Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. febrúar 1987 'Tíminn 9 ■llillllll VETTVANGUR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllflllllllllllllllillilllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllillll Steingrímur Hermannsson: Norðurlöndin geta haft áhrif HerraTorseti, þingmenn og góð- ir gestir, Norðurlandaráð hefur á undan- förnum árum breyst mjög í sínum störfum. Þó áhersla sé enn lögð á menningarlegt samstarf Norður- landanna og á engan máta úr mikilvægi þess dregið, hefur sam- starf á sviði efnahagsmála aukist. Starfsemi Norræna fjárfestingar- bankans er e.t.v. áþreifanlegasta dæmið um árangursríkt samstarf á sviði efnahagsmála. Bankinn hefur sannað tilverurétt sinn. Hann hefur komið miklu til leiðar og stuðlað að mörgínn mikilvægum samstarfs- verkefnum' Samstarf Norðurlandanna á sviði rannsókna og tilrauna var um áratugi innan NORDFORSK. Það samstarf var að mínu mati eitt hinna merkari sem Norðurlöndin hafa átt. Nú hefur þetta samstarí1 færst til Norðurlandaráðs. Ég vil leyfa mér að vona, að það verði ekki síður árangursríkt nú, og sérstaklega að það drukkni ekki í pappírsflóðinu. Á þessu sviði er væntanlegt sam- starf landanna að iíftæknirann- sóknum. Við fögnum því, íslend- ingar, ef ákveðið verður að vinna saman að slíkum rannsóknum á Ræða á Norðurlandaráðsfundi í Helsinki febr. 1987: Islandi. Við teljum möguleikana mikla og erum sannfærðir um, að slíkt samstarf getur fært löndunum öllum mikið í aðra hönd. Norðurlöndin sem heimamark- aður er að öllum líkindum mikil- vægasta hugmyndin á sviði efna- hagsmála. Ef henni verður hrint í framkvæmd, mun hún hafa mjög mikil áhrif á efnahagsþróun á Norðurlöndum. í vegi þessarar hugmyndar virðast þó enn vera ýmsar hindranir. Mun ég nefna nokkrar. í öllum löndunum er innflutning- Lur landbúnaðarafiyða miklum tak- mörkunum háður, enda landbún- aður víðast hvar styrktur mjög með opinberum aðgerðum. Ég tel ólíklegt að á þessu verði breyting á næstum árum. Þessa gætir einnig í sj ávarútvegi, því miður. í nafni byggðastefnu er hann t.d. styrktur mjög í Noregi og svo er reyndar víða utan Norður- landa, t.d. í Kanada og innan Efnahagsbandalagsins. Þar sem framleiðendur sjávarafurða keppa á alþjóðlegum mörkuðum, er þetta að sjálfsögðu í hæsta máta óeðli- legt. Svipað má raunar segja um suma iðnaðarframleiðslu, eins og t.d. báta- og skipasmíðar. Á allra vit- orði er, að þær njóta víða mikilla opinberra styrkja. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort slíkar verndaðar atvinnu- greinar eiga að vera utan hugtaks- ins „Norðurlönd sem heimamark- aður“. Það kann að vera eðlilegt með framleiðslu einstakra land- búnaðarafurða sem fyrst og fremst er neytt í framleiðslulandinu, og segja má að séu hverju landi nauð- synlegar. Varla verður hið sama sagt um það sem keppir á alþjóð- legum mörkuðum. Með tilvísun til þess sem ég hef nefnt, óttast ég að Norðurlöndin sem sameiginlegur heimamarkaður kunni að eiga nokkuð langt í land. Gyldenhammer-tillögurnar eru að mínu mati eitt merkasta fram- takið á sviði efnahagsmála. Þar er um raunhæfar tillögur að ræða, sem fróðlegt verður að sjá hvort tekst að framkvæma. Af mörgum ástæðum er æskilegt að Norðurlöndin standi saman og komi sem mest fram sem ein heild. Ástand heimsmála er þannig, að engin þjóð getur látið það af- skipalaust. Sameinuð geta Norður- löndin haft veruleg áhrif. Ég nefni kjarnorkuvopnakapp- hlaupið, sem er fyrir löngu komið á svo alvarlegt stig, að segja má að heimurinn standi á bjargbrúninni. f þeim efnum er ekkert viðun- •andi nema útrýming kjarnorku- vopna. Þótt þetta mál sé fyrst og fremst í höndum stórveldanna, verða Norðurlöndin að beita áhrif- um sínum eins og þau geta. Ég nefni einnig vaxandi mengun og spiilingu umhverfis. Þar er af nógu að taka. Slysið í Chernobyl færði okkur heim sanninn um það, að hin fjölmörgu kjarnorkuver eru óörugg og ógnun við heimsbyggð. Þau verður að setja undir strangt alþjóðlegt eftirlit. Éyðing skóga og annars gróðurs og mengun vatna er nærtækt dæmi. Er furðulegt hve hægt gengur að fá þar snúið vörn í sókn. Eitt alvarlegasta dæmið um spill- ingu umhverfis er eyðing hins svo- nefnda Ozonelags. Fyrir því eru nú óyggjandi sannanir. Samt sem áður þrjóskast menn við og haldið er áfram framleiðslu þeirra efna, sem tjóninu valda. Á slíkum sviðum og fjölmörgum öðrum þurfa Norðurlöndin að beita sér í vaxandi mæli. Norður- landabúar eru þekktir fyrir að vera víðsýnt fólk, sem byggir ákvarðan- ir sínar á rökrænni hugsun. Norðurlöndin sameinuð geta því átt stóru hlutverki að gegna í þeirri viðleitni að bæta mannlíf á þessari jörð. Steingrímur Hermannsson. Gissur Jóhannesson: Leikuraðtölumog lítið eitt fleira Samkvæmt upplýsingum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga voru meðal skatttekjur ársins 1986 (þ.e. útsvar aðstöðugjald og fasteigna- skattur) allra sveitarfélaga í land- inu kr. 34.857,- pr. íbúa. I dreifbýl- issveitarfélögum með innan við 300 íbúa voru meðaltekjur þessar kr. 21.542,- Hæst allra sveitarfé- laga í landinu var Reykjavík með kr. 40.662.- á íbúa. Þessi hrikalegi tekjumunur milli sveitarfélaga er svo mikill og sýnir svo ekki verður um villst hvar fjármagn þjóðarinn- ar er, að full ástæða er til að vekja athygli almennings á því. Þar sem Reykjavík er stærst allra sveitarfé- laga í landinu með hæstu meðal skatttekjurnar ætla ég að leika mér að því að gera nokkurn samanburð á skatttekjum hennar og annarra sveitarfélaga í landinu. Mismunur meðal skatttekna Reykjavíkur og meðal skatttekna í landinu þar með taldri Reykjavík er kr. 5.805,- á íbúa. Ef þessi tala er margfölduð með 89.868 íbúum Reykjavíkur gerir það kr. 521.683.740,- sem Reykjavíkurborg tekur í skatta umfram meðaltal allra sveitarfé- laga í landinu. Hvað mætti svo gera við þessa upphæð? Ég ætla að nefna 4 atriði. 1. Það mætti kaupa rúmar 100 íbúðir á 5 milljónir hverja. 2. Það mætti kaupa rúmar 1000 bifreiðará hálfa milljón hverja. 3. Þaðmættilátasmíða2-3togara. 4. Það mætti borga bændum á fullu grundvallarverði haustsins 1986 2850 tonn af dilkakjöti en það er nánast sama magn og talið er að framleitt sé í landinu umfram innanlandsneyslu. Það má svo deila um það hvort það sé eðlilegt að eitt sveitarfélag sogi svo til sín fjármagn þjóðarinn-1 ar sem þessar tölur sýna eða reynt sé að jafna því meira á milli þeirra svo halda megi landinu í byggð. Ef til vill hefði verið réttara að hafa þennan samanburð öðruvísi, þ.e. taka Reykjavík alveg út úr lands- Þessi hrikalegi tekju- munur milli sveitarífé- laga er svo mikill og sýnir svo ekki verður um villst hvarfjármagn þjóðarinnar er, að full ástæða er til að vekja athygli almennings á því. meðaltalinu þar sem hún vegur þar svo þungt. Þá hefðu skatttekjur annarra sveitarfélaga í landinu orð- ið kr. 31.473,- pr íbúa. Mismunur Reykjavíkur og annarra sveitarfé- laga því kr. 9189.- á íbúa, marg- falda svo með íbúatölu Reykjavík- ur og út hefði komið kr. 825.797.052.- í hlut Reykjavíkur umfram meðaltal annarra sveitar- félaga. En hrikalegri verður svo mis- munurinn á skatttekjum dreifbýlis- sveitarfélaga með kr. 21.542,- á íbúa og Reykjavíkur með kr. 40.662,- eða kr. 19.120.- í mismun sem gera kr. 1.718.276.160.- ef margfaldað er með íbúatölu Reykjavíkur. Það skyldi þó aldrei vera að finna mætti í þessari tölu eða öllu heldur skattstofni hennar að minnsta kosti einhvern hluta af þeim mismun sem orðið hefur á undanförnum árum á útflutnings- verðmæti landbúnaðarvara og framleiðslukostnaði þeirra innan- lands. Já einn milljarður, sjöhundruð og átján milljónir, tvöhundruð sjötíu og sex þúsund, eitthundrað og sextíu krónur sem Reykjavtkur- borg hefur til ráðstöfunar umfram meðal skatttekjur dreifbýlissveit- arfélaga. Var svo einhver að tala um. ellefu milljónir um daginn sem einhverjir óþægir strákar norður í landi voru að sóa af almannafé? Kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins á byggingu á nýjum vegi ca. 25 km lögum yfir Mýrdalssand með brúm og bundnu slitlagi var í haust um 60 milljónir króna. Þenn- an veg mætti leggja 28 sinnum fyrir þessar umframtekjur Reykjavíkur. En það eru til fleiri tölur sem gaman væri að leika sér að. Þar á meðal endanlegar kostnaðartölur við útboð Vegagerðar ríkisins, en þær fást ekki með nokkru móti birtar, enda kannski best ef eitt- hvað þarf þar að fela. En þar veit ég um stórar tölur, milljónir í skuldahölum sem sitja eftir út um land. Það er vandalítið að segja frá að hægt hafi verið að leggja svo og svo marga kílómetra af vegi með bundnu slitlagi vegna þess að verk- in voru boðin út, en þegja svo yfir hverjar endanlegar kostnaðartölur vegagerðarinnar voru. Þegja líka yfir því hvað aðrir vegir hafa liðið fyrir, vegna þess að viðhaldsféð fór í bundna slitlagið, þegja yfir því hvað margar milljónir einstakling- ar og fyrirtæki út um land, lögðu beint og óbeint í vegina á meðan Með því hófst algjör eignaupptaka hjá þeim mönnum og fyrirtækj- um sem lentu öfugum megin við strikið. Hvergi kom þetta þó verr niður en út um land, þar sem fjár- magnið var takmark- að, verkefni lítil og veltuhraði hægur. þeir voru að gefast upp. Það er dýrt að setja menn á hausinn með öllu því sem því fylgir fyrir þá einstakl- inga sem í því lenda og þeirra nánasta umhverfi, það er svo dýrt að vegur með bundnu slitlagi getur aldrei borgað það, og þá bara ef til vill fyrir það eitt að koma 2-3 árum fyrr. Þvf miður virðist sú stefna ráð- andi eins og framangreindar tölur sýna að koma eigi öllu út um land á kaldan klaka. Það er t.d. hart fyrir fólkið úti á landi þar sem verkefni eru lítil, og fjármagnið ekki fyrir sbr. að framan. Að þeir sem þar eiga heima og geta unnið við þær opinberar framkvæmdir sem þar fara fram, skuli ekki fá að njóta þeirra fyrir eðlilegt endur- gjald til að auðvelda þeim þá um leið að eiga og reka sín fyrirtæki svo þeir geti veitt fólkinu þar þá þjónustu sem það á heimtingu á. Ég held að ein mesta tilfærsla á fjármunum til þéttbýlis á undan- förnum árum stafi af þeirri offjár- festingu sem varð í ýmsum bygg- ingarframkvæmdum á höfuðborg- arsvæðinu á árunum 1983 og 1984. Sú offjárfesting (þensla á víst að segja á fínu máli) leiddi af sér yfirborganir (launaskrið á þessu fína) í stórum stíl. Sem síðan leiddi af sér óraunhæfa kjarasamninga í desember 1984. Þeir kjarasamningar voru þó ekkert annað en leiðrétting á kjör- um þeirra launþega, opinberra starfsmanna og annarra sem eftir sátu af því frjálshyggjuævintýri. Þegar búið var að festa þessa yfirborgunarkjarasamninga á blað fundu stjórnmálamenn það úi að nú væri komin bullandi verðbólga og vaxtakostnaður hljóp upp úr öllu valdi. Með því upphófst algjör eignaupptaka hjá þeim mönnum og fyrirtækjum sem lentu öfugum megin við strikið. Hvergi kom þetta þó verr niður en út um land, þar sem fjármagnið var takmark- að, verkefni lítil og veltuhraði hægur. Þegar ég var unglingur fyrir um 40 árum síðan var ég staddur á Sumarhátíð framsóknarmanna í Vestur Skaftafellssýslu sem það ár var haldin á Kirkjubæjarklaustri. Á samkomu þessari hélt Hermann heitinn Jónasson ræðu. Ræðu sem ég er nú með öllu búinn að gleyma að undanskildum örfáum orðum. En þau voru þessi: „Það á að leyfa hverjum og einum að lifa og starfa eins og hugur hans stendur til en aðeins við sem jafnastar aðstæð- ur.“ Ég held að með þessum orðum hafi Hermann heitinn komist eins nálægt því sem mögulegt var að lýsa því hvað hann taldi vera hlutverk Alþingis þ.e. að tryggja jafnrétti og frelsi hvers einasta manns innan þeirra marka sem þjóðfélagið getur skapað honum. Því miður hefur þetta eins og framangreindar tölur sýna farið mjög úr böndunum viljandi eða óviljandi hjá alþingismönnum að undanförnu. Mig undraði því ekk- ert þó margur dreifbýlisbúinn velti því fyrir sér nú eins og ég hef oft gert undanfarið. Til hvers að vera að kjósa til Alþingis? Gissur Jóhannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.