Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Tíminn 13 Ræöa landbúnaðarráðherra við setningu Búnaðarþings: Hætta á að trumbuslag- arar svartsýninnar leiði menn i ogongur Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, flytur ræðu sína við setningu Bún- aðarþings. Tímamynd GE Forseti lslands, forseti Búnaðar- þings, búnaðarþingsfulltrúar og gestir. Kröfur þær sem gerðar eru til íslensks landbúnaðar eru marg- þættar og sumar þess eðlis, að erfitt er að samræma þær. Hann hefur verið og er undirstaða byggð- ar í miklum hluta landsins. Hann sér þjóðinni fyrir mestum hluta af þeim matvælum, sem hún þarfnast. Framleiðslan skal vera í samræmi við óskir hennar og þarfir hverju sinni og verðlagið sem lægst. Hann á að veita þeim, sem við hann vinna, ekki lakari afkomu heldur en öðrum stéttum þjóðfélagsins. Skilyrði þess, að landbúnaður- inn geti uppfyllt þessar kröfur er að sjálfsögðu, að rekstrargrundvöllur hans sé nægilega traustur. Um meira en hálfrar aldar skeið hefur búseta verið að breytast í þessu landi. Tæknivæðing landbúnaðar- ins og kröfur bænda um aðstöðu og afkomu hafa leitt til þess, að bú- skapur hefur eflst í ákveðnunt sveitum, en gengið saman og jafn- vel lagst af í öðrum, þar sent skilyrði fyrir nútímabúskap reynd- ust takmörkuð. Eru það þó byggð- arlög, sem hallæri og hungurvofa fyrri alda sneiddu oft og tíðum hjá. Til að styrkja stöðu landbúnað- arins og hamla á móti þessari þróun, var veittur öflugur stuðn- ingur til framkvæmda og uppbygg- ingar í hefðbundnum búgreinum, sem hafði í för með sér mikla framleiðsluaukningu. En þrátt fyr- ir það sýndi reynslan á árunum um og eftir 1980 að slíkt gekk ekki lengur, þegar markaðsaðstæður þrengdust, árferði versnaði ogóða- verðbólga geisaði. Það kom skýrast fram í hinni erfiðu greiðslustöðu bænda á árinu 1983, þegar búrekst- ur margra þeirra var að stöðvast. Yfir 700 bændur sótt um að lausa- skuldum þeirra yrði breytt í föst lán samkvæmt lögum, sem þá voru samþykkt, og var unnt að verða við óskum langflestra þeirra. Þær ráð- stafanir hlutu að verða skammgóður vermir, ef rekstrargrundvöllurinn í búrekstri þessara bænda var ekki viðunandi. Þess vegna var öllum bændum gefinn kostur á að leita eftir hagfræðilegum leiðbeiningum og aðstoð og til að fjalla um það var skipuð sérstök nefnd. Þessi nefnd er nú að ljúka þeim áfanga starfa sinna, sem henni var falið á þessum grundvelli. Mörgum þeirra bænda sem til hennar leituðu, nægði ráðgjöf og ábendingar um það sem betur þurfti að fara í búrekstri þeirra. Hjá öðrum reið baggamuninn, að á síðasta ári voru lausaskuldalánin færð frá Veðdeild Búnaðarbankans til Stofnlána- deildar, jafnframt því að vextir af þeim voru lækkaðir og lánstími lengdur á þeim og fleiri lánaflokk- um. Stuðningur við búháttabreytingu Hjá nokkrum hópi, sem staðið hefur í framkvæmdum síðustu árin, þurfti til viðbótar að veita hagræðingarlán, sem Framleiðni- sjóður landbúnaðarins hefur lagt nokkurt fjármagn til, og þá sérstak- lega í því skyni að koma í staðinn fyrir aukna framleiðslu, sem lögð var til grundvallar við framkvæmd- irnar. Að þessum aðgerðum lokn- um eru það tiltölulega fáir, sem að mati nefndarinnar hafa ekki mögu- leika á að halda áfram búskap sínum með viðunandi hætti. Meginþýðingu fyrir þessa bænd- ur eins og alla aðra í hinum hefð- bundnu búgreinum, hefur að sjálf- sögðu ákvæði nýju laganna um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, um staðgreiðslu afurð- anna, þar sem ríkið hefur lagt frant sjö hundruð milljónir króna til að flýta greiðslum til bænda, svo að þeir hafa nú þetta fjármagn í höndunum í stað þess að þurfa að greiða háa vexti af lánsfé. En þó að staðgreiðslan skipti landbúnaðinn ntiklu máli, cr grundvallaratriði hinna nýju bú- vörulaga stuðningurinn við bú- háttabreytingu, með eflingu Fram- leiðnisjóðs og fleiri ráðstöfunum. Öflugur stuðningur við nýja at- vinnustarfsemi í sveitunt skyldi koma í stað meira en hálfrar aldar þróunar, þar sem í bændastéttinni fækkaði stöðugt. Vissulega hefur hin þrönga staða, sem landbúnað- urinn var kominn í, gert örðugara um vik til að komast þarna af stað, en árangurinn er þó þegar augljós. Á þremur árum hefur bændum, sem stunda ferðaþjónustu, fjölgað tneira en um helming. Refastofn- inn hefur tífaldast og minkastofn- inn stækkað um meira en helming, en þar er afkoma nú allgóð, þó að þyngra sé fyrir fæti hjá refarækt- inni. Fiskeldi hefur bjargað strjálbýlu byggðarlagi frá hruni og annarsstaðar er svipuð uppbygging á leiðinni. Með tilliti til þcssarar reynslu hafa núverandi stjórnar- flokkar samþykkt að beita sér fyrir því, að framlög ríkisins til Fram- leiðnisjóðs haldi áfram eftir árið 1990, þegar núgildandi ákvæði laga um það fellur úr gildi. Það var ein þeirra tillagna, sem ég lagði fram í ríkisstjórninni fyrir allnokkru síð- an og nú er verið að vinna að. Fullvirðisréttur ekki minnkaður Hinar tillögurnar fjalla um að áætlun skuli gerð og framkvæmd um útrýmingu riðu á næstu tveimur árum. Endurgreiddur verður meirihluti af verðskerðingu innan búmarks á innleggi á kindakjöti á síðastliðnu hausti. Er verið að ljúka við að ganga frá leiðrétting- um og útreikningum á endur- greiðslum, þannig að skerðing á búum innan 200 ærgilda fram- leiðslu fari ekki yfir 5000 kr., frá 2-300 ærgildum ekki yfir 7500 kr., og frá 3-400 ærgildum er miðað við 10.000 kr. Samin hefur verið viðbót við reglugerð um fullvirðisrétt á kindakjöti fyrir næsta haust á grundvelli þeirrar reynslu, sem þegar hefur fengist. Þar er m.a. ákvæði um að úthlutað verði við- bótarfullvirðisrétti til þeirra sem hafa verið að koma sér upp bú- stofni síðustu árin. En augljóst er, að hlutur þeirra sem siíkt hafa gert og skapað sér aðstöðu til þeirrar framleiðslu, verður að vera sam- bærilegur við aðra. Og víða nægðu 3% af fullvirðisrétti, sem búnaðar- samböndunum er ætlað að úthluta, ekki til þess. Þá er nú verið að semja til tveggja ára í viðbót við Stéttarsamband bænda um afurða- magn af mjólk og kindakjöti. Slíkt er nauðsynlegt, til að bændur viti hvaða lágmarkstryggingu þeir muni fá á þeint árum, þar sem þegar á komandi vori fara þeir að leggja grundvöll að framleiðslu þeirra ára. Ég hef lagt áherslu á, að nú yrði lagt til grundvallar við samnings- gerðina sama sjónarmiðið og við samninginn á síðastliðnu hausti fyrir næsta verðlagsár, að bændur fengu að jafnaði ekki minni full- virðisrétt en þeir fá á þessu verð- lagsári. Jafnvægi í mjólkurframleiðslu Með búvörusamningnum og stjórn mjólkurframleiðslunnar hef- ur á skömmum tíma tekist að ná viðunandi jafnvægi í mjólkurfram- leiðslunni. Mjólkurframleiðendur ' hafa sér nú skýra framleiðsluvið- miðun, til þess að hagræða fram- leiðslu og notkun aðfanga, nteð þeim árangri t.d., að kjarnfóður- notkun hefur víða stórminnkað og nýting heimaaflaðs fóðurs batnað að sama skapi. Bendir flest til þess að afkoma mjólkurframleiðenda sé betri en oftast áður. Sá árangur sem náðist í aukningu á sölu mjólkur og mjókurvara með öflugu söluátaki á síðastliðnu ári, sérstaklega á síðari hluta þess, bendir til að unnt sé að styrkja markaðsstöðu mjólkurinnar. Slíkt söluátak með sambærilegum ár- angri þarf einnig að gera í kinda- kjötinu. Það skiptir ekki aðeins landbúnaðinn miklu máli, heldur einnig þjóðfélagið í heild á svo margan hátt. Slíkt er hægt, ef nægilegur vilji og samstaða er fyrir hendi. Og allir verða að skilja, að þjóðfélagið í heild en ekki bænda- stéttin ein verður að taka á sig afleiðingarnar af því að láta það tækifæri ganga sér úr greipum. Forsenda framfara er þekking. Á bændaskólunum hefur verið gert mikið átak til að breyta kennslu og auka í samræmi við þarfir nútíðar og framtíðar, m.a. með bættri aðstöðu til kennslu í loðdýrarækt, fiskeldi og fleiri ný- búgreinunt. Traust og góð starfs- menntun er mikilvæg undirstaða í nútímabúrekstri. Þekking á öllum sviðunt búrekstrar vex sífellt, og hæfnin til þess að nýta hana ræður miklu um árangur bóndans og afkomu hans. Menntun og breytt skilyrði Sá sem hefur trausta undirstöðu- þekkingu og verkkunnáttu á auð- velt með að hagnýta sér nýjungar og laga sig að breytilegum skilyrð- um samfélagsins. Rannsókna- starfsemina þarf að stórefla, svo að hún geti veitt bændum meiri þjón- ustu, ekki síst á sviði hinna nýju búgreina, en einnig við þróun nýrra möguleika fyrir hinar hefðbundnu búgreinar. Vaxandi samstarf hefur verið á milii rannsóknarstofnana í landbúnaði við úrlausn stærri verk- efna, sem brýnt er að leysa. Slíkt samstarf þarf að auka. Leiðbeiningaþjónustan ntá ekki láta sinn hlut eftir liggja. Heimilað- ar hafa verið nýjar stöður í nýjunt búgreinum, en ekki er síður mikil- vægt að þeir sem fyrir eru, aðlagi störf sín eftir hinum nýju viðhorf- um. Þar vil ég sérstaklega leggja áherslu á hagfræðilega ráðgjöf. Grundvallaratriði í öllum bú- rekstri er að sjálfsögðu viðunandi fjárhagsleg afkoma. Til þess að auðvelda bændum að fylgjast með slíku, Itafa búnaðarsamböndin ver- ið studd við að koma upp tölvu- þjónustu, sem öllum bændum á að vera opinn aðgangur að. En ráðu- nautarnir þurfa jafnframt að vera vel á verði, vera óþreytandi að aðstoða bændur og fylgjast með, ef eitthvað hallar undan fæti, og beita þá faglegum leiðbeiningum til úr- bóta. Búnaðarsamböndin hafa tekið á sig umfangsmikla vinnu við fram- leiðslustjórn nautgripa- og sauð- fjárræktar. Hin nýju viðhorf hafa skapað verulega þörf fyrir fram- leiðsluráðgjöf. Til þess að létta búnaðarsamböndunum að mæta þessu tímabundna álagi, hef ég óskað eftir því, að Framleiðnisjóð- ur veiti búnaðarsamböndunum nokkurn fjárhagsstuðning. svo fjárskortur þurfi ekki að hamla hinu nauðsynlega aölögunarstarfi. Framtíðarverkefni Ég hef óskað eftir því að fjár- hagskönnunarnefnd ráðuneytis og búnaðarsamtakanna haldi áfram störfum, þó að hún sé nú í þann veginn að Ijúka sínu upphaflcga verkefni. Hlutverk nefndarinnar verði um sinn m.a. að veita forystu hagfræðiráðgjöf fyrir bændur að vera ráðunautum búnaðarsam- bandanna til stuðnings og ráðgjafar við bókhald bænda, rekstraráætl- anir fyrir þá og rekstrarráðgjöf. Öll meiri háttar fjárfesting í land- búnaði verður að styðjast við sem traustastar rekstraráætlanir. Á því sviði hefur leiðbeiningaþjónustan ntikilvægu framtíðarhlutverki að gegna. Þannig væri lengi hægt að halda áfrant að telja upp þau verkefni, sem framtíðarinnar bíða og hið nýja Búnaðarþing, sem nú hefur verið sett, mun láta til sín taka. Á síðasta Búnaðarþingi var rækilega fjallað um fruntvörp til jarðræktar- og búfjárræktarlaga. Væntanlega mun Alþingi sent nú situr afgreiða jarðræktarlögin. Hins vegar er nauðsynlegt að ætla sér rýmri tíma til þess að Ijúka afgreiðslu búfjárræktarlaga. Sá lagabálkur grípur inn á mjög marga þætti búfjárræktar og íélagskerfis bænda, en unt það hefur talsverð umræða verið síðustu misserin. Nauðsynlegt er að meta vandlega, hvaða skipan telst farsælust, breyta ekki breytinganna vegna, en finna lagaform, sem getur vísað okkur veginn til næstu framtíðar. Horfa verður fram á veginn Að undanförnu hefur nokkuð borið á þeim, sem berja bumbur barlóms og bölsýni. Að sjálfsögðu er alltaf nokkur hætta á því að söngur þessara trumbuslagara svartsýninnar leiði menn í ógöng- ur, því að til annars getur hann ekki leitt. Búnaðarþing hefur jafn- an tekið af einurð og festu á hagsmunamálum landbúnaðarins, gert sér grein fyrir staðreyndum, bent á leiðir sem vænlegast er að fara og úrræði til að komast þær. Það skiptir því miklu máli nú eins og áður, að ályktanir þingsins ein- kennist af þrótti og framfarahug. Á tímum hinna öru breytinga verð- ur að horfa fram á veginn, þó að okkur takist ekki að sjá hvað er á bak við næsta leiti. Ég árna hinum nýju búnaðar- þingsfulltrúum, sem nú koma hér í fyrsta sinni, og öðrum sent áfrant halda, velfarnaðar í störfum, um leið og ég vil þakka þeint sem hurfu af Búnaðarþingi, fyrir samstarf á liðnum árum. Ég vil einnig þakka stjórn og starfsliði Búnaðarfélags- ins fyrir samstarfið á liðnu ári. Sérstaklega vil ég þakka Ásgeiri Bjarnasyni, sem nú hefur ákveðið að láta af starfi formanns Búnaðar- félags íslands, fyrir langt og ánægjulegt samstarf. Á þessu ári eru 150 ár liðin frá stofnun bænda- samtakanna, sem Búnaðarfélag ís- lands á rætur sínar að rekja til. Ég vil bera fram þá ósk og von, að bændastéttinni megi auðnast að standa svo að samtökum sínunt, að þau verði traustur bakhjarl og öflug lyftistöng fyrir íslenska bændastétt og landbúnaðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.