Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn; Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Búnaðarþing hófst í gær í gær var sett á Hótel Sögu 150. búnaðarþing. A síðasta ári hefur mikið verið rætt um hin nýju framleiðslu- ráðslög og reglugerð þar að lútandi. Svo sem vænta mátti hefur sitt sýnst hverjum um þau en óneitanlega hefur meira farið fyrir úrtölumönnum sem fundið hafa þeim flest til foráttu. Enginn þarf að ætla að stjórnvöld setji svo harðar reglur og hér um ræðir nema brýna nauðsyn beri til. Þegar núverandi •ríkisstjórn tók við völdum var ástandið í framleiðslumálunum komið í algert óefni. Birgðir hlóðust upp á sama tíma sem markaðir lokuðust og fyrirsjáanlegt var algert neyðarástand ef ekki yrði komið á markvissri stjórnun til langs tíma sem miðaði að því að bændur hefðu ekki lakari afkomu en aðrar stéttir þjóðfélagsins. Til að móta hina nýju stefnu var leitað til bændanna sjálfra og samtaka þeirra um aðstoð, og m.a. á grundvelli tilíagna þeirra voru lögin samin. „Allt orkar tvímælis sem gert er“ og því verður ekki neitað að lögin bitna misjafnlega hart á bændum. Þann mismun þarf að jafna sem mest og hefur að undanförnu verið unnið í þá átt. Éað er hins vegar ljóst að á samdráttartímum veltur á miklu að bændur sýni samstöðu og reyni að skilja og virða möguleika og rétt hvors annars því aðstaða þeirra er í raun mjög ólík, m.a. eftir Iandshlutum, búgreinum og uppbyggingu jarða. Þessi sjónarmið þarf að meta og taka tillit til. Það hlýtur að vera í verkahring búnaðarþings að fjalla um þessi mál og ef starf þess á að bera árangur verður að ræða málefni landbúnaðarins af hreinskilni og af fullri einurð. í ræðu sinni við setningu búnaðarþings í gær kom Jón Helgason, landbúnaðarráðherra inn á þessi mál og sagði m. a.: „Að undanförnu hefur nokkuð borið á þeim sem berja bumbur barlóms og bölsýni. Að sjálfsögðu er alltaf nokkur hætta á því að söngur þessara trumbuslagara svartsýninnar leiði menn í ógöngur því að til annars getur hann ekki leitt. Búnaðarþing hefur jafnan tekið af einurð og festu á hagsmuna- málum landbúnaðarins, gert sér grein fyrir staðreyndum, bent á leiðir sem vænlegast er að fara og úrræði til að komast þær. Það skiptir því miklu máli nú eins og áður, að ályktanir þingsins einkennist af þrótti og framfarahug. A tímum hinna öru breytinga verður að horfa fram á veginn, þó að okkur takist ekki að sjá hvað er á bak við næsta leiti.“ Tíminn tekur undir þessi orð landbúnaðarráðherra og óskar búnaðarþinginu árangursríkra starfa. Áhrif Norðurlanda Það fer ekki á milli mála að sameinuð geta Norðurlöndin haft veruleg áhrif á gang heimsmála. Þessu áliti lýsti Steingrím- ur Hermannsson forsætisráðherra í ávarpi sínu við setningu fundar Norðurlandaráðs í gær. Steingrímur ræddi þar m.a. norrænt samstarf á sviði efnahagsmála, rannsókna og tilrauna. Einnig fjallaði hann nokkuð um hugmyndina um Norðurlönd sem heimamarkað og kvað hana að öllum líkindum mikilvægustu hugmyndina á sviði efnahagsmála, þótt þar væru enn ýmsar hindranir í veginum. Líka vék Steingrímur þarna að áhrifum Norðurlanda og sagði m.a.: „Af mörgum ástæðum er æskilegt að Norðurlöndin standi saman og komi sem mest fram sem ein heild. Ástand heimsmála er þannig að engin þjóð getur látið það afskipta- laust. Sameinuð geta Norðurlöndin haft veruleg áhrif. Ég nefni kjarnorkuvopnakapphlaupið, sem er fyrir löngu komið á svo alvarlegt stig að segja má að heimurinn standi á bjargbrúninni. í þeim efnum er ekkert viðunandi nema útrýming kjarnorkuvopna. Þótt þetta mál sé fyrst og fremst í höndum stórveldanna, verða Norðurlöndin að beita áhrifum sínum eins og þau geta.“ Undir þessi orð forsætisráðherra ber að taka. Á öldum Ijósvakans Það má vlst með sanni segja að fjörið hafl aukist undanfarið á FM bylgjunum á útvarpstækjum landsmanna. Hér syðra er það orðið margfalt á við það sem var meðan gamla Gufuradíóið var þar einrátt. Núna er komin þar rás tvö, svæðisútvarp, Bylgjan, kristileg stöð og nú síðast sérstök stöð sem sendir út í höndum nemenda í framhaldsskólum. Um síðustu helgi stillti Garri inn á stöð framhaldsskólanema og Hafði opið í tvígang, eitthvað á annan klukkutíma i hvort skipti. Það olli honum vonbrigðum hvað þar virtist vera ófagmannlega að verki staðið. í bæði skiptin heyrðist varla talað orð úr mannsbarka við hljóðncmann, heldur voru spilaðar plötur í síbylju. Hljóðvarp er vandmeðfarinn fjölmiðill og umgengnin við hljóðnemann útheimtir bæði hug- kvæmni, lagni og umfram allt skiln- ing á mannlegum viðbrögðum. Því fer fjarri að það dugi til að reka útvarpsstöð að droppa bara inn, sctja langa plötu á fóninn og fara svo í kaffi. Þar þarf meira til. 0g meira um fjölmiðlun Mikið er þessi misserin rætt um fjölmiðlabyltinguna svo nefndu, og víst ekki að tilefnislausu. Gn spurn- ingin er hins vegar hvort framboðið á fréttum í kríngum kvöldmatar- leytið á helsta þéttbýlissvæðinu sé ckki faríð að íþyngja venjulegu fjölskyldulífl einum um of, sé þess neytt að fullu. Ríkisútvarpið er með kvöldfrétt- ir klukkan sjö, og hálf átta taka við fréttir hjá Stöð tvö í sjónvarpinu. Klukkan átta kemur svo ríkissjón- varpið með fréttir sínar. Það er útbreiddur siður á heimil- um að reyna að haga málum þannig að á sjöfréttirnar sé hlustað meðan fólkið borðar kvöldmatinn, en að loknu uppvaski og tiltekt sé síðan horft á fréttirnar í ríkissjónvarpinu. Ef Stöð tvö er bætt við þetta allt saman, er þá ekki farið að líða að þvi að um offramboð sé að ræða? Er ekki hálfur annar klukkutimi ríflegur skammtur af fréttum fyrír flest venjulegt fólk, svona upp á hvern dag? Að vísu má segja að fréttastofa sjónvarps hafi ekki nema gott af samkeppninni, vegna þeirrar slag- síðu sem mörgum þykir vera komin þar nú næstliðið yfir á frjálshy ggju- hliðina. En allar þessar stöðvar flytja okkur raunar meira og minna sömu fréttimar. Væri kannski at- hugandi hjá þessum fjölmiðlum að stytta fréttafíma sína og gera þá hnitmiðaðri - og bjóða fólki kannski eitthvað annað efni í stað þess að síendurtaka sömu fréttim- ar? Morgunblaðið og kaup- félögin Garri hefur áður vakið athygli á þeirri sérkennilegu gcðvonsku sem farin er að íþyngja skrifum Morg- unblaðsins um stjórnmál í seinni tíð. Þetta á ekkert skylt við stefnu Sjálfstæðisflokksins, heldur virðist vera innanhússvandamál á blað- inu. Gott dæmi þessa var í leiðara blaðsins á laugardag. Þar er rakið nokkuð af þeim árangrí sem náðst hefur í tíð ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar, þar á meðal að því er varðar aukið frjálsræði í verslun og vaxandi samkeppni í vöruverði til neytenda sem af þessu hefur Ieitt. Ekki getur blaðið þó á sér setið að nota þetta tækifærí til að hnýta í kaupfélagaverslun í landinu. Það kemur fram í því að leiðarahöfund- ur segir, eftir að hann hefur rætt um aukið frjálsræði í verðlagningu: „Almennt röruverð á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem sam- keppnin er mest, er hagstæðara almenningi en í strjálbýli, þar sem sumstaðar er aðeins ein kaupfélagsverslun um hituna.“ Hér virðist, eins og oftar í Morg- unblaðinu, vera ýjað að fleiru en beinlinis er sagt berum orðum. Á ekki að skilja þetta þannig að kapphlaup verslana sé hér fortaks- laust talið vera af hinu góða, en kaupfélögin eins fortakslaust tengd við skort á samkeppni og gott ef ekki einokun, og þar mcð hátt vöruverð? Alla vega er auðvelt að skilja þetta svo að kaupfélögin séu óæskileg fyrirbæri sem helst ættu að hverfa. Þeir hjá Morgunblaðinu geta þess hins vegar ekki að kaupfélögin hafa víða verið nauðvörn fólks til að halda uppi verslun og þjónustu á heimaslóðum, þar sem fámenni var meira en svo að peningalyktin þaðan drægi beinlínis að sér kaup- menn f gróðaleit. Líka era kaupfél- agabúðir í dag meðal hinna glæsi- legustu og best reknu sem gerast, ekki síst á suðvesturhorninu. Það er því ekki annað en tíma- skekkja að tala um kaupfélagabúð- ir sem eitthvert úrelt fyrírbæri nú í dag. Samkeppnin er góð, en öfgar hennar era afleitar. íslendingar eru upp til hópa félagslcga þenkj- andi fólk. Ein saman geðvonska má ekki verða til þess að leiðarahö- fundar á einum útbreiddasta fjöl- miðli landsins Iáti löngun sína til að dekra við frjálshyggjuna leiða sig út í eitthvað sem tengja má við níðskrif um félagslega rekin fyrir- tæki. Garri. VÍTT OG BREITT Stóriðjudraumurinn orðinn martröð „Nú þegar öllum má vera það ljóst, nema ef til vill lögfræðinga- og hagfræðingastóðinu, sem öllu ræður í Sjálfstæðisflokknum, að stóriðjudraumar okkar eru brostnir, er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og íhuga hvað fór úr- skeiðis." Þessi tilvitnun er úr grein sem Júlíus Sólnes, prófessor, ritaði og birtist ÍDV s.l. laugardag. Höfund- ur segir að óraunsæi og loftkastalar hafi ávallt einkennt alla umræðu um stóriðju á íslandi, enda málin verið í höndum stjómmálamanna og embættismanna ríkisins. Hann sýnir fram á að tækniþróun og orkunýting hafi í mörg ár beinst í aðra farvegi en óskhyggjan og loftkastalasmíðin á íslandi. Virkjunarframkvæmdir og of- framleiðsla orku er afleiðing óraunsæis „lögfræðinga- og hag- fræðingastóðsins,sem öllu ræður...“ Orkufyllirí og byggðaröskun í tíu ár höfum við verið á orkufylliríi og stóriðjuverin hinum megin við hornið að áliti prófess- orsins. Eitt hið alvarlegasta við þennan langvarandi vímutúr er að hann hefur stuðlað að byggðarösk- un. í fleiri landshornum hefur verið beðið eftir stóriðjuverum, sem leysa áttu atvinnumál og fjölmörg önnur brýn vandamál hinna dreifðu byggða. Stjórnmálamenn hafa verið iðnir við að lofa iðjuveri hér og orkuveri þar. Vegalagnir, hafnir og mikil atvinna fylgja bygg- ingu orkuvera og stóriðjufyrir- tækja. Síðan eiga iðnaðarmenn bændur og sjómenn að una glaðir við málmframleiðslu á fjarða- ströndum til eilífðarnóns. Dýr atvinnubótavinna En orkuver og mannvirkjagerð vegna stóriðju er nokkuð dýr at- Storiðju- draugurin vinnubótavinna. íslenskir orku- sölumenn leita fyrir sér víða um heim og bjóða rafmagn við vægu verði. En svo vill til að orkufrekur iðnaður og málmframleiðsla í heiminum fellur ekki alveg að óskhyggju lög- og hagfræðinga á íslandi og enn síður að misskilinni byggðastefnu, eða kosningaloforð- um einstakra frambjóðenda. Orkufylliríið er því að breytast í timburmenn. í langa tíð hefur stóriðjudraug- urinn villt um fyrir mönnum og brenglað skyn á atvinnuuppbygg- ingu og framtíðarmöguleikum. Loforð um aðskiljanlegar verk- smiðjur hingað og þangað hafa dregið dug úr framtaki og eðlilegri sjálfsbjargarviðleitni dugnaðar- fólks víða um land. Þegar seint og um síðir kemur í ljós að stórvirku atvinnufyrirtækin eru ekki annað en óskadraumur manna, sem kunna skil á lögum og hagtölum en vita ekkert um tækniþróun eða málmframleiðslu, er afleiðingin ömurleg þróun byggða. Niðurrifsmenn Margir bera ugg í brjósti vegna þeirrar röskunar sem er að verða á byggðajafnvægi. Sumir þeirra sem þykjast hvað öflugastir málsvarar þess sem þeir kalla öfluga byggða- stefnu, eru kannski óviljandi mestu niðurrifsmennirnir. Fölsk loforð um framkvæmdir og blómlegt atvinnulíf draga kjark úr fólki þegar fram í sækir. Þau verða til þess að eðlileg atvinnu- starfsemi sem hæfir hverjum stað, veslast upp og ekki er hugað að nýjum greinum, sem haldið er að standa muni í skugga stóriðju og göldrum líkra framkvæmda. Aðrir niðurrifsmenn Iands- byggðarinnar eru t.d. þeir sem þrástaglast á því hve allir í þeirra eigin byggðarlögum hafa það skítt en allir sem búa á höfuðborgar- svæðinu velta sér upp úr auðnum og valdinu, sem þar á að vera, auðvitað á kostnað dreifðra byggða. Þessir samanburðar- fræðingar eru ötulustu liðsmenn byggðaröskunarinnar. Skilningssljóir fræðingar Stóriðjudraumurinn og þekking- arleysið leikur þjóðina grátt. Þegar þar við bætist að alið er á hrepparíg á vanhugsuðum forsendum hlýtur sitthvað undan að láta. Nýjungar og þróun í atvinnulífi hlýtur að verða til þar sem aðstæður og framtakssemi er fyrir hendi. Það er ekki annað en dauð hönd miðstýr- ingarinnar sem tekur að sér það verkefni að planta niður tækni- væddum stórverksmiðjum út um öll foldarból, hvort sem nokkur rekstrargrundvöllur er fyrir hendi eða ekki. Stóriðjumisskilningurinn hefur ekki orðið til annars en raska byggðajafnvæginu enn meira en þörf var á. Vel má vera að það sé rétt hjá Júlíusi Sólnes, að allir skilji þetta nema „lögfræðinga- og hagfræð- ingastóðið í Sjálfstæðisflokknum." Niðurstaða hans um stóriðjudraug- inn er: „En meðan íslandi er stjórnað af heimaöldum lög- fræðingum og viðskiptafræðingum, sem bera lítið skynbragð á hina öru tækniþróun, er lftil von til þess að betur gangi.“ OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.