnu í þjóðmál- um og utanríkismálum og sagði Pétur að þó flokkurinn væri almennt séð á móti hernaðarbandalögum, væri það ekkert launungarmál að hann styddi vestræna samvinnu. Að- spurður vildi Pétur þó ekki flokka flokkinn á stefnuás hægri og vinstri, en sagði að flokkurinn yrði fylgjandi félagshyggju að vissu marki en frjáls- hyggju teldi hann ekki vera stjórnmál. Þeir sem í stefnuskrár- nefndinni eiga sæti eru þessir: Pétur Valdimarsson, Árni Steinar Jó- hannsson, garðyrkjustjóri á Akur- eyri, Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri á Blönduósi, Stefán Ágústsson, heildsali á Seltjarnar- nesi, Ragnar Eðvaldsson bakari í Keflavík, Eyvindur Erlendsson leik- ari og leikstjóri á Selfossi. -BG Spara fremur fyrir sveitarsjóði en láglaunafólk Byggingarsjóður verkamanna lánaði vegna 95 íbúða keyptra á almenna markaðinum Sérfræðingur Fokkerverksmiðjanna kannar skemmdir á vélinni í gær í fiugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli (innfellda myndin). Stél vélarinnar komst ekki inn í flugskýlið og stendur afturendinn því aftur úr skýlinu. Tímamyndir Pjetur Þotu hlekktist á á Reykjavíkurflugvelli: Verulegar skemmdir hafa orðið á vélinni Belgar höfðu keypt hana og munu sjálfir sjá um rannsókn slyssins. 1 Þotu, sem skrásett er í Belgíu, og var á leið frá Ameríku með viðkomu á íslandi, hlekktist á í aðflugi á Reykjavíkurflugvöll síðla laugar- dagskvölds. Níu manns voru um borð. Þotan skall mjög harkalega niður á braut 1.4. úr um það bil 6 metra hæð. Vallarslökkvilið og björgunarþættir flugvallarins voru með eðlilegu móti. Engin slys urðu á fólki en verulegar skemmdir á flugvélinni. Fulltrúar frá Fokker framleiðendum í Hollandi rannsök- uðu í gær þotuna og mátu tjónið. Þotan er af Fokker gerð F28 og hefur einkennisstafina OO-DJA. Delta Air Transport í Belgíu festi kaup á þotunni, sem áður var í eigu bandaríska flugfélagsins Pilgrim Airlines. Flugstjórinn sem flaug vélinni í lendingu er bandarískur og var feng- inn að láni hjá seljanda. Aðrir í vélinni voru fulltrúar kaupanda, að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar, deildarstjóra hjá Flugumferðar- stjóm. „Málið er ekki fullrannsakað. Ég veit ekki hvað olli slysinu," sagði Skúli, þegar borið var undir hann hvort fótur væri fyrir þeim sögusögn- um úti á flugvelli að þotan hefði ofrisið. ' “Það er hinsvegar ekkert sem bendir til neinnar bilunar í vélinni,“ sagði Skúli. „Hvað okkur snertir hér á íslandi er þetta lítið mál. Þetta snertir fyrst og fremst erlendu aðil- ana. í þessari vél em „svörtu kassarnir" svokölluðu sem hljóðrita allt sem gerist í stjómklefa og svo er flugriti. Meðal farþega í þotunni vom tækni- fræðingar Delta Air Transport og starfsmaður belgíska loftferðaeftir- litsins. Niðurstaða okkar var því sú, að við fólum þeim rannsókn þessa máls.“ Það eru því farþegar vélarinnar sem munu lesa af hljóðrita og flug- rita og reyna að komast til botns í hvað olli slysinu. þj Enn skýtur njósnamál upp kollinum í Keflavík: Njósnari á snærum Keflavíkurbæjar? Reykjanes segir njósnað um Jón Olsen Enn er komið upp njósnantál í Keflavík. Að þessu sinni er það bæjarstjórnin sem á að hafa gert út njósnara til að fylgjast með bæjar- verkstjóranum Jóni Olsen. Blaðið Reykjanes skýrir frá þessu og segist hafa traustar hcimildir fyrir því að formaður bæjarráðs hafi farið fram á þessar njósnir og að þær hafi ver- ið gerðar með vitund baljarstjór- ans, Vilhjálms Ketilssonar. „Ég viT ekkert tjá mig um málið strax,“ sagði Vilhjálmur í samtali viðTím- ann í gær. Hann sagði að þetta mál yrði rætt á fundi bæjarráðs í næstu viku en líklega þyrfti að halda fleiri fundi vegna þessa. Frétt Reykjaness segir að starfs- maður Keflavíkurbæjar hafi fengið það hlutverk að fylgjast með Jóni Olsen í vinnutímanum og gefa skýrslu um hvert fótmál hans. Ekki náðist í Jón Olsen í gær vegna þessa máls. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.