Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Tíminn 15 llllllllilllllllllllll minning :i-. .................... ::vv .........................-.................. ............... ^'I; ..... ...... .......... ................. ................. ... ^ '-il' ;lli. Jón Ágúst Ketilsson „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við eruni gestir og hótel okkar er jörðin. (Tómas Guðmundsson) Frændi og vinur ýtti úr vör, af stað yfir móðuna miklu. hljóðlega, rétt fyrir miðnætti þann 16. þ.m. Dvalar- tíminn á Hótel Jörð liðinn, og þráin djúpa eftir hvíldinni var uppfyllt. Jón Agúst Ketilsson var fæddur að Einholti í Biskupstungum 8. ágúst 1908, yngstur 5 barna hjónanna Stefaníu Stefánsdóttur og Ketils Jónssonar, bónda, er bjuggu lengst af að Minni-Ólafsvöllunt, Skeiðum. Nú eru þau öll látin. Er Jón fæddist höfðu foreldrar hans orðið að bregða búi og koma hinum börnunum í fóstur um nokk- urra ára skeið, vegna alvarlegra veikinda Ketils, en eftir að hann fékk bata, hófu þau búskap á ný, að Auðsholti í Biskupstungum, og þar sameinaðist fjölskyldan aftur. Þegar Jón var 12 ára flutti Ketill með heimilið að Minni-Ólafsvöllum, og bjó þar, uns hann hætti vegna aldurs, og flutti ásamt Stefaníu til Reykja- víkur. Hugur Jóns stefndi ekki til bú- skapar í sveit, en snemma kom í ljós, að hann var fæddur trésmiður. „Biddu hann Jón að laga þetta, hann getur allt,“ sögðu nágrannarnir í Ólafsvallahverfinu, þegar einhver áhöld, sem þá voru flest úr tré, biluðu, og ekki stóð á hjálpfýsi Jóns. Árið 1935 flutti Jón til Reykjavík- ur, og stundaði ýmsa vinnu í landi eða á togurum, eftir því, sem hún fékkst á þeim atvinnuleysisárum. Honum var mikið í mun að sjá fyrir sér og sínum. Með hernáminu 1940 hefst nýr og betri þáttur í lífi Jóns. Þá tekur hann til við húsasmíðar, og þar með er ævistarfið, sem hugur hans stóð til, hafið að fullu. Hann var traustur smiður, smekkvís, ósérhlífinn og duglegur, tryggur starfsmaður hverj- um húsbónda. Honum nægði þó ekki til lengdar að stunda smíðarnar einar, liann vildi og skyldi afla sér fullra iðnréttinda, og bætti því við sig námi í Iðnskólanum á kvöldin. Hann lauk því með ntjög góðum árangri á aðeins 2 árum, og svo skemmtilega atvikaðist það, að sveinsbréf sitt í húsasmíði fékk hann þann dag, sem hann varð 40 ára. Það lýsir enn betur dugnaði og áræði Jóns, að á sama tíma og hann var í náminu, hóf hann að byggja reisulegt, rúmgott og vandað hús sitt að Sörlaskjóli 7, og vann við það öllum stundum, sem gáfust frá námi og brauðstriti. Þá voru það oft lúnar hendur og fætur, sem lögðust seint til hvíldar til að geta risið til brauð- stritsins næsta morgun. Jón kvæntist æskuvinkonu sinni, Unu Ingimundardóttur, frá Andrés- fjósum, Skeiðum, og lifir hún mann sinn. Ekki varð þeim hjónunt barna auðið saman, en Una átti fyrir son, Guðmund Má Brynjólfsson, oggekk Jón honum í föðurstaðog ættleiddi. Jón var mikill barnavinur og barnagæla. Atvikin höguðu því svo að þau Una tóku í fóstur nokkurra mánaða telpu, er þau ættleiddu síðar. Telpan var skírð Sesselja. Þetta reyndist þeim öllum hið mesta gæfuspor. Sesselja varð strax auga- steinn og yndi Jóns, og svo samrýmd urðu þau feðgin, að af bar. Ský dró fyrir sólu. Á miðjum vinnudegi 9. apríl 1975 hnígur Jón niður, meðvitundarlaus. Blóðtappi. hann missir máttinn hægra megin, og mál og minni um skeið. Fyrst á eftir virðist ætla að rætast úr, en síðan koma ný áföll, ýmissa tegunda. Þannig hófst og gekk tæplega 12 ára tímabil þjáninga, vona og von- brigða, baráttu og ósigra, sem lauk við kallið eina, sem ekkcrt okkar kemst hjá að hlýða. Á þessu langa, langa tímabili fékk Jón að njóta ríkulega endurgjalds í kærleika og umhyggju konu og barna sinna, er gáfu honum ómældan styrk, og báru byrðarnar með honum til hins síð- asta. Við sjáum oft skamrnt fram á veginn. Góður drengur og ástvinur er syrgður, en um leið má samfagna honum, að þrautunum skuli vera lokið. „Því það er svo misjafnt, sem mennimir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. “ (Tómas Guðmundsson) í góðri bók er okkur kennt, að veröldin er ekki nema brú; við eigum að fara um brúna, en ekki reisa bústaði okkar á henni. Ekkert í lífinu er tilviljun. Allt hefur sinn tilgang. Við sjáum þennan tilgang oft ekki, á stundum kemur hann í Ijós löngu síðar, og þá skýrist, að eitt og annað, sem okkur reynist erfitt að mæta og umbera, felur í sér jákvæðan tilgang. Lífið er skóli, það eru ekki allir í sama bekk, en allir ?ru að læra og þroskast. Glíman við erfiðleikana kennir okkur meira en velgengnin, hvort sem okkur tekst að sjá það nú eða síðar. Erfið- leikarnir sjálfir skipta ekki höfuð- niáli, þegar upp er staðið, heldur hvernig okkur tekst að mæta og vinna úr þeim, hverju um sig. Ýmsir fá úthlutað stærri skammti, sem ekki sér fyrir endann á, en æðruleysi, átök og sáttfýsi við örlögin vinna kraftaverk. Kvaddur er góður og hjálpfús vinur, með þökk fyrir samfylgdina. Minningarnar geymast, ntargar og góðar. Fullvissa um, að við tekur ódáinsakur, að loknu úthlutuðu dagsverki hér á Jörð. Sigurður Gunnarsson Hans Ingiberg Meyvantsson Borgarnesi Fæddur 23. janúar 1913 Dáinn 16. febrúar 1987 Það er oft skammt á milli lífs og dauða, og á það erurn við oft minnt, ef til vill svo við gætum betur göngu okkar hér á jörðu. Þegar við Hansi kvöddumst að loknum vinnudegi, föstudagskvöldið 13. febr. sl., var hann að vanda hress í bragði og frískur í tali. Ég átti von á því að hitta hann á sama stað klukkan eitt á komandi mánudegi. En skömmu fyrir hádegi þann dag hringdi Halldór sonur hans til mín, og sagði mér, að faðir sinn væri mættur - á öðrum stað. Á laugardag stjórnaði Hansi fé- lagsvist hjá Framsóknarfélagi Mýr- armanna, eins og hann var vanur, en snemma á sunnudagsmorguninn var hann fluttur út á Sjúkrahús Akra- ness, - og þar lést hann mánudags- morguninn 16. febrúar s.l. Hans gekk ekki heill til skógar. Hann hafði tvívegis fengið alvarleg hjartaköst, en náði sér furðuvel í bæði skiptin, þótt mikið vantaði upp á að hann fengi aftur fullan starfsþrótt. Það kom samt flestum á óvart, hversu skjótt hann lagði upp í sína hinstu för. Við Hansi kynntumst fyrir réttum 30 árum, - sumarið 1957. Ég var þá nýkominn til Borgarness og hann þar í vinnu, en búsettur á Borg. Síðan höfum við alltaf verið góðir kunningjar, - og nú sl. tvö ár nánir samstarfsmenn hjá Rafveitu Borg- arness. Þar var Hansi þá búinn að vinna um tíu ára skeið, og áður hafði hann lengi unnið hjá Borgarneshreppi. Hansi var skemmtilega hress í tali og öllu viðmóti, - og sá gjarna broslegu hliðarnar á tilverunni. Aldrei heyrði ég hann tala um það sem miður fór í fari manna. Hann var samviskusamur og kappsamur, og ekki í rónni fyrr en hann hafði lokið því, sem fyrir lá hverju sinni. Það er ekki ætlan mín, að rekja hér æviferil Hansa. Til þess hefði ég ekki næga kunnleika. En ég vil þakka þér, Hansi minn, störf þín fyrir Rafveitu Borgarness, - og kynni okkar öll. Þú varst trúr og starfssamur. Ég sakna þín, - en það er gott að minnast þín. Hafðu þökk fyrir samstarfið. Ég votta eftirlifandi konu, Láru Sigurðardóttur, börnum þeirra, tengdabörnum og ekki síst barnabörnum innilega samúð. Bjarni K. Skarphéðinsson, rafveitustjóri. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingar- dag. Þær þurfa að vera vélritaðar. LANDNÁM INGÓLFS Nýtt safn til sögu þess 3 £ I V fl- * V Landnám Ingólfs - Nýtt safn til sögu þess Félagið Ingólfur, sem starfaði á árunum 1935-1942 og nýlega vóu: endurreist, hefur gefið út bók í ritröðinni Landnám Ingólfs - Nýtt safn til sögu þess með fróðlegum greinum um söguleg efni. Þessi bók er þriðja bindið í fyrrgreindri ritröð og er að mestu helguð 200 ára afmæh Reykjavíkurkaupstaðar. Þar er m.a. að finna grein Guðjóns Friðrikssonar um Fjalaköttinn, frásögn Ottós N. Þorlákssonar af kjörum sjómanna í Reykjavík, sem er birting frumheimildar og greinir jafnframt frá stofnun fyrsta Bárufélagsins. Auk þess er greinasafn um Skuggahverfi þar sem má finna greinar eftir Agnesi Siggerði Arnórsdóttur, Salvöru Jónsdóttur, Theodóru Kristinsdóttur og Magnús Hauksson. Hrafn Ingvar Gunnarsson ritar um brunamál í bænum frá 1752 til 1895. Baldur Hafstað ritar um örnefni í Engey og Jón Guðmann Jónsson, sem starfaði hjá Reykjavíkurbæ frá 1918, lýsir vélakosti og aðbúnaði fram að síðari heimsstyrjöld. Loks eru myndir af gömlum og viðfrægum einkennum borgarinnar Hitaveitutönkunum og Melavellinum sem nú eru horfin. Einnig er hér að finna erindi af ráðstefnu vorið 1985 um varðveislu skjala, ljósmynda og fornleifa, frásögn af bókagjöf frá Noregi og stutta grein Ólafs E. Stefánssonar. Fjöldi mynda prýðir bókina, auk korta og línurita. Dreifingu annast Sögufélag, Garðastræti 13b. íslenskar barnabækur á færeysku Föroya Lærarafelag hefur gefið út tvær bækur eftir Guðrúnu Helgadóttur. Eru það Jón Oddur og Jón Bjarni og í afahúsi, sem á færeysku nefnist í abbasahúsi. Báðar bækurnar eru fallega út gefnar. Martin Næs þýddi. Kolbrún S. Kjarval myndskreytti bókina um tvíburana en Mikael V. Karlsson gerði teikningar sem prýða í abbasahúsi. Ný söngbók komin út Á markað er komin ný vasasöngbók. Hún heitir Söngbókin. Kvæðin í hana valdi Jens Guð. Þau eru valin með hliðsjón af því að þau henti vel til fjöldasöngs. Enda er nú sá ársfimi þar sem árshátíðir og ættarmót standa sem hæst. í Söngbókinni er hálfur áttundi tugur kunnra kvæða. Þau eru að því leyti ólík kvæðum í áður útgefnum vísnasöngbókum að nýjustu og vinsælustu dægurlagatextarnir, eins og „Augun mín" og „Serbinn" eftir Bubba Morthens og „Hesturinn" með Skriðjöklum, eru hafðir í bland við gömlu sígildu vísnasöngkvæðin, s.s. „Fyrr var oft í koti kátt", „Blátt lítið blóm eitt er“ o.m.fl. Annað sem er nýstárlegt við Söngbókina er að húnm er myndnskreytt, litprentuð og sett mjög fjörlega upp. Útgefandi er vísnafélagið Söngfuglarnir. Bókin fæst á almennum bóka- og blaðsölustöðum. Sönaþiglimiir Ný ljóðabók Komin er út ljóðabókin Endlausir dagar. Höfundur er Eiríkur Byrnjólfsson. í bókinni eru fjörutíu ljóð, sem skiptast í tvo kafla, Loftkennd ljóð og Jarðbundin ljóð. Bókin er 62 síður. Þetta er önnur bók höfundar. Sú fyrri hét í smásögur færandi, 1985. Bókin veðrur seld í stærstu bókabúðum, heima hjá vinum og kunningjum höfundar og hjá útgefanda, Orðhaga sf. Ægissíðu 129, sími 21465.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.