Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.02.1987, Blaðsíða 20
BAKKIj VEITINGAHÚS Lœkjargötu 8, sími 10340 Skaftahlíð 24 - Sími 36370 Rjúkandi morgunbrauð kl. 8 alla daga YAMAHA Vélsleðar og fjórhjól BUNADARDEILO SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 Htmiiin Þriðjudagur 24. febrúar 1987 Ný þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar: Verðbólgan 2,5% um fram rauða strikið - 11-12% frá upphafi til loka þessa árs Þjóðhagsstofnun gerir í nýrri spá ráð fyrir að framfærsluvísitalan hækki um 11-12% frá upphafi til loka þessa árs, en að meðalhækkun- in milli ára 1986 og 1987 verði um 14,5%. í þessu felst að vísitalan fari 1,5% umfram „rauða strikið" í maí n.k. og 1% í september, sem gert er ráð fyrir að verði bætt með launa- hækkunum. Forsendur spárinnar eru m.a. að þeir kjarasamningar sem ólokið er (aðallega BSRB) verði á svipuðum nótum og desember- samningarnir og óbreyttar gengisaf- stöður innanlands. Þótt Þjóðhagsstofnun sé þarna að spá lægstu verðbólgu á Islandi í hálfan annan áratug koma framj áhyggjur og vonbrigði yfir að ekki skuli takast að koma verðbólgunni niður í eins stafs tölu eins og stefnt var að. „Það hlýtur að teljast nokkuð áhyggjuefni að ekki skuli takast að fylgja eftir þeim árangri í verðlags- málum sem náðist á árinu 1986 og ná fram enn frekari lækkun verðbólg- unnar á þessu ári, ekki síst í skjóli áframhaldandi hagstæðra ytri skil- yrða þjóðarbúsins,“ segir í spá Þjóð- hagsstofnunar. En þetta er fyrst og fremst rakið til lækkunar dollarans að undanförnu, sem veldur hækkuðu vöruverði frá öðrum löndum. Þjóðhagsstofnun spáir að heildar- útgjöld til neyslu og fjárfestingar aukist um tæplega 4% að raungildi frá því í fyrra eftir 4,5% aukningu 1986. Einkaneysla heimilanna aukist um 5% í ár í kjölfar 6,5% aukningar í fyrra. Er þá reiknað með auknum sparnaði. Spáð er að samneyslan muni enn aukast um 3% á þessu ári í kjölfar um 4% aukningar 1986. Aukning1 samneyslunnar 1986 er talin um 1% meiri en áður var gert ráð fyrir, aðallega vegna meiri launahækkana opinberra starfsmanna en reiknað var með og þá fyrst og fremst í sérkjarasamningum. Fjárfestingarhorfur á þessu ári eru sagðar um margt í óvissu, en þó spáð um 4% aukningu að raungildi eftir óbreytt fjárfestingarútgjöld síð- ustu 2 ár. Fyrir liggja ákvarðanir stjórnvalda um 8,5% aukningu á opinberum framkvæmdum eftir um þriðjungs samdrátt frá 1980 og þar af um 8% í fyrra. Talið er að fyrri spár um auknar íbúðahúsabyggingar hafi verið of bjartsýnar og nú gert ráð fyrir 5% aukinni fjárfestingu í íbúðarhúsnæði í ár. Fjárfesting at- vinnuveganna er þó sögð ennþá óvissari, þar sem ekki er séð fyrir endann á því hvernig lánsfjár verði aflað. Slegið er á 1,5% aukningu, samanborið við 4,5% í fyrra, en sú aukning skýrðist öll af meira en tvöföldun fjárfestinga í fiskiskipum. Þjóðhagsstofnun telurað viðskipt- in við útlönd hafi í fyrra orðið jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 1978, sem að miklu leyti er þó rakið til einstaklega hagstæðs árferðis, eink- um hagstæðra ytri skilyrða, auk þess sem mikið hafi verið selt af birgðum. Jafnframt hafi jákvæðir raunvextir aukið sparnað og sem þýddi minni innflutning en ella. Spáð er að vöruskiptajöfnuður verði áfram hagstæður þótt af- gangurinn verði ekki eins mikill og 1986 þar sem nú eru engar birgðir til að selja. Spáð er að vöruútflutningur haldist óbreyttur frá 1986 þó útflutn- ingsvöruframleiðsla geti aukist um 5,5%. Vegna aukins kaupmáttar er. hins vegar búist við 8% aukningu áj almennum innflutningi. Þá er spáð svipuðum þjónustujöfnuði og árið 1986 og að vaxtagreiðslur verði um 6 milljarðar króna. Niðurstaðan er sú að um 1.000 milljóna halli verði á viðskiptum við útlönd í ár, eða sem nemur 0,5% af' landsframieiðslu. -HEII Höfn í Hornafirði: Áttatíu manns luku fiskvinnslunámskeiði Sjávarútvegsráðherra viðstaddur útskriftina Áttatíu starfsmenn frystihússins Námskeiðahald þetta stendur á Höfn í Hornafirði voru útskrifað- fjörutíu stundir og er skipt upp í tíu ir í námskeiðshaldi starfsfræðslu- nefndar fiskvinnslunnar síðastlið- inn föstudag. Formleg útskrift fór fram á Hótel Hornafirði að við- stöddum Halldóri Ásgrímssyni sj á varút vegsráðherra. Námskeiðahald starfsfræðslu- nefndar er nú í fullum gangi víða um land og á næstu vikum munu hundruð fiskvinnslumanna hljóta starfsheitið fiskvinnslumenn. námskeið sem hvert stendur í fjór- ar klukkustundir. Fjallað er um allt sem viðkemur fiskvinnslunni, gæðamál, kjarasamninga^ líkams- beitingu og fleira. Fólkinu er gert að taka síðan tveggja vikna starfs- þjálfun í vinnslustöðinni. f þeirri þjálfun er farið í gegnum allt ferlið og kynnist hver og einn vinnslu afurðanna frá upphafi til enda. 69. Búnaðarþing: Aðlögun og áætlanagerð í landbúnaði helstu mál þingsins - konur í fyrsta Búnaðarþing hófst í gær á Hótel Sögu. Er þetta þing það 69. í röðinni og liggja fyrir því hin margvíslegustu mál. Búnaðarþing er ráðgjafarþingi um málefni landbúnaðarins, einkum löggjafarmál. Þá er það æðsta vald í málefnum Búnaðarfélags íslands.j Þingið mun standa í u.þ.b. tvær vikur að vanda. Á þinginu eiga sæti 25 fulltrúar 15 búnaðarsambanda sem - í eru samtals 200 hreppabúnaðarfé-' skipti sem aðalfulltrúar á lög, en alls eru í Búnaðarfélagi íslands 4500 félagsmenn. Þingið hófst með setningarávarpi| Ásgeirs Bjarnasonar formanns B.í. Að því búnu flutti landbúnaðarráð- herra, Jón Helgason, ávarp, og birt- ist það á öðrum stað hér í blaðinu. Eftir hádegishlé fóru síðan fram kosningar starfsmanna þingsins og í| nefndir þess. Þá flutti Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri skýrslu um fram- Asgeir Bjarnason, formaður B.í. setur 69. Búnaðarþing í Bændahöllinni i gærmorgun. (Tímamynd GE) Búnaðarþingi vindu mála frá síðasta Búnaðar- þingi. Taldi hann að í heildina hefðu þau flest fengið nokkuð góðan fram- gang og nefndi t.d. jarðræktarlög og ályktun um ráðunaut í fiskeldi. Þrettán mál voru lögð fyrir þingið í gær og bera þau mörg merki þess að breytingarskeið er að ganga yfir í landbúnaði. Má þar nefna tillögu til, þingsályktunar um könnun á bú- rekstraraðstöðu frá atvinnumála- nefnd sameinaðs Alþingis, þingsá- lyktunartillögu um eflingu fiskeldis og þingsályktunartillögu um eflingu atvinnu og byggðar í sveitum, einnig frá atvinnumálanefnd sameinaðs Alþingis. ! I dag verða svo lögð fram mál sem koma frá búnaðarsamböndunum. Aðspurður sagði búnaðarmálastjóri að erfitt væri að segja til um það hver yrðu helstu mál þingsins, en þó væri ljóst að aðlögun og áætlanagerð í landbúnaði, framgangur nýgreina og aukin leiðbeiningaþjónusta í ný- greinum yrðu ofarlega á baugi. Á þessu nýbyrjaða Búnaðarþingi eiga konur í fyrsta skipti sæti sem aðalfulltrúar. Þær eru tvær, Ágústa Þorkelsdóttir frá Refstað í Vopna- firði, sem situr á þinginu fyrir Bún- aðarsamband Austurlands og Anna : Bella Harðardóttir sem er annar fulltrúi Búnaðarsambands Kjalar- nesþings. -RR Sigurður Einarsson.fyrrum formaður ÆFR: Tími kominná róttæka deild „Við höfum fullan hug á að stofna önnur samtök innan Al- þýðubandalagsins, með nokkru öðru sniði en Æskulýðsfylkingin er. Það yrði félag innan Álþýðu- bandalagsins, með eigin stjórn og félaga, en samkvæmt lögum Al- þýðubandalagsins er stofnun slíkra samtaka heimil. Meðal félaga yrðu þeir sem gengu úr Æskulýðsfylk- ingunni í Reykjavík eftir síðasta aðalfund sem voru um 20 manns, auk þess sem ég á von á að aðrir félagar Alþýðubandalagsins gangi í þessi samtök," sagði Sigurður Einarsson, fyrrum formaður ÆFR, en hann sagði af sér trúnað- arstörfum fyrir ÆFR eftir átaka- mikinn aðalfund í síðustu viku, eins og Tíminn greindi frá síðasta laugardag. Sagði Sigurður að áherslupunkt- ar þessara nýju samtaka innan Al- þýðubandalagsins yrðu baráttan gegn stéttarsamvinnustefnu verka- lýðsforystunnar, afdráttarlaus stuðningur við frelsishreyfingar í Mið-Ameríku og engin málamiðl- un t hermálinu hér á landi. „Við teljum að það sé kominn tími til að koma upp róttækri deild innan Al- þýðubandalagsins, flokkurinn er orðinn ansi bleikur,“ sagði Sigurð- ur. Varðandi átökin á síðasta aðal- fundi ÆFR, sagði Sigurður frétt Tímans um hann rétta, utan þess að þeir sem urðu undir á fundinum hafi aðeins sagt af sér trúnaðar- störfum fyrir ÆFR en ekki gengið úr Alþýðubandalaginu. „Raunverulega er Æskulýðs- fylkingin í Reykjavík dauð eftir þessa atburði, þar sem starfsam- asta fólkið er gengið út og tveir af nýkjörnum stjórnarmeðlimum eru á leið vestur á firði. Annars er þetta sennilega stærsta afrek Pálm- ars Halldórssonar sem stjórnar- manns í Alþýðubandalaginu að kljúfa ÆFR og verður skráð í sögu hans pólitíska ferils. Þeirra fram- koma var þannig að þau vildu bjóða upp á einhverjar sættir, en vildu jafnframt ráða,“ sagði Sig- urður Einarsson. „Það skiptir varla sköpum þó einn stjórnarmaður af sjö fari vest- ur á firði. Við höfum hugsað okkur að rífa upp starfið í ÆFR fyrir kosningar," sagði Gísli Þór einn nýrra stjórnarmanna í ÆFR í sam- tali við Tímann í gær. Um frétt Tímans sagði hann að væri ýmis- legt að athuga, t.d. hefðu ýmsir stutt núverandi stjórn ÆFR sem þó hefðu unníð dyggilega gegn Ás- mundi Stefánssyni í síðustu kosn- ingum og í hæsta lagi tveir í stjórn- inni hefðu kosið hann í síðasta forvali. Þá hefði enginn á fundin- um fyrir utan Pálmar Halldórsson, verið félagi í Iðnnemasamband- inu. Þá hefði verið ólöglegt hjá síð- ustu stjórn að gefa út félaga- skírteini viku fyrir aðalfund, sem og brottrekstur nokkurra félaga úr ÆFR. Ekki náðist í Pálmar Halldórs- son í gær. -phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.