Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. febrúar 1987 SKÁK 11 Sætur íslenskur sigur: Kortschnoi felldur á eigin bragði Að venju var margt manna mætt að hótel Loftleiðum til að fylgjast með viðureignum skáksnilling- anna. Það ríkti mikil sigurgleði í áhorfendasalnum þegar Kortsc- hnoi tilkynnti um uppgjöf og rétti Jóhanni höndina að skilnaði. Jó- hanni var kurteislega klappað lof í lófa'til að angra ekki þá skákmenn sem enn sátu að tafli. Stöðuna, eins og hún var þegar skákirnar fóru í bið, má sjá á töfl- unni hér fyrir neðan. Shortóstöðvandi Undrabarnið Nigel Short er enn við sama heygarðshornið. Hann virðist ósigrandi á þessu sterka móti og bætti enn einum vinningn- um í afrekaskrána í gær með því að leggja að velli Helga Ólafsson, sem var með svart. Helgi beitti Petrov vörn, sem er annálað jafntefl- isvopn. Slík er virðing stórmeistar- anna fyrir Short. En Short er sókn- djarfur og teflir alltaf til vinnings. Helgi fékk eilítið verri stöðu í upp- hafi og upp frá því var sífellt þjarm- að að honum. Hann var í raun kominn með gjörtapað tafl þegar hann loksins lék af sér hrók og gafst upp. Tópuð biðskák Það á ekki af Margeiri að ganga. Hann hefur aðeins hlotið 'h vinning og hann með jafntefli gegn Helga Ólafssyni. í gær tefldi hann við Hollendinginn hárprúða, Jan Timman, sem var með hvítt, og fór skákin í bið. Teflt var óvenjulegt afbrigði af Sikileyjarvörn. Þegar skákin fór í bið var Margeir í afar erfiðri stöðu, líklegast tapaðri. Með því tryggir Timman sér 2. sæti á mótinu eftir umferðina. Hræðslubandalagið Stórmeisturum er lagið að semja um skiptan hlut eftir örfáa leiki og svo var um skák Lajos Portisch sem varmeð hvíttog JónsL. Árnasonar með svart. Báðir lutu þeir í lægra Ofurmótið um helgina Enn þá hefur fslendingum ekki tekist að rétta úr kútnum á ægisterku skákmótinu á Hót- el Loftleiðum. Heigi Ólafsson er efstur íslendinga eftir um- ferðir heigarinnar með 4 jafn- tefli. Jón L. kom ekki auga á raktar vinningsleiðir gegn Timman og tapaði skákinni, þótt hann hafi teflt meistara- lega alit að endalokum, þegar hann lenti í tímahraki. Short hefur engri skák tapað enn sem komið er og er efstur á mótinu með 4 vinninga. ÚrslH í 3. umferð Margeir 'h - Helgi 'A, Short 1 - Jón L. 0, Timrnan 0 - Kortschnoi 1, Portisch 1 -Lju- bojevic 0, Jóhann Vi - Agde- stein 'A, Polugaévskij 'h - Tal .14. ÚrslH i 4. umferð Helgi 'h - Tal 'A, Agdestein V2 - Polugaévskij 'A, Ljuboje- vic 1 - Jóhann 0, Kortschnoi 1 -Portisch 0, Jón L. 0-Timman 1, Margeir 6,- Short 1. þj haldi í umferðinni daginn áður. Portisch og Jón L. sömdu um jafntefli eftir 15 leiki. Tefld var Drottningarindversk vörn og virtist sem Jón vildi sigla skákinni strax í jafntefli. Portisch var þá kominn með visst ójafnvægi í stöðuna, tví- peð og ótengda peðastöðu, og bauð því jafntefli að fyrra bragði. Þannig varð því lokastaðan: 1111 1 a 01 lí 1111 II Hl i IIJ i 11 i ■ ii Pw 11 £ 1 101 IH irn vÚ i 0 10 10 101 IIB 1 I ffi Fjörlegasta skákin fór fram á taflborðinu milli þeirra Lev Polu- gaévskij hins sovéska og Ljubomir Ljubojevic frá Júgóslavíu og hafði síðarnefndur svart. Þeir tefldu Kóngsindverska vörn og úr varð mjög skemmtileg skák. En hvorug- ur þorði svo að tefla til vinnings gegn hinum þegar á reyndi. Staðan var mjög óljós og ekki fulltefld, en þeir þráléku og sömdu um jafntefli. Skákin var samt skemmtileg og virtist ætla að verða viðureign umferðarinnar, ef svo má segja. í þessari 5. umferð tefldu Mikha- il N. Tal, fyrrverandi heimsmeist- ari, og hinn 19 ára gamli Simen Agdestein frá Noregi svokallað Semi-Tarasch afbrigði í Drottning- arbragði. Tal, sem átti upphafsleik- inn, fékk strax betra tafl, en Agde- stein varðist vel að vanda. Skákin fór í bið og Agdestein átti vissulega einhverja jafnteflismögu- leika. Það er hinsvegar stóra spurn- ingin hvort Tal láti hann komast upp með svoleiðis nokkuð. Agde- stein er peði undir og Tal hefur oft Kortsnoj hafði ekki ástæðu til þess að brosa í gærkvöldi. Tímamynd Sverrir þurft minna til að sigra andstæðing- inn. Hinir sérfróðu í áhorfend- ahópnum voru þegar búnir að gefa Tal vinninginn svo sem þeir gáfu Timman' sigurinn gegn Margeiri. Jóhann fellir Kortschnoi Viðureign umferðarinnar varð skák Jóhanns Hjartarsonar með hvítt og Viktors Kortschnois. Þeir áttust við yfir Bogoindverskri vörn, en henni hefur Kortschnoi beitt oftsinnis upp á síðkastið. Hann tefldi hana gegn Margeiri fyrr á þessu móti og hafði sigur. Augu áhorfenda beindust því að þeirra Nýjustu fréttir Biðskákunum lauk fyrir mið- nætti í gær. Timman vann sigur á Margeiri Péturssyni og Tal og Agdestein sömdu um skiptan hlut. Því má þess vegna bæta við vinn- ingstöfluna sem birt er á þessari síðu og sett var upp áður en biðskákirnar voru tefldar ÞJ Elo skákstigin hækka og lækka eftir frammistöðu skákmannanna á mótum. Því sterkara sem mótið jer, þeim mun meiri verður mis- munurinn. Eftir 4. umferð í IBM mótinu hefur Short hækkað um 20 Elo stig og Kortschnoi um 10. Þeir eru nú stigahæstu keppendurnir á mótinu, með 2635 stig. Timman hefur hækkað um 10 stig í 2600, Portisch um 5 stig í 2615, Tal sömuleiðis um 5 stig í 2610 og einnig Pólú um 5 í 2590. Helgi Ólafsson hefur fieytt sér áfram á jafnteflum og því hvorki bætt við sig stigum né misst. Jón L. hefur tapað 5 stigum niður í 2535, en aðrir hafa allir tapað 10 stigum. Ljubojevic er nú með 2610 stig, Agdestein með 2550, Jóhann Hjartarson með 2535 og Margeir Pétursson neðstur með 2525. þj Það hefur varla farið fram hjá neinum að þessa dagana tefla fjórir íslenskir stórmeistarar á gíf- urlega sterku skákmóti á vegum IBM. Þeir tilheyra þeirri kynslóð ‘sem heimsmeistaramót Fischers og Spasskys kveikti skákáhugann hjá 1972. í þeirri von, að stórmeistaramót- ið að Hótel Loftleiðum giæði áhuga íslenskrar æsku á skáklistinni, mun IBM á íslandi standa fyrir enn einu skákmóti í mars á næsta ári. Mót það verður opið öllum 16 ára og yngri. Mjög góðum verðlaunum er heitið og auk þess að sitthvað verði gert til að gera þátttakendum mót- ið eftirminnilegt. þj skák framar öðrum þegar á leið, enda var útlit fyrir spennandi skák. Mönnum varð sannarlega að ósk sinni. Kortschnoi fékk betra tafl í upp- hafi, en Jóhann lét ekki deigan síga. Skákin tók stefnu inn á af- brigði af fyrrnefndri vörn sem vildi til að Jóhann gjörþekkti. Jóhann hafði teflt það gegn Jóni L. í fs- landsmótinu á Grundarfirði í sept- ember sl. og Ólympíusveitin rann- sakaði hana fyrir mótið í Dubai. í miðtafli sýndist sem Kortschnoi hefði sigurinn í hendi sinni, altént hafði Jóhann veikari stöðu. En Kortschnoi varð værukær og teygði lopann. Hann eltist við peð og lagði í fífldjarfar vinningstilraunir og tefldi að lokum skákina í hendur Jóhanni. Honum tókst hinsvegar að virkja menn sína mjög vel, svo sem sést á skák þeirra sem fylgir hér á eftir, og var öllum að óvörum kominn með betra tafl. Kortschnoi rétti fram höndina sem fyrr segir skömmu áður en skákin hefði farið í bið. Hún var honum þá gjörtöpuð. Super Chess 'crj TburnamentO/ 1. d4, Rf6 2. c4, e6 3. Rf3, Bb4t 4. Rbd2, b6 5. a3, Bxd2t 6. Bxd2, Bb7 7. Bg5, d6 8. e3, Rbd7 9. Bd3, h6 10. Bh4, g5 11. Bg3, h5 12. h3, Hg8 13. De2, De7 14. e4, h4 15. Bh2, Rh5 16. Rxh4, gxh4 17. Dxh5, Df6 18. e5, dxe5 19. dxe5, Dg3 20. Dxg5, Hxg5 21. Bfl, 0-0-0 22. f4, Hg7 23. b4, Bxg2 24. Hgl, Hdg8 25. Kf2, Be4 26. Hxg7, Hxg7 27. Ke3, f5 28. exf6, Rxf6 29. Ha2, Bb7 30. c5, bxe5 31. bxe5, Bd5 32. Hb2, Re4 33. Kd4, Rg3 34. Bd3, Bg2 35. Ke5, Bxh3 36. c6, Rh5 37. Bg6t, Kd8 38. Hb8t, Ke7 39. Hc8, Bg2 40. Hxc7t, Kd8 41. Hc8t, Ke7 42. c7, Kd7 43. Hh8, Kxc7 44. Hxh5, Kb6 45. Bc4 hér gaf Kortsc- hnoi Framhaldið hefði orðið: 45 ..., Hc7 46. Bglt þj 111 ■I 1 n i 11111 ffi 1 n i 01 ■1 101 i H 1. JónL.Árnason 2. MargeirPétursson 3. Short 4. Timman 5. Portisch 6. Jóhann Hjartarson 7. Polugaevsky 8. Tal 9. Agdestein 10. Ljubojevic 11. Korchnoi 12. Helgi Ólafsson 10 12 röö Ný Elo stig skákmannanna UNGLINGAMÓT IBMÁRID1988 Spáð um úrslit Tölvuspá um lokastöðu í IBM mótinu var gerð eftir 4. umferð og verma íslendingar flest neðstu sætin. Um leið var spáð um vinningafjölda af 12 mögulegum. 1. Nigel Short................................. 8 Vi 2. Viktor Kortschnoi.............................. 7 'h 3. Jan H Timman .................................. 7 4. Lajos Portisch ................................ 6 V2 5. Mikhail N Tal.................................. 6 V2 6. Lev Polugaévski................................ 6 7. Helgi Ólafsson ................................ 5 8. Ljubomir Ljubojevic............................ 4 'h 9. Jón L Árnason.................................. 4 'h 10. Simen Agdestein............................... 4 11. Jóhann Hjartarson............................. 3 12. Margeir Pétursson............................. 3 „Ég hef ekki trú á að þessi spá reynist rétt,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri mótsins í gær. „Það er alltof spemmt að spá nokkuð um niðurstöður strax. Það finnur engin tölva út úr þessu. “ Þi Frídagur skákmanna: Engin skák í dag í dag er fyrri frídagur skák- manna af tveimur á IBM ofur- mótinu. Engar skákir verða tefldar, því haldið var upptekn- um hætti, að ljúka biðskákum að kvöldi sama dags og umferðin fer fram. Eftirtaldir setjast að tafli hvor gegn öðrum á morgun klukkan 16.30 og hafa fyrrtaldir 1 hvítt. Jón L. Árnason-Jóhann Hjartarson Margeir Pétursson-L. Portisch N. Short-J. Timnian V. Kortshnoi-L. Polugaévski L. Ljubojevic-M. Tal Helgi Ólafsson-S. Agdestein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.