Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. apríl 1987. Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson, forsætisráöherra: Urslitin stuðningur við stjórnarþátttöku Framsóknar „Ég vil lýsa ánægju minni með kosningaúrslitin og þakka hinum mörgu stuðningsmönnum okkar fyr- ir vel unnin störf. Miðað við þann fjölda nýrra flokka sem nú eru í framboði og hlutu að taka frá öllum hinum flokkunum sem voru fyrir t.d. Þjóðarflokkurinn, Flokkur mannsins og framboð Stefáns Val- geirssonar, þá lít ég svo á að það sé mjög góð útkoma að við höldum okkar fylgi óbreyttu," sagði Stein- grímur Hermannsson, forsætisráð- herra í samtali við Tímann í gær. „Ég lít á stuðninginn við mig og Framsóknarflokkinn fyrst og fremst sem stuðning við ríkisstjórnarárang- urinn og ósk um það að við í Framsóknarflokknum höldum áfr- am í ríkisstjórn. Þess vegna hef ég sagt að ég er tilbúinn að taka þátt í ríkisstjórn áfram og skoða þá mögu- leika sem eru fyrir hendi. Mér virð- ast þeir reyndar vera þrír helstir, að núverandi stjórnarflokkar bæti við Alþýðuflokki eða Kvennalistanum, nú eða þá að Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Kvennalisti myndi ríkisstjórn. En það kunna að vera aðrir kostir, e.t.v. vill Alþýðu- bandalagið koma inn í stjórn og ég vil ekki útiloka neina möguleika," sagði Steingrímur. - En þú ert ekki tilbúinn til að taka þátt í fjórflokkastjórn ? „Ég vil láta reyna á þriggja flokka stjórn til hins ýtrasta fyrst. Ég sé ekki að fjögurra flokka mynstur sé aðgengilegt,nei.“ -Er möguleiki á minnihluta- stjórn? „Það er auðvitað aldrei nema neyðarvörn í lokin til að koma í veg fyrir nýjar kosningar strax, að mínu áliti. Minnihlutastjórn yrði aðeins skammtímalausn. Ég álít að það eigi að mynda núna ábyrga ríkisstjórn, sem er tilbúin að taka á eftirstöðvum verðbólgunnar, ef má kalla það svo og koma í veg fyrir að hún fari af stað á ný. Hún þarf að taka á hinum ýmsu félags- málum sem kröfur hafa komið fram um og augljós þörf er á og halda áfram nýsköpun í atvinnulífinu. Þetta þarf að gera af ábyrgð og festu af ríkisstjórn sem ætlar sér að sitja í fjögur ár. Okkur veitir ekkert af þeim stöðugleika. Þetta álít ég vera útgangspunktinn og ég harma það ef menn fara að hlaupa af stað og bjóða gull og græna skóga, bara til að komast í ríkisstjórn og ég spyr sjálfan mig hvort málefnagrundvöll- ur slíkrar ríkisstjórnar sé styrkur eða hjóm eitt.“' - En þarf ekki líka að takast á við fjárlagahallann? „Fjárlagahallinn er tvímælalaust_ - flausturslega mynduð stjórn getur orðiö þjóðinni hættuleg Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og eiginkona hans Edda Guðmundsdóttir, greiða atkvæði á laugardaginn, en Steingrímur vann mikinn persónulegan sigur í Reykjancskjördæmi. Tímamynd Pjetur eitt af þeim málum sem kemur inn í þennan efnahagsvanda og ég hef sagt að hann þurfi að leysa á ákveðnu plani og á ákveðnum tíma.“ - En hvað viltu segja um þær breytingar sem átt hafa sér stað í flokkakerfinu. Telur þú að þetta sé til frambúðar? „Ég þori nú lítið að segja um það, en ég tel að þetta sé fyrst og fremst boðskapur til flokkanna um að breytast með breyttum tíma. Menn gera kröfur til þess. Það getur vel verið að flokkarnir breyti um nafn, ef þeir svo vilja en það er ekkert aðalatriði. Og það er ekkert aðal- atriði að þeir séu ungir. Gamall flokkur getur gjörbreyst og flokk- arnir verða að skoða sín mál frá grunni þannig." - En hvað með Borgaraflokkinn, eru nú framkomnir hérna tveir hægri flokkar? „Það er mjög erfitt að spá í það. Ef Borgaraflokkurinn lendir utan ríkisstjórnar sem mér finnst allar líkur benda til, -Sjálfstæðisflokkur- inn mun aldrei samþykkja hann, þá finnst mér hann nú vera málefnalega á flæðiskeri staddur. Og ég held að það verði ansi skrítinn stjórnar- andstaöa." - Hvernig líst Framsókn á að vera í stjórnarandstöðu, ef til þess kemur? „Mér líst ekkert illa á að vera í stjórnarandstöðu. Við komum sterkir út úr þessum kosningum. í>að þarf að vinna vel að flokksmálum. Það þarf að skoða byggðamálin, þar hafa komið fram sérframboð. Við þurfunt að fá fleira kvenfólk inn í flokkinn, þó þær hafi starfað þar mikið og vel. Utaffyrirsigeru mörg slík mál sem þarf að vinna að, hvort sem við erum í stjórn eða stjórnar- andstöðu. En ef við verðum í stjórnarand- stöðu munum við leggja áherslu á að hún verði ábyrg og verði ekki yfir- borðsleg, heldur leggi fram tillögur sem stefna að því að ná fram þeim markmiðum sent við höfum sett okkur. Ég er ekki hræddur við það. Ég er hins vegar miklu hræddari við það, að flausturslega mynduð stjórn, sem ekki hefur lagt niður fyrir sér málin geti orðið þjóðinni hættuleg." - Nú virðist Jón Baldvin ætla að gera tilraun til stjórnarmyndunar með Kvcnnalista og Sjálfstæöis- flokki, án þess að forscti hafi enn : veitt nokkrum uniboð til slíkra við- ræðna. Hvað finnst þér um það? ■ „Ég held að þetta séu mjög sér- kenniíeg vinnubrögð og óábyrg. En vonandi kemst hann niður á jörð- ina,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra. - phh Kosningarnar: Kjörsókn um 90% Kjörsókn á landinu var mjög góð að meðaltali. eða 92,1%, þar sem 12.551 greiddi í alþingiskosningununt, eða unt 90% Kjörsóknin varmestá Suðurlandi, atkvæði. í Reykjavík og á Reykja- nesi var hún 89,5%. f Reykjavík greiddu 60.267 atkvæði en á Reykja- nesi greiddu 35.896 atkvæði. Á Vesturlandi var kjörsóknin 88,9% en þargreiddi 9.071 atkvæði. 6.114 greiddu atkvæði á Vestfjörð- um og þar var kjörsóknin 89,75%. Á Norðurlandi vestra greiddu 6.527 manns atkvæði eða 89,4% þeirra sem á kjörskrá voru. Á Norðurlandi eystra var kjörsóknin minnst á öllu landinu eða 88,1%, en þar greiddu 15.795 atkvæði. Á Austurlandi greiddu 8.149 manns atkvæði og þar var kjörsóknin 90,3%. Kjörsókn er svipuð miðað við alþingiskosningarnar 1983 en þó ívið meiri. Árið 1983 var hún á bilinu 85,6% til 90,1%. ABS Lögreglan: Allt með spekt um kosningarnar Þó átta fullir undir stýri Þorri þjóðarinnar hefur setið inni við ogfylgst með kosningadag- skrá sjónvarpsins aðfaranótt sunnudags, því að lítil umferð var á götum og annalítið hjá lögregl- unni. Þótt talsverðrar ölvunar hafi sums staðar gætt leiddi hún ekki til vandræða. Átta menn voru teknir fyrir ölvun við akstur í Reykjavík, sem hlutust þó ekki slys af. þj Vestfiröir: Talning fyrir opnum tjöldum „Ég tel tímabært að breyta starfsháttum yfirkjörstjórnar á Vestfjörðum í þá átt að gera starf hennar fljótvirkara án þess að skerða öryggi niðurstöðunnar en við óvæntar breytingar sem fram fóru á skipan yfirkjörstjórnar Vest- fjarðakjördæmis síðustu daga fyrir kosningar gafst ekki ráðrúm til nákvæmrar skipulagningar," sagði Guðmundur Ingólfsson formaður yfirkjörstjórnar á Vestfjörðum. Guðmundur sagði einnig að taln- ing fyrir opnum tjöldum væri sú aðferð sem hefði verið valin á Vestfjörðum en sú aðferð væri tímafrekari en aðrar aðferðir. „Það sem mesturn töfum olli var ónákvæmni í frágangi afstemming- ar í tilteknum kjördeildum sem að mestu er urn að kenna að eyðublöð Hagstofu íslands sem til nota eru í þessu sambandi eru alls ekki nægj- anlega skýr. Mistök sem áttu sér stað í flokkun atkvæða milli flokka eftir talningu þar sem magn at- kvæðaseðla einstakra flokka kom ekki saman við skráða atkvæðatölu þcirra og ekki nógu hnitmiðuð skráning yfirkjörstjórnar á mót- töku utankjörfundaratkvæða," sagði Guðmundur. ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.