Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 16
Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna í Reykjavíker í Nóatúni 21 og er opin kl. 9.00-17.00 virka daga. Síminn er 24480. Kosningastjóri er Eiríkur Valsson. Lítið inn hjá okkur - það er alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Reykvíkingar Guðmundur G. Þórarinsson verður með við- talstíma miðvikudaginn 25. febrúar kl. 10.00- 12.00 I Nóatúni 21. Framsóknarflokkurinn. Viðtalstími borgarfuiltrúa Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi verður til viðtals í Nóatúni 21 laugardaginn 28. febrúar kl. 11.00-12.00 f.h. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur í Skipholti 21, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Steinunn Finnbogadóttir ræðir um fæðingarorlof og Sigrún Magnúsdóttir um borgarmál. Stjórnin. Reykjanes Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi er í Hamraborg 5, Kópavogi. Skrifstofan er opin alla daga frá 9.00-18.30. Kosningastjóri er Hermann Sveinbjörnsson. Símar skrifstofunnar eru 91 -41590 - 40225 - 40226. Verið velkomin. Hafnarfjörður - framsóknarvist Þriggja kvölda spilakeppni hefst í félagsheimilisálmu íþróttahúss Hafnarfjarðar föstudaginn 27. febrúar kl.20.30. Seinni kvöldin verða 13. og 27. mars. Góð kvöld- og heildarverðlaun. Allt spilafólk velkomið Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Hafnarfirði hefur verið opnuð að Hafnargötu 25, sími 51819 og verður opin: daglega til mánaðamóta frá kl. 20.30-22.00. Kosningastjóri: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Verið velkomin i kaffi og rabb. Vestfirðir Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 8 í$afirði er nú opin daglega. Síminn er 94-3690. Kosningastjóri er Geir-Sigurðsson. Framsóknarflokkurinn Austurland Kosningaskrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austurlandi er að Lyngási 1, Egilsstöðum, sími 1584. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17. Kosningastjóri er Skúli Oddsson. ; Þriðjudagur 24. febrúar 1987. Illlllllllllllllllilllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ■ Litía svið Þjóðleikhússins: Draumar á hvolfi eftir Kristínu Ómars- dóttur og Gættu þín! eftir Kristínu Bjarnadóttur í kvöld, þriðjud. 24. febrúar, verða frumsýnd tvö ný íslensk verk á Litla sviði Þjóðleikhússins. Þau unnu til verðlauna í samkeppni Þjóðleikhússins um gerð ein-. þáttunga í tilefni loka „Kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna". Helga Bachmann sviðsetur og leikstýrir leikritunum. Þetta eru fyrstu leikverk höfundanna, sem báðar eru jafnframt ljóðskáld. Krist- ín Ómarsdóttir, höfundur einþáttungsins, „Draumar á hvolfi" stundar nú nám í bókmenntafræði við Háskóla íslands, en Kristín Bjarnadóttir, höfundur „Gættu þín!“ er menntaður leikari og hefur leikið, leikstýrt og skrifað undanfarin ár í Danmörku, íslandi og Svíþjóð. f Draumum á hvolfi eigast við þrír einstaklingar, elskendurnir Matthildurog Árni og piltur sem kemur inn í líf þeirra. „Þetta er Ijóðrænt verk, sem byggir fremur á mætti orðs en athafna", segir í kynningu Þjóðleikhússins. Leikararnir eru: Ragnheiður Steindórsdóttir, Arnór Benónýsson og Ellert A. Ingimundarson í leiknum Gættu þín! er sérkennileg kona, kölluð Begga, miðpunktur leiksins. „Leikritið fjallar um leit manneskjunnar Bryndís Pétursdóttir leikur móður Beggu og Guðrún J. Ólafsdóttir, leikur Beggu sem barn í „Gættu þín!“ að sjálfri sér í erfiðum heimi. .. en ekki síst fjallar leikritið um mannleg sam- skipti," segir í kynningu. Leikarar eru: Sigurjóna Sverrisdóttir (Begga), Elfa Gísladóttir, Bryndís Pét- ursdóttir, Róbert Arnfinnsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Andrés Sigurvins- son. Tónlistin við bæði leikritin er eftir Guðna Franzson og hönnuður leikmynd- ar og búninga er Þorbjörg Höskuldsdótt- ir. Ljósahönnuður er Sveinn Benedikts-, son. Tónlist (af hljómbandi) flytja Kol- beinn Bjarnason, Reynir Sigurðsson og Þórður Högnason. Frumsýning er í kvöld kl. 20:30 og önnur sýning á fimmtudagskvöld á sama tíma. Skemmtikvöld Rangæingafélagsins Rangæingafélagið í Reykjavík heldur skemmtikvöld í kvöld, þriðjud. 24. febr. í Ármúla 40. Spiluð verður félagsvist, Sævar Kristinsson stjórnar. Karlakvartett félagsins syngur undir stjórn Njáls Sig- urðssonar. Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum flytur ávarp. Skemmtikvöld Rangæinga félagsins Rangæingafélagið í Reykjavík heldur skemmtikvöld þriðjud. 24. febrúar í Ár- múla 40. Spiluð verður félagsvist, Sævar Kristinsson stjórnar. Karlakvartett fé- lagsins syngur undir stjórn Njáls Sigurðs- Stórfoingó Þröttar í Glæsibæ í kvöld Stórbingó Þróttar verður haldið í Glæsibæ í kvöld og hefst það klukkan 19.30. Að vanda verður bingóið hið glæsileg- sonar. Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum flytur ávarp. asta, fjöldi stórvinninga en verðmæti hæsta vinnings er kr. 120.000.- Það er Knattspyrnudeild Þróttar sem stendur fyrir bingóinu í Glæsibæ og rennur allur ágóði til uppbyggingar íþrótta- og æskulýðsstarfs í Þróttarhverf- inu (Langholtshverfi). Allir bingóunnendur eru hjartanlega velkomnir. Knattspyrnudeild Þróttar. Minningarkort Áskirkju Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742, Ragna Jónsdóttir, Kambs- vegi 17, sími 82775, Þjónustuíbúðir aldr- aðra, Dalbraut 27, Helena Halldórsdótt- ir, Norðurbrún 2, Guðrún Jónsdóttir, Klcifarvegi 5, sími 681984, Holts apótek. Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, síma 84035 á milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkjuvörður annast send- ingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. LFK gengst fyrir þjálfun í ræðumennsku fyrir konur í framboði LFK gengst fyrir þjálfun í ræðumennsku fyrir konur sem skipa efstu sæti á framboðslistum Framsóknarflokksins til næstu alþingiskosn- inga, laugardaginn 28. febr. kl. 13.30 að Nóatúni 21. Leiðbeinandi er Kristján Hall. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir kynnir þingsályktuna opinbera neyslu og manneldisstefnu. lillögusínaum LFK gengst fyrir opnum fundi um skattamál Opinn fundur um skattamál verður laugardag- inn 28. feb. kl. 10.00, Nóatúni 21. Bolli Héðinsson efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar ræðir skattamál. Umræður og fyrirspurnir. 1 Wh mm Kvöldvaka Ferðafélags íslands Ferðafélag íslands efnir til kvöldvöku miðvikudaginn 25. febrúar í Risinu, Hverfisgötu 105. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sér um efni þessarar kvöldvöku. Páll Pálsson frá Aðalbóli mun sýna myndir og segja frá eyðibyggðinni á Jökuldalsheiði. Um miðja 19. öld fór fólk að setjast að á Jökuldalsheiði, en árið 1946 fór sfðasta heiðabýlið í eyði. Um þessa horfnu byggð ætlar Páll Pálsson að fræða fólk á kvöld- vöku F.í. Ferðafélag Íslands. 6 stúlkur í Ghana leita að pennavinum á íslandi Nýlega barst bréf frá ungum stúlkum í Ghana, sem segjast áður hafa leitað eftir pennavinum á Islandi, en árangurslaust, - en nú reyni þær aftur og vonast eftir betri árangri. Þær hafa áhuga á að kynnast landi og fólki í þessu „friðsæla fallega landi, sem er víst líkt Paradís" segja þær í bréfinu. Allar eru stúlkurnar rúmlega tvítugar. Allar hafa stúlkurnar áhuga á íþróttum, sem sundi, tennis, borðtennis og körfubolta. Einnig er músík og dans ofarlega á blaði yfir áhugamál þeirra. Utanáskrift til þessara Ghana-stúlkna er: Miss Bridget Pat Smith, P.O. Box 1080, Cape Coast Ghana W/Afríca Miss Blinda Hilda Davis c/o Isaac P.O. Box 268 Oguaa State, Ghana W/Africa Miss Florence Nana Bright • P.O. Box 1080 Cape Coast, Ghana W/Africa Miss Justina Aba Thompson P.O. Box 596 Cape District Ghana W/Africa Miss Gertrude Aryee P.O. Box 952 Cape District Ghana W/Africa Suðurland Hella- og nágrenni Jón Helgason ráöherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaöur ásamt Guðna Ágústssyni og Unni Stefánsdóttur verða til viðtals og ræða þjóðmálin í grillskálanum á Hellu þriðjudaginn 24. febr. kl. 21.00. Allir velkomnir Kosningaskrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Suðurlandi Eyrarvegi 15 Selfossi er opin alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00, sími 99-2547. Einnig er skrifstofa Þjóðólfs opin á sama tíma sími 99-1247. Alltaf heitt á könnunni. Miss Regina Nancy Baissie P.O. Box 647, Cape District, Ghana W/Africa 23. febrúar 1987 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar......39,230 39.350 Sterlingspund.........60,257 60,442 Kanadadollar..........29,528 29,619 Dönsk króna.......... 5,7062 5,72360 Norsk króna.......... 5,6272 5,6444 Sænsk króna.......... 6,0517 6,0702 Finnskt mark......... 8,6534 8,6798 Franskur franki...... 6,4613 6,4811 Belgískur franki BEC .. 1,0387 1,0418 Svissneskur franki...25,4245 25,5023 Hollensk gyllini......19,0437 19,1019 Vestur-þýskt mark.....21,5136 21,5794 ítölsk Ifra.......... 0,03025 0,03035 Austurrískur sch...... 3,0597 3,0691 Portúg. escudo........ 0,2780 0,2789 Spánskur peseti....... 0,3054 0,3063 Japanskt yen......... 0,25552 0,25630 írskt pund............57,2230 57,3980 SDRþann 20.02 ........49,5656 49,7169

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.