Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Þriðjudagur 28. apríl 1987.
Hinarglæsilegu 8 stúlkur sem tóku þátt í keppninni um titilinn „Ungfrú Norðurland“, en þær eru t.f.v.: Þorgerður Kristinsdóttir, Jórunn Karlsdóttir,
Helga Björk Eiríksdóttir, íris Guðmundsdóttir, Kristín Aðalheiður Símonardóttir, Sólveig Þorsteinsdóttir, Þóra Birgisdóttir og Ólöf María
Jóhannesdóttir
Fegurðardrottning
Norðurlands kosin
Þóra Birgisdóttir, „Fegurðardrottning Norðurlands ’87“ tekur við
hamingjuóskum Gígju Birgisdóttur, fyrrv. fcgurðardrottningar
íris Guðmundsdóttir var kosin vinsælasta stúlka keppninnar
Fegurðardrottning Norðurlands
var kosin með pompi og prakt í
Sjallanum þann 9. apríl s.l. Þá var
valin besta Ijósmyndafyrirsætan og
vinsælasta stúlkan.
Síðan mun „Ungfrú Norður-
land“ keppa um titilinn „Fegurðar-
drottning íslands", en keppnin um
þann titil fer fram í veitingahúsinu
Broadway í maí.
Gígja Birgisdóttir varð „Ungfrú
Norðurland" á s.l. ári, - og hún
sigraði þá líka í keppninni um
titilinn „Fegurðardrottning
íslands’-. Gígja var heiöursgestur
kvöldsins í Sjallanum og krýndi
núverandi fegurðardrottningu
Norðurlands, sem varð að þessu
sinni Þóra Birgisdóttir, sem cr 18
ára Akureyringur. Hún stundar
nám í MA. Aðaláhugamál hennar
er fatahönnun og alls kyns handa-
vinna. Einnig hefur hún mikinn
áhuga á tungumálum, ferðalögum
og alls konar útiveru. Þóra segist
vcra mcð vélsleða- og fjórhjóla-
dellu, en hvað framtíðina varðar
stefnir hún að því að verða fata-
hönnuður.
Við birtum hér nokkrar myndir,
sem teknar voru við þetta tækifæri.
„Ungfrú Norðurland“ - Þóra Birgisdóttir - krýnd
Sólveig Þorsteinsdóttir var kosin besta Ijósmyndafyr-
irsætan
BÆKUR
íslandspóstur
l.tölublað á þessu ári af íslandspósti er
nýkomið út. Útgcfandi er: íslenzka
Landssambandið í Svíþjóð, en ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Haukur Þorsteinsson.
í þessu blaði eru upplýsingar um alþing-
iskosningar á íslandi og hvar íslendingar
í Svíþjóð geti kosið. Þá skrifar Guðjón
Högnason í Malmö: Betra er scint en...
, en hann er þar að þakka Kór Fjölbrauta-
skóla Suðurlands og þó sérstaklega Jóni
I. Sigurmundssyni söngstjóra. Þáergrein-
in „Sendiráðspresturinn" og síðan cr birt
erindi Jónasar Kristjánssonar, sem hann
hélt í Jönköping í Svíþjóð : Svenskarna
har upptackt Island tre ganger'".
Víðfórii
Útgefandi Víðförla er Útgáfan
Skálholt, en ritstjóri er sr. Bernharður
Guðmundsson.
Frá borði biskups er fyrsta grein blaðs-
ins og nefnist hún „Eyðni"". Þarsegir m.a.
Til þess að skera upp herör gegn eyðni
þarf að koma siðferðilcg endurvakning
með þjóðinni.“
Það vorar... nefnist ritstjóraspjall
Bernharðs Guðmundssonar. Þá cr viötal,
sem sr. Örn Bárður Jónsson á við Sigurð
Helgason, sýslumann á Seyðisfirði: Sýsl-
að við trúmál. f Barnahorninu er lítil saga
um Lalla hjá ömmu. Árni Gunnarsson,
nýkjörinn stjórnarformaður Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar skrifar: Við þurfum
að berja í trúnaðarbrestina. Kirkjan og
tungan nefnist grein Áma Böðvarssonar.
Sr. Dalla Þórðardóttir ræðir við Margréti
Jónsdóttur: 20 ár á Löngumýri. Sagt er
frá Leikmannastefnu 1987 og birt er
crindi Guðrúnar Ásmundsdóttur leikara:
Kirkjan mín. Margar flciri greinar eru í
blaðinu, smáfréttir og frásagnir frá kirkju-
legu starfi.
1
Ari Éroísins
jsÆSfc' )*! Kílí < mm kj&W&Xt KÍi íi ýfn m»
tytzu m$ dí ix$tt 8 \mk , b( w> c uy- miti
(þítr teáp ’hlmvteíx <a w tþiíf ki|íííníu' ai
Merki krossins
Merki krossins er gefið út af kaþólsku
kirkjunni á Islandi og prentað i prcnt-
smiðju St. Franciskussystra í Stykkis-
hólmi. Torfi Ólafsson er ritstjóri, og hann
skrifar greinina „Við áramót'". Þá er
birtur Föstuboðskapur Jóhannesar Páls
II páfa 1987. Sagt er frá því í grein að St.
Jósefsspítali í Hafnarfirði fékk ný rönt-
gentæki. Minningargrein er um Systur
Emerentíu, scm andaðist 1. desembers.l.
80 ára að aldri.
Jesúítalýðveldið í Paraguay nefnist
þýdd grein eftir Philip Caraman S. J.
Afgreiðsla ritsins cr í Stigahlíð 63, 105
Reykjavík, sími 84740.