Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn. SPEGILL Heilsa Elizabeth Tayl- or er lengi búin að vera vinum hennar og vandamönnum áhyggjuefni en nú keyrir um þverbak og er þar ekki síst kennt um ástarævintýri hennar og George Hamil- ton sem hefur gengið ákaf- lega nærri þeim kröftum sem hún átti þó eftir - eftir meira en 40 ára sjúkdóma- og áfallasögu. Nú síðast bárust þær fréttir að Liz yrði að fara enn einn umgang- inn á sjúkrahús og nú væri hún búin að fá einhverja bakteríu í blóðið. Það er alvarlegt mál í hennar tilfelli þar sem ónæmiskerf- ið er orðið lélegt. Og lifrin er sögð farin að gefa sig. Elizabeth Taylor er farin að þekkja sjúkrahús innan veggja álíka vel og kvikmyndaverin í Hollywood. Yfir 40 sinnum hefur hún orðið að leggja niður vinnu vegna sjúkdóma og slysa. Einu sinni var hún svo hætt komin að læknar álitu hana varla eiga meira Er Elizabeth Tay lor búin að vera? í fyrrasumar um borð í lystisnekkju milljarðamæringsins og vopnasal- ans Adnans Kashoggi á höfninni í Marbella á Spáni. En varla var búið að halda opinberunina hátíð- lega þegar Elizabeth féll saman og þurfti að fara eina ferðina enn á sjúkrahús. Þangað heimsótti ný- bakaði unnustinn hana einu sinni og brá í brún að sjá glæsikonuna Elizabeth Taylor sjúka og að niður- lotum komna. Hann lét sig hverfa hljóðalaust og hefur ekki einu sinni haft fyrir því að skrifa henni bréf, hvað þá meira. Það er þess vegna skiljanlegt að vinir Elizabeth hafi áhyggjur af heilsufari hennar og spyrji hvenær mælirinn sé fullur. Hún er orðin 54 ára og hefur staðið af sér meiri áföll nú þegar en flestir þurfa að horfast í augu við á lífsleiðinni. Hvenær gefst hún upp, spyrja þeir. HÖFUÐSKAÐI. 1944 datt Elizabeth af en klukkustund ólifaða! Þá var það lungnabólga sem herjaði á hana. I annað sinn munaði mjóu að hún missti annan fótinn vegna blóðeitr- unar. Hún hafði því sem næst misst sjónina eftir slys sem hún varð fyrir í Afríku. Enn þann dag í dag þjáist hún af bakverkjum, sem eru afleiðingar þess er hún datt af hestbaki fyrir 40 árum. Hún vandi sig á að halda verkjunum niðri með deyfandi lyfj- um og áfengi með þeim afleiðing- um að hún ánetjaðist þessum vímu- gjöfum og varð að fara í afeitrun. „Þá gekk ég í gegnum vítiskvalir," segir hún. Alla sína ævi hefur Elizabeth átt í baráttu við hin alræmdu „auka- kíló“. A tímabili var hún orðin svo þung að hún átti erfitt með gang. En hún hefur alltaf snúist til bar- áttu gegn þessum óvini og illgjarn- ar tungur segja að hún hafi allt allt létt sig um 800 kg - allt að tonn á lífsleiðinni! Hjónaböndin 7 og trúlofanirnar óteljandi hafa tekið sinn toll. Taugaáföllin hafa staðið í réttu hlutfalli við ástarævintýrin. Og það síðasta, með leikaranum George Hamilton er sagt hafa rænt hana meiri kröftum en hún átti í fórum sínum. Þau voru farin að tala um brúð- kaup og opinberuðu trúlofun sína STIRÐNUN I HALSI Elizabeth Taylor þarf aö bera hálsspelkur vegna alvarlegrar stiröunnar á hálsi. ÖKKLASKAÐAR. Elizabeth fótbrotnaöi þegar hún lék í fyrstu Lassie myndinni 1943. 1963 varö aö skera hana LUNGNABÓLGA Fimm sinnum hefur Elizabeth veikst alvar- lega í lungum. LIFRARSKÖDDUN. Lifrin illa farin eftir lang- varandi misnotkun á deyfilyfjum og áfengi. MOÐURLIFSÆXLI. Fjarlægt var æxli á eggjastokk 1973, en skömmu síðar fékk Elizabeth ákafar kvalir. Læknunum hafði sést yfir annað æxli. upp vegna sýkingar í liö- poka og aftur 1977. 1982 tognaði hún svo illa aö hún varð aö fara í hjólastól. hestbaki viö kvikmynda- tökur og hlaut svo slæmt höfuöhögg aö hún lá vik- um saman á sjúkrahúsi meö heilahristing. Hún kvelst enn af höfuöverkj- um. AUGNSJUKDÓMAR. Ryöguö járnflís sem stakkst í auga hennar í Afríku 1953 olli sýkingu sem læknar unnu þó bug á. 1971 varö aö nema burt vökvafyllta blöðru á bak við hægra auga. TANNHOLDSUPPSKURÐIR. Alla sína ævi hefur Elizabeth átt viö tann- sjúkdóma að stríða og tvisvar hefur orðið aö gera á henni tannholds- uppskurði. BARKASKURÐIR. 1961 varð að opna barka Elizabeth til aö hún gæti andað. 10 árum síðar urðu lækn- arnir aö gera á henni uppskurð til að fjarlægja plasthlut sem hafði verið skilinn eftir í ógáti við fyrri aðgerðina. HJARTAAFALL. 1983 féll Elizabeth sam- an rétt áður en hún átti að stíga á leiksvið í New York. Orsökin var hjarta- áfall. MAGASJUKDÓMAR. 1962, þegar Elizabeth lék í Kleópötru, varð að dæla upp úr maganum á henni í hasti vegna mat- areitrunar. 1975 drakk hún skemmt vín í Moskvu. Maginn hefur valdið henni óþægind- um síðan. BRJÓSKLOS. 1956 fékk hún brjósklos og varð að liggja í strekk íviku. Þaðdugðiekki og hún var skorin upp. En aðgerðin gaf ekki þann árangur sem að var stefnt. FÓTBROT. 1959 íhuguðu læknar hennar að nema af henni vinstri fót eftir hættulega ígerð. Ári síð- ar braut hún sama fótinn á götu úti og varð að liggja vikum saman í gifsi. Þriðjudagur 24. febrúar 1987 SVEITARSTJÓRNARMÁL ísafjörður Fjárhagsáætlun 1987 og rammaáætlun 1988-1990 Fjárhagsáætlun fyrir ísafjarðar- kaupstað 1987 var samþykkt á f undi bæjarstjórnar ísafjarðar 17. janúar sl. Jafnframt var samþykkt ramma- áætlun til þriggja ára, samkvæmt hinum nýju sveitarstjórnarlögum. ísafjarðarkaupstaður er því fyrsti kaupstaðurinn sem gengur frá þess- háttar áætlun með fjárhagsáætlun. Ekki var gengið frá fjárhagsáætl- uninni fyrr en að niðurstöður fjárlaga ríkissjóðs lágu fyrir enda eru fjöl- mörg atriðið í fjárlögum sem hafa áhrif á fjárhagsáætlun sveitarfélaga. Markmið fjárhagsáætlunarinnar er að treysta fjárhagsstöðu bæjar- sjóðs ísafjarðarkaupstaðarog stofn- ana hans þannig að nýta megi á komandi árum þá fjármuni sem ann- ars hefðu farið til greiðslu vaxta, til framkvæmda. Eignfærð fjárfesting ísafjarðar- bæjar næstu fjögur ár er áætluð alls 198.100 þúsund krónur, en þar af koma 80.420 þúsund krónur frá ríkissjóði. Því er nettó heildar- kostnaður 117.680 fyrir þessi fjögur ár. Nettó eignfærð fjárfesting ársins 1987 er áætluð 30.421 þúsund krónur, fyrir árið 1988 31.091 þús- und krónur, 27.530 þúsund krónur árið 1989 og 28.639 þúsund krónur árið 1990. Til öldrunarmála er gert ráð fyrir 5 milljóna króna eignfærðri fjárfest- ingu og er gert ráð fyrir að hún skipt- ist á árin 1989 og 1990. í sjúkrahús og heilsugæslustöð eru áætlaðar 8 milljónir á næstu þremur árum. Stærsti liðurinn eru framkvæmdir við íþróttahús alls 81,5 milljónir næstu fjögur árin, þar af er framlag ríkissjóðs tæpar 49 miljónir. I grunnskóla og verkmenntahús iðnskólans fara rúmar 60 milljónir. Bolungarvík Fjárhagsáætlun 1987 í Bolungarvík var fjárhagsáætlun samþykkt á fundi bæjarstjórnar þannð.febrúarsl. Þarmuneignfærð fjárfesting verða 13,8 milljónir króna lá árinu og skiptist þannig að í Sjúkrahús Bolungarvíkur mun heild- arkostnaður verða 2,7 milljónir, þar afgreiðirbæjarsjóður450þúsund. í sjúkrahús (safjarðar mun bæjarsjóð- ur greiða 700 þúsund og stækkun skólahúss mun kosta 10 milljónir, þar af eru 7 milljónir framlag Bolung- arvíkur. Helstu framkvæmdir bæjarsjóðs við hafnargerð á árinu 1987 verða: a) kantur og lagnir á Grundargarði 5 milljónir b) Flotbryggja og dýpkun 1,2 millj. c) Varnir gegn landbroti 1,1 milljón. Alls eru þetta 7,3 milljónir. Áætlað er að endurgreiða skammtímaskuldirumkr.3,1 milljón króna og langtímaskuldir þ.e. af- borgun kr. 4,8 miljónir. Fjárvöntun í áætlun fjármagnshreyfingar verður 4,9 milljónir króna. Stefna bæjarstjórnar er að lækka áfram hlutfall langtímaskulda. Árið 1983 var hlutfall langtímaskulda miðað við sameiginlegar tekjur 65%, 1984 63%. árið 1985 var hlut- fallið 60,6% og samkvæmt bráða- birgða niðurstöðu fyrir árið 1986 verður hlutfallið kringum 58%. Það má geta þess að sl. sumar var á Bolungarvík hafist handa um ný- byggingu grunnskóla sem áætlað er að taka í notkun árið 1990. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.