Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Búast má við að í kjölfar „friðar- ins“ í Vestur-Beirút muni athygli umheimsins aftur beinast að erlendu gíslunum sem haldið er í borginni og að afkomu flóttamanna í búðum Palestínumanna. Fjölmennt herlið Sýrlendinga setti svip sinn á Vestur-Beirút í gær. Beirút-Reuter Verslanir og bankar opnuðu að nýju í Vestur-Beirút í gær eftir að um sjö þúsund sýrlenskir hermenn höfðu komið sér fyrir í borgarhlutan- um til að sjá um að friður væri haldinn. Koma sýrlensku hersveitanna um helgina varð til þess að bardagahóp- ar hinna ýmsu fylkinga múslima drógu sig í hlé en þeir höfðu barist hatrammlega á götum úti í borgar- hlutanum alla síðustu viku. Samkvæmt heimildum í Beirút komu sýrlensku hersveitirnar að minnsta kosti með sextíu sovéska skriðdreka með sér og eru margir þeirra notaði til að verja flugvöllinn í borginni. Þá höfðu hermennirnir komið upp búðum á helsta íþrótta- velli vesturhlutans í gær og voru á verði víða til að halda friðinn. Öll blöð og útvarps- og sjónvarps- stöðvar í Beirút greindu ítarlega frá komu sýrlensku hersveitanna en ekki voru fjölmiðlarnir á eiit sáttir um komuna. Blöð í Vestur-Beirút lögðu flest áherslu á að koma her- sveitanna nyti stuðnings stjórnmála- manna múslima. Hinsvegar tóku fjölmiðlar í Austur-Beirút, handan við grænu línuna svokölluðu, flestir undir sjónarmið hægrisinnaðra leið- toga kristinna manna um að vera sýrlenskra hersveita í vesturhluta borgarinnar væri ólögleg. Ein út- varpsstöðin í þessum kristna hluta borgarinnar lýsti raunar sýrlensku hersveitunum sem „hersetuliði“. Líbanon: Kyrrt í V-Beirút Fjölmennt herliö Sýrlendinga komið til borgarhlutans - Versl- anir og bankar opna Vinningstölurnar 21. febrúar 1987 Heildarvinningsupphæð: 5.040.147,- 1. vinningur var kr. 2.526.605,- og kom í hlut eins vinningshafa. 2. vinningur var kr. 755.929,- og skiptist hann á 229 vinningshafa, kr. 3.301 á mann. 3. vinningur var kr. 1.757.613,- og skiptist á 7293 vinningshafa, sem fá 241 krónur hver. Uppl. sími: 685111 Námskeið um rafstýringar í vökvakerfum Ætlað mönnum sem ekki hafa raftæknilega mennt- un en starfa við rekstur vökvakerfa, verður haldið 2. t.o.m. 4. mars á Iðntækistofnun íslands. Þátttökugjald er kr. 6.000.-. Innifalin eru námsgögn og fæði. Upplýsingar og innritun í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir, mágur og frændi, Sigurgeir Þórðarson Brautarási 10, Reykjavík lést að heimili sínu aðfaranótt 16. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þórður Kristjánsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Sigríður Sigurgeirsdóttir, Hansína Sigurgeirsdóttir, Þorkatla Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Sigmar Hróbjartsson, Lea H. Björnsdóttir, Ragnar Jónasson, Sveinbjörn Herbertsson, Ragnar T rygg vason, Sigursteinn Gunnarsson og systkinabörn. Tíminn S.686300 S. 681866 S.681333 Blaðburður BESTA TRIMMID ogborgar sig! Kvisthagi Fornhagi Hjarðarhagi 45-út 'og 54-út Hofsvallagata frá 49 Ægisiða 78-98 Fálkagata Lambastaðir Túnsberg Hafðu samband «. við okkur Lynghagi Starhagi Grímshagl Ægisíða 50-58 Garðar v/Ægisíðu Neshagi Melhagi Einimelur Hagi v/Hofsvailag. Hofsvallag. frá 49 Bollagata Flókagata 15-18 Guðrúnargata Hrefnugata Kjartansgata Miklabraut 1-5 Snorrabr. oddat. frá 61-út Gunnarsbraut 26-út Eskihlíð Mjóahlið Kringlan Listabraut Neðstaleiti Ofanleiti Miðleiti Efstaleiti Hús verslunarinnar Tómasarhagi Ægisíða 60-76 Þrastargata Smyrilsvegur Skerjafjörður TÍMINN Síðumúla 15 ® 68 6300 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Þuríður Helgadóttir, Melabraut 3, Seltjarnarnesi verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kirkjubyggingarsjóð Kvenfélagsins Seltjarnar. Minningarkortin fást á skrifstofu Seltjarnarnesbæjar, Mýrarhúsaskóla eldri. Margrét Sigurðardóttir, Ágúst Jónsson, Svala Sigurðardóttir, Þorbjörn Karlsson, Dóra Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson, Guðbjörg Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir og kveðjur til allra þeirra sem vottuðu samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Þóru Sveinbjarnardóttur, frá Ystaskála, Vestur Eyjafjöllum, Granaskjóli 16. Systkini hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hans Meyvantsson, Kjartansgötu 15, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 15. Lára Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.