Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 6
FRÉTTAYFIRLIT PARIS — Líbanski skærulið- inn Georaes Ibrahim Abdallah neitaði ao svara spurningum í upphafi réttarhaldanna yfir honum í Parísarborg. Abdallah er sakaður um pólitískt ofbeldi en hann sagði frammi fyrir sérstökum hryðjuverkadóm- . stóli í gær að hann væri „arab- ískur bardagamaður". Abda- llah er grunaður um að vera tenpdur árásum á bandaríska og ísraelska stjórnmálamenn. MOSKVA — Sovéska rit- höfundasambandið hefur veitt Boris Pasternak heitnum, rússneska rithöfundinum og skáldinu sem þekktastur er fyrir sögu sína „Dóktor Zhi- vagó“, uppreisn æru þrjátíu árum eftir að honum var vísað úr sambandinu. MOSKVA — Gyðingurinn Jósef Begun, andófsmaourinn frægi sem sovésk stjórnvöld leystu úr haldi, kom til Moskvu í gær og var innilega fagnað af ættingjum og vinum. Hann sagðist ætla að halda áfram að berjast tyrir mannréttindum í Sovétríkjunum. . N'DJAMENA — Stjórnvöld í Chad sögðu heri sína hafa barist við lýbískar hersveitir í annað sinn á tveimur vikum á Aouzousvæðinu, hinu um- deilda landsvæði nyrst f land- inu. BAHREIN — Iransstjóm sagði heri sína hafa þokast nær annarri stærstu borg íraks, Basra, eftir óvænta árás þeirra í fyrrinótt. Stjórnvöld sögðu einnig að ný árás væri hafin inn í Kúrdistanhéruð Norður-lraks. JERÚSALEM — Einn þeirra sem lifðu af vistina í útrýmingarbúðum nasista bar vitni frammi fyrir ísraelskum dómstól og sagði hann hinn ákærða John Demjanjuk vera („ívan grimma", fangavörðinn í 'Treblinka búðunum sem barði og drap fanga og skipaði ein- um að eiga kynmök við ung- lingsstúlku sem slapp lifandi úr gasklefanum. NYJA DELHI - Rajiv Gandhi forsætisráðherra Ind- lands og stjórn hans lofuðu að taka hart á ofbeldisverknuðum síkha í Punjabhéraði. Loforð stjórnar Gandhis kom eftir að þúsundir reiðra hindúa höfðu krafist þess að Gandhi „stjórn- aði eða segði af sér“. BUENOS AIRES - Lög hafa verið sett í Argentínu sem varna því að hægt sé að lög- sækja mörg hundruð herfor- ingja fyrir brot á mannréttind- um sem framin voru á tímum, herforingjastjórnarinnar á ár- unum 1976 til 1983. 6 Tíminn "ÚTLÖND Þriöjudagur 24. febrúar 1987 Belgía: “Mörgæsir“ Geta ísraelar og arabar friðmælst?: Frá heræfingum ísraelsmanna Heilsuæðið kemur til Sovétmanna Moskva-Reuter Offitan er vandamál austur í Sov- étríkjunum eins og víða annars stað- ar og á næstu dögum verður fyrsta megrunarstöðin opnuð í Moskvu. Par verður boðið upp á fræðslu í sambandi við fæði, æfingar og dá- leiðslu til að losa Moskvubúa við aukakílóin. „Samkvæmt tölfræðilegum heim- ildum eru 40% Moskvubúa of þungir,“ sagði stjórnandi megrunar- stöðvarinnar í samtali við dagblað ríkisstjórnarinnar Izvestiu í gær. Stjórnandi miðstöðvarinnar, sem verður til húsa í miðborg Moskvu, sagði að fylgst yrði nákvæmlega með þyngd hvers viðskiptavinar og hon- um gefnar ráðleggingar í samræmi við hvernig honum gengi að létta sig. Stöðin mun geta tekið við einum fimmtíu viðskiptavinum á degi hverjum og er daggjaldið 5 rúblur eða tæplega 300 krónur íslenskar. Zia forseti Pakistan (innfellda myndin) horfði á krikket í Indlandi um helgina og ræddi við Gandhi forsætisráðherra um samskipti ríkjanna tveggja. Indland/Pakistan: Bætt samskipti í gegnum krikket Nýja Dclhi-Kcuter Mohammad Zia-Ul-Haq forseti Pakistan kom til síns heima í gær eftir ferð til Indlands um helgina. Forsetinn nefndi þessa ferð sína „friður í gegnum krikket“ og sagði hana hafa náð því markmiði sínu að minnka spennuna í samskiptum landanna tveggja. Zia var upphaflega boðið tii Jaipur í Indlandi til að horfa á krikketleik milli Indlands og Pakistan. Hann notaði þetta tækifæri til að ræða við Rajiv Gandhi forsætisráðherra Ind- lands um spennuna á landamærum ríkjanna tveggja en ekki er langt síðan hvor aðilinn dró til baka um 150 þúsund manna herlið frá bar- dagastöðvum við landamærin. „Ég er bjartsýnn á horfurnar um að friður komist á milli ríkjanna tveggja," hafði indverska fréttastof- an PTI eftir pakistanska forsetanum. Löndin tvö hafa þrívegis háð stríð sín á milli, það síðasta árið 1971. f nóvember á síðasta ári hófu Indverjar vetraræfingar við landa- mærin sem orsökuðu spennu og í kjölfarið var fjölgað mjög í hersveit- um beggja aðila á svæðinu. í byrjun þessa mánaðar komust ríkin tvö hinsvegar að samkomulagi um að fækka verulega í herafla sínum við landamærin. Krikketleikir þjóðanna hafa líka verið hlaðnir spennu, rétt eins og önnur samskipti. Hvorugur aðilinn hefur hætt á neitt í krikketnum og síðustu níu viðureignirnar hafa end- að með jafntefli. Þetta mun vera í fyrsta sinn síðan löndin tvö fengu sjálfstæði árið 1947 sem ráðamenn þeirra hafa notað íþróttasamskipti til að reyna bæta sambúðina. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR„ Evrópubandalagiö um deilur Israela og araba: Ræða ber um frið handteknar fyrir ísmokstur Brassel-Reuter Fjórtán Grænfriðungar voru handteknir fyrir utan belgíska utanríkisráðuneytið í Brussel eft- ir að hafa komið fyrir „ísjaka“ á tröppum þess. Pað var formaður Belgíudeildar umhverfisverndar- samtakanna frægu sem skýrði frá þessu í gær. Grænfriðungarnir voru í gervi mörgæsa, keyrðu á flutningabíl að utanríkisráðuneytinu og mok- uðu fimm tonnum af ís út úr honum. Með þessu vildu umhverf- isverndarsinnarnir mótmæla því sem þeir kölluðu getuleysi belgí- skra stjórnvalda þegar berjast ætti fyrir aukinni umhverfisvernd á Suðurheimskautssvæðinu. Grænfriðungar telja að mikil mengun muni fylgja aukinni olíu og námuleit á svæðinu auk þess sem sjávarlíf þess sé í hættu. Flestar „mörgæsanna" voru handteknar og lögreglan mokaði ísnum aftur upp í bílinn. Reuter- Evrópubandalagið(EB) lýsti í gær yfir stuðningi sínum við alþjóðlega ráðstefnu þar sem reynt yrði að finna lausn á deilu ísraelsmanna og araba. Gert er ráð fyrir að slík ráðstefna yrði haldin á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Stuðningur EB kom fram í yfirlýs- ingu sem gefin var út af utanríkisráð- herrum bandalagsins sem funduðu í Brussel í gær og í fyrradag. í yfirlýs- ingunni var sagt að bandalagið væri samþykkt ráðstefnu með þátttöku allra aðila sem hagsmuna eiga að gæta og annarra sem gætu lagt sitt af mörkunum til að koma á friði og öryggi í Mið-Austurlöndum. Pað var Hussein Jórdaníukonung- ur sem fyrstur kom fram með hug- myndina um alþjóðlega friðarráð- stefnu fyrir botni Miðjarðarhafs með þátttöku arabaríkja, Frelsishreyf- ingar Palestínumanna (PLO), ísra- elsmanna og allra fastra meðlima öryggisráðs SÞ, þar með talin Sovét- ríkin. Yfirlýsing EB styður greinilega þessa hugmynd um alþjóðlega frið- arráðstefnu og athyglisvert þykir að hún er gefin út nú þegar stjórnvöld í Washington virðast vera að færast nær því að samþykkja að taka þátt í slíkri ráðstefnu. ísraelsstjórn hefur hingað til verið sundruð í afstöðu sinni til slíkrar ráðstefnu og er PLO henni þyrnir í augum í því sambandi. Símon Peres utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við hana en forsætisráð- herrann Yitzhak Shamir kvað vera andvígur henni. Kína: Frakkar yfir „haf dauðans“ Pekíng-Reuter Sex ævintýramenn frá Frakk- landi hafa í hyggju að ganga yfir Taklamakan, hina miklu eyðimörk í vesturhluta Kína sem oft er kölluð „haf dauðans“. Það var fréttastofan Nýja Kína sem skýrði frá þessu í gær og sagði hún að Frakkarnir, fimm karlmenn og ein kona, ætluðu sér að ganga hina 430 kílómetra löngu leið á 25 dögum. Þcir ntunu ætla sér að fara í þessa ferð í september. Fréttastofan hafði einnig eftir Frökkunum að þá hlakkaði til að sjá spegiimyndir, fallega sólarupp- rás og sólarlag og heyra sandinn hreyfast undir fótum þeirra. / Fjallaklúbbur x í Vestur-Kína mun sjá göngumönnunum fyrir nauðsynjum og þyrla mun hafa eftirlit með því að þeir hverfi ekki í „haf dauðans“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.