Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn NEYTENDASÍÐAN - eftir Svanfríði Hagvaag MATARMIKIL KJÖTBOLLUSÚPA 250 gr. hakk 2 tsk. saxaður laukur 2 msk. ósoðin hrísgrjón 1/2 tsk. salt ögn af pipar 1/2 msk. matarolía 1 lítill laukur, saxaður 1 lítill hvítlauksbátur, saxaður 1/2 bolli gulrætur í þunnum sneiðum 1/2 bolli saxað selleri 1 lítil dós tómatar 1 bolli gott kjötsoð 2 bollar vatn 1/4 tsk. oregano ögn af Tabasco ögn af Worcestershire sósu Blandið saman hakkinu, 2 tsk. af söxuðum lauk, hrísgrjónum, salti og pipar. Mótið í kjötbollur sem eru um það bil 2-3 sm í þvermál. Hitið matarolíuna á þykkbotna potti og brúnið kjötbollurnar þar í. Takið bollurnar síðan af pönnunni. Steikið laukinnoghvítlaukinn ífeitinni sem eftirerþangað til iaukurinn er orðinn mjúkur og glær. Bætið afganginum af innihaldinu út í ásamt kjötbollunum. Látið lok á pottinn og látið malla í30mínútur. Fleytiö alla feiti ofan af. Smakkiðog kryddið ef með þarf. Þynnið súpuna með vatni ef með þarf. LINSUSÚPA MEÐ BJÚGUM 250 gr. mild bjúgu 1 meðallaukur, saxaður I hvítlauksbátur, saxaöur 1/2 bolli fínsaxað selleri 1/2 bolli fínsöxuð gulrót 1/2 bolli fínsöxuð græn paprika 1 lítil dós tómatar 4 bollar gott kjötsoð 1 lítið lárviðarlauf, mulið 1/4 tsk. rosemary 1/4 tsk. timian 1 bolli linsur salt og pipar nýrifinn ostur (má sleppa) Skerið bjúgun smátt og brúnið þau létt, hellið feitinni frá. Bætiðút ílauk , hvítlaukogsaxaðagrænmetinu,steikið í2-3 mínútur og hrærið stöðugt í á meðan. Bætið út í tómötunum, kjötsoðinu og kryddinu. Látið suðuna koma upp og hrærið vel í til að merja í sundur tómatana. Bætið út í linsunum, látið lok á pottinn og látið malla í um það bil 45 mínútur eða þangað til linsurnar eru vel soðnar. Bætið út í meira vatni eða soði ef súpan ætlar að verða of þykk. Bætið út í salti og pipar eftir smekk. Berið fram með rifnum osti ef vill. Húsráð Svanfríðar Flauelsgluggatjöld Ef það koma blettir í flauels- gluggatjöldin og þau eru kannski nýkomin úr hreinsun er upplagt að‘ prófa eitt ráð áður en þau eru send1 aftur í hreinsun. Leggið glugga- tjöldin á borð eða gólf. Stráið fínu salti yfir þau og nuddið það vel inn, sérstaklega þar sem bletturinn er. Farið síðan með þau út og hristið vel. í flestum tilfellum ætti blettur- inn að fara. Hækkið eldhúsbekkinn Það er oft slæmt fyrir bakið ef eldhúsbekkurinn er ekki mátulega hár. En það er hægt að bjarga því við með einföldu ráði. Takið gott skurðarbretti, borið fyrir skrúfum í hverju horni. Sagið mátulega háa fætur úr kústskafti og skrúfið fasta. Nú er hægt að nota brettið til að skera og saxa á því án þess að það sé áraun fyrir bakið. Annar kostur við brettið er sá að ef notuð eru grunn ílát undir það sem verið er að skera niður er þægilegt að ýta því yfir í ílátið með hnífnum. Soðin egg Ef erfitt er að ná skurninu utan af soðnu eggi er oft auðveld- ara að nota til þess skaftið af teskeið. Látið kalda vatnið renna, setjið eggið oft undir á meðan verið er að ná skurninu af. Ef keypt eru alveg nýorpin egg þarf helst að geyma þau í uppundir viku áður en gott er að ná skurninu af þeim þegar þau eru harðsoðin. Þriöjudagur 24. febrúar 1987 Léttari matarvenjur auðveldari megrun Það er oft erfitt að halda nýárs- heitin og eftir því sem tíminn líður frá áramótum eru þau oft orðin lítils virði. En það á aldrei að segja; „Ég fer í megrun seinna“ - byrjaðu núna. Endurskipulegðu matarvenj- ur þínar með því að lesa í gegnum þessar hugmyndir og ef þú ferð eftir þeim ætti árangurinn fljótlega að koma í ljós. 1 Borðaðu aðeins þegar svengdin kallar að, ekki aðeins vegna þess að nú er matmálstími. 2 Hættu að borða þegar ekki finnst lengur fyrir svengd. 3 Aðlagaðu líkamann, borðaðu aðeins þegar hann segir að hann þurfi mat. 4 Líttu á matinn eins og eldsneyti. - ekki sem verðlaun fyrir eitthvað eða sem hughreystingu. Það er líka eitur að borða þegar manni leiðist. 5 Borðaðu aðeins við matborðið en ekki standandi og alls ekki úti á götu. 6 Þegar þú borðar, gerðu þá ekkert annað á meðan eins og t.d. aö lesa eða horfa á sjónvarp. 7 Fáðu þér aldrei sælgæti þegar þú ert í bíó. 8 Haltu megrunardagbók og skrif- aðu niður í hana allt sem þú borðar. 9 Reiknaðu út hitaeiningamagnið á öllu sem þú borðar og notaðu til þess góðan lista yfir hitaeiningarnar í mat. 10 Finndu út hvað þú þarft margar hitaeiningar á dag tií að halda þinni réttu þyngd. 11 Skrifaðu í dagbókina hvers vegna þú þarft að borða. Ertu viss um að það hafi verið vegna svengdar? 12 Berðu saman hvers vegna þú þarft að borða á hverjum tíma fyrir sig. Er einhver sérstakur hættutími? 13 Finndu út aðferðir til að forðast freistingar á hættutímum. 14 Hugsaðu um eitthvað annað en mat á milli mála. 15 Hugsaðu þér ekki kaffitíma senr matmálstíma. 16 Reyndu að finna þér eitthvað að gera sem dreifir huganum þegar þú finnur að þú ferð að hugsa um mat. 17 Taktu eftir hvernig þú borðar. Með græðgi - í laumi eða í flýti. Taktu þér góðan tíma og hafðu ekki samviskubit af því að borða. 1 kg fituvefur jafnglldir 7000 HE 1 kg/vlku jafngiídir 1000 HE/dag t.d. 20 km hlaup 20 km ganga 1 klst. sund 18 Horfstu í augu við að of mikil þyngd getur stafað af ofáti. Hér duga engar afsakanir. 19 Taktu ákvörðun um að grennast hægt, það er auðveldara og gefur betri árangur en að fara í stranga megrun. 20 Þegar þú crt í megrun þarf það ekki endilega að þýða að þú þurfir að borða minna, aðeins að þú inn- byrðir færri hitaeiningar. 21 Finndu nýjar uppskriftir af mat sem þér þykir góður með því að prófa einhverja megrunarmat- reiðslubók. 22 Farðu yfir eldhússkápana og hentu öllu sem inniheldur mikið salt eða sykur. 23 Birgðu þig upp af hollum mat með miklu trefjainnihaldi en lítilli fitu, salti eða sykri. 24 Borðaðu meira af ávöxtum og grænmeti. 25 Geymdu niðursneitt grænmeti til að grípa til þegar hungrið segir til sín. 26 Hættu við allt kex, kökur og sælgæti, teldu þér trú um að það sé aðeins fyrir börn. 27 Borðaðu mat sem tekur langan tíma að tyggja - þú kemst að raun um að hann fyllir betur. 28 Berðu matinn fram á minni diskum. 29 Borðaðu aðeins af þínum disk. 30 Fáðuþéraldreiafturádiskinn. 31 Sparaðu hitaeiningarnar: Bak- aðu í ofni eða grillaðu í staðinn fyrir að steikja í feiti. 32 Láttu feitina renna vel af steikt- um mat svo að sem minnst feiti fylgi með. 33 Steikið egg án feiti. Ef þú átt ekki pönnu sem ekki festist á er hægt að gera það með því að setja dálítið vatn á pönnuna. 34 Notaðu bursta til að bera þunnt olíulag á mat sem á að steikja. 35 Búðu til pottrétti þar sem þarf enga feiti. 36 Skerðuostinn íþunnarsneiðar. 37 Kaupa mat til matreiðslu en ekki snarl. 38 Notaðu undanrennu í staðinn fyrir mjólk. 39 Notaðuminnifeitiofanábrauð. 40 Ef þú kaupir niðursoðinn fisk hafðu hann þá í saltvatni en ekki olíu. 41 Veldu frekar ávexti í eigin safa þegar þú notar niðursoðna ávexti. 42 Notaðu appelsínu eða ananas- safa út á salöt. 43 Leitaðu eftir sykurlitlu marmel- aði. 44 Kauptu aðeins bakaðar baunir sem innihalda ekki sykur. 45 Notaðu léttjógúrt og bættu út í nýjum ávöxtum 46 Notaöu nýja ávexti í ábætisrétti 47 Notaðu ekki mjólk eða rjóma út í kaffi eða te. 48 Borðaðu aðeins fitulítið kjöt. 49 Ljóst kjöt inniheldur færri hita- einingar en dökkt kjöt. 50 Notaðu aðeins fitulítinn fisk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.